3. mars 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Lagðar fram til umræðu tvær hugmyndir að útfærslu Álafossvegar sem botnlanga. Frestað á 381. og 382. fundi.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd samþykkir að Álafossvegur verði botnlangagata þannig að þar verði möguleiki á neyðarakstri.2. Erindi Strætó bs - beiðni um kynningu fyrir bæjarráð vegna skýrslu Mannvits201411109
Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til nefndarinnar til umsagnar. Framhald umræðu á 384. fundi.
Framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að senda bæjarráði umsögn nefndarinnar.
3. Bræðratunga, umsókn um byggingarleyfi201412082
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 384. fundi. Gerð var grein fyrir viðræðum við málsaðila.
Nefndin felur embættismönnum að ræða við umsækjanda í ljósi þess að fallið hefur verið frá athugasemdum varðandi lóðarmörk, en enn eru uppi athugasemdir um staðsetningu bílskúrs.
4. Vefarastræti 1-5 ósk um breytingar á skipulagsskilmálum201501589
Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar:
Hugmyndir byggingaraðilans, sýndar sem deiliskipulagsuppdráttur og skissur af fyrirhuguðum byggingum, eru í misræmi við samþykkt deiliskipulag. Í stað 3ja samtengdra 3ja hæða húsa með stigagöngum er sýnt sambland af svalaganga- og stigagangahúsi, og er næði 14 íbúða raskað með umferð framhjá þeim í augnhæð. Gengið er inn á 2 stöðum að sunnanverðu en síðan taka við flóknir gangar inn og útúr húsinu, einatt framhjá svefnherbergjum. Ónæðið sem það hefur í för með sér er ekki boðlegt. Fjárhagslegur sparnaður verktakans við að fjarlægja eitt stiga- og lyftuhús er á kostnað íbúanna og er ekki ásættanlegur.
Forsögnum deiliskipulagsins um vandaða, nútímalega, fjölbreytilega og hugmyndaríka byggingarlist (gr. 3.1, 3.2 og 4.1) virðist að litlu leyti sinnt. Tillagan er án áberandi sérkenna og ber ekki vott um "hugmyndaríka formsköpun." Norðurhliðin er samfelldur steypuveggur með svalagöngum eptir endilöngu húsinu.5. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi.
Fram kom ósk um að fresta afgreiðslu málsins.
Nefndin samþykkir að halda aukafund fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 16:00.6. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2015201501800
Lögð fram tillaga að starfsáætlun, sbr. umræðu á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað.
7. Aðalskipulag, ákvörðun um endurskoðun á nýju kjörtímabili.201502229
Skv. 35. gr. skipulagslaga skal sveitarstjórn meta í upphafi hvers kjörtímabils hvort þörf sé á endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, og skal ákvörðun liggja fyrir áður en 12 mánuðir hafa liðið frá sveitarstjórnarkosningum. Lagðir fram minnispunktar skipulagsfulltrúa um aðalskipulagið. Frestað á 384. fundi.
Nefndin ályktar að ekki sé þörf á endurskoðun aðalskipulagsins að sinni.
8. Erindi um fjölgun íbúða við Bröttuhlíð201502234
Lögð fram fyrirspurn í formi tillöguteikningar að breytingum á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir að í stað 8 einbýlislóða og 5 íbúða á lóð Láguhlíðar samkvæmt gildandi skipulagi komi raðhús með samtals 16 íbúðum og fimm fjórbýlishús. Frestað á 384. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir áframhaldandi úrvinnslu deiliskipulagstillögunnar og felur formanni að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
9. Landsskipulagsstefna 2015-2026201502015
Lagðar fram umsagnir Sambands íslenskra Sveitarfélaga og Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins til Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, en athugasemdafresti um tillöguna lauk 8. febrúar s.l. Tillagan liggur frammi á vef Skipulagsstofnunar: http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/frettir/nr/1077. Frestað á 384. fundi.
Lagt fram.
10. Stórikriki 14, umsókn um byggingarleyfi201502146
Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 384. fundi.
Frestað.
11. Háholt 13-15, fyrirspurn um viðbyggingu201501582
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar arkitekts f.h. Festis Fasteigna ehf. um stærri viðbyggingu en gert hafði verið ráð fyrir í fyrri fyrirspurn, sem nefndin svaraði jákvætt á 383. fundi.
Nefndin heimilar fyrirspyrjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við breytt byggingaráform.
12. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Á 366. fundi bókaði nefndin að meðf. tillaga að reiðleiðum austan og vestan hesthúsahverfisins skyldi tekin inn í endurskoðun deiliskipulags svæðisins, sem nú er unnið að.
Skipulagsnefndin vísar tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar.
13. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi.
Frestað.
14. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-26, erindi um breytingu á deiliskipulagi201502401
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna.
Frestað.
15. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar. Frestað á 384. fundi.
Frestað.
16. Byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar201206011
Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og samþykkt byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar" (bls. 12 í greinargerð). Lögð fram til kynningar dæmi um samþykktar byggingarlistarstefnur og gögn um opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð. Frestað á 384. fundi.
Frestað.
17. Bakkasel/Elliðakotsland 125226, umsókn um byggingarleyfi201502379
Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125266 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Frestað.
18. Í Laxneslandi, Dalakofi, umsókn um byggingarleyfi201502380
Páll Ammendrup sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness samkvæmt meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar með vísan til ákvæða aðalskipulags um stök frístundahús utan svæða fyrir frístundabyggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð núverandi húss er 68,9 m2.
Frestað.
19. Suður-Reykir, lóð nr. 8 lnr. 218499, umsókn um byggingarleyfi201502384
Guðmundur Jónsson sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðu svæði.
Frestað.
20. í Úlfarsfellslandi 125500, umsókn um byggingarleyfi201502296
Haraldur Valur Haraldsson sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka upp í 48 m2 núverandi bátaskýli á lóðinni sem er við Hafravatn. Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki innan deiliskipulags og með vísan í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð.
Frestað.
21. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ.201502411
Lögð fram tillaga Samsons B Harðarsonar nefndarmanns um gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.
Frestað.
22. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu201501793
Lögð fram afstöðumynd og sneiðingar í framhaldi af fyrirspurn um viðbyggingu, sbr. bókun á 383. fundi.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
23. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 259201502009F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, frestað á 384. fundi.
Fundargerðin lögð fram.
23.1. Laxatunga 97, umsókn um byggingarleyfi 201502112
Óskar Guðmundsson Kvíslartungu 96 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka, breyta útliti og fyrirkomulagi áður samþykkts einbýlishúss úr steinsteypu á lóðinni nr. 97 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss: 18,6 m2, 101,7 m3.
Stærð húss eftir breytingu: Íbúð 200,4 m2, bílgeymsla 38,2 m2, samtals 987,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar
23.2. Stórikriki 14,umsókn um byggingarleyfi 201502146
Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta útliti og notkun bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
23.3. Stórikriki 35, umsókn um byggingarleyfi 201501713
GSKG fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að hækka hús í kóta, lækka salarhæð í íbúðarrými og auka salarhæð í bílgeymslu áður samþykkts einbýlishúss úr steinsteypu að Stórakrika 35 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 6,9 m3.
Stærð eftir breytingu: Íbúðarrými 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtls 715,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
23.4. Í Úlfarsfellslandi 125505, umsókn um byggingarleyfi 201410308
Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 30 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á lóð nr. 125505 úr landi Úlfarsfells í samræmi við framlögð gögn.
Umsóknin var grenndarkynnt en engar athugasemdir bárust.
Stækkun bústaðs 16,4 m2, 97,7 m3.
Stærð eftir breytingu: 68,7 m2, 276,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
23.5. Vefarastræti 21, umsókn um byggingarleyfi 201501766
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílakjallara úr steinsteypu á lóðinni nr. 21 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bílakjallara 1290,0 m2, 3276,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
23.6. Víðiteigur 32, umsókn um byggingarleyfi 201502128
Knútur Birgisson Víðiteigi 32 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja sólstofu úr timbri og gleri að Víðiteigi 32 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss: Íbúðarrými 121,9 m2, sólstofa 17,5 m2, bílgeymsla 36,5 m2, 642,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 260201502020F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram.
24.1. Akurholt 14, umsókn um byggingarleyfi 201502387
Bogi Arason Akurholti 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri og gleri áðursamþykkta sólstofu við húsið nr. 14 við Akurholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun sólstofu 7,0 m2, 19,1 m3.
Stærð sólstofu eftir breytingu 35,2 m2, 113,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
24.2. Bakkasel/Elliðakotsland 125226, umsókn um byggingarleyfi 201502379
Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í samræmi við framlögð gögn.
Á lóðinni stendur nú 20,8 m2 frístundahús.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
24.3. Í Laxneslandi, Dalakofi, umsókn um byggingarleyfi 201502380
Páll Ammendrup Geitlandi 29 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness í samræmi við framlögð gögn.
Stærð núverandi húss er 68,9 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
24.4. Leirvogstunga 14, Umsókn um byggingarleyfi 201502197
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 14 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildrstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
24.5. Skólabraut 2-4, umsókn um byggingarleyfi 201502226
Kristján Ásgeirsson arkitekt fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum og reyndarteikningum fyrir fimleikahúsið að Skólabraut 2 -4 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
24.6. Suður- Reykir, lóð 8, umsókn um byggingarleyfi 201502384
Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta áðurbyggðu pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og áður byggðri geymslu í hesthús.
Um er að ræða hús á lóð nr 8, lnr. 218499 í landi Reykja.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.
24.7. í Úlfarsfellslandi 125500, umsókn um byggingarleyfi 201502296
Haraldur Valur Haraldsson Hrafnshöfða 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka úr timbri núverandi bátaskýli á lóðinni nr.125500 í landi Úlfarsfells við Hafravatn.
Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2 en sótt er um leyfi til að endurbyggt bátaskýli verði 48,0 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 385. fundi skipulagsnefndar.