Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. mars 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

    Lagðar fram til umræðu tvær hugmyndir að útfærslu Álafossvegar sem botnlanga. Frestað á 381. og 382. fundi.

    Bjarki Bjarna­son vék af fundi und­ir þess­um lið.
    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að Ála­foss­veg­ur verði botn­langagata þann­ig að þar verði mögu­leiki á neyð­arakstri.

    • 2. Er­indi Strætó bs - beiðni um kynn­ingu fyr­ir bæj­ar­ráð vegna skýrslu Mann­vits201411109

      Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til nefndarinnar til umsagnar. Framhald umræðu á 384. fundi.

      Fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að senda bæj­ar­ráði um­sögn nefnd­ar­inn­ar.

      • 3. Bræðra­tunga, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201412082

        Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 384. fundi. Gerð var grein fyrir viðræðum við málsaðila.

        Nefnd­in fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að ræða við um­sækj­anda í ljósi þess að fall­ið hef­ur ver­ið frá at­huga­semd­um varð­andi lóð­ar­mörk, en enn eru uppi at­huga­semd­ir um stað­setn­ingu bíl­skúrs.

        • 4. Vefara­stræti 1-5 ósk um breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um201501589

          Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.

          Nefnd­in sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að aug­lýsa til­lög­una skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.
          Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
          Hug­mynd­ir bygg­ing­ar­að­il­ans, sýnd­ar sem deili­skipu­lags­upp­drátt­ur og skiss­ur af fyr­ir­hug­uð­um bygg­ing­um, eru í mis­ræmi við sam­þykkt deili­skipu­lag. Í stað 3ja sam­tengdra 3ja hæða húsa með stiga­göng­um er sýnt sam­bland af svala­ganga- og stiga­ganga­húsi, og er næði 14 íbúða raskað með um­ferð fram­hjá þeim í augn­hæð. Geng­ið er inn á 2 stöð­um að sunn­an­verðu en síð­an taka við flókn­ir gang­ar inn og útúr hús­inu, einatt fram­hjá svefn­her­bergj­um. Ónæð­ið sem það hef­ur í för með sér er ekki boð­legt. Fjár­hags­leg­ur sparn­að­ur verk­tak­ans við að fjar­lægja eitt stiga- og lyftu­hús er á kostn­að íbú­anna og er ekki ásætt­an­leg­ur.
          For­sögn­um deili­skipu­lags­ins um vand­aða, nú­tíma­lega, fjöl­breyti­lega og hug­mynda­ríka bygg­ing­ar­list (gr. 3.1, 3.2 og 4.1) virð­ist að litlu leyti sinnt. Til­lag­an er án áber­andi sér­kenna og ber ekki vott um "hug­mynda­ríka formsköp­un." Norð­ur­hlið­in er sam­felld­ur steypu­vegg­ur með svala­göng­um ept­ir endi­löngu hús­inu.

          • 5. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

            Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi.

            Fram kom ósk um að fresta af­greiðslu máls­ins.
            Nefnd­in sam­þykk­ir að halda auka­fund fimmtu­dag­inn 5. mars nk. kl. 16:00.

            • 6. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2015201501800

              Lögð fram tillaga að starfsáætlun, sbr. umræðu á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.

              Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað.

              • 7. Að­al­skipu­lag, ákvörð­un um end­ur­skoð­un á nýju kjör­tíma­bili.201502229

                Skv. 35. gr. skipulagslaga skal sveitarstjórn meta í upphafi hvers kjörtímabils hvort þörf sé á endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, og skal ákvörðun liggja fyrir áður en 12 mánuðir hafa liðið frá sveitarstjórnarkosningum. Lagðir fram minnispunktar skipulagsfulltrúa um aðalskipulagið. Frestað á 384. fundi.

                Nefnd­in álykt­ar að ekki sé þörf á end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags­ins að sinni.

                • 8. Er­indi um fjölg­un íbúða við Bröttu­hlíð201502234

                  Lögð fram fyrirspurn í formi tillöguteikningar að breytingum á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir að í stað 8 einbýlislóða og 5 íbúða á lóð Láguhlíðar samkvæmt gildandi skipulagi komi raðhús með samtals 16 íbúðum og fimm fjórbýlishús. Frestað á 384. fundi.

                  Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir áfram­hald­andi úr­vinnslu deili­skipu­lagstil­lög­unn­ar og fel­ur formanni að ræða við um­sækj­end­ur í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

                  • 9. Lands­skipu­lags­stefna 2015-2026201502015

                    Lagðar fram umsagnir Sambands íslenskra Sveitarfélaga og Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins til Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, en athugasemdafresti um tillöguna lauk 8. febrúar s.l. Tillagan liggur frammi á vef Skipulagsstofnunar: http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/frettir/nr/1077. Frestað á 384. fundi.

                    Lagt fram.

                    • 10. Stórikriki 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502146

                      Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 384. fundi.

                      Frestað.

                      • 11. Há­holt 13-15, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu201501582

                        Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar arkitekts f.h. Festis Fasteigna ehf. um stærri viðbyggingu en gert hafði verið ráð fyrir í fyrri fyrirspurn, sem nefndin svaraði jákvætt á 383. fundi.

                        Nefnd­in heim­il­ar fyr­ir­spyrj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi í sam­ræmi við breytt bygg­ingaráform.

                        • 12. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi200701150

                          Á 366. fundi bókaði nefndin að meðf. tillaga að reiðleiðum austan og vestan hesthúsahverfisins skyldi tekin inn í endurskoðun deiliskipulags svæðisins, sem nú er unnið að.

                          Skipu­lags­nefnd­in vís­ar til­lögu Hesta­manna­fé­lags­ins um reið­leið við frið­lýst svæði með­fram hest­húsa­hverf­inu að vest­an og við hverf­is­vernd­ar­svæði með­fram því að aust­an, til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                          • 13. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201410126

                            Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi.

                            Frestað.

                            • 14. Vefara­stræti 15-19, Gerplustræti 16-26, er­indi um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201502401

                              Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna.

                              Frestað.

                              • 15. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

                                Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar. Frestað á 384. fundi.

                                Frestað.

                                • 16. Bygg­ing­ar­list­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar201206011

                                  Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og samþykkt byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar" (bls. 12 í greinargerð). Lögð fram til kynningar dæmi um samþykktar byggingarlistarstefnur og gögn um opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð. Frestað á 384. fundi.

                                  Frestað.

                                  • 17. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502379

                                    Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125266 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.

                                    Frestað.

                                    • 18. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502380

                                      Páll Ammendrup sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness samkvæmt meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar með vísan til ákvæða aðalskipulags um stök frístundahús utan svæða fyrir frístundabyggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð núverandi húss er 68,9 m2.

                                      Frestað.

                                      • 19. Suð­ur-Reyk­ir, lóð nr. 8 lnr. 218499, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502384

                                        Guðmundur Jónsson sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðu svæði.

                                        Frestað.

                                        • 20. í Úlfars­fellslandi 125500, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502296

                                          Haraldur Valur Haraldsson sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka upp í 48 m2 núverandi bátaskýli á lóðinni sem er við Hafravatn. Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki innan deiliskipulags og með vísan í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð.

                                          Frestað.

                                          • 21. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ.201502411

                                            Lögð fram tillaga Samsons B Harðarsonar nefndarmanns um gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.

                                            Frestað.

                                            • 22. Bjarg v/Varmá, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu201501793

                                              Lögð fram afstöðumynd og sneiðingar í framhaldi af fyrirspurn um viðbyggingu, sbr. bókun á 383. fundi.

                                              Frestað.

                                              Fundargerðir til kynningar

                                              • 23. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 259201502009F

                                                Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, frestað á 384. fundi.

                                                Fund­ar­gerð­in lögð fram.

                                                • 23.1. Laxa­tunga 97, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502112

                                                  Ósk­ar Guð­munds­son Kvísl­artungu 96 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka, breyta út­liti og fyr­ir­komu­lagi áður sam­þykkts ein­býl­is­húss úr stein­steypu á lóð­inni nr. 97 við Kvísl­artungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                                  Stækk­un húss: 18,6 m2, 101,7 m3.
                                                  Stærð húss eft­ir breyt­ingu: Íbúð 200,4 m2, bíl­geymsla 38,2 m2, sam­tals 987,6 m3.

                                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                                  Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                                                • 23.2. Stórikriki 14,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502146

                                                  Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir og Ág­úst Sæ­land Stórakrika 14 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að breyta út­liti og notk­un bíl­geymslu húss­ins að Stórakrika 14 þann­ig að þar verði inn­réttað íbúð­ar­rými með eld­húsi.
                                                  Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                                  Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                • 23.3. Stórikriki 35, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201501713

                                                  GSKG fast­eign­ir ehf Arn­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að hækka hús í kóta, lækka sal­ar­hæð í íbúð­ar­rými og auka sal­ar­hæð í bíl­geymslu áður sam­þykkts ein­býl­is­húss úr stein­steypu að Stórakrika 35 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                                  Stækk­un húss 6,9 m3.
                                                  Stærð eft­ir breyt­ingu: Íbúð­ar­rými 165,4 m2, bíl­geymsla 34,3 m2, sam­tls 715,2 m3.

                                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                                  Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                • 23.4. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410308

                                                  Guð­rún H Ragn­ars­dótt­ir Klaust­ur­hvammi 30 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri sum­ar­bú­stað á lóð nr. 125505 úr landi Úlfars­fells í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                                  Um­sókn­in var grennd­arkynnt en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
                                                  Stækk­un bú­staðs 16,4 m2, 97,7 m3.
                                                  Stærð eft­ir breyt­ingu: 68,7 m2, 276,7 m3.

                                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                                  Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                • 23.5. Vefara­stræti 21, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201501766

                                                  Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja bíla­kjall­ara úr stein­steypu á lóð­inni nr. 21 við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                                  Stærð bíla­kjall­ara 1290,0 m2, 3276,6 m3.

                                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                                  Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                • 23.6. Víði­teig­ur 32, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502128

                                                  Knút­ur Birg­is­son Víði­teigi 32 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja sól­stofu úr timbri og gleri að Víði­teigi 32 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                                  Stærð­ir húss: Íbúð­ar­rými 121,9 m2, sól­stofa 17,5 m2, bíl­geymsla 36,5 m2, 642,5 m3.

                                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                                  Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                • 24. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 260201502020F

                                                  Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

                                                  Fund­ar­gerð­in lögð fram.

                                                  • 24.1. Ak­ur­holt 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502387

                                                    Bogi Ara­son Ak­ur­holti 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri og gleri áð­ur­sam­þykkta sól­stofu við hús­ið nr. 14 við Ak­ur­holt sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                                    Stækk­un sól­stofu 7,0 m2, 19,1 m3.
                                                    Stærð sól­stofu eft­ir breyt­ingu 35,2 m2, 113,0 m3.

                                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                                    Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                  • 24.2. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502379

                                                    Há­kon Árna­son Láglandi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja 88 m2 frí­stunda­hús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Ell­iða­kots í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                                    Á lóð­inni stend­ur nú 20,8 m2 frí­stunda­hús.

                                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                                    Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                  • 24.3. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502380

                                                    Páll Amm­endr­up Geitlandi 29 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja úr timbri 93 m2 frí­stunda­hús á lóð­inni nr. 125593 í landi Lax­ness í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                                                    Stærð nú­ver­andi húss er 68,9 m2.

                                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                                    Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                  • 24.4. Leir­vogstunga 14, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502197

                                                    VK verk­fræði­stofa Braut­ar­holti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­inu nr. 14 við Leir­vogstungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                                    Heildr­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                                    Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                  • 24.5. Skóla­braut 2-4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502226

                                                    Kristján Ás­geirs­son arki­tekt fh. Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og reynd­arteikn­ing­um fyr­ir fim­leika­hús­ið að Skóla­braut 2 -4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                                    Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                                    Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                  • 24.6. Suð­ur- Reyk­ir, lóð 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502384

                                                    Guð­mund­ur Jóns­son Reykj­um Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta áð­ur­byggðu pökk­un­ar­húsi úr timbri í íbúð­ar­hús og áður byggðri geymslu í hest­hús.
                                                    Um er að ræða hús á lóð nr 8, lnr. 218499 í landi Reykja.

                                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                                    Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                  • 24.7. í Úlfars­fellslandi 125500, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502296

                                                    Har­ald­ur Val­ur Har­alds­son Hrafns­höfða 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja og stækka úr timbri nú­ver­andi báta­skýli á lóð­inni nr.125500 í landi Úlfars­fells við Hafra­vatn.
                                                    Stærð nú­ver­andi báta­skýl­is er 18,6 m2 en sótt er um leyfi til að end­ur­byggt báta­skýli verði 48,0 m2.

                                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                                    Lagt fram á 385. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.