27. maí 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Gerð var grein fyrir samráði við íbúa um breytingar á hverfistorgi, sem eru einn þáttur í nokkrum deiliskipulagsbreytingum í Krikahverfi, sem undirbúnar hafa verið.
Formaður upplýsti fundarmenn um samráð við íbúa í Krikahverfi um mögulegar úrbætur á Krikatorgi.
2. Málalisti skipulagsnefndar201303075
Lagt fram uppfært yfirlit yfir stöðu mála á sviði skipulagsnefndar, sbr. bókun á 368. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir að komið verði á kerfi sem gefur nefndarmönnum möguleika til að sjá á hverjum tíma yfirlit yfir mál skipulagsnefndar og stöðu þeirra.
3. Gerplustræti 31-37, erindi um deiliskipulagsbreytingu201405094
Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um eina og að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar, sbr. meðf. teikningar. Frestað á 368. fundi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir því að fella niður bílakjallara en vísar erindinu til upplýsingar til starfshóps um leiguhúsnæði í Mosfellsbæ.
4. Vefarastræti 1-5, erindi um deiliskipulagsbreytingu201405095
Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um þrjár að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar og að stærri hluti svala megi ganga 1,5 m út fyrir bundna byggingarlínu, sbr. meðf. teikningar. Frestað á 368. fundi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir því að falla alfarið frá bílakjöllurum.
5. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014. Frestað á 368. fundi.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
6. Egilsmói 5, umsókn um byggingarleyfi201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 (Brávöllum) sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 368. fundi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
7. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem teikningarnar gera ráð fyrir tveimur íbúðum. Frestað á 368. fundi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
8. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu201305136
Lagt fram viðbótarerindi Finns Inga Hermannssonar dags. 19.5.2014 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir parhúsum á tveimur lóðanna í stað einbýlishúsa.
Nefndin hafnar erindinu, þar sem um er að ræða minnstu einbýlislóðirnar á skipulagssvæðinu og nýtingarhlutfall þeirra skv. gildandi ákvæðum er þegar hið hæsta á svæðinu.
9. Æðarhöfði 2, fyrirspurn um byggingarleyfi201405258
Fyrirspurn Batterísins arkitekta um byggingarleyfi fyrir 5 færanlegum kennslustofum á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort byggingaráformin geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óveruleg frávik frá skipulagi, en stofurnar fara út fyrir byggingarreit gildandi deiliskipulags.
Nefndin heimilar frávik frá deiliskipulagi samkvæmt framlögðum gögnum þar sem þau skerða í engu hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
10. Skuld 124367, umsókn um byggingarleyfi201405257
Tekið fyrir erindi Guðrúnar Jónsdóttur þar sem spurst er fyrir um leyfi til að breyta bílskúr við íbúðarhúsið Skuld í íbúðarhúsnæði. Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til erindisins.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytta notkun bílskúrsins.
11. Helgafellshverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Vefarastræti201401642
Lögð fram ný og breytt tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Erlendur Fjeldsted vék af fundi.12. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar.201206187
Málið tekið til umfjöllunar að beiðni Jóhannesar B Eðvarðssonar.
Formaður gerði grein þeim athugunum sem átt hafa sér stað varðandi reiðvegi í Mosfellsdal til að leysa ákveðin vandamál sem uppi eru varðandi aðkomu að golfvelli og reiðleiðir í kringum Bakkakot. Gerði formaður grein fyrir samkomulagi við Hestaleiguna Laxnes fyrir sumarið 2014.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar gagnrýnir það vinnulag sem viðhaft hefur verið í þessu máli og telur það ekki til eftirbreytni.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 244201405005F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
13.1. Arnartangi 55 B, umsókn um byggingarleyfi 201404294
Jón Ó Þórðarson Arnartanga 60 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að setja glugga á norður hlið bílskúrs að Arnartanga 55B í samæmi við framlögð gögn.
Engar stærðarbreytingar verða á skúrnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki hagsmunaaðila.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.2. Dalsbú, umsókn um byggingarleyfi 201310194
Dalsbú ehf í Mosfellsdal sækir um leyfi til að stækka úr stáli fóðurstöð að Dalsbúi samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 151,5 m2, 765,1 m3.
Grenndarkynning á skipulagsbreytingu hefur farið fram.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.3. Egilsmói 5, umsókn um byggingarleyfi 201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 ( Brávöllum ) Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka úr timbri um 37,2 m2, íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.4. Fálkahöfði 2 - 4, umsókn um byggingarleyfi 201404166
Nova ehf Lágmúla 9 sækir um leyfi til að setja upp loftnetssúlu / fjarskiptabúnað á húsið nr. 2 - 4 við Fálkahöfða í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki húsfélagsins.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.5. Innri Miðdalur 125198, umsókn um byggingarleyfi 201404309
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38B Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingu og að stækka sumarbústaðinn í Innri Miðdal samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bústas 200,9 m2, 645,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.6. Laxatunga 85 / umsókn um byggingarleyfi 201404347
Ingimundur Ólafsson Urðarholti 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 85 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Íbúðarrými 188,6 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 961,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.7. Litlikriki 2, umsókn um byggingarleyfi 201403365
Sigurjón Benediktsson Litlakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að tengja milli hæða með stiga, bílgeymslu og íbúð 010102 að Litlakrika 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Engar heildar stærðarbreytingar verða á fasteigninni.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meirhluta eigenda í húsinu.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.8. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi. 201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð viðbyggingar 167,5 m2, 551,7 m3.
Heildarstærð íbúðarhúss eftir breytingar 262,7 m2, 832,3 m3.
Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.9. Uglugata 66 / umsókn um byggingarleyfi 201404359
Matthías Ottósson Hraunbæ 99 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á líðinni nr. 66 við Uglugötu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð íbúðarhúss: Íbúðarrými 131,2 m2, bílgeymsla 67,2 m2, samtals 773,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 245201405017F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram.
14.1. Desjamýri 7, umsókn um byggingarleyfi 201403427
Oddsmýri ehf. Réttarhvoli 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja þrjú geymsluhús úr timbri á lóðinni nr. 7 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Matshluti 01, 1405,9 m2, 4673,6 m3,
matshluti 02, 1403,9 m2, 4670,0 m3,
matshluti 03, 881,0 m2, 3354,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.2. Dvergholt 2, umsókn um byggingarleyfi 201405158
Magnús Ingþórsson Dvergholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum og að stækka neðri hæð hússins nr. 2 við Dvergholt í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.
Stækkun húss 14,1 m2, 11,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.3. Laxatunga 65, umsókn um byggingarleyfi 201404364
Viktor Kristmannsson Þingholtsbraut 15 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 65 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Neðri hæð, aukaíbúð 61,1 m2, aðalíbúð 103,0 m2
efri hæð, íbúð 120,2 m2, bílgeymsla 43,9 m2, samtals 978,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.4. Skuld 124367, umsókn um byggingarleyfi 201405257
Guðrún Jóhannsdóttir Skuld í Mosfellsdal sækir um leyfi til að breyta núverandi bílskúr að Skuld í íbúðarrými samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir bílskúrs breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.5. Svöluhöfði 24, umsókn um byggingarleyfi 201405233
Jóhannes Þorkelsson Svöluhöfða 24 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri sólstofu við húsið nr. 24 við Svöluhöfða samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun sólstofu 9,7 m2, 37,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.6. Víðiteigur 6a, umsókn um byggingarleyfi 201405171
Ragnhildur Þorsteinsdóttir Víðiteig 6A Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum og að innrétta risloft hússins nr. 6A við Víðiteig í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda í raðhúsalengjunni.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
14.7. Æðarhöfði 2, fyrirspurn um byggingarleyfi 201405258
Fyrirspurn Batterísins arkitekta fh. Mosfellsbæjar um byggingarleyfi fyrir 5 færanlegar kennslustofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 2 við Æðarhöfða.
Stofurnar fara lítillega út fyrir byggingarreit gildandi deiliskipulags og er óskað eftir því að frávik sé talið óverulegt sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.