14. febrúar 2007 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Samband ísl.sveitarfélaga fundargerð 740. fundar200702044
Til máls tóku: RR,MM,JS,HS.%0D%0DFundargerðin lögð fram.
3. Slökkvilið höfuðb.svæðisins bs., fundargerð 62. fundar200702020
Til máls tóku: JS,RR,KT,HS.%0D%0DFundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
2. Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fundargerð 266. fundar200701327
Til máls tók: RR,KT,JS,MM.%0D%0DFundargerðin lögð fram.
4. Kvíslartunga 22, umsókn um byggingarleyfi200611174
Afgreiðslu þessa erindis var frestað á á 458. fundi bæjarstjórnar, en erindið var þá á dagskrá sem eitt erinda á 127. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.%0D%0DAfgreiðsla erindisins á 127. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, þess efnis að veita byggingarleyfi, staðfest með sjö atkvæðum.
5. Þriggja ára áætlun 2008-2010. Síðari umræða.200612184
Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og lagði bæjarstjóri fram greinargerð sína þar sem sagði að þriggja ára áætlunin væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.%0DBæjarstjóri þakkaði að lokum öllu samstarfsfólki sem komið hefði að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.%0D%0DTil máls tóku: RR,JS,HSv,HS,KT.%0D%0DMegin niðurstöðutölur þriggja ára áætlunar bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2008-2010, samantekinn A og B hluti er svohljóðandi.%0D%0DRekstrarniðurstaða:%0D2008: 481 m.kr.%0D2009: 526 m.kr.%0D2010: 557 m.kr.%0D%0DEigi fé: %0D2008: 2.461 m.kr.%0D2009: 2.987 m.kr.%0D2010: 3.544 m.kr.%0D%0DBókun B og S lista vegna afgreiðslu þriggja ára áætlunar Mosfellsbæjar fyrir árin 2008 til 2010.%0D%0DÞriggja ára áætlunin sem hér liggur fyrir er stefnumörkun um rekstur og framkvæmdir í bæjarfélaginu á næstu árum og lýsir áherslum meirihlutans í þeim efnum. %0D Mosfellsbær er ört stækkandi sveitafélag og er gríðarleg fjölgun íbúa fyrirhuguð samkvæmt áætluninni fram til ársins 2010 eða u.þ.b. 50%. Slík fjölgun hefur í för með sér þörf fyrir gríðarlega uppbyggingu þjónustumannvirkja á skömmum tíma og að sama skapi aukningu á þjónustu við bæjarbúa og óttumst við að hvoru tveggja verði ekki í takt við íbúaþróunina. Jafnframt er ljóst að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir því að almenn stjórnsýsla verði efld í takt við þessa þróun svo bærinn geti mætt henni á öflugan og vandaðan hátt. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár og álögur á bæjarbúa verði með sama hætti og á þessu ári en það ásamt framlagi byggingarsvæða skýrir að mestu jákvæða afkomu í rekstri bæjarins samkvæmt áætluninni. %0DÞetta er að okkar mati megin einkenni þessarar áætlunar.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista um þriggja ára áætlun 2008- 2010%0D%0DÞriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð. %0DÞriggja ára áætlunin 2008 – 2010 byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa og fjölgun íbúða og fjárfestingar á þessu þriggja ára tímbili taka mið af þörf fyrir þjónusturými og lögbundnum verkefnum. En samhliða sýnir þriggja ára áætlun traustan rekstur bæjarsjóðs.%0DÍ þriggja ára áætlun 2008 – 2010 er gert ráð fyrir 4ja áfanga Lágafellsskóla, byggingu nýrra grunn- og leikskóla. Stefnt er að byggingu á framhúsi og félagsaðstöðu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Áfram verður stutt við uppbyggingu 18 holu golfvallar á vestursvæði, fjármunir lagðir í uppbyggingu á skíðasvæðum og stutt verður við uppbyggingu reiðhallar á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar. Einnig er fyrirhugað að verja fjármunum í hönnun og byggingu menningarhúss í hugsanlegu samstarfi við byggingu nýrrar kirkju í miðbænum sem og að huga að Hlégarði og Brúarlandi og fjármunir eru settir í fyrrihugaðan framhaldsskóla.%0DUppbygging nýrra hverfa í Krikahverfi, Helgafellslandi og Leirvogstungu heldur áfram sem og uppbygging á vestursvæði og í miðbæ Mosfellsbæjar.%0DMosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag með mikil tækifæri til framtíðarþróunar. Með ábyrgri fjármálastjórn, aðhaldi í rekstri, öflugri uppbyggingu nýrra íbúðasvæða, þéttingu miðbæjarsvæðis þá styrkist staða sveitarfélagsins enn frekar og gerir því kleift að sækja fram á öllum sviðum og auka þannig lífskjör bæjarbúa.%0D%0DÞá var tekin fyrir tillaga S-lista frá fyrri umræðu um 3ja ára áætlun svohljóðandi:%0D"Fulltrúar Samfylkingarinnar gera þá tillögu að á árinu 2007 verði mörkuð stefna um að leikskólinn verði gjaldfrjáls og að sú stefna verði að fullu komin til framkvæmda árið 2010 og verði rekstrarreikningi 3ja ára fjárhagsáætlunarinnar breytt í samræmi við það."%0D%0DÞá kom fram bókun D og V lista:%0D"Bæjafulltrúar D og V lista benda á að nú þegar liggur fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda þannig að það fáist úr því skorið hvort stuðningur ríkisins komi til greina við að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Í því ljósi telja bæjarfulltrúar D og V lista framkomna tillögu ekki tímabæra og leggja til að henni verði vísað frá."%0D%0DÞessu næst kom bókun frá S-lista:%0D"Okkur bæjarfulltrúum Samfylkingar þykir það miður að meirihluti sjálfstæðismanna og vinstri grænna sé ekki tilbúinn að setja á áætlun stefnumörkun um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum. Fylgi við slíka stefnumörkun fer vaxandi meðal sveitarfélaga og myndi það lýsa metnaði af hálfu Mosfellsbæjar í þjónustu við barnafjölskyldur ef bæjarfélagið yrði meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst feta þá braut."%0D%0DAð lokum kom fram eftirfarandi bókun:%0D"Í ljósi framkominnar bókunar bæjarfulltrúa S listans vilja bæjarfulltrúar D og V lista taka fram að Mosfellsbær hefur þegar tekið forystu í þessum efnum með gjaldfrjálsum leikskóla í 5 ára deildum."%0D%0DAð lokinn almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2008-2010 var áætlunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 811200701026F
Fundargerð 811. fundar bæjarráðs lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
6.1. Útboð á sorphirðu 200701236
Áður á dagskrá 810. fundar bæjarráðs. Frestað og beðið um aðgang að útboðsgögnum sem hér með fylgja.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.2. Erindi frá Alþjóðahúsi varðandi þjónustusamning 200610093
Áður á dagskrá 797. fundar bæjarráðs. Umbeðin umsögn fjölskyldunefndar meðfylgjandi.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.3. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni 200611164
Áður á dagskrá 803. fundar bæjarráðs. Umbeðin umsögn umhverfisnefndar meðfylgjandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: MM, RR.%0D%0DAfgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.4. Erindi Handverkstæðis Ásgarðs varðandi lagningu drenlagna 200701274
Handverkstæðið Ásgarður leitar heimildar til þess að leggja drenlagnir við fasteign sína í Álafosskvos.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.5. Erindi Handverkstæðis Ásgarðs varðandi lagningu skolplagna 200701275
Handverkstæðið Ásgarður leitar heimildar til þess að tengja fasteign sína í Álafosskvos frárennslirbrunni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.6. Erindi Afltaks ehf varðandi umsókn um lóð fyrir leiguíbúðir 200701281
Afltak ehf óskar eftir lóð til byggingar fjölbýlishúss sem ætlað verði fyrir leiguíbúðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.7. Umsókn um lóð við Hafravatnsveg 200701284
Ingibjörg Ingólfsdóttir sækir um lóð við Hafravatnsveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.8. Erindi Handverksfélags Mosfellsbæjar varðandi aðstoð í húsnæðismálum 200701286
Handverksfélag Mosfellsbæjar óskar eftir aðstoð bæjarins í húsnæðismálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.9. Erindi Ríkiskaupa v. fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu 2007 200701295
Ríkiskaup vekja athygli Mosfellsbæjar á rammasamningsútboðum á árinu 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.10. Beiðni SAMAN hópsins um fjárstuðning við forvarnastarf á árinu 2007 200701296
Saman hópurinn leitar eftir styrk til starfssemi sinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
6.11. Beiðni Heilbr.- og tryggingam.ráðun. um umsögn um drög að reglugerð um takmarkanir á tópaksreykingum 200701297
Heilbrigðisráðuneytið leitar eftir umsögn Mosfellsbæjar varðandi reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum og smásölu tóbaks.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.12. Erindi Menntamálaráðuneytisins v. æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk, stefnumótun í málefnum barna og ungs fólks 200701298
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.13. Minnisblað bæjarstjóra varðandi svör við fyrirspurnum 200701312
Svör við fyrirspurnum Marteins Magnússonar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.14. Greiðsludreifing fasteignagjalda 2007 200701333
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 811. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
7. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 812200702006F
Fundargerð 812. fundar bæjarráðs lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
7.1. Erindi Heilbrigðisráðuneytisins, Hreyfing fyrir alla 200610077
Áður á dagskrá 797. fundar bæjarráðs. Fyrir liggur minnisblað bæjarstjóra og bréf sem íþróttafulltrúi sendi til ráðuneytisins.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 812. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
7.2. Erindi Daða Runólfssonar og fleiri varðandi stofnskjöl lóða í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ 200610175
Áður á dagskrá 798. fundar bæjarráðs. Fyrir liggja drög að samkomulagi. Drögin hafa ekki ennþá verið samþykkt af bréfriturum, en óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til draganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur ekki þátt í umræðum og afgreiðslu málsins.%0D%0DAfgreiðsla 812. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
7.3. Helgafellsbyggð, umsókn um framkvæmdaleyfi 1. verkáfanga 200612050
Bæjarstjóri gerir munnlega grein fyrir samskiptum við UST vegna þessa erindis og þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, RR%0D%0DLagt fram.
7.4. Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnastarfs læknanema 200701322
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 812. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
7.5. Beiðni um styrk vegna kostnaðar við lesblindugreiningu 200701326
Bréfritari óskar eftir styrk vegna lesblindugreiningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 812. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
7.6. Umsókn um styrk vegna verkefnisins Stöðvum barnaklám á netinu 200702005
Barnaheill óskar eftir 600 þús. kr. styrk undir kjörorðinu "stöðvum barnaklám á netinu".
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 812. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
7.7. Samþykktir varðandi niðurgreiðslur á vistunarkostnaði barna 200702021
Minnisblað leikskólafulltrúa þar sem lögð eru fram drög að breytingum á samþykktum um niðurgreiðslur á vistunarkostnaði barna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 812. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
8. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 78200701023F
Fundargerð 78. fundar fjölskyldunefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
8.1. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 200701182
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 78. fundar fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
8.2. Jafnréttismál, fræðslufundur Jafnréttisstofu með forstöðumönnum Mosfellsbæjar 200611214
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Upplýsingar frá Félagsmálaráðuneyti v. uppreiknuð tekju- og eignamörk v. félagslegra leiguíbúða 200701138
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.4. Tilkynning um breytingu viðmiðunarfjárhæðar vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta 200701139
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.5. Erindi Varasjóðs húsnæðismála varðandi rekstrarframlög til sveitarfélaga 200701187
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 78. fundar fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
8.6. Erindi Kvennaráðgjafarinnar varðandi styrk 200701247
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 78. fundar fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
8.7. Könnun á viðhorfi til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ 200701294
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: MM,RR,HS,HSv.%0D%0DLagt fram.
8.8. Umsókn til Lýðheilsustöðvar 2007 200701325
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 78. fundar fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
9. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 177200702007F
Fundargerð 177. fundar fræðslunefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
10. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 115200702001F
Fundargerð 115. fundar menningarmálanefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
11. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 190200702002F
Fundargerð 190. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
11.1. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal. 200611083
Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Gerð verður grein fyrir viðræðum við umsækjendur og heilbrigðiseftirlit, sbr. bókun á 187. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 190. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
11.2. Erindi Ístaks hf og Leirvogstungu ehf varðandi vegtengingar 200701246
Með bréfi dags. 18.01.2007 óska Loftur Árnason f.h. Ístaks hf og Bjarni Sv. Guðmundsson f.h. Leirvogstungu ehf. eftir liðsinni bæjaryfirvalda gagnvart samgönguyfirvöldum í baráttu fyrir betri gatnamótum við Vesturlandsveg. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 25.01.2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.3. Háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík, umsögn um tillögu að matsáætlun 200701183
Skipulagsstofnun óskar með bréfi dags. 17.01.2007 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Landsnets dags. 16.01.2007 að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 25.01.2007. Með fundarboðinu fylgir örstutt samantekt um matsáætlunina og um athugasemdir sem bárust við drög að matsáætlun, en tillagan í heild (57 bls.) og fylgigögn eru á slóðinni http://www.lh.is/umhverfismat/umhverfi.php
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: RR,JS,RR,HSv,HS.%0D%0DAfgreiðsla 190. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
11.4. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar 200504043
Á fundinn kemur Dr. Bjarni Reynarsson og gerir grein fyrir tillögum um skipan rýnihópa og vinnu þeirra. Minnisblað frá honum verður sent nefndarmönnum í tölvupósti á mánudag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 190. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
11.5. Leirvogstunga, kynning á stöðu uppbyggingar íbúðarhverfis 200702017
Bjarni Sv. Guðmundsson kemur á fundinn og gerir grein fyrir stöðu framkvæmda í Leirvogstungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.6. Umsókn um leyfi fyrir moldartipp norðan í Helgafelli 200701185
Verktakar Magni sækja með ódagsettu, óundirrituðu bréfi um leyfi til að losa allt að 300.000 rúmmetrum af uppúrtektarefni á 6 ha svæði norðan í Helgafelli og móta úr því "vindbrjót.," skv. meðfylgjandi gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni, Fjölhönnun og Landark ehf. Í framkvæmdinni felst einnig lagning vinnuvegar inn eftir norðurhlíðum Helgafells.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 190. fundar skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar staðfest með sjö atkvæðum.
11.7. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum 200701289
Reynir Viðarsson f.h. Ístaks hf. óskar með bréfi dags. 24. janúar 2007 eftir leyfi til að setja upp starfsmannabúðir fyrir allt að 120 manns til 5 ára austan iðnaðarsvæðisins á Tungumelum skv. meðf. gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.8. Stórikriki 59, ósk um breytingu á deiliskipulagi. 200607115
Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu skv. ákvörðun 184. fundar lauk 2. febrúar. Mótmæli dags. 30 janúar bárust frá Þ&L lögmönnum f.h. Marteins Hjaltested lóðarhafa Stórakrika 57.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.9. Stórikriki 56, beiðni um breytingu á deiliskipulagi 200612146
Grenndarkynningu skv. ákvörðun 187. fundar á breytingu á deiliskipulagi (heimilun aukaíbúðar) lauk 2. febrúar. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.10. Helgafellsland, deiliskipulag 3. áfanga 200608200
Athugasemdafresti við tillögu að deiliskipulagi lauk 2. febrúar 2007. Tvær athugasemdir bárust; frá Hestamannafélaginu Herði dags. 29. janúar 2007 og frá Ragnari Loga Magnasyni dags. 17. janúar 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.11. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi 200701250
Með bréfi dags. 17. janúar 2007 óska Soffía Vala Tryggvadóttir og Vilhjálmur Ólafsson eigendur lands nr. 208-4621 úr landi Miðdals eftir breytingu á skipulagsskilmálum á þremur lóðum á landinu, þ.e. rýmkun á ákvæði um hússtærðir þannig að byggja megi 110 m2 frístundahús og 20 m2 geymslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.12. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi 200701150
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.13. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsv. 2001-2024 200701113
Birgir H. Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar óskar með bréfi dags. 11. janúar 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um breytingu á svæðisskipulagi. Breytingin felst í nýjum byggðarreit austan Grafarholts við Reynisvatnsás, sem skv. gildandi svæðisskipulagi er í jaðri Græna Trefilsins. Stærð reitsins er um 10 ha og er áformað að reisa á honum 130 - 150 íbúðir. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.14. Kvíslartunga 46, umsókn um byggingarleyfi 200701287
Högni Jónsson sækir með bréfi dags. 29.01.2007 um leyfi til að stækka aukaíbúð um 8 fermetra m.v. þá stærð sem deiliskipulagsskilmálar kveða á um (60 m2).
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.15. Kvíslartunga 118,umsókn um stækkun á byggingarreit 200702006
Kjartan Jón Bjarnason sækir með bréfi dags. 1. febrúar 2007 um stækkun á byggingarreit skv. meðf. uppdráttum Arnar Sigurðssonar arkitekts.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11.16. Helgafellsbyggð, ums. um framkvæmdaleyfi 1. verkáfanga 200612050
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.