9. júní 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Laxnes201505028
Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Laxnes lagt fram. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis samkvæmt fyrirliggjandi umsókn.
2. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu201501793
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 390. fundi. Lögð fram drög að svörum við tveimur athugasemdum.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum. Jafnframt samþykkir nefndin tillögu þá að breytingum á deiliskipulagsskilmálum sem grenndarkynnt hefur verið og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Nefndin tekur fram að þess verði gætt að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi ekki áhrif á næsta nágrenni Varmár.
Jóhannes B Eðvarðsson situr hjá við afgreiðslu málsins.3. Ástu Sólliljugata 30-32, fyrirspurn um 3 raðhús201504048
Tekið fyrir að nýju sbr. bókun á 388. fundi. Lögð fram ný tillaga T.ark teiknistofu að þriggja íbúða raðhúsi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga.
Gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar er vísað til bæjarráðs.4. Háholt-Bjarkarholt, umferðarhraði og gönguþveranir201506042
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu um fyrirkomulag hraðahindrana og gönguþverana og athuganir á umferðarhraða.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Nefndin mun á næsta fundi sínum fjalla um umferðarmál í Mosfellsbæ.
5. Í Laxneslandi, Dalakofi, umsókn um byggingarleyfi201502380
Umsókn um endurbyggingu frístundahúss var grenndarkynnt 30. apríl 2015 með athugasemdafresti til 29. maí. Ein athugasemd barst, frá Þórarni Jónassyni í Laxnesi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi fyrir endurbyggingu og stækkun frístundahússins í samræmi við grenndarkynnt gögn.
Vegna athugasemdar ÞJ tekur nefndin fram að það er ekki á valdi hennar að úrskurða um eignarhald á landsspildu þeirri sem hann telur að tilheyri ekki með réttu lóð Dalakofans. Nefndin óskar hinsvegar eftir því að á teikningum sem teknar verða til samþykktar hjá byggingarfulltrúa verði tekið fram að eignarhald á þessari spildu sé umdeilt.6. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-24, erindi um breytingu á deiliskipulagi201502401
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 7. maí 2015 með athugasemdafresti til 5. júní 2015. Ein athugasemd hefur borist, frá stjórn húsfélags Gerplustrætis 25-27 f.h. íbúa.
Nefndin lítur svo á að athugasemdin beinist ekki gegn fyrirliggjandi breytingartillögu sem slíkri, heldur felist í henni sjálfstæð tillaga varðandi bílastæði í nágrenni Gerplustrætis 25-27, sem nefndin vísar til skoðunar hjá umhverfissviði.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hannar.7. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags200701150
Tekið fyrir að nýju, lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. júní 2015.
Skipulagsnefnd vísar umsögninni til úrvinnslu við deiliskipulag svæðisins.
8. Vefarastræti 8-22, ósk um breytingar á deiliskipulagi.201506050
Sævar Þorbjörnsson f.h. Slippsins Fasteignafélags ehf óskar 3. júní eftir breytingum á reglum um bílastæði og fjölgun íbúða á lóðunum Vefarastræti 8-14 og 16-22 skv. meðfylgjandi tillögu Teiknistofu Arkitekta.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga með breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Gjaldtöku vegna viðbótaríbúða er vísað til bæjarráðs.
9. Gerplustræti 1-5, ósk um breytingar á deiliskipulagi201506052
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum.
Frestað.
10. Gerplustræti 2-4, ósk um breytingar á deiliskipulagi201506053
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum.
Frestað.
11. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi201506027
Brjánn Jónsson Grenibyggð 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílskýli, sólskála á bílskýlis- og bílskúrsþaki og stækka garðskála hússins í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólskála 22,0 m2, 68,1 m3, stækkun garðskála 3,4 m2, 9,1 m3, stærð bílskýlis 10,7 m2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 265201505022F
Lögð fram fundargerð 265. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.1. Bræðratunga, umsókn um byggingarleyfi 201505220
Torfi Magnússon Bræðratungu Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu og tvö smáhýsi úr steinsteypu á lóðinni að Bræðratungu í samræmi við framlögð gögn.
Á fundi skipulagsnefndar þ. 17. mars 2015 var gerð eftirfarandi bókun vegna umfjöllunar hennar um málið.
"Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi afgreiði byggingarleyfi á grundvelli breyttrar afstöðumyndar þar sem komið hefur verið til móts við framkomnar athugasemdir".
Stærð bílgeymslu mhl. 02, 1. hæð 58,3 m2 efri hæð 31,4 m2, 295,5 m3.
Stærð geymslu mhl. 03, 22,2 m2, 51,1 m3.
Stærð geymslu mhl. 04, 22,2 m2, 51,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.2. Efstaland 2-10, umsókn um byggingarleyfi 201505092
Tonnatak ehf Smáraflöt 6 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 2, 4, 6, 8 og 10 við Efstaland samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss nr.2: íbúð 1. hæð 90,1 m2 2. hæð 82,5 m2, bílgeymsla 28,6 m2, samtals 643,6 m3.
Stærð húss nr.4: íbúð 1. hæð 90,1 m2 2. hæð 82,5 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 661,1 m3.
Stærð húss nr.6: íbúð 1. hæð 90,1 m2 2. hæð 82,5 m2, bílgeymsla 35,6 m2, samtals 665,0 m3.
Stærð húss nr.8: íbúð 1. hæð 90,1 m2 2. hæð 82,5 m2, bílgeymsla 35,6 m2, samtals 665,0 m3.
Stærð húss nr.10: íbúð 1. hæð 90,1 m2 2. hæð 82,5 m2, bílgeymsla 28,9 m2, samtals 644,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.3. Efstaland 12-18, umsókn um byggingarleyfi 201504276
Hæ ehf Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 12, 14, 16 og 18 við Efstaland í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 12: Íbúð 1. hæð 65,8 m2, 2, hæð 66,5 m2, bílgeymsla 29,4 m2, samtals 528,2 m3.
Stærð húss nr. 14: Íbúð 1. hæð 65,8 m2, 2, hæð 66,5 m2, bílgeymsla 30,7 m2, samtals 532,9 m3.
Stærð húss nr. 16: Íbúð 1. hæð 65,8 m2, 2, hæð 66,5 m2, bílgeymsla 29,4 m2, samtals 528,2 m3.
Stærð húss nr. 18: Íbúð 1. hæð 65,8 m2, 2, hæð 66,5 m2, bílgeymsla 29,4 m2, samtals 528,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.4. Laxatunga 171, umsókn um byggingarleyfi 201505050
Einar Bjarki Hróbjartsson Fryggjarbrunni 11 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingu á húsinu nr. 171 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn, skyggni á suðurhlið fjarlægt og utanhússklæðning verði flísar og harðviður.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.5. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi 201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærðir hússins breytast ekki.
Á fundi skipulagsnefndar 12. maí 2015 var fjallað um erindið og var gerð eftirfarandi bókun:
"Nefndin gerir ekki athugasemdir við að leyfð verði breytt notkun".Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.6. Leirvogstunga 45, umsókn um byggingarleyfi 201505066
Kristján Sigurðsson Tröllateigi 51 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 45 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúð 205,3 m2, bílgeymsla 35,7 m2, 926,5 m3.
Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.7. Reykjahlíð 2, umsókn um byggingarleyfi 201505287
Ásta Dóra Ingadóttir Reykjahlíð 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir breytingu á innra fyrirkomulagi íbúðarhússins að Reykjahlíð 2 með tilliti til mögulegrar heimagistingar í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.8. Uglugata 48-50, umsókn um byggingarleyfi 201505288
AH verktakar ehf. Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi til að breyta hæðarsetningu fjölbýlishússins að Uglugötu 48-50 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.9. Vefarastræti 21, umsókn um byggingarleyfi 201501766
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílakjallara úr steinsteypu á lóðinni nr. 21 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bílakjallara 1290,0 m2, 3276,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
12.10. Þverholt 2, 5. hæð - umsókn um byggingarleyfi 201505107
WVS verkfræðiþjónusta ehf Lágmúla 5 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta brunahólfun á skrifstofurýmum nr. 05.04 og 05.05 á 5. hæð Þverholts 2 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 5201505026F
Lögð fram fundargerð 5. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 6201506003F
Lögð fram fundargerð 6. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 266201506011F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.1. Grenibyggð 11, umsókn um byggingarleyfi 201506027
Brjánn Jónsson Grenibyggð 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílskýli, sólskála á bílskýlis- og bílskúrsþaki og stækka garðskála hússins nr. við Grenibyggð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð sólskála 22,0 m2, 68,1 m3.
Stækkun garðskála 3,4 m2, 9,1 m3.
Stærð bílskýlis 10,7 m2.
Fyrir liggur skriflegt samþykki húseigenda í raðhúsalengjunni.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
15.2. Laxatunga 49, umsókn um byggingarleyfi 201506046
VK verkfræðistofa ehf. Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús og bílgeymslu úr timbri á lóðinni nr.49 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: íbúðarrými 131,5 m2, bílgeymsla 32,0 m2, 660,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
15.3. Völuteigur 7-11, umsókn um byggingarleyfi 201506037
Svalan ehf Fitjakoti Reykjavík sækir um leyfi til að byggja millipall úr timbri og stáli í einingu 01.03 að Völuteigi 7-11 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð millipalls 181,4 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar
15.4. Æðarhöfði 2, umsókn um byggingarleyfi 201505093
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að flytja / byggja 4 færanlegar kennslustofur og tengibyggingu úr timbri á lóðinni nr. 2 við Æðarhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Matshluti 4, 218,6 m2, 618,2 m3,
matshluti 10, 80,9 m2, 223,9 m3,
matshluti 11, 70,0 m2, 171,5 m3,
matshluti 12, 80,9 m2, 223,9 m3,
matshluti 13, 70,0 m2, 171,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar