Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. apríl 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Guðjónsson 3. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

    Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Ein athugasemd barst, frá umhverfisnefnd Varmárskóla. Lögð fram drög að svörum við athugasemdinni. Tillagan lögð fram að nýju, breytt í nokkrum atriðum. Frestað á 365. fundi.

    Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una svo breytta ásamt fram­lögð­um drög­um að svari við at­huga­semd, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

    • 2. Tungu­veg­ur, breyt­ing á deili­skipu­lagi við Skóla­braut2013082104

      Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 samhliða tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis. Athugasemdafrestur var til 11. nóvember 2013, engin athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 353. fundi. Tillagan lögð fram að nýju með nokkrum breytingum til samræmis við breytingar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis.

      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una svo breytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

      • 3. Breyt­ing á deili­skipu­lagi Helga­fells­hverf­is201310334

        Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27. Frestað á 365. fundi.

        Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta með fjór­um greidd­um at­kvæð­um gegn einu ásamt fram­lögð­um drög­um að svari við at­huga­semd, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.
        Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ósk­ar bókað að hann tel­ur breytt fyr­ir­komulag og legu götu við torg­ið óá­sætt­an­lega.

        • 4. Fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi lóð­ar við Desjarmýri201301425

          Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Desjarmýri 7 var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 27.6.2013 með athugasemdafresti til 8.8.2013. Engin athugasemd barst en afgreiðslu var frestað á 347. fundi. Tillagan lögð fram að nýju ásamt erindi Oddsmýrar ehf. frá 26.3.2014 varðandi nýtingarhlutfall. Frestað á 365. fundi.

          Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una með þeim breyt­ing­um að há­marks­nýt­ing­ar­hlut­fall lóð­ar­inn­ar verði 0,42 og að skylt verði að girða lóð­ina af, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

          • 5. Fólkvang­ur í Bring­um við Helgu­foss201306072

            Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal. Frestað á 365. fundi.

            Lagt fram til kynn­ing­ar.

            • 6. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014201401438

              Lagður fram verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014, sem umhverfisnefnd vísaði til skipulagsnefndar til kynningar. Verkefnalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Frestað á 365. fundi.

              Lagt fram til kynn­ing­ar.

              • 7. Reykja­hvoll 25 (Efri Hvoll), ósk um óbreytta að­komu201403511

                Vígmundur Pálmarsson óskar með bréfi innkomnu 27.3.2014 eftir því að aðkoma að húsinu megi vera óbreytt, vestan og norðan frá um land Pálmars Vígmundssonar, en deiliskipulag gerir ráð fyrir að lóðin fái aðkomu sunnan frá um nýja götu. Frestað á 365. fundi.

                Nefnd­in hafn­ar er­ind­inu og árétt­ar að að­koma að lóð­inni með­fram Varmá verði ekki til fram­búð­ar.

                • 8. Dals­bú, um­sókn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201402071

                  Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt 3.3.2014 með bréfi til tveggja aðila auk umsækjanda um breytinguna. Athugasemdafrestur var til 2. apríl 2014. Ein athugasemd barst, frá Bryndísi Gunnlaugsdóttur lögfr. f. h. Hreins Ólafssonar.

                  Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una óbreytta ásamt fram­lögð­um drög­um að svari við at­huga­semd, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

                  • 9. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi200701150

                    Lagt fram bréf frá Sæmundi Eiríkssyni f.h. reiðveganefndar Harðar, þar sem óskað er eftir því að reiðvegir vestan og austan hesthúsahverfisins skv. meðfylgjandi uppdrætti verði teknir inn í heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.

                    Nefnd­in sam­þykk­ir að gert verði ráð fyr­ir um­rædd­um reið­veg­um í vænt­an­leg­um til­lög­um að skipu­lagi hverf­is­ins og þá verði sér­stak­lega hug­að að mik­il­vægi Var­már.

                    • 10. Varmár­bakk­ar, um­sókn um stækk­un fé­lags­heim­il­is201311028

                      Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.

                      Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að koma á fram­færi at­huga­semd­um við til­lög­una.

                      • 11. Langi­tangi 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402290

                        Á fundinn mættu f.h. N1 Ingunn Sveinsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson og Dagur Benónýsson til viðræðna við nefndina vegna umsóknar fyrirtækisins um stöðuleyfi fyrir gámum og leyfi til að reisa timburgrindverk á lóðinni Langatanga 3, sbr. bókun á 365. fundi.

                        Af­greiðslu frestað.

                        • 12. Úr landi Mið­dals, lnr 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

                          Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag orlofshúsabyggðar, unnin af Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt fyrir landeigendur. Einnig lagt fram bréf landeigenda dags. 14.3.2014, þar sem þeir gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum að æskilegt sé að leyft verði að byggja meira á lóðinni en ákvæði aðalskipulags um frístundalóðir gera ráð fyrir.

                          Frestað.

                          • 13. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

                            Drög að tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 tekin til umræðu að nýju, í framhaldi af kynningarfundi í Listasal 10. apríl, sbr. bókun á 365. fundi.

                            Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­nefnd legg­ur til að drög­in verði kynnt fyr­ir um­hverf­is­nefnd.

                            • 14. Ósk Ver­itas lög­manna um um­sögn vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stofn­un­ar lög­býl­is í landi Hraðastaða 1201402294

                              Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar til umsagnar. Áður til umræðu á 364. fundi.

                              Frestað.

                              • 15. Bið­stöðv­ar stræt­is­vagna í Mos­fells­bæ201404180

                                Umræða um búnað og ástand á biðstöðvum strætós í bænum. Nefndarmaður Jóhannes Eðvaldsson hefur lagt fram svohljóðandi tillögu og óskað eftir að nefndin taki hana fyrir: Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur til að skipulagsnefnd óski eftir því að bæjarstjórn kanni möguleika á því að semja við AFA JCDecaux á Íslandi um rekstur strætóskýla í bæjarfélaginu.

                                Frestað.

                                • 16. Þing­valla­veg­ur í Mos­fells­dal, deili­skipu­lag201312043

                                  Lagt fram uppkast að samkomulagi Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um samstarf að gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi hans, frá stað skammt vestan Suðurárbrúar og austur fyrir Gljúfrastein.

                                  Nefnd­in lýs­ir ánægju sinni með upp­kast­ið og legg­ur til að Mos­fells­bær sam­þykki það.

                                  • 17. Spilda úr Lax­nesslandi nr. 125993, fyr­ir­spurn um end­ur­bygg­ingu201403448

                                    Ólafur Hermannsson spyrst með bréfi 19.3.2014 fyrir um það hvort leyft yrði að endurbyggja núverandi gamalt sumarhús í óbreyttri stærð og jafnframt að byggja nýtt hús, 40-50 m2, um 30 m frá því gamla, sbr. meðfylgjandi afstöðuteikningu.

                                    Frestað.

                                    • 18. Uglugata 64 fyr­ir­spurn til skipu­lags­nefnd­ar201404137

                                      Þorvaldur Einarsson spyrst 7.4.2014 fyrir um það hvort heimilað verði að byggja húsið út fyrir byggingarreit til suðurs skv. meðf. tillöguteikningu, eða hvort leyft yrði að öðrum kosti að bílskúr verði 6 m frá lóðarmörkum í stað 7m. Erindinu fylgir yfirlýsing eins nágranna um samþykki.

                                      Frestað.

                                      • 19. Leiða­kerfi strætós í Mos­fells­bæ, inn­an­bæjar­vagn201404181

                                        Nefndarmaður Jóhannes Eðvaldsson hefur lagt fram svohljóðandi tillögu og óskað eftir að nefndin taki hana fyrir: Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur til að skipulagsnefnd óski eftir því að bæjarstjórn fái Strætó bs. til að gera leiðarkerfi fyrir innanbæjarvagn í Mosfellsbæ og kostnaðargreini.

                                        Frestað.

                                        • 20. Mála­listi skipu­lags­nefnd­ar201303075

                                          Sett á dagskrá að ósk Jóhannesar Eðvaldssonar nefndarmanns.

                                          Frestað.

                                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00