23. apríl 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2013201312056
Bæjarstjórn sendir ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Aldís Stefánsdóttir (AS) þjónustu- og upplýsingafulltrúi.
Forseti gaf orðið laust og fór fram stutt umræða um ársreikninginn eins og hann liggur fyrir eftir fyrri umræðu.
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Ekki verður betur séð en að endurskoðunarskrifstofa KPMG taki undir gagnrýni Íbúahreyfingarinnar vegna framsetningu ársreikningsins um að birta samanburð við upprunalega fjárhagsáætlun.
Á bls. 31. "þannig segir samanburður við upphaflega rekstraráætlun oft meira en samanburður við áætlun sem breytt hefur verið seint á rekstrarárinu."
En ársreikningurinn er ekki bara fyrir stjórnendur, hann er fyrir íbúana, fjárfesta og aðra en með þessari framsetningu er þeim gert erfiðara fyrir að átta sig á breytingum yfir árið.
Við leggjum eindregið til að framsetningu ársreikningsins verði breytt með t.t. Þessa.Tillaga um að breyta framsetningu ársreikningsins verði breytt borin upp og felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.
Bókun D og V- lista.
Ársreikningur sveitarfélagsins er í fullu samræmi við sveitarstjórnarlög og hafa endurskoðendur áritað hann. Framsetning ársreikningsins er í samræmi við tilmæli innanríkisráðuneytisins um hvernig ársreikningar skulu lagðir fram enda er í ársreikningum að finna samanburð við upphaflega fjárhagsáætlun svo og fjárhagsáætlun með viðaukum.
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Endurskoðendur segja á síðu 31að áætlanir áranna 2015-2017 séu á föstu verðlagi en ekki gert ráð fyrir verðbólgu sem þeir telja æskilegt að gera.
Það er ljóst að meiri kostnaður fylgir hækkandi lánum en hækkandi verðlagi og því mjög æskilegt að taka inn viðmið sem gefur gleggri mynd af stöðu mála og leggur Íbúahreyfingin til að Mosfellsbær taki inn verðbólgspá eða viðmið við næstu fjárhagsáætlun.Fram kom málsmeðferðartilltag þess efnis að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunar 2015 og var hún samþykkt með sjö atkvæðum.
Tillaga S- lista Samfylkingar.
Geri það að tillögu minni að ábendingar endurskoðanda sem sendar eru bæjarstjórn um innra eftirlit, fjárhagskerfi, stjórnsýslu sveitarfélagsins og önnur atriði sem tengjast vinnu endurskoðanda séu lagðar fyrir bæjarráð.Fram kom málsmeðferðartilltag þess efnis að vísa tillögunni til bæjarráðs og var hún samþykkt með sjö atkvæðum.
Bókun D- og V lista.
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2013 og var niðurstaðan í samræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði nam um 549 milljónir sem er um 8% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri bæjarins um 31 milljónir. Kennitölur úr rekstri bera vott um trausta stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri eru 701 milljónir sem eru 10,5% af rekstrartekjum og framlegð frá rekstri er um 13%. Skuldahlutfall er 126% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum.
Um 1.664 milljónum var varið í framkvæmdir á árinu 2013 til þess að styðja við þann vöxt og þá uppbyggingu sem er í sveitarfélaginu. Stærstu framkvæmdirnar voru bygging framhaldsskólans í Mosfellsbæ sem tók til starfa í ársbyrjun 2014, bygging 30 rýma hjúkrunarheimilis sem vígð var sumarið 2013, bygging nýs íþróttahúss að Varmá, leikskólans Höfðabergs og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Á árinu var verulegum fjármunum jafnframt varið í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði og íþróttaaðstöðu í bænum. Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir í sveitarfélaginu stendur skuldahlutfall milli ára í stað.
Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2013 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.Bókun S- lista Samfylkingar vegna afgreiðslu ársreiknings fyrir árið 2013.
Niðurstaða ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 sýnir að fjárhagsstaða bæjarins er nokkuð með ágætum miðað við stöðu margra annarra sveitarfélaga. Jafnframt kemur fram í skýrslu endurskoðanda bæjarins, um fyrirsjáanlega þróun til ársins 2017, að svo mun áfram verða fyrir þessi ár.
Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum. Hin jákvæða fjárhagsstaða bæjarins og þá einkum skuldastaðan, byggir að stóru leyti á, að því hefur ekki verið sinnt að fullnægjandi aðstaða sé fyrir hendi fyrir grunnskóla bæjarins og fjármunum til þess varið . Fjölgun nemenda grunnskólans á undanförnum árum hefur verið mætt með bráðabirgða húsnæði og ýmsum tilfæringum sem hefur í för með sér fórnarkostað sem skiptir tugum ef ekki vel á annað hundrað milljóna. Þeim fjármunum hefði verið betur varið til byggingar á varanlegu húsnæði fyrir starfsemi skólanna.
Skýrsla endurskoðanda bæjarins um fyrirsjáanlega þróun á fjárhagslegri stöðu hans til ársins 2017 byggir á fjárhagsáætlun bæjarins til sama tíma, þar með taldar áætlanir um fjárfestingar m.a. í skólamannvirkjum. Vafasamt er að þeir fjármunir muni duga til að leysa þann vanda sem nú ríkir í aðstöðumálum skólanna sem og að mæta auknum nemendafjölda á næstu árum, sem fylgir aukningu á fjölda íbúa. Jafnframt má í þessu sambandi einnig benda á væntingar sem gefnar hafa verið um byggingu fjölnota íþróttahúss.
Það er því ljóst, ef taka skal á uppsöfnuðum húsnæðisvanda skólanna, að gera þarf ráð fyrir meiri fjárfestingum til þeirra þarfa á næstu árum en gert er ráð fyrir í þriggja ára áætlun bæjarins. Það felur þá í sér auknar lántökur og að einhverju leyti aukinn rekstrarkostnað.
Að mati Samfylkingarinnar verður ekki undan því vikist að taka með skjótum hætti á aðstöðuvanda skólastofnana bæjarins. Að öðrum kosti er því góða starfi sem þar fer fram stefnt í voða.
Það er því ljóst að sú ?góða? fjárhagsstaða bæjarins sem hér er kynnt með ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 og horfum til 2017 stendur afar völtum fótum.Jónas Sigurðsson.
Bókun D- og V- lista.
Eins og bæjarfulltrúa S lista er fullkunnugt um hefur ítrekað komið fram í umræðum að myndarleg uppbygging hefur átt sér stað á undanförum árum og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu skólamannvirkja á næstu árum. Fjárhagsstaða bæjarins stendur traustum fótum eins og allar kennitölur segja til um í ársreikningi.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2013 staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar:Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 6.828 mkr.
Rekstrargjöld: 6.279 mkr.
Fjármagnsgjöld: 528 mkr.
Tekjuskattur: 9 mkr.
Rekstrarniðurstaða 31 mkr.
Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 13.684 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 9.732 mkr.
EIgið fé: 3.952 mkr.2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1161201404007F
Fundargerð 1161. fundar bæjarráðs lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2014 201401519
Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 201403028
Fjármálastjóri leggur fram umbeðna viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi við kirkjugarð 201403049
Erindi Lágafellssóknar varðandi endurbætur bílastæðis og lagfæringar á vegi að gamla kirkjugarðinum við Mosfellskirkju. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Framkvæmdir við Varmárvöll 2014 201403094
Nánari upplýsingar um sætisskeljar á Varmárvöll
Niðurstaða þessa fundar:
Vegna framkvæmda á Varmárvelli.$line$Á þessu dæmi og mörgum öðrum er ljóst að breyta þarf verklagi við verðkannanir þannig að þær séu gerðar fyrir opnum tjöldum og auglýst með einhverjum fyrirvara að verðkönnun muni eiga sér stað. Íbúahreyfinginn leggur til að bæjarráð fari yfir reglur um verðkannanir og komi með tillögu um breytingu fyrir næsta bæjarstjórnarfund.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, Íbúahreyfingin.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og berist sú umsögn bæjarráði.$line$Tillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi framtíðarfyrirkomulag alþjónustu og þá skyldu að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið 201404077
Póst- og fjarskiptastofnun kynnir umræðuskjal varðandi framtíðarfyrirkomulag alþjónustu og m.a. þá skyldu að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs lögð framk á 625. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu vegna vímuefnaneyslu 201404090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Stefna Þórarins Jónassonar varðandi deiliskipulag og reiðveg 201404113
Þórarinn Jónasson stefnir Mosfellsbæ og fleirum til ógildingar á úrskurði Úrskurðarnefndar vegna deiliskipulagi Lækjarness. Einnig stefnt vegna vegs (reiðvegs).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1161. fundar bæjarráðs lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 216201404015F
.
Fundargerð 216. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi Félags heyrnarlausra varðandi styrkbeiðni 201310163
Erindi Félags heyrnarlausra þar sem félagið óskar eftir styrk til starfsseminnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.2. Erindi Samtaka um kvennaathvarf varðandi rekstarstyrk fyrir árið 2014 201310376
Styrkbeiðni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.3. Erindi Styrktarfélags klúbbsins Geysis varðandi styrkbeiðni 2013082037
Styrkbeiðni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. Styrkbeiðni Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðnámskeið fyrir fatlaða einstaklinga 201403261
Beiðni um styrk vegna reiðnámskeiðs fyrir fatlað fólk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2013 201310375
Styrkbeiðni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.6. Styrkbeiðnir v. verkefna á sviði fjölskyldumála 201404167
Yfirlit yfir umsóknir um styrki árið 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
3.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu vegna vímuefnaneyslu 201404090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál.
Bæjarráð óskar umsagna fjölskyldunefndar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.8. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til fjölskyldunefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
3.9. Heilsueflandi samfélag 201208024
Ólöf Sívertsen Lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu verkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 366201404012F
Fundargerð 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis 200803137
Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Ein athugasemd barst, frá umhverfisnefnd Varmárskóla. Lögð fram drög að svörum við athugasemdinni. Tillagan lögð fram að nýju, breytt í nokkrum atriðum. Frestað á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.2. Tunguvegur, breyting á deiliskipulagi við Skólabraut 2013082104
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 samhliða tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis. Athugasemdafrestur var til 11. nóvember 2013, engin athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 353. fundi. Tillagan lögð fram að nýju með nokkrum breytingum til samræmis við breytingar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.3. Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis 201310334
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27. Frestað á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.4. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðar við Desjarmýri 201301425
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Desjarmýri 7 var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 27.6.2013 með athugasemdafresti til 8.8.2013. Engin athugasemd barst en afgreiðslu var frestað á 347. fundi. Tillagan lögð fram að nýju ásamt erindi Oddsmýrar ehf. frá 26.3.2014 varðandi nýtingarhlutfall. Frestað á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.5. Fólkvangur í Bringum við Helgufoss 201306072
Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal. Frestað á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.6. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Lagður fram verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014, sem umhverfisnefnd vísaði til skipulagsnefndar til kynningar. Verkefnalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Frestað á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.7. Reykjahvoll 25 (Efri Hvoll), ósk um óbreytta aðkomu 201403511
Vígmundur Pálmarsson óskar með bréfi innkomnu 27.3.2014 eftir því að aðkoma að húsinu megi vera óbreytt, vestan og norðan frá um land Pálmars Vígmundssonar, en deiliskipulag gerir ráð fyrir að lóðin fái aðkomu sunnan frá um nýja götu. Frestað á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.8. Dalsbú, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 201402071
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt 3.3.2014 með bréfi til tveggja aðila auk umsækjanda um breytinguna. Athugasemdafrestur var til 2. apríl 2014. Ein athugasemd barst, frá Bryndísi Gunnlaugsdóttur lögfr. f. h. Hreins Ólafssonar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.9. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi 200701150
Lagt fram bréf frá Sæmundi Eiríkssyni f.h. reiðveganefndar Harðar, þar sem óskað er eftir því að reiðvegir vestan og austan hesthúsahverfisins skv. meðfylgjandi uppdrætti verði teknir inn í heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.10. Varmárbakkar, umsókn um stækkun félagsheimilis 201311028
Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.11. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi 201402290
Á fundinn mættu f.h. N1 Ingunn Sveinsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson og Dagur Benónýsson til viðræðna við nefndina vegna umsóknar fyrirtækisins um stöðuleyfi fyrir gámum og leyfi til að reisa timburgrindverk á lóðinni Langatanga 3, sbr. bókun á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.12. Úr landi Miðdals, lnr 125337, erindi um orlofsþorp 201309070
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag orlofshúsabyggðar, unnin af Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt fyrir landeigendur. Einnig lagt fram bréf landeigenda dags. 14.3.2014, þar sem þeir gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum að æskilegt sé að leyft verði að byggja meira á lóðinni en ákvæði aðalskipulags um frístundalóðir gera ráð fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.13. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 201306129
Drög að tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 tekin til umræðu að nýju, í framhaldi af kynningarfundi í Listasal 10. apríl, sbr. bókun á 365. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.14. Ósk Veritas lögmanna um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 201402294
Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar til umsagnar. Áður til umræðu á 364. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.15. Biðstöðvar strætisvagna í Mosfellsbæ 201404180
Umræða um búnað og ástand á biðstöðvum strætós í bænum. Nefndarmaður Jóhannes Eðvaldsson hefur lagt fram svohljóðandi tillögu og óskað eftir að nefndin taki hana fyrir:
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur til að skipulagsnefnd óski eftir því að bæjarstjórn kanni möguleika á því að semja við AFA JCDecaux á Íslandi um rekstur strætóskýla í bæjarfélaginu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.16. Þingvallavegur í Mosfellsdal, deiliskipulag 201312043
Lagt fram uppkast að samkomulagi Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um samstarf að gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi hans, frá stað skammt vestan Suðurárbrúar og austur fyrir Gljúfrastein.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.17. Spilda úr Laxnesslandi nr. 125993, fyrirspurn um endurbyggingu 201403448
Ólafur Hermannsson spyrst með bréfi 19.3.2014 fyrir um það hvort leyft yrði að endurbyggja núverandi gamalt sumarhús í óbreyttri stærð og jafnframt að byggja nýtt hús, 40-50 m2, um 30 m frá því gamla, sbr. meðfylgjandi afstöðuteikningu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.18. Uglugata 64 fyrirspurn til skipulagsnefndar 201404137
Þorvaldur Einarsson spyrst 7.4.2014 fyrir um það hvort heimilað verði að byggja húsið út fyrir byggingarreit til suðurs skv. meðf. tillöguteikningu, eða hvort leyft yrði að öðrum kosti að bílskúr verði 6 m frá lóðarmörkum í stað 7m. Erindinu fylgir yfirlýsing eins nágranna um samþykki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.19. Leiðakerfi strætós í Mosfellsbæ, innanbæjarvagn 201404181
Nefndarmaður Jóhannes Eðvaldsson hefur lagt fram svohljóðandi tillögu og óskað eftir að nefndin taki hana fyrir:
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur til að skipulagsnefnd óski eftir því að bæjarstjórn fái Strætó bs. til að gera leiðarkerfi fyrir innanbæjarvagn í Mosfellsbæ og kostnaðargreini.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
4.20. Málalisti skipulagsnefndar 201303075
Sett á dagskrá að ósk Jóhannesar Eðvaldssonar nefndarmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 243201404013F
Fundargerð 243. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Kvíslartunga 31 /Umsókn um byggingarleyfi 201404008
Íslandssmiðir ehf Viðarási 3 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja parhús með sambyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr 31 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: bílgeymsla 29,7 m2, 1. hæð íbúðarrými 121,7 m2, 2. hæð 109,0 m2, samtals 825,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 243. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Kvíslartunga 33, umsókn um byggingarleyfi 201404009
Nýbyggingar og viðhald ehf Dalseli 16 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja parhús með sambyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr 33 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: bílgeymsla 29,7 m2, 1. hæð íbúðarrými 121,7 m2, 2. hæð 109,0 m2, samtals 825,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 243. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Laxatunga 18-Umsókn um byggingarleyfi 201403128
Birgir A Ólafsson Laxatungu 18 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 18 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 243. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Laxatugna 23, umsókn um byggingarleyfi 201403164
Elvar Rúnarsson Laxatungu 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 23 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 243. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Laxatunga 28, umsókn um byggingarleyfi 201403086
Úlfur Þorvarðarson Dugguvogi 3 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 28 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 243. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
6. Þróunar- og ferðamálanefnd - 41201404008F
Fundargerð 41. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til þróunar- og ferðamálanefndar til kynningar.
Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 41. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 201304391
Lögð fram til samþykktar drög endurskoðuðum reglum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 41. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.3. Heilsueflandi samfélag 201208024
Lagður fram til samþykktar samningur við Heilsuvin vegna aðgerðaráætlunar verkefnisins Heilsueflandi samfélag fyrir árið 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 41. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð 131. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201404213
.
Fundargerð 131. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 11. apríl 2014 lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 333. fundar Sorpu bs.201404133
.
Fundargerð 333. fundar Sorpu bs. frá 7. apríl 2014 lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 45. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201404220
.
Fundargerð 45. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 11. apríl 2014 lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 815. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga201404215
.
Fundargerð 815. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 10. apríl 2014 lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
11. Kosning í kjördeildir201304071
Yfirkjörstjórn óskar eftir tilnefningum þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í nýja 7. kjördeild vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.
Fram kom eftirfarandi tillaga um aðal- og varamenn í nýja sjöundu kjördeild.
Aðalmenn, Finnur Sigurðsson, Sumarliði Gunnar Halldórsson og Elva Ösp Ólafsdóttir.
Varamenn, Stefán B. Sigtryggsson, Ýr Þórðardóttir, Bergsteinn Pálsson.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast ofangreind því rétt kjörin sem aðal- og varamenn í nýja sjöundu kjördeild.