Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. maí 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
  • Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Eva Magnúsdóttir (EMa) 1. varabæjarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2014201502159

    Ársreikningur Mosfellsbæjar lagður fyrir bæjarstjórn til seinni umræðu.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Har­ald­ur Örn Reyn­is­son (HÖR), end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir (GS), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

    Til­laga full­trúa S-lista Sam­fylk­ing­ar:
    Ger­um það að til­lögu okk­ar að all­ar ábend­ing­ar end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins sem berast bæj­ar­stjóra og fjalla um mál­efni tengd innra eft­ir­liti, fjár­hags­kerfi og stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins séu lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:
    Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa S-lista verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

    Bók­un full­trúa D- og V-lista:
    Rekstr­ar­um­hverfi sveit­ar­fé­laga var að mörgu leyti erfitt á ár­inu 2014 og ber nið­ur­staða árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar keim af því. Halli var á rekstr­in­um sem nem­ur um 72 mkr. og var nið­ur­stað­an um 100 mkr verri en fjár­hags­áætlun gerði ráð fyr­ir, þar var gert ráð fyr­ir um 28 mkr. af­gangi. Þessi halli nem­ur inn­an við 1% af tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins og er nið­ur­stað­an ákveð­in von­brigði. Nokkr­ar ástæð­ur skýra verri af­komu en ætlað var og má þar nefna hærri launa­kostn­að vegna bættra kjara starfs­manna sveit­ar­fé­laga, lægri tekj­ur m.a. frá jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga vegna mál­efna fatl­aðs fólks og hærri fjár­hags­að­stoð­ar. Þeg­ar hef­ur haf­ist vinna við að fara yfir fjár­hags­áætlun árs­ins í ár með það fyr­ir aug­um að þau frá­vik sem yrðu í rekstr­in­um á ár­inu 2014 end­ur­taki sig ekki. Í því sam­bandi hef­ur bæj­ar­stjóra ver­ið fal­ið að mynda teymi úr hópi stjórn­enda til að yf­ir­fara fjár­hags­áætl­un­ina og skila nið­ur­stöð­um þeirr­ar vinnu til bæj­ar­ráðs. Fjár­hag­ur sveit­ar­fé­lags­ins er eft­ir sem áður traust­ur og skulda­hlufall 128% sem er vel und­ir lög­bundn­um lág­mörk­um.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að við end­ur­skoð­un á fjár­hags­áætlun 2015-2018 verði þess gætt að nið­ur­skurð­ur komi sem minnst nið­ur á skól­un­um. Þá þarf með öll­um til­tæk­um ráð­um að verja því fyr­ir­komulag skóla­mála hef­ur mik­il og víð­tæk áhrif, snert­ir líð­an barn­anna okk­ar, starfs­ánægju kenn­ara og ann­ars starfs­fólks og ræð­ur oft úr­slit­um um það hvort fjöl­skyld­ur velja að flytjast í Mos­fells­bæ. Það er mik­il þörf á fjár­fest­ingu í var­an­legu skóla­hús­næði og brýnt að setja þá upp­bygg­ingu í al­gjör­an forg­ang.

    Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:
    Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa M-lista verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

    For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur árs­ins 2014 stað­fest­ur með níu at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur eru þess­ar:

    Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Rekstr­ar­tekj­ur: 7.447 mkr.
    Laun og launa­tengd gjöld 3.536 mkr.
    Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 3.261 mkr.
    Af­skrift­ir 338 mkr.
    Fjár­magns­gjöld 358 mkr.
    Tekju­skatt­ur 26 mkr.
    Rekstr­arnið­ur­staða nei­kvæð um 72 mkr.

    Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Eign­ir alls: 14.847 mkr.
    Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 10.728 mkr.
    Eig­ið fé: 4.119 mkr.

    Bók­un full­trúa S-lista við árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar 2014:
    Nið­ur­staða árs­reikn­ings árið 2014 er von­brigði enda kem­ur í ljós að fjár­hags­áætlun árs­ins stóðst illa. Þann­ig er rekstr­arnið­ur­staða árs­ins um 100 millj­ón­um lak­ari en áætlun gerði ráð fyr­ir og er nei­kvæð sem nem­ur rúm­um 70 millj­ón­um króna. Hand­bært fé frá rekstri er um 150 millj­ón­um lægra en áætlun gerði ráð fyr­ir. Þess­ar nið­ur­stöð­ur sýna að áætl­un­ar­gerð­in var ekki nægi­lega markviss og að­hald meiri­hlut­ans með rekstri bæj­ar­ins hef­ur ekki ver­ið nægj­an­legt og mjög brýnt að taka þar veru­lega á. Fram kem­ur að skulda­hlut­fall og skulda­við­mið eru hærri en ætlað var í fjár­hags­áætlun og fram­legð­ar­hlut­fall lækk­ar tals­vert eða úr 12,4% árið 2013 í 8.7% 2014.

    Þriggja ára áætlun, til og með 2018, ger­ir ráð fyr­ir mun hag­stæð­ari nið­ur­stöðu en nið­ur­staða síð­ast­lið­ins árs sýn­ir. Minnt er á að sú 3ja ára áætlun er byggð á sama grunni og sú fjár­hags­áætlun sem brást svo illa á síð­ast­liðnu ári svo mik­il­vægt er að skoða hana vel í tengsl­um við áætl­un­ar­gerð árs­ins 2016. Sér­stak­lega þar sem vitað er að sveit­ar­fé­lag­ið þarf á næstu árum að mæta mik­illi upp­bygg­ing­ar­þörf í skóla­mann­virkj­um.

    Rétt er og skylt að geta þess að bæj­ar­ráð hef­ur þeg­ar sam­þykkt að bæj­ar­stjóri og að­r­ir emb­ætt­is­menn fari í saum­ana á áætlun árs­ins 2015 til að koma í veg fyr­ir að halla­rekst­ur­inn haldi áfram á yf­ir­stand­andi ári. Í þeirri vinnu ætti einn­ig að skoða vand­lega upp­bygg­ingu 3ja ára áætl­ana en þeg­ar þær eru skoð­að­ar aft­ur í tím­ann kem­ur í ljós að þar gæt­ir frem­ur ósk­hyggju en mik­ils raun­sæ­is.

    Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja að skoða ætti al­var­lega að taka upp árs­hluta­upp­gjör sem væru sett upp með sama hætti og árs­reikn­ing­ur, að því marki sem nauð­syn­legt er, til að sjá þró­un tekna og gjalda. Á grund­velli þess yrði hægt að bregð­ast við fyrr ef frá­vik koma fram og ákveða hverju sinni hvern­ig mæta skuli lækk­un tekna, hvern­ig aukn­um tekj­um verði ráð­stafað eða brugð­ist við breyt­ing­um á skuld­bind­ing­um.

    Þá er einn­ig mjög brýnt að koma sam­skipt­um og fjár­veit­ing­um rík­is­ins vegna mál­efna fatl­aðs fólks í betri og raun­særri far­veg í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög á land­inu.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    • 2. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

      Endurskoðuð vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið lögð fram til samþykktar.

      Til­laga Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is um að bæj­ar­stjórn stað­festi end­ur­skoð­aða sam­þykkt um vernd­ar­svæði vatns­bóla inn­an lög­sagn­ar­um­dæma Mos­fells­bæj­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, Kópa­vogs­bæj­ar, Garða­bæj­ar og
      Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað­ar, er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

      • 3. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

        Tillaga að svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 var auglýst skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga þann 12. desembar 2014 með athugasemdafresti til 2. febrúar 2014. 43 athugasemdir við tillöguna bárust. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl 2015 að senda tillögu að nýju svæðisskipulagi og umhverfismati ásamt breytingartillögum og umsögnum um innkomnar athugasemdir til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu. Skipulagsnefnd lagði til á 389. fundi sínum að bæjarstjórn samþykki tillögu að svæðisskipulagi svo breyttu ásamt umsögnum um athugasemdir, sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

        Til­laga Skipu­lags­nefnd­ar um að bæj­ar­stjórn sam­þyki til­lögu að svæð­is­skipu­lagi svo breyttri ásamt um­sögn­um um at­huga­semd­ir, sbr. 2. mgr. 25. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana nr. 105/2006, er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

        Fundargerðir til staðfestingar

        • 4. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1209201504018F

          Fund­ar­gerð 1209. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 4.1. Regl­ur um birt­ingu gagna á vef Mos­fells­bæj­ar 201504012

            Drög að regl­um um birt­ingu gagna lögð fram.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðslu þessa máls var frestað á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi til dags­ins í dag. $line$$line$Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir ánægju sinni með að nú sé kom­ið að því að birta gögn með fund­ar­gerð­um og legg­ur til að gerð verði betri grein fyr­ir því hver met­ur hvað eigi að birta og hvað ekki og hvort fylgigögn funda sveit­ar­fé­lags­ins birt­ist með fund­ar­boði eða fund­ar­gerð eft­irá.$line$$line$Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:$line$Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa M-lista verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.$line$$line$Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um. $line$$line$Af­greiðsla 1209. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 4.2. Verklags- og sam­skipta­regl­ur kjör­inna full­trúa og stjórn­sýslu bæj­ar­ins 201502181

            Lögð fram drög að sam­skipta­regl­um í kjöl­far sam­þykkt­ar bæj­ar­ráðs eft­ir til­lögu bæj­ar­stjóra.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðslu þessa máls var frestað á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi til dags­ins í dag.$line$$line$Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að af­greiðslu verklags­reglna verði frestað og þær end­ur­skoð­að­ar. Eins og regl­urn­ar eru í dag end­ur­spegla þær hvorki stjórn­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins og né þær boð­leið­ir sem það ger­ir ráð fyr­ir. Hlut­verk bæj­ar­stjórn­ar er þar að engu haft og þjón­ustu­hlut­verk stjórn­sýsl­unn­ar gagn­vart kjörn­um full­trú­um sömu­leið­is.$line$$line$Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði M-lista. $line$$line$Af­greiðsla 1209. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um, gegn at­kvæði full­trúa M-lista.

          • 4.3. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um end­ur­skoð­un Sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­hliða út­tekt á lýð­ræð­is­stefnu 201502196

            Minn­is­blað lög­manns Mos­fells­bæj­ar lagt fram.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðslu þessa máls var frestað á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi til dags­ins í dag.$line$$line$Af­greiðsla 1209. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1210201504024F

            Fund­ar­gerð 1210. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 5.1. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026 201504248

              Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026 lagt fram.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 1210. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um vernd­ar­svæði í byggð 201504249

              Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um vernd­ar­svæði í byggð lagt fram.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 1210. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.3. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið 201112127

              Verk­efnisáætlun Vatna­skila um vinnu við frek­ari af­mörk­un vatns­vernd­ar­svæð­is í Mos­fells­dal lögð fram.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 1210. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.4. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar 201206254

              Rædd verð­ur vinna við gerð að­gerðaráætl­un­ar vegna inn­leið­ing­ar lýð­ræð­is­stefnu Mo­fells­bæj­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 1210. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 307201504021F

              Fund­ar­gerð 307. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 6.1. Nið­ur­stöð­ur sam­ræmdra prófa haust 2014 201501799

                Á fund­inn mæta full­trú­ar skól­anna og kynna að beiðni fræðslu­nefnd­ar hvern­ig unn­ið er með nið­ur­stöð­ur sam­ræmdra prófa í hverj­um skóla.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 307. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.2. Skýrsla mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins með nið­ur­stöð­um út­tekt­ar Varmár­skóla 201102182

                Lagt fram til upp­lýs­inga

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 307. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.3. Skóla­náms­skrá Krika­skóla 201504233

                Lagt fram til sam­þykkt­ar

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 307. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 6.4. Mat á skólastarfi Krika­skóla 201504221

                Kynn­ing á út­tekt mennta­mála­ráðu­neyt­is­isn á 3ja ára þró­un­ar­verk­efni Krika­skóla.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 307. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 7. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 389201504019F

                Fund­ar­gerð 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 7.1. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040 201306129

                  Til­laga að svæð­is­skipu­lagi Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040 var aug­lýst skv. 2. mgr. 25. gr. skipu­lagslaga þann 12. desemb­ar 2014 með at­huga­semda­fresti til 2. fe­brú­ar 2014. 43 at­huga­semd­ir við til­lög­una bár­ust. Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sam­þykkti á fundi sín­um þann 10. apríl 2015 að senda til­lögu að nýju svæð­is­skipu­lagi og um­hverf­is­mati ásamt breyt­ing­ar­til­lög­um og um­sögn­um um inn­komn­ar at­huga­semd­ir til að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna til af­greiðslu.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.2. Litlikriki 3-5, fyr­ir­spurn um þrjár íbúð­ir í stað tveggja. 201503299

                  Lögð fram til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, sbr. bók­un á 387 fundi.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.3. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi 200701150

                  Á fund­inn mætti Hulda S Gúst­afs­dótt­ir frá Lands­lagi og kynnti til­lögu að end­ur­skoð­un deili­skipu­lags hest­húsa­hverf­is og hestaí­þrótta­svæð­is á Varmár­bökk­um.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.4. Lóð fyr­ir fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur við Æð­ar­höfða, breyt­ing á deili­skipu­lagi 2015 201503051

                  Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi var aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga þann 12. mars 2015 með at­huga­semda­fresti til 24. apríl 2015. Eng­in at­huga­semd barst.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.5. Mið­bæj­ar­skipu­lag, breyt­ing við Þver­holt vegna leigu­íbúða. 201501813

                  Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi var aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga þann 12. mars 2015 með at­huga­semda­fresti til 24. apríl 2015. Eng­in at­huga­semd barst.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.6. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ. 201502411

                  Lögð fram um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs um hugs­an­lega gerð græns skipu­lags fyr­ir Mos­fells­bæ.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.7. Dals­bú, Helga­dal; er­indi um breyt­ingu á deili­skipu­lagi 201504220

                  Þór­móð­ur Sveins­son arki­tekt legg­ur 20.04.2015 f.h. land­eig­anda fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, þar sem gert er ráð fyr­ir stækk­un bygg­ing­ar­reits á lóð íbúð­ar­húss við Dals­bú, m.a. til þess að unnt verði að reisa þar gróð­ur­hús.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.8. Hlíð­ar­tún 2 og 2a, fyr­ir­spurn um smá­hýsi og par­hús. 201504083

                  Stefán Þ Ing­ólfs­son arki­tekt legg­ur 5.04.2015 f.h. lóð­ar­eig­anda fram fyr­ir­spurn í tvennu lagi: Ann­ars veg­ar um það hvort fall­ist yrði á að leyfa bygg­ingu þriggja 18 m2 "smá­hýsa" til skamm­tíma út­leigu á lóð­inni Hlíð­ar­tún 2. Hins veg­ar um breytta að­komu að Hlíð­ar­túni 2a og bygg­ingu par­húss í stað ein­býl­is­húss sem þar hef­ur ver­ið gert ráð fyr­ir. Er­ind­inu fylgja teikn­ing­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.9. Reykja­veg­ur 62, fyr­ir­spurn um 3 rað­hús 201503559

                  Lagt fram að nýju, sbr. bók­un á fundi 388, er­indi Vig­fús­ar Hall­dórs­son­ar f.h. Ástu Maríu Guð­bergs­dótt­ur þar sem spurst er fyr­ir um af­stöðu nefnd­ar­inn­ar til þess að á lóð­inni verði gert ráð fyr­ir þriggja íbúða rað­húsi sbr. með­fylgj­andi til­lögu­teikn­ing­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.10. Grunn­skóli v/Æð­ar­höfða og bíla­stæði golf­vall­ar, deili­skipu­lag 201504234

                  Lögð fram drög Sig­urð­ar Ein­ars­son­ar arki­tekts að verk­efn­is­lýs­ingu fyr­ir deili­skipu­lag sem á að fjalla um lóð fyr­ir nýj­an grunn­skóla við Æð­ar­höfða og nýja að­komu­leið og bíla­stæði vest­an Þrast­ar­höfða fyr­ir golf­völl­inn (Hlíð­ar­völl).

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.11. Er­indi Sýslu­manns vegna um­sókn­ar um nýtt rekstr­ar­leyfi fyr­ir Hlé­garð 201504162

                  Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ósk­ar 15.04.2015 eft­ir um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna um­sókn­ar um rekst­ar­leyfi fyr­ir veit­ingastað í Hlé­garði. Bæj­ar­ráð vís­aði er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.12. Efri Hvoll - Um­sókn um stöðu­leyfi f. að­stöð­ugám fyr­ir bíl­stjóra Strætós á lóð OR. 201504176

                  Sótt hef­ur ver­ið fh. Mos­fells­bæj­ar um stöðu­leyfi fyr­ir að­stöð­ugám vagn­stjóra Strætó á lóð Orku­veit­unn­ar í landi Efra-Hvols sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.13. Bakka­sel í Ell­iða­kotslandi l.nr. 125226 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504159

                  Há­kon Árna­son sæk­ir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frí­stunda­hús skv. meðf. teikn­ing­um á leigu­lóð úr landi Ell­iða­kots. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið, sbr. með­fylgj­andi at­huga­semd­ir hans.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 7.14. Leir­vogstunga 15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504038

                  Bjarni S. Guð­munds­son Leir­vogstungu 15 Mos­fells­bæ hef­ur sótt um leyfi til að breyta notk­un bíl­geymslu að Leir­vogstungu 15 í vinnu­stofu. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir áliti skipu­lags­nefnd­ar á er­ind­inu.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 389. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 8. Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar - 29201504022F

                  Fund­ar­gerð 29. fund­ar ung­menna­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                  • 8.1. Fund­ur Ung­menna­ráðs Mos­fells­bæj­ar með bæj­ar­stjórn 201002260

                    Fund­ur ung­menna­ráðs­ins með bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 29. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                  Fundargerðir til kynningar

                  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 263201504013F

                    ,

                    Fund­ar­gerð 263. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                    • 9.1. Efri Hvoll 125445 - Um­sókn um stöðu­leyfi. 201504176

                      Lára Gunn­ars­dótt­ir fh. Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir að­stöð­ugám vagn­stjóra Strætó á lóð Orku­veit­unn­ar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                      Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki OR vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stað­setn­ing­ar gáms­ins.
                      Stærð gáms­ins er 600 x 245 cm.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 263. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 9.2. Í Ell­iða­kotslandi Brú, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411054

                      Datca ehf Fléttu­völl­um 35 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja / end­ur­byggja sum­ar­bú­stað úr for­steypt­um ein­ing­um á lóð nr. 125216 í landi Ell­iða­kots í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 4. fe­brú­ar 2015 var sam­þykkt eft­ir­far­andi bók­un vegna um­fjöll­un­ar henn­ar um mál­ið.
                      "Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að svör­um og sam­þykk­ir jafn­framt að hún ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að bygg­ing­ar­full­trúi veiti bygg­ing­ar­leyfi skv. fyr­ir­liggj­andi um­sókn þeg­ar hann tel­ur hönn­un­ar­gögn vera orð­in full­nægj­andi".
                      Stærð bú­staðs: 133,2 m2, 693,5 m3.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 263. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 9.3. Leir­vogstunga 15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504038

                      Bjarni S. Guð­munds­son Leir­vogstungu 15 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta notk­un bíl­geymslu að Leir­vogstungu 15 í vinnu­stofu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stærð­ir húss og bíl­geymslu breyt­ast ekki.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 263. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 9.4. Tjarn­ar­sel lnr. 125163, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201406267

                      Ingi­björg Magnús­dótt­ir Vall­ar­ási 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- stærð­ar- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á sum­ar­bú­stað úr timbri og stein­steypu í landi Mið­dals, lnr. 125163 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                      Sam­kvæmt ákvæð­um deili­skipu­lags er heim­ilt að byggja 110 m2 bú­stað og 20 m2 geymslu­hús á lóð­inni.
                      Áð­ur­sam­þykkt­ur bú­stað­ur 62,2 m2 265,7 m3.
                      Stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu 105,6 m2 625,3 m3.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 263. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 9.5. Uglugata 48-50 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201503548

                      Ah. verk­tak­ar ehf Vesturási 48 Reykja­vík sækja um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu á lóð­inni nr. 48 - 50 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 263. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 264201504023F

                      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar

                      Fund­ar­gerð 264. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                      • 10.1. Bakka­sel í Ell­iða­kotslandi l.nr. 125226 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504159

                        Há­kon Árna­son sæk­ir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frí­stunda­hús skv. meðf. teikn­ing­um á leigu­lóð úr landi Ell­iða­kots.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 264. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 10.2. Brú í Ell­iða­kotslandi - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504250

                        Kon­ráð Magnús­son Fléttu­völl­um 35 fh. Datca ehf sæk­ir um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir breyttri stærð á áð­ur­sam­þykkt­um sum­ar­bú­stað úr for­steypt­um ein­ing­um á lóð nr 125216 í Ell­iða­kotslandi í sam­ræmi við fram­lögð gögn en stærð bú­stað­ar­ins var við um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar og í grennd­arkynnt­um gögn­um 129,3 m2.
                        Stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu er 129,3 m2, 675,0 m3.
                        Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 264. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 11. Fund­ar­gerð 17. fund­ar Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is201504285

                        Fundargerð 17. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

                        Lagt fram.

                        • 12. Fund­ar­gerð 2. eig­enda­fund­ar Strætó bs.201504282

                          Fundargerð 2. eigendafundar Strætó bs.

                          Lagt fram.

                          • 13. Fund­ar­gerð 4. eig­enda­fund­ar Strætó bs.201504283

                            Fundargerð 4. eigendafundar Strætó bs.

                            Lagt fram.

                            • 14. Fund­ar­gerð 7. eig­enda­fund­ar Strætó bs.201504223

                              Fundargerð 7. eigendafundar Strætó bs.

                              Lagt fram.

                              • 15. Fund­ar­gerð 216. fund­ar Strætó bs201504261

                                Fundargerð 216. fundar Strætó bs

                                Lagt fram.

                                • 16. Fund­ar­gerð 58. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201504227

                                  Fundargerð 58. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins

                                  Lagt fram.

                                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.