6. maí 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) 1. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2014201502159
Ársreikningur Mosfellsbæjar lagður fyrir bæjarstjórn til seinni umræðu.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Haraldur Örn Reynisson (HÖR), endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Gunnhildur Sæmundsdóttir (GS), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.
Tillaga fulltrúa S-lista Samfylkingar:
Gerum það að tillögu okkar að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins séu lagðar fyrir bæjarráð.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonMálsmeðferðartillaga forseta:
Lögð er fram sú málsmeðferðartillaga að tillögu fulltrúa S-lista verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Bókun fulltrúa D- og V-lista:
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga var að mörgu leyti erfitt á árinu 2014 og ber niðurstaða ársreiknings Mosfellsbæjar keim af því. Halli var á rekstrinum sem nemur um 72 mkr. og var niðurstaðan um 100 mkr verri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, þar var gert ráð fyrir um 28 mkr. afgangi. Þessi halli nemur innan við 1% af tekjum sveitarfélagsins og er niðurstaðan ákveðin vonbrigði. Nokkrar ástæður skýra verri afkomu en ætlað var og má þar nefna hærri launakostnað vegna bættra kjara starfsmanna sveitarfélaga, lægri tekjur m.a. frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks og hærri fjárhagsaðstoðar. Þegar hefur hafist vinna við að fara yfir fjárhagsáætlun ársins í ár með það fyrir augum að þau frávik sem yrðu í rekstrinum á árinu 2014 endurtaki sig ekki. Í því sambandi hefur bæjarstjóra verið falið að mynda teymi úr hópi stjórnenda til að yfirfara fjárhagsáætlunina og skila niðurstöðum þeirrar vinnu til bæjarráðs. Fjárhagur sveitarfélagsins er eftir sem áður traustur og skuldahlufall 128% sem er vel undir lögbundnum lágmörkum.Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að við endurskoðun á fjárhagsáætlun 2015-2018 verði þess gætt að niðurskurður komi sem minnst niður á skólunum. Þá þarf með öllum tiltækum ráðum að verja því fyrirkomulag skólamála hefur mikil og víðtæk áhrif, snertir líðan barnanna okkar, starfsánægju kennara og annars starfsfólks og ræður oft úrslitum um það hvort fjölskyldur velja að flytjast í Mosfellsbæ. Það er mikil þörf á fjárfestingu í varanlegu skólahúsnæði og brýnt að setja þá uppbyggingu í algjöran forgang.Málsmeðferðartillaga forseta:
Lögð er fram sú málsmeðferðartillaga að tillögu fulltrúa M-lista verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2014 staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar:
Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 7.447 mkr.
Laun og launatengd gjöld 3.536 mkr.
Annar rekstrarkostnaður 3.261 mkr.
Afskriftir 338 mkr.
Fjármagnsgjöld 358 mkr.
Tekjuskattur 26 mkr.
Rekstrarniðurstaða neikvæð um 72 mkr.Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 14.847 mkr.
Skuldir og skuldbindingar: 10.728 mkr.
Eigið fé: 4.119 mkr.Bókun fulltrúa S-lista við ársreikning Mosfellsbæjar 2014:
Niðurstaða ársreiknings árið 2014 er vonbrigði enda kemur í ljós að fjárhagsáætlun ársins stóðst illa. Þannig er rekstrarniðurstaða ársins um 100 milljónum lakari en áætlun gerði ráð fyrir og er neikvæð sem nemur rúmum 70 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri er um 150 milljónum lægra en áætlun gerði ráð fyrir. Þessar niðurstöður sýna að áætlunargerðin var ekki nægilega markviss og aðhald meirihlutans með rekstri bæjarins hefur ekki verið nægjanlegt og mjög brýnt að taka þar verulega á. Fram kemur að skuldahlutfall og skuldaviðmið eru hærri en ætlað var í fjárhagsáætlun og framlegðarhlutfall lækkar talsvert eða úr 12,4% árið 2013 í 8.7% 2014.Þriggja ára áætlun, til og með 2018, gerir ráð fyrir mun hagstæðari niðurstöðu en niðurstaða síðastliðins árs sýnir. Minnt er á að sú 3ja ára áætlun er byggð á sama grunni og sú fjárhagsáætlun sem brást svo illa á síðastliðnu ári svo mikilvægt er að skoða hana vel í tengslum við áætlunargerð ársins 2016. Sérstaklega þar sem vitað er að sveitarfélagið þarf á næstu árum að mæta mikilli uppbyggingarþörf í skólamannvirkjum.
Rétt er og skylt að geta þess að bæjarráð hefur þegar samþykkt að bæjarstjóri og aðrir embættismenn fari í saumana á áætlun ársins 2015 til að koma í veg fyrir að hallareksturinn haldi áfram á yfirstandandi ári. Í þeirri vinnu ætti einnig að skoða vandlega uppbyggingu 3ja ára áætlana en þegar þær eru skoðaðar aftur í tímann kemur í ljós að þar gætir fremur óskhyggju en mikils raunsæis.
Fulltrúar Samfylkingarinnar telja að skoða ætti alvarlega að taka upp árshlutauppgjör sem væru sett upp með sama hætti og ársreikningur, að því marki sem nauðsynlegt er, til að sjá þróun tekna og gjalda. Á grundvelli þess yrði hægt að bregðast við fyrr ef frávik koma fram og ákveða hverju sinni hvernig mæta skuli lækkun tekna, hvernig auknum tekjum verði ráðstafað eða brugðist við breytingum á skuldbindingum.
Þá er einnig mjög brýnt að koma samskiptum og fjárveitingum ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks í betri og raunsærri farveg í samstarfi við önnur sveitarfélög á landinu.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson2. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Endurskoðuð vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið lögð fram til samþykktar.
Tillaga Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis um að bæjarstjórn staðfesti endurskoðaða samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og
Hafnarfjarðarkaupstaðar, er samþykkt með níu atkvæðum.3. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Tillaga að svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 var auglýst skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga þann 12. desembar 2014 með athugasemdafresti til 2. febrúar 2014. 43 athugasemdir við tillöguna bárust. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl 2015 að senda tillögu að nýju svæðisskipulagi og umhverfismati ásamt breytingartillögum og umsögnum um innkomnar athugasemdir til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu. Skipulagsnefnd lagði til á 389. fundi sínum að bæjarstjórn samþykki tillögu að svæðisskipulagi svo breyttu ásamt umsögnum um athugasemdir, sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Tillaga Skipulagsnefndar um að bæjarstjórn samþyki tillögu að svæðisskipulagi svo breyttri ásamt umsögnum um athugasemdir, sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, er samþykkt með níu atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1209201504018F
Fundargerð 1209. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 649. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Reglur um birtingu gagna á vef Mosfellsbæjar 201504012
Drög að reglum um birtingu gagna lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu þessa máls var frestað á síðasta bæjarstjórnarfundi til dagsins í dag. $line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir ánægju sinni með að nú sé komið að því að birta gögn með fundargerðum og leggur til að gerð verði betri grein fyrir því hver metur hvað eigi að birta og hvað ekki og hvort fylgigögn funda sveitarfélagsins birtist með fundarboði eða fundargerð eftirá.$line$$line$Málsmeðferðartillaga forseta:$line$Lögð er fram sú málsmeðferðartillaga að tillögu fulltrúa M-lista verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.$line$$line$Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum. $line$$line$Afgreiðsla 1209. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins 201502181
Lögð fram drög að samskiptareglum í kjölfar samþykktar bæjarráðs eftir tillögu bæjarstjóra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu þessa máls var frestað á síðasta bæjarstjórnarfundi til dagsins í dag.$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að afgreiðslu verklagsreglna verði frestað og þær endurskoðaðar. Eins og reglurnar eru í dag endurspegla þær hvorki stjórnskipulag sveitarfélagsins og né þær boðleiðir sem það gerir ráð fyrir. Hlutverk bæjarstjórnar er þar að engu haft og þjónustuhlutverk stjórnsýslunnar gagnvart kjörnum fulltrúum sömuleiðis.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista. $line$$line$Afgreiðsla 1209. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, gegn atkvæði fulltrúa M-lista.
4.3. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um endurskoðun Samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar samhliða úttekt á lýðræðisstefnu 201502196
Minnisblað lögmanns Mosfellsbæjar lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu þessa máls var frestað á síðasta bæjarstjórnarfundi til dagsins í dag.$line$$line$Afgreiðsla 1209. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1210201504024F
Fundargerð 1210. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 649. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um landsskipulagsstefnu 2015-2026 201504248
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um landsskipulagsstefnu 2015-2026 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1210. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um verndarsvæði í byggð 201504249
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um verndarsvæði í byggð lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1210. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið 201112127
Verkefnisáætlun Vatnaskila um vinnu við frekari afmörkun vatnsverndarsvæðis í Mosfellsdal lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1210. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar 201206254
Rædd verður vinna við gerð aðgerðaráætlunar vegna innleiðingar lýðræðisstefnu Mofellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1210. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 307201504021F
Fundargerð 307. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 649. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Niðurstöður samræmdra prófa haust 2014 201501799
Á fundinn mæta fulltrúar skólanna og kynna að beiðni fræðslunefndar hvernig unnið er með niðurstöður samræmdra prófa í hverjum skóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. fundar fræðslunefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins með niðurstöðum úttektar Varmárskóla 201102182
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. fundar fræðslunefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Skólanámsskrá Krikaskóla 201504233
Lagt fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. fundar fræðslunefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Mat á skólastarfi Krikaskóla 201504221
Kynning á úttekt menntamálaráðuneytisisn á 3ja ára þróunarverkefni Krikaskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 307. fundar fræðslunefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 389201504019F
Fundargerð 389. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 649. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 201306129
Tillaga að svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 var auglýst skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga þann 12. desembar 2014 með athugasemdafresti til 2. febrúar 2014. 43 athugasemdir við tillöguna bárust. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl 2015 að senda tillögu að nýju svæðisskipulagi og umhverfismati ásamt breytingartillögum og umsögnum um innkomnar athugasemdir til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja. 201503299
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 387 fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi 200701150
Á fundinn mætti Hulda S Gústafsdóttir frá Landslagi og kynnti tillögu að endurskoðun deiliskipulags hesthúsahverfis og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Lóð fyrir færanlegar kennslustofur við Æðarhöfða, breyting á deiliskipulagi 2015 201503051
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Miðbæjarskipulag, breyting við Þverholt vegna leiguíbúða. 201501813
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ. 201502411
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um hugsanlega gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Dalsbú, Helgadal; erindi um breytingu á deiliskipulagi 201504220
Þórmóður Sveinsson arkitekt leggur 20.04.2015 f.h. landeiganda fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits á lóð íbúðarhúss við Dalsbú, m.a. til þess að unnt verði að reisa þar gróðurhús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.8. Hlíðartún 2 og 2a, fyrirspurn um smáhýsi og parhús. 201504083
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur 5.04.2015 f.h. lóðareiganda fram fyrirspurn í tvennu lagi: Annars vegar um það hvort fallist yrði á að leyfa byggingu þriggja 18 m2 "smáhýsa" til skammtíma útleigu á lóðinni Hlíðartún 2. Hins vegar um breytta aðkomu að Hlíðartúni 2a og byggingu parhúss í stað einbýlishúss sem þar hefur verið gert ráð fyrir. Erindinu fylgja teikningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Reykjavegur 62, fyrirspurn um 3 raðhús 201503559
Lagt fram að nýju, sbr. bókun á fundi 388, erindi Vigfúsar Halldórssonar f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur þar sem spurst er fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Grunnskóli v/Æðarhöfða og bílastæði golfvallar, deiliskipulag 201504234
Lögð fram drög Sigurðar Einarssonar arkitekts að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag sem á að fjalla um lóð fyrir nýjan grunnskóla við Æðarhöfða og nýja aðkomuleið og bílastæði vestan Þrastarhöfða fyrir golfvöllinn (Hlíðarvöll).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.11. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir Hlégarð 201504162
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar 15.04.2015 eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir veitingastað í Hlégarði. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.12. Efri Hvoll - Umsókn um stöðuleyfi f. aðstöðugám fyrir bílstjóra Strætós á lóð OR. 201504176
Sótt hefur verið fh. Mosfellsbæjar um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.13. Bakkasel í Elliðakotslandi l.nr. 125226 - Umsókn um byggingarleyfi 201504159
Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, sbr. meðfylgjandi athugasemdir hans.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.14. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi 201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 29201504022F
Fundargerð 29. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 649. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn 201002260
Fundur ungmennaráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar ungmennaráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 263201504013F
,
Fundargerð 263. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Efri Hvoll 125445 - Umsókn um stöðuleyfi. 201504176
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki OR vegna fyrirhugaðrar staðsetningar gámsins.
Stærð gámsins er 600 x 245 cm.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 263. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi 201411054
Datca ehf Fléttuvöllum 35 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja / endurbyggja sumarbústað úr forsteyptum einingum á lóð nr. 125216 í landi Elliðakots í samræmi við framlögð gögn.
Á fundi skipulagsnefndar 4. febrúar 2015 var samþykkt eftirfarandi bókun vegna umfjöllunar hennar um málið.
"Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum og samþykkir jafnframt að hún gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi skv. fyrirliggjandi umsókn þegar hann telur hönnunargögn vera orðin fullnægjandi".
Stærð bústaðs: 133,2 m2, 693,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 263. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi 201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss og bílgeymslu breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 263. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Tjarnarsel lnr. 125163, umsókn um byggingarleyfi 201406267
Ingibjörg Magnúsdóttir Vallarási 2 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á sumarbústað úr timbri og steinsteypu í landi Miðdals, lnr. 125163 samkvæmt framlögðum gögnum.
Samkvæmt ákvæðum deiliskipulags er heimilt að byggja 110 m2 bústað og 20 m2 geymsluhús á lóðinni.
Áðursamþykktur bústaður 62,2 m2 265,7 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 105,6 m2 625,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 263. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Uglugata 48-50 - Umsókn um byggingarleyfi 201503548
Ah. verktakar ehf Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum í húsinu á lóðinni nr. 48 - 50 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 263. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 264201504023F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Fundargerð 264. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Bakkasel í Elliðakotslandi l.nr. 125226 - Umsókn um byggingarleyfi 201504159
Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 264. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Brú í Elliðakotslandi - Umsókn um byggingarleyfi 201504250
Konráð Magnússon Fléttuvöllum 35 fh. Datca ehf sækir um byggingarleyfi fyrir breyttri stærð á áðursamþykktum sumarbústað úr forsteyptum einingum á lóð nr 125216 í Elliðakotslandi í samræmi við framlögð gögn en stærð bústaðarins var við umfjöllun skipulagsnefndar og í grenndarkynntum gögnum 129,3 m2.
Stærð bústaðs eftir breytingu er 129,3 m2, 675,0 m3.
Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 264. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 649. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 17. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis201504285
Fundargerð 17. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Lagt fram.
12. Fundargerð 2. eigendafundar Strætó bs.201504282
Fundargerð 2. eigendafundar Strætó bs.
Lagt fram.
13. Fundargerð 4. eigendafundar Strætó bs.201504283
Fundargerð 4. eigendafundar Strætó bs.
Lagt fram.
14. Fundargerð 7. eigendafundar Strætó bs.201504223
Fundargerð 7. eigendafundar Strætó bs.
Lagt fram.
15. Fundargerð 216. fundar Strætó bs201504261
Fundargerð 216. fundar Strætó bs
Lagt fram.
16. Fundargerð 58. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201504227
Fundargerð 58. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.