13. maí 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málalisti skipulagsnefndar201303075
Sett á dagskrá að ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 367. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir að lagður verði fram uppfærður málalisti á næsta fundi.
2. Laugabakki, erindi um afmörkun lóðar201405103
Örn Kjærnested óskar eftir deiliskipulagsbreytingu sem feli í sér að lóð Laugabakka 2 verði 4.110 fm, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.
Nefndin getur ekki fallist á erindið, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að lóðir á þessu svæði séu um 1 ha.
3. Bjarkarholt-Háholt, umferðarmerkingar vegna aðalstígs201405101
Lagðar fram tillögur VSÓ Ráðgjafar að skiltum og umferðarmerkingum vegna göngu- og hjólreiðastígs og gangbrauta á svæðinu frá Langatanga að Skólabraut.
Nefndin leggur til að meðfylgjandi tillaga verði samþykkt.
4. Umferðarmerki í Leirvogstungu200801023
Lagðar fam tillögur Verkíss að breyttum umferðarmerkingum í Leirvogstungu.
Nefndin leggur til að meðfylgjandi tillaga verði samþykkt og felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að kynna hana fyrir íbúasamtökum í Leirvogstungu.
5. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 7.5.2014, þar sem óskað er eftir því að skoðaðar verði skipulagslegar forsendur fyrir miðskóla við Sunnukrika.
Nefndin óskar eftir að umhverfissvið taki saman gögn um mannfjöldaspár, hljóðstigsathuganir og svifryksmælingar.
6. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda lýsinguna til umsagnar umhverfisnefndar. Jafnframt verði stefnt að sameiginlegri heimsókn skipulagsnefndar og umhverfisnefndar til umsækjanda til að kynna sér fyrirhuguð uppbyggingaráform.
7. Gerplustr. 7-11 og Vefarastr. 32-46, erindi um deiliskipulagsbreytingar.201405097
Oddur Víðisson f.h. lóðarhafa, LL06 ehf. óskar með bréfi dags. 8. maí 2014 eftir heimild til að leggja fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi, sem feli í sér tilslökun á kröfum um bílastæði og breytt fyrirkomulag bílastæða, m.a. þannig að niðurgrafin bílskýli komi í stað bílakjallara, sbr. meðfylgjandi tillöguskissur.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað.
8. Gerplustræti 31-37, erindi um deiliskipulagsbreytingu201405094
Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um eina og að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar, sbr. meðf. teikningar.
Frestað.
9. Vefarastræti 1-5, erindi um deiliskipulagsbreytingu201405095
Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um þrjár að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar og að stærri hluti svala megi ganga 1,5 m út fyrir bundna byggingarlínu, sbr. meðf. teikningar.
Frestað.
10. Varmárbakkar, umsókn um stækkun félagsheimilis201311028
Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
11. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014.
Frestað.
12. Egilsmói 5,umsókn um byggingarleyfi201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 (Brávöllum) sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Frestað.
13. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi.201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem teikningarnar gera ráð fyrir tveimur íbúðum.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 244201405005F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Frestað.
14.1. Arnartangi 55 B, umsókn um byggingarleyfi 201404294
Jón Ó Þórðarson Arnartanga 60 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að setja glugga á norður hlið bílskúrs að Arnartanga 55B í samæmi við framlögð gögn.
Engar stærðarbreytingar verða á skúrnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki hagsmunaaðila.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.2. Dalsbú, umsókn um byggingarleyfi 201310194
Dalsbú ehf í Mosfellsdal sækir um leyfi til að stækka úr stáli fóðurstöð að Dalsbúi samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss 151,5 m2, 765,1 m3.
Grenndarkynning á skipulagsbreytingu hefur farið fram.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.3. Egilsmói 5, umsókn um byggingarleyfi 201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 ( Brávöllum ) Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka úr timbri um 37,2 m2, íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.4. Fálkahöfði 2 - 4, umsókn um byggingarleyfi 201404166
Nova ehf Lágmúla 9 sækir um leyfi til að setja upp loftnetssúlu / fjarskiptabúnað á húsið nr. 2 - 4 við Fálkahöfða í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki húsfélagsins.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.5. Innri Miðdalur 125198, umsókn um byggingarleyfi 201404309
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38B Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingu og að stækka sumarbústaðinn í Innri Miðdal samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bústas 200,9 m2, 645,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.6. Laxatunga 85 / umsókn um byggingarleyfi 201404347
Ingimundur Ólafsson Urðarholti 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr steinsteypu á lóðinni nr. 85 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Íbúðarrými 188,6 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtals 961,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.7. Litlikriki 2, umsókn um byggingarleyfi 201403365
Sigurjón Benediktsson Litlakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að tengja milli hæða með stiga, bílgeymslu og íbúð 010102 að Litlakrika 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Engar heildar stærðarbreytingar verða á fasteigninni.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meirhluta eigenda í húsinu.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.8. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi. 201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð viðbyggingar 167,5 m2, 551,7 m3.
Heildarstærð íbúðarhúss eftir breytingar 262,7 m2, 832,3 m3.
Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
14.9. Uglugata 66 / umsókn um byggingarleyfi 201404359
Matthías Ottósson Hraunbæ 99 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á líðinni nr. 66 við Uglugötu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð íbúðarhúss: Íbúðarrými 131,2 m2, bílgeymsla 67,2 m2, samtals 773,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.