Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. maí 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mála­listi skipu­lags­nefnd­ar201303075

    Sett á dagskrá að ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns. Frestað á 367. fundi.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að lagð­ur verði fram upp­færð­ur mála­listi á næsta fundi.

    • 2. Lauga­bakki, er­indi um af­mörk­un lóð­ar201405103

      Örn Kjærnested óskar eftir deiliskipulagsbreytingu sem feli í sér að lóð Laugabakka 2 verði 4.110 fm, sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.

      Nefnd­in get­ur ekki fall­ist á er­ind­ið, þar sem í gild­andi að­al­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir að lóð­ir á þessu svæði séu um 1 ha.

      • 3. Bjark­ar­holt-Há­holt, um­ferð­ar­merk­ing­ar vegna að­al­stígs201405101

        Lagðar fram tillögur VSÓ Ráðgjafar að skiltum og umferðarmerkingum vegna göngu- og hjólreiðastígs og gangbrauta á svæðinu frá Langatanga að Skólabraut.

        Nefnd­in legg­ur til að með­fylgj­andi til­laga verði sam­þykkt.

        • 4. Um­ferð­ar­merki í Leir­vogstungu200801023

          Lagðar fam tillögur Verkíss að breyttum umferðarmerkingum í Leirvogstungu.

          Nefnd­in legg­ur til að með­fylgj­andi til­laga verði sam­þykkt og fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að kynna hana fyr­ir íbúa­sam­tök­um í Leir­vogstungu.

          • 5. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

            Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 7.5.2014, þar sem óskað er eftir því að skoðaðar verði skipulagslegar forsendur fyrir miðskóla við Sunnukrika.

            Nefnd­in ósk­ar eft­ir að um­hverf­is­svið taki sam­an gögn um mann­fjölda­spár, hljóð­stigs­at­hug­an­ir og svifryks­mæl­ing­ar.

            • 6. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

              Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags sem hefði það að markmiði að hægt verði að stækka og endurbæta aðstöðu alifuglabús Reykjabúsins.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að senda lýs­ing­una til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar. Jafn­framt verði stefnt að sam­eig­in­legri heim­sókn skipu­lags­nefnd­ar og um­hverf­is­nefnd­ar til um­sækj­anda til að kynna sér fyr­ir­hug­uð upp­bygg­ingaráform.

              • 7. Gerplustr. 7-11 og Vefarastr. 32-46, er­indi um deili­skipu­lags­breyt­ing­ar.201405097

                Oddur Víðisson f.h. lóðarhafa, LL06 ehf. óskar með bréfi dags. 8. maí 2014 eftir heimild til að leggja fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi, sem feli í sér tilslökun á kröfum um bílastæði og breytt fyrirkomulag bílastæða, m.a. þannig að niðurgrafin bílskýli komi í stað bílakjallara, sbr. meðfylgjandi tillöguskissur.

                Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað.

                • 8. Gerplustræti 31-37, er­indi um deili­skipu­lags­breyt­ingu201405094

                  Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um eina og að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar, sbr. meðf. teikningar.

                  Frestað.

                  • 9. Vefara­stræti 1-5, er­indi um deili­skipu­lags­breyt­ingu201405095

                    Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um þrjár að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar og að stærri hluti svala megi ganga 1,5 m út fyrir bundna byggingarlínu, sbr. meðf. teikningar.

                    Frestað.

                    • 10. Varmár­bakk­ar, um­sókn um stækk­un fé­lags­heim­il­is201311028

                      Lagt fram uppkast teiknistofunnar Landslags að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins Harðarbóls til vesturs, sbr bókun á 353. fundi.

                      Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

                      • 11. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi200701150

                        Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014.

                        Frestað.

                        • 12. Eg­ils­mói 5,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201405023

                          Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 (Brávöllum) sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

                          Frestað.

                          • 13. Reykja­dal­ur 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201405076

                            Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem teikningarnar gera ráð fyrir tveimur íbúðum.

                            Frestað.

                            Fundargerðir til kynningar

                            • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 244201405005F

                              Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                              Frestað.

                              • 14.1. Arn­ar­tangi 55 B, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201404294

                                Jón Ó Þórð­ar­son Arn­ar­tanga 60 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að setja glugga á norð­ur hlið bíl­skúrs að Arn­ar­tanga 55B í samæmi við fram­lögð gögn.
                                Eng­ar stærð­ar­breyt­ing­ar verða á skúrn­um.
                                Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki hags­muna­að­ila.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.2. Dals­bú, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310194

                                Dals­bú ehf í Mos­fells­dal sæk­ir um leyfi til að stækka úr stáli fóð­ur­stöð að Dals­búi sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stækk­un húss 151,5 m2, 765,1 m3.
                                Grennd­arkynn­ing á skipu­lags­breyt­ingu hef­ur far­ið fram.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.3. Eg­ils­mói 5, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405023

                                Marí­anna Gunn­ars­dótt­ir Eg­ils­móa 5 ( Brávöll­um ) Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta notk­un bíl­geymslu í íbúð­ar­rými og stækka úr timbri um 37,2 m2, íbúð­ar­hús­ið að Eg­ils­móa 5 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.4. Fálka­höfði 2 - 4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201404166

                                Nova ehf Lág­múla 9 sæk­ir um leyfi til að setja upp loft­nets­súlu / fjar­skipta­bún­að á hús­ið nr. 2 - 4 við Fálka­höfða í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki hús­fé­lags­ins.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.5. Innri Mið­dal­ur 125198, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201404309

                                Bald­ur Bald­urs­son Suð­ur­hlíð 38B Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ingu og að stækka sum­ar­bú­stað­inn í Innri Mið­dal sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stærð bú­stas 200,9 m2, 645,5 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.6. Laxa­tunga 85 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201404347

                                Ingi­mund­ur Ólafs­son Urð­ar­holti 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu úr stein­steypu á lóð­inni nr. 85 við Laxa­tungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stærð: Íbúð­ar­rými 188,6 m2, bíl­geymsla 34,3 m2, sam­tals 961,6 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.7. Litlikriki 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201403365

                                Sig­ur­jón Bene­dikts­son Litlakrika 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að tengja milli hæða með stiga, bíl­geymslu og íbúð 010102 að Litlakrika 2 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Eng­ar heild­ar stærð­ar­breyt­ing­ar verða á fast­eign­inni.
                                Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki meir­hluta eig­enda í hús­inu.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.8. Reykja­dal­ur 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201405076

                                Bára Sig­urð­ar­dótt­ir Engja­vegi 3 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri íbúð­ar­hús­ið í Reykja­dal 2 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stærð við­bygg­ing­ar 167,5 m2, 551,7 m3.
                                Heild­ar­stærð íbúð­ar­húss eft­ir breyt­ing­ar 262,7 m2, 832,3 m3.
                                Fyr­ir ligg­ur sam­þykkt deili­skipu­lag fyr­ir lóð­ina.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              • 14.9. Uglugata 66 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201404359

                                Matth­ías Ottós­son Hraun­bæ 99 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á líð­inni nr. 66 við Uglu­götu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                Stærð íbúð­ar­húss: Íbúð­ar­rými 131,2 m2, bíl­geymsla 67,2 m2, sam­tals 773,6 m3.

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Frestað.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00