Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. janúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Mið­svæði 401-M norð­an Krika­hverf­is, til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi2015082065

  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið kynnt fyrir svæðisskipulagsnefnd og nágrannasveitarfélögum. Svör hafa borist frá sveitarfélaginu Ölfusi og svæðisskipulagsnefnd. Ákveða þarf tímasetningu og tilhögun almenns fundar sbr. bókun á 399. fundi.

  Sam­þykkt að stefna að fundi fyrri hluta fe­brú­ar nk.

 • 2. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

  Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir stöðu málsins. Frestað á 402. fundi.

  Lagt fram til kynn­ing­ar.

 • 3. Hestaí­þrótta­svæði Varmár­bökk­um, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags200701150

  Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda um fjórar athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu og um bókun umhverfisnefndar frá 26.11.2015.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að gerð­ar verði breyt­ing­ar á deili­skipu­lags­gögn­un­um í sam­ræmi við um­sögn skipu­lags­höf­unda, að fengnu áliti stjórn­ar hesta­manna­fé­lags­ins á þeim at­rið­um sem lagt er til að verði borin und­ir hana. Jafn­framt legg­ur nefnd­in til að að­komugata frá hring­torgi að hest­húsa­hverfi verði nefnd Harð­ar­braut.

 • 4. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030, RÚV reit­ur201512369

  Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 22.12.2015 um kynningu á verkefnislýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi útvarpsreit.

  Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið.

 • 5. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

  Lögð fram tillaga að deiliskipulagi dags. 30.12.2015, unnin af Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt fyrir Reykjabúið, og yfirlýsing lóðarhafa íbúðarlóðar varðandi lóðarmörk.

  Um­ræð­ur, af­greiðslu frestað.

  • 6. Um­sókn um lóð Desja­mýri 5201509557

   Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi Desjarmýri 5, unnin af Umhverfissviði skv. ósk Oddsmýrar ehf.

   Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 7. Gerplustræti 31-37, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201601149

   Gylfi Guðjónsson arkitekt f.h. lóðarhafa Mannverk ehf spyrst fyrir um möguleika á breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi frumdrögum að húsi.

   Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga í sam­ræmi við er­ind­ið.

  • 8. Desja­mýri 8, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á bygg­ing­ar­reit/stað­setn­ingu húss.201601173

   Guðmundur Hreinsson hjá togt ehf. spyrst fyrir hönd umsækjanda um lóðina fyrir um möguleika á því að færa byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

   Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað.

   • 9. Funa­bakki 2/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201512361

    Gunnar Pétursson Bjargartanga 16 hefur sótt um leyfi til að byggja 15 m2 hlöðu úr timbri við vesturenda hesthússins að Funabakka 2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

    Um­ræð­ur um mál­ið, frestað.

    • 10. Flugu­mýri 2-10, ósk um bann við lagn­ingu bif­reiða.201601176

     Forsvarsmenn fjögurra fyrirtækja í Flugumýri 8 óska eftir því að bifreiðastöður verði bannaðar í botnlanganum Flugumýri 2-10.

     Frestað.

     Fundargerðir til kynningar

     • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 279201601006F

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 11.1. Desja­mýri 6 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201511029

       Al­efli ehf. Völu­teigi 11 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja iðn­að­ar­hús­næði úr stein­steypu og stáli á lóð­inni nr. 6 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð húss. 1. hæð 450,8 m2, 2. hæð 180,4 m2, 3133,2 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram á 403. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 11.2. Funa­bakki 2/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201512361

       Gunn­ar Pét­urs­son Bjarg­ar­tanga 16 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja 15 m2 hlöðu úr timbri við vest­ur­hluta hest­húss­ins að Funa­bakka 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram á 403. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 11.3. Há­holt 13-15-Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201511063

       Festi fast­eign­ir ehf Skarfagörð­um 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að stækka úr stein­steypu, timbri og stáli hús­ið nr. 13 - 15 við Há­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stækk­un húss 141,6 m2, 580,6 m3.
       Á af­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa 12.06.2015 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir voru gerð­ar við til­lög­una og með vís­an í 2. gr. í við­auka um embættisaf­greiðsl­ur skipu­lags­full­trúa við sam­þykkt nr. 596/2011 skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildis­töku henn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram á 403. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 11.4. Þrast­ar­höfði 57/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201512253

       Guð­jón Kr. Guð­jóns­son Þrast­ar­höfða 57 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu nr. 57 við þrast­ar­höfða í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram á 403. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00