Mál númer 202101461
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Lagt fram til upplýsinga
Afgreiðsla 436. fundar fræðslunefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Lagt fram til upplýsinga
Afgreiðsla 436. fundar fræðslunefndar samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. október 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #436
Lagt fram til upplýsinga
Áætlað er að nýr leikskóli í Helgafellslandi taki til starfa á árinu 2025. Fræðslunefnd samþykkir framkomna tillögu Fræðslu- og frístundasviðs um að fara í nafnasamkeppni fyrir skólann og felur sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs að setja málið í farveg.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Framvinduskýrsla 2 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1637. fundar bæjarráðs samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1637
Framvinduskýrsla 2 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri eignasjóðs kynnti framvinduskýrslu nr. 2 vegna leikskólans í Helgafellshverfi.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Framvinduskýrsla 1 vegna byggingar leikskóla í Helgafellshverfi lögð fram og kynnt
Afgreiðsla 430. fundar fræðslunefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #430
Framvinduskýrsla 1 vegna byggingar leikskóla í Helgafellshverfi lögð fram og kynnt
Lagt fram.
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Lagðar eru fram til kynningar fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir vegna uppbyggingar leikskólans í Helgafellshverfi.
Afgreiðsla 1610. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 25. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1610
Lagðar eru fram til kynningar fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir vegna uppbyggingar leikskólans í Helgafellshverfi.
Hagræðingaraðgerðir vegna uppbyggingar leikskólans lagðar fram og kynntar.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Framvinduskýrsla 1 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1609. fundar bæjarráðs samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1609
Framvinduskýrsla 1 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Framvinduskýrsla 1 vegna byggingar leikskóla í Helgafellshverfi lögð fram og kynnt. Bæjarráð samþykkti að vísa skýrslunni til kynningar í fræðslunefnd.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans og heimili umhverfissviði jafnframt að leita leiða til að lækka byggingarkostnað verksins í samráði við verktaka og í samræmi við ákvæði útboðsgagna og staðalsins ÍST30.
Afgreiðsla 1585. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Lagt er til að stofnaður verði verkefnahópur sem hefur það að markmiði að ná fram hagkvæmari lausnum í byggingu leikskólans í Helgafellshverfi.
Afgreiðsla 1587. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Lagt er til að stofnaður verði verkefnahópur sem hefur það að markmiði að ná fram hagkvæmari lausnum í byggingu leikskólans í Helgafellshverfi.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila stofnun verkefnahóps í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 22. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1585
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans og heimili umhverfissviði jafnframt að leita leiða til að lækka byggingarkostnað verksins í samráði við verktaka og í samræmi við ákvæði útboðsgagna og staðalsins ÍST30.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Alefli ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
***
Fundarhlé hófst kl. 08:12. Fundur hófst aftur kl. 08:26.Fundarhlé hófst kl. 08:28. Fundur hófst aftur kl. 08:48.
***
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn D lista lýsa yfir ánægju sinni með að komið sé að framkvæmd við leikskólann í Helgafelli. Fulltrúar D lista hafa lagt áherslu á og ítrekað mikilvægi þess að fara strax í útboð á leikskólanum frá því síðastliðið sumar vegna fyrirsjáanlegra hækkana á kostnaði sem myndi fylgja frestun.Nú liggur það fyrir að tafir á útboði og framkvæmdum við byggingu leikskólans hafa skilað sér með 30% hækkun á kostnaði umfram uppfærða kostnaðaráætlun.
Bókun B, C og S lista:
Eins og bæjarráðsmenn D lista vita, og hefur verið margoft rætt á fundum, þá var kostnaðarmatið sem lá fyrir síðastliðið sumar ófullnægjandi enda hækkaði áætlaður kostnaður frá júní 2022 til september 2022 um 50%.Ef ekki hefði verið farið í endurskoðun á byggingunni þá værum við með mun hærri kostnað við hana.
Það er að okkar mati villandi að halda því fram að sú vinna sem farið hefur fram síðustu mánuði til þess að lækka kostnað við verkefnið sé þess valdandi að heildarkostnaðurinn hafi hækkað um 30%. Þær utanaðkomandi aðstæður sem valda hækkunum, þ.e. verðbólga og vaxtakostnaður, voru einnig til staðar síðastliðið haust.
Fram hjá því verður ekki litið að stærsta orsök kostnaðarins við byggingu leikskólans er tilkomin vegna lóðarvalsins og þeirrar hönnunar sem valin var.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Upplýsingar um opnun tilboða vegna leikskóla í Helgafellshverfi.
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1582
Upplýsingar um opnun tilboða vegna leikskóla í Helgafellshverfi.
Upplýsingar veittar um tilboð sem bárust í uppbyggingu leikskóla í Helgafellshverfis.
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lagt er til að bæjarráð samþykki að fela umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu og innréttingu leikskóla í Helgafellslandi.
Tillaga L lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til að unnið verði eftir upphaflegri hönnun og teikningu að nýjum leikskóla í Helgafellslandi.Tillagan var felld með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar D-lista hafa komið með tillögur um lækkun byggingakostnaðar á byggingu leikskóla í Helgafellslandi frá upphafi þessa kjörtímabils. Það hefur ekki verið farið í að skoða þær tillögur og þær ekki samþykktar. Þær tillögur sem liggja nú fyrir varðandi sparnað á byggingakostnaði t.d. minnkun á rými starfsmanna- og barna eru ekki góðar að okkar mati m.t.t. starfsaðstæðna til langs tíma. Við styðjum því tillögu bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um að halda sig við upphaflega hönnun og teikningar en að jafnframt verði unnið að lækkun byggingakostnaðar á byggingatíma á öðrum sviðum eins og gert hefur verið áður í Mosfellsbæ t.d. við byggingu Helgafellsskóla.Bókun B, C og S lista:
Meirihluti B, S og C lista styður ekki tillögu L lista vegna þess að við teljum að aðbúnaður starfsfólks og barna verði með því besta sem gerist og í takt við nútímakröfur í leikskólastarfi.Rétt er að benda á aðferðarfræðin sem beitt var við hönnun skólans og tekur mið af þörfum barna og starfsfólks heldur sér þrátt fyrir framlagðar breytingarnar á hönnuninni.
D listinn hefur ekki á kjörtímabilinu lagt fram neinar beinar tillögur um lækkun byggingarkostnaðar. Tillögurnar sem hafa verið lagðar fram snéru að aðferðarfræði við að leita leiða til lækkunar byggingarkostnaðar.
Í öllum málflutningi B, S og C lista hefur ítrekað komið fram að á framkvæmdatímanum verði unnið að því jöfnum höndum að lækka kostnaðinn eins og gert var t.d. í Helgafellsskóla. Við tökum því undir með D lista að sú aðferðarfræði verði höfð að leiðarljósi á framkvæmdartímanum.
Við framkvæmdir eins og þessar næst hins vegar mestur árangur af hagræðingu á hönnunarstigi.
***
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1570
Lagt er til að bæjarráð samþykki að fela umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu og innréttingu leikskóla í Helgafellslandi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu og innréttingu leikskóla í Helgafellslandi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar.
***
Bókun B, C og S lista:
Bæjarfulltrúar B, S og C lista lýsa ánægju með þann árangur sem hefur náðst með starfi starfshóps um uppbyggingu leikskóla.Í framhaldi af niðurstöðu starfshópsins hefur tekist að lækka áætlaðan byggingarkostnað um 15%. Þar að auki var safnað saman mikið af gagnlegum upplýsingum sem munu nýtast við stefnumótun í áframhaldandi uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ.
Þegar uppfærð kostnaðaráætlun lá fyrir í september 2022 tók meirihlutinn ákvörðun um stofnun starfshópsins til að bregðast við þeirri gríðarlegu hækkun sem varð á kostnaðarmati frá vori 2021 til september 2022.
Lóðarval og hönnun leikskólans lá fyrir þegar nýr meirihluti tók við í júní 2022 og er ljóst að ef verkefnið hefði ekki verið komið svona langt á þeim tíma þá hefði þessi staðsetning ekki verið valin vegna þess gríðarlega kostnaðar sem fylgir uppbyggingu á þessari lóð.
Bókun D lista:
Fulltrúar D-lista lýsa yfir ánægju með að loksins hefur verið tekin ákvörðun af meirihlutanum um að bjóða út byggingu leikskóla í Helgafellshverfi en það útboð var á döfinni síðastliðið sumar.Fulltrúar D-lista hafa ítrekað ýtt á að ákvörðun um að bygging leikskóla hefjist sem fyrst því sú töf sem hefur orðið á framkvæmdum er mjög slæm. Opnun leikskólans mun dragast um allt að eitt ár með tilheyrandi vandræðum með dagvistun í Mosfellsbæ auk þess sem kostnaður við bygginguna verður mun hærri vegna þessara tafa sem hafa orðið á málinu.
Sú hækkun er tilkomin vegna hækkunar byggingarvístölu, verðbólgu, hækkun byggingakostnaðar, launahækkana, og hærri fjármagnskostnaðar verkefnisins vegna hærri vaxta. Fulltrúar D-lista lögðu til í byrjun kjörtímabils að sú vinna við mögulega lækkun á byggingarkostnaði sem nú er búið að framkvæma yrði gerð strax síðastliðið sumar á sama tíma og verkið hefði verið boðið út og hefði það sparað skattgreiðendum í Mosfellsbæ háar fjárhæðir.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Óskað heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Nýbyggð ehf. í kjölfar útboðs að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Afgreiðsla 1564. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum, aðrir sátu hjá.
- 19. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1564
Óskað heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Nýbyggð ehf. í kjölfar útboðs að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Bókun D lista:
Nýr meirihluti samþykkti í byrjun nýs kjörtímabils að klára jarðvinnu á lóð vegna leikskóla í Helgafellslandi.Frá því að sú ákvörðun var tekin hefur byggingu leikskólans verið frestað og verður hann hugsanlega boðinn út í byrjun árs 2024. Nú liggur fyrir bæjarráði að gera samning í kjölfar útboðs um steypta stoðveggi á öllum hliðum lóðarinnar sem er hluti af hönnun leikskólans með tilheyrandi kostnaði, án þess að það sé ákveðið hvort leikskólinn verði byggður eða ekki.
Bæjarfulltrúar D-lista í bæjarráði ítreka tillögu sína um að bygging leikskóla og stoðveggja verði boðin strax út í einu útboði og að framkvæmdir verði hafnar sem fyrst eins og var gert ráð fyrir í áætlunum.
Fulltrúar D-lista í bæjarráði sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, en taka undir að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi vegfarenda og íbúa í kringum lóðina þar til ákvörðun verði tekin um hvað og þá hvenær verði byggt á lóðinni.Bókun B, C og S lista:
Þegar samþykkt var að fara í jarðvinnu í upphafi kjörtímabilsins var áætlaður kostnaður við byggingu leikskólans mun lægri en hann er núna. Vegna utanaðkomandi áhrifa sem allir þekkja lá ljóst fyrir í haust að kostnaðurinn við bygginguna yrði mun hærri en áætlað var og því mat meirihlutinn það svo að óábyrgt væri að halda áfram með verkefnið að óbreyttu.Eins og bæjarfulltrúar D lista vita þá stendur nú yfir vinna við að lækka kostnað við verkefnið og þegar niðurstaða í því liggur fyrir verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Stoðveggirnir eru hluti af verkefninu og til þess að tryggja öryggi vegfarenda og verðmæti lóðarinnar er nauðsynlegt að þessi hluti verkefnisins haldi áfram.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við Nýbyggð ehf. af því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd við stoðveggi á leikskólalóð í Helgafellslandi að Vefarastræti 2-6.
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 24. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1558
Ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd við stoðveggi á leikskólalóð í Helgafellslandi að Vefarastræti 2-6.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og heimilar umhverfissviði að bjóða út framkvæmd við stoðveggi á leikskólalóð við Vefarastræti 2-6. Bæjarráðsfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Nýr meirihluti samþykkti í byrjun sumars að klára jarðvinnu á lóð vegna leikskóla í Helgafellslandi.Frá því að sú ákvörðun var tekin hefur byggingu leikskólans verið frestað og verður hann hugsanlega boðinn út í byrjun árs 2024 samkvæmt nýjustu ákvörðunum meirihlutans.
Nú liggur fyrir bæjarráði að bjóða eigi sérstaklega út og byggja strax steypta stoðveggi á öllum hliðum lóðarinnar sem er hluti af hönnun leikskólans með tilheyrandi kostnaði, án þess að það sé ákveðið hvort leikskólinn verði byggður eða ekki.
Bæjarfulltrúar D-lista í bæjarráði ítreka enn og aftur tillögu sína um að bygging leikskóla og stoðveggja verði boðin strax út í einu útboði og að framkvæmdir verði hafnar sem fyrst eins og var gert ráð fyrir í áætlunum.
Fulltrúar D-lista í bæjarráði sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, en taka undir að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi vegfarenda og íbúa í kringum lóðina þar til ákvörðun verði tekin um hvað og þá hvenær verði byggt á lóðinni.
Bókun B, S og C lista:
Þegar ákvörðun var tekin í sumar um að hefja jarðvegsframkvæmdir lá ekki fyrir í gögnum málsins að byggingarkostnaður hefði aukist jafn mikið og raun ber vitni. Til þess að tryggja öryggi vegfarenda og aðliggjandi mannvirkja er fyrirliggjandi tillaga að byggingu stoðveggja nauðsynleg.Til áréttingar varðandi niðurstöðu starfshóps um byggingu leikskólans þá kemur fram að endurskoðun á teikningum skuli liggja fyrir á árinu 2022 eða innan 5 vikna. Eins kemur skýrt fram að leikskólinn, ef haldið verið áfram með verkefnið, skuli boðinn út í síðasta lagi í janúar 2024 en ekki í fyrsta lagi.
- 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Kynning á hönnun og framkvæmd við nýjan leikskóla í Helgafellslandi.
Afgreiðsla 408. fundar fræðslunefndar samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. ágúst 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #408
Kynning á hönnun og framkvæmd við nýjan leikskóla í Helgafellslandi.
Farið yfir teikningar að nýjum leikskóla sem fyrirhugað er að byggja í Helgafellslandi. Leikskólinn mun rúma 150 börn og áætlað er að hann verði tekinn í notkun 2024.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Óskatak ehf., og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 7. júlí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1541
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Óskatak ehf., og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Óskatak ehf. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samning á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt. Í samræmi við 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur skv. 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út jarðvinnuhluta verksins, eftirlit og byggingarstjórnun í samræmi við áætlun sem tilgreind er í meðfylgjandi minnisblaði.
Afgreiðsla 1538. fundar bæjarráðs samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1538
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út jarðvinnuhluta verksins, eftirlit og byggingarstjórnun í samræmi við áætlun sem tilgreind er í meðfylgjandi minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að jarðvegshluti, eftirlit og byggingarstjórnun byggingar leikskóla í Helgafellslandi verði boðin út.
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Kynning á hönnunardrögum á nýjum leikskóla í Helgafellslandi.
Afgreiðsla 402. fundar bæjarráðs samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. mars 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #402
Kynning á hönnunardrögum á nýjum leikskóla í Helgafellslandi.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og fagnar því að áætlað er að nýr leikskóli taki til starfa á næsta ári í ört stækkandi bæjarfélagi.
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1502
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði samninga við lægstbjóðanda. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samning á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt.
Í samræmi við 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða tíu daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur skv. 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 2. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1501
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Frestað vegna tímaskorts.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa hönnunarútboð vegna leikskólabyggingar í Helgafellslandi á Evrópska efnahagssvæðinu miðað við meðfylgjandi minnisblað, þarfagreiningu og frumkostnaðaráætlun.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa hönnunarútboð vegna leikskólabyggingar í Helgafellslandi á Evrópska efnahagssvæðinu miðað við meðfylgjandi minnisblað, þarfagreiningu og frumkostnaðaráætlun.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa hönnunarútboð vegna leikskólabyggingar í Helgafellslandi á Evrópska efnahagssvæðinu miðað við meðfylgjandi minnisblað, þarfagreiningu og frumkostnaðaráætlun.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa hönnunarútboð vegna leikskólabyggingar í Helgafellslandi á Evrópska efnahagssvæðinu miðað við meðfylgjandi minnisblað, þarfagreiningu og frumkostnaðaráætlun.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa hönnunarútboð vegna leikskólabyggingar í Helgafellslandi á Evrópska efnahagssvæðinu miðað við meðfylgjandi minnisblað, þarfagreiningu og frumkostnaðaráætlun.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, telur að þetta mál þurfi að skoðast betur þar sem fyrst var áformuð staðsetning skólans að Vefarastræti 2-6 (6.000 fm lóð og 1.700 fm skóla) en nú að Efstalandi 1 þar sem halli er mun minni. Lóð með miklum halla gæti hugsanlega ekki hentað vel fyrir staðsetningu leikskóla m.a. sé litið til halla í landi og lóðar. Í þarfagreiningu tilgreinir verkfræðistofan VSÓ að lóðin eigi að ,,taka mið að þörfum yngri barna til útivistar". Mikilvægt er einnig að í minnisblaði væri getið um það fjármagn sem áformað var í hönnun skólans á fjárhagsáætlun en ætlunin er, skv. VSÓ, að hönnunarkostnaður nemi um 89 milljónum króna.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að auglýsa hönnunarútboð á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að forauglýsa fyrirhugað hönnunarútboð á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við meðfylgjandi minnisblað umhverfissviðs.
Afgreiðsla 1492. fundar bæjarráðs samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1492
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að forauglýsa fyrirhugað hönnunarútboð á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við meðfylgjandi minnisblað umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að forauglýsa fyrirhugað hönnunarútboð á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.