5. febrúar 2025 kl. 17:32,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verður liður nr. 8 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Uppfærð framvinduskýrsla vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Helgafellskóli - íþróttahús, nýframkvæmdir202201418
Íþróttahús Helgafellsskóla, stöðuyfirlit.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
3. Leirvogstungumelar - samkomulag um yfirtöku Mosfellsbæjar202210087
Staða viðræðna um yfirtöku Mosfellsbæjar á Leirvogstungumelum kynnt.
Lagt fram og kynnt.
4. Bókfell L123661 í Mosfellsdal - Ósk um endurskoðun gjalda202411372
Krafa eigenda Bókfells um endurupptöku ákvörðunar um álagningu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að afgreiða framkomna beiðni um endurskoðun álagðra gatnagerðargjalda í samræmi við efni framlagðs bréfs.
5. Hlíðavöllur 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202411195
Drög að samkomulagi við Veðurstofu Íslands um uppsetningu veðurmælingarstöðvar á Hlíðavelli lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til formlegrar meðferðar í skipulagsnefnd.
6. Varðandi skráningu kyns á eyðublöðum og í annarri gagnasöfnun2025011302
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á því að lög skylda opinbera aðila til að gera ráð fyrir hlutlausri kynskráningu við skráningu kyns á eyðublöðum og í annarri gagnasöfnun.
Lagt fram og kynnt.
7. Staða fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasamband Íslands2025011194
Ályktun frá Umhyggju félagi langveikra barna, Landssamtökum Þroskahjálpar, Einhverfusamtökunum, Sjónarhóli ráðgjafarmiðstöð og ÖBÍ réttindasamtökum vegna stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambands Íslands.
Lagt fram og kynnt.
8. Kjaraviðræður202502224
Upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála í kjaraviðræðum KSÍ.
Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kom og kynnti stöðuna á leikskólanum Höfðabergi en þar hafa 6 deildir verið lokaðar vegna verkfalls frá því á mánudag.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs