Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. júlí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.202004164

    Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

    Bók­un V- og D-lista
    Bæj­ar­full­trú­ar V- og D-lista lýsa ánægju sinni með þá vinnu sem unn­in hef­ur ver­ið af rýni­hóp­um Mos­fells­bæj­ar og Land­eyj­ar um for­sögn að ramma­skipu­lagi fyr­ir íbúa­byggð á Blikastaðalandi. Við fögn­um þeim áfanga sem náðst hef­ur hvað varð­ar skipu­lag og upp­bygg­ingu lands­ins með þess­ari vinnu. Blikastað­a­land er stærsta og eitt mik­il­væg­asta bygg­ing­ar­land Mos­fells­bæj­ar og mik­il­vægt að vel tak­ist til um upp­bygg­ingu þess bæði í skipu­lags­legu og efna­hags­legu til­liti. Það mun taka ár og ára­tugi að byggja land­ið upp að fullu. Næstu skref eru að fela skipu­lags­nefnd frek­ari vinnu við gerð ramma­skipu­lags fyr­ir land­ið.

    Bók­un M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, árétt­ar að óraun­hæft er að kalla eft­ir að flýta frum­skoð­un borg­ar­línu m.t.t. upp­bygg­ingu á Blika­stöð­um, sbr. með­fylgj­andi minn­is­blað um Blikastað­a­land. Á með­an ekki ligg­ur fyr­ir hvort og þá hvern­ig eigi að fjár­magna, stað­setja og reka borg­ar­lín­una, bæði að hluta til og heild, er ekki séð að Betri sam­göng­ur ohf geti svarað þessu kalli frá Mos­fells­bæ. Ekki ligg­ur hér fyr­ir ít­ar­leg grein­ing á íbúða­þörf fyr­ir svæð­ið og þörf á ákveðn­um stærð­ar­flokk­um bæði íbúða- og at­vinnu­hús­næð­is. Mik­il­vægt er að meta þetta og kanna bet­ur þörf fyr­ir skóla-, frí­stunda- og íþrótta­mann­virki. Þakk­ir eru færð­ar þeim að­il­um sem sátu í rýni­hóp tengd­um þessu verk­efni.

    ***

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um nið­ur­stöð­ur rýni­hópa sem fram koma í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Jafn­framt sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varð­andi vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags. Þetta er gert með þeim fyr­ir­vara að sam­komulag ná­ist um upp­bygg­ingu lands­ins.

    Gestir
    • Linda Udengard
  • 2. Ný­lið­un og ný­út­skrif­aða kenn­ara til starfa201903541

    Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði aðgerðum sem kynntar voru í bæjarráði við afgreiðslu ofangreinds máls sem lagt var fram í tillöguformi af hans hálfu árið 2019. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

    Linda Udengård, fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs veitti upp­lýs­ing­ar og svar­aði spurn­ing­um um mál­ið. Henni fal­ið að taka sam­an stutt minn­is­blað með svör­um og setja það sem gagn í mál­ið.

    Gestir
    • Linda Udengard
  • 3. Ra­f­rænn að­gang­ur al­menn­ings að mála­skrá Mos­fells­bæj­ar202103572

    Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

    Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar veitti upp­lýs­ing­ar um stöðu máls­ins og svar­aði spurn­ing­um.

  • 4. Ra­fræn birt­ing helstu dag­legra verk­efna bæj­ar­stjóra202103573

    Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

    Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar veitti upp­lýs­ing­ar um stöðu máls­ins og svar­aði spurn­ing­um.

  • 5. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

    Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa hönnunarútboð vegna leikskólabyggingar í Helgafellslandi á Evrópska efnahagssvæðinu miðað við meðfylgjandi minnisblað, þarfagreiningu og frumkostnaðaráætlun.

    Bók­un M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, tel­ur að þetta mál þurfi að skoð­ast bet­ur þar sem fyrst var áform­uð stað­setn­ing skól­ans að Vefara­stræti 2-6 (6.000 fm lóð og 1.700 fm skóla) en nú að Efstalandi 1 þar sem halli er mun minni. Lóð með mikl­um halla gæti hugs­an­lega ekki hentað vel fyr­ir stað­setn­ingu leik­skóla m.a. sé lit­ið til halla í landi og lóð­ar. Í þarf­agrein­ingu til­grein­ir verk­fræði­stof­an VSÓ að lóð­in eigi að ,,taka mið að þörf­um yngri barna til úti­vist­ar". Mik­il­vægt er einn­ig að í minn­is­blaði væri get­ið um það fjár­magn sem áform­að var í hönn­un skól­ans á fjár­hags­áætlun en ætl­un­in er, skv. VSÓ, að hönn­un­ar­kostn­að­ur nemi um 89 millj­ón­um króna.

    ***

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að aug­lýsa hönn­unar­út­boð á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

    • 6. Betri sam­göng­ur - sam­göngusátt­mál­inn202107097

      Erindi SSH, frá 7. júlí 2021, þar sem samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. er lagður fram til kynningar.

      Samn­ing­ur um fjár­hags­skip­an Betri sam­gangna ohf. lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

    • 7. Áform um frið­lýs­ingu Blikastaðakró­ar-Leir­vogs202107116

      Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 9. júlí 2021, þar sem áform um friðlýsingu Blikastaðakróar-Leirvogs eru kynnt. Umsagnarfrestur er 10. ágúst nk.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu um­hverf­is­nefnd­ar og að fela um­hverf­is­stjóra að óska eft­ir lengri um­sagn­ar­fresti.

    Fundargerð

    • 8. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 546202106018F

      Fund­ar­gerð 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 1497. fundi bæj­ar­ráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 8.1. Suð­ur­lands­veg­ur frá Hólmsá ofan Reykja­vík­ur að Hvera­gerði - fram­kvæmda­leyfi 202107008

        Borist hef­ur um­sókn frá Vega­gerð­inni, dags. 01.07.2021, vegna fram­kvæmda­leyf­is á tvö­föld­un Hring­veg­ar (1), Suð­ur­lands­veg­ur frá Fossvöll­um vest­ur fyr­ir Lög­bergs­brekku.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.2. Bjark­ar­holt - Eir - breyt­ing á deili­skipu­lagi 202008039

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu upp­færð út­gáfa deili­skipu­lags­breyt­ing­ar við Bjark­ar­holt 4-5. Breyt­ing­in skipt­ist á tvo upp­drætti auk skýr­ing­ar­upp­drátt­ar.
        At­huga­semd­ir voru kynnt­ar á 545. fundi nefnd­ar­inn­ar. Lögð eru fram drög að svör­um at­huga­semda.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.3. Leir­vogstungu­hverfi - um­ferðarör­yggi 202006262

        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 542. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir gatna­mót Voga­tungu og Laxa­tungu í Leir­vogstungu­hverfi. Breyt­ing­in var kynnt í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. At­huga­semda­frest­ur var frá 20.05.2021 til og með 23.06.2021.
        Lagð­ar eru fram til kynn­ing­ar at­huga­semd­ir sem bár­ust.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.4. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202009193

        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 539. fundi sín­um að grennd­arkynna bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir Leiru­tanga 10. At­huga­semda­frest­ur var frá 12.05.2021 til og með 14.06.2021.
        Lagð­ar eru fram til kynn­ing­ar at­huga­semdi sem bár­ust sam­eig­in­lega frá íbú­um í Leiru­tanga 2, 4, 6, 8, 12, 14 og 16, dags. 01.06.2021. Með­fylgj­andi eru einn­ig ábend­ing­ar lög­fræð­ings máls­að­ila eft­ir aug­lýs­ingu, dags. 23.06.2021.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.5. Sil­unga­tjörn L125175 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201811056

        Lagt er fram til af­greiðslu deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Sil­unga­tjörn L125175. Að­koma hef­ur ver­ið upp­færð frá kynntri til­lögu.
        Til­lag­an var aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­laglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mos­fell­ingi, Lög­birt­ing­ar­blað­inu og með grennd­arkynn­ingu.
        At­huga­semda­frest­ur var frá 22.04.2021 til og með 15.06.2021.
        Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.6. Eg­ils­mói 12 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202103674

        Lögð er fram til af­greiðslu deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Eg­ils­móa 12 í Mos­fells­dal. Til­lag­an var aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­laglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mos­fell­ingi, Lög­birt­ing­ar­blað­inu og með grennd­arkynn­ingu.
        At­hugsa­semda­frest­ur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021.
        Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.7. Heytjarn­ar­heiði L125274 sum­ar­hús - deili­skipu­lag 202104219

        Lögð er fram til af­greiðslu nýtt deili­skipu­lag fyr­ir staka frí­stundalóð á Heytjarn­ar­heiði. Til­lag­an var aug­lýst í Mos­fell­ingi, Lög­birt­ing­ar­blað­inu og með grennd­arkynn­ingu.
        At­hugsa­semda­frest­ur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021.
        Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.8. Leir­vogstungu­hverfi - end­ur­skoð­un deili­skipu­lags 202106088

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Leir­vogstungu­hverfi þar sem end­ur­skoð­að­ir hafa ver­ið stíg­ar, göt­ur og lóð­ir. Með­fylgj­andi er grein­ar­gerð með skil­mál­um.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.9. Hamra­borg - deili­skipu­lag 201810282

        Lagt er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu nýtt deili­skipu­lag fyr­ir íbúð­ir á svæð­inu hjá Hamra­borg við Langa­tanga.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með tveim­ur at­kvæð­um. Full­trúi L lista greiddi at­kvæði á móti.

      • 8.10. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag 201811024

        Lögð eru fram til kynn­ing­ar drög í vinnslu og hug­mynd­ir af gatna­kerfi og fyr­ir­komu­lagi 5. áfanga í Helga­fells­hverfi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.11. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag 201811024

        Borist hef­ur er­indi frá Helga Þór Ei­ríks­syni, f.h. land­eig­enda í Helga­felli, dags. 07.06.2021, með ósk um þátt­töku í skipu­lags­vinnu 5. áfanga Helga­fells­hverf­is.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.12. Helga­fells­hverfi 6. áfangi - nýtt deili­skipu­lag 202101267

        Lögð er fram til kynn­ing­ar drög að for­sögn að nýju deili­skipu­lagi norð­an Ása­hverf­is í sam­ræmi við af­greiðslu á 532. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.13. Tungu­mel­ar - um­ferðarör­yggi og hraða­akst­ur 202106238

        Borist hef­ur ábend­ing frá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, dags. 13.06.2021, vegna hraða­akst­urs á at­hafn­ar­svæði Tungu­mela. Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að hraða­tak­mark­andi að­gerð­um á Fossa­vegi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.14. Skamma­dals­læk­ur - end­ur­nýj­un á saf­næð DN-300 202106254

        Borist hef­ur um­sókn um fram­kvæmda­leyfi frá Veit­um ohf., dags. 15.06.2021, vegna við­gerð­ar á saf­næð sem þver­ar Skamma­dalslæk. Leiða þarf læk­inn um rör á með­an fram­kvæmd­um stend­ur.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.15. Mið­dals­lína - fram­kvæmda­leyfi 202105275

        Borist hef­ur um­sókn um fram­kvæmda­leyfi frá Veit­um ohf., dags 28.06.2021, fyr­ir plæg­ingu Mið­dals­línu og upp­setn­ingu dreif­i­stöðva í sam­ræmi við gögn.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.16. Mið­dal­ur 2 L199723 - deili­skipu­lag 202105214

        Lögð eru fram til kynn­ing­ar frek­ari gögn vegna um­sókn­ar land­eig­anda um deili­skipu­lags­gerð garð­yrkju­býl­is á land­inu, í sam­ræmi við af­greiðslu á 544. fundi nefnd­ar­inn­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.17. Hraðastað­a­land - dreif­istöð 202103176

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir dreif­istöð Veitna ohf. vest­an Jón­st­ótt­ar við Hraðastaða­veg.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.18. Urð­ar­sel úr landi Mið­dals - deili­skipu­lags­breyt­ing frí­stunda­lóð­ar 202106308

        Borist hef­ur er­indi frá Hildigunni Har­alds­dótt­ur, f.h. land­eig­anda, dags. 23.06.2021, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir frí­stunda­lóð­ina Urð­ar­sel L125359.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.19. Krók­ar við Varmá - deili­skipu­lags­breyt­ing 202106362

        Er­indi hef­ur borist frá Gunn­laugi Jóns­syni, f.h. land­eig­anda, dags. 24.06.2021, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir lóð­ina Króka L123755 við Varmá.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.20. Óbyggð svæði L123687, L220919, L173273 - ósk um deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar 202106345

        Borist hef­ur er­indi með ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu óbyggðra svæða í frí­stunda­svæði.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.21. Kæra til ÚUA vegna breytts deili­skipu­lags við Stórakrika 59 202106135

        Lögð er fram til kynn­ing­ar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála nr. 80/2021, vegna deili­skipu­lags­breyt­ing­ar fyr­ir Stórakrika 59-61 frá ár­inu 2019.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.22. Teigs­land við Reykja­veg - deili­skipu­lag 202006276

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu skipu­lags­lýs­ing fyr­ir deili­skipu­lag á Teigslandi við Reykja­veg í sam­ræmi við af­greiðslu á 517. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.23. Kall til sveit­ar­fé­laga um að taka Bonn-áskor­un­inni 202105122

        Lögð er fram til kynn­ing­ar ákall Skóg­rækt­ar­inn­ar og Land­græðsl­unn­ar eft­ir þátt­töku sveit­ar­fé­laga í Bonn-áskor­un­inni. Er­ind­inu var vísað til skipu­lags­nefnd­ar af 220. fundi um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.24. Kerf­isáætlun 2021-2030 í opið um­sagn­ar­ferli 202106169

        Borist hef­ur er­indi frá Landsneti hf, dags. 10.06.2021, með ósk um um­sögn vegna nýrr­ar kerf­isáætl­un­ar 2021-2030.
        Um­sagna­frest­ur var til 30.06.2021.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.25. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur - End­ur­skoð­un um bland­aða byggð til 2040 202010203

        Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg, dags. 16.06.2021, með ósk um at­huga­semd­ir eða um­sagn­ir við kynnta að­al­skipu­lags­breyt­ingu. Breyt­ing­in er end­ur­skoð­un á stefnu um íbúð­ar­byggð og bland­aða byggð, og fram­leng­ing skipu­lags­tíma­bils til árs­ins 2040.
        At­huga­semda­frest­ur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.26. Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2012-2024 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi Fann­borg­ar­reit­ur-Trað­ar­reit­ur 201912217

        Borist hef­ur til­kynn­ing frá Kópa­vogs­bæ, dags. 10.06.2021, um breytt að­al­skipu­lag og deili­skipu­lag á Trað­ar­reit-eystri í Kópa­vogi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.27. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 439 202106022F

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 8.28. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 440 202106029F

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 546. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 1497. fundi bæj­ar­ráðs bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

      Fundargerðir til kynningar

      • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 441202107002F

        Fund­ar­gerð 441. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 9.1. Efsta­land 12 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107015

          Ingi­björg Kristín Vals­dótt­ir Efstalandi 12 sæk­ir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri sól­skála á þa­kver­önd rað­húss á lóð­inni Efsta­land nr. 12, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 16,7 m², 38,4 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 441. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 9.2. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202105336

          Sölvi Sveins­son Kambs­vegi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja við frí­stunda­hús á lóð B í Mið­dalslandi, Skin­þúfa L219986, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 32,8 m²,99,6 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 441. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 9.3. Laxa­tunga 121 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202008551

          Ser­gey Kuz­net­sov Njarð­ar­grund 3 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Laxa­tunga nr. 121, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 188,6 m², bíl­geymsla 45,2 m², 1.025,67 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 441. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs.

        • 10. Fund­ar­gerð 449. fund­ar Sorpu bs202107005

          Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð 449. fund­ar stjórn­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

        • 11. Fund­ar­gerð 450. fund­ar Sorpu bs202107006

          Fundargerð 450. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð 450. fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

        • 12. Fund­ar­gerð 228. fund­ar Slökkvi­liðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202107019

          Fundargerð 228. stjórnarfundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

          Bók­un varð­andi 7. mál.
          Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar flutti til­lögu á að­al­fundi SSH haust­ið 2020 sem laut að því að skoða hvort og þá með hvaða hætti umb­una mætti starfs­fólki SHS með ein­hverj­um hætti veg­an sér­stakr­ar að­komu þeirra og fram­lín­u­starfa í bar­átt­unni við COVID‐19. Til­lag­an var send Stjórn SHS í des­em­ber 2020. Bæj­ar­full­trú­inn ít­rek­aði til­lögu sína bréf­lega við Stjórn SHS í mars á þessu ári en þá hafði til­lag­an ekki ver­ið tekin fyr­ir í Stjórn SHS. Loks núna eft­ir miðj­an júní 2021 nærri níu mán­uð­um eft­ir að til­lag­an var flutt var hún tekin fyr­ir á 228. stjórn­ar­fundi SHS. Af­greiðsla stjórn­ar SHS var svohljóð­andi “ít­rek­un á fyrra er­indi um álags­greiðsl­ur til sjúkra­flutn­inga­fólks SHS verði send heil­brigð­is­ráð­herra". Þessi af­greiðsla er að mati bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar dap­ur­leg. Slökkvi­liðs­menn í sjúkra­flutn­ing­um hafa lagt á sig mikla vinnu og hafa mátt þola mik­ið álag vegna COVID-19 flutn­inga í um 15 mán­uði og án efa hef­ur ann­að starfs­fólk SHS með ein­um eða öðr­um hætti þurft að bera álag af COVID-19. Nær hefði ver­ið að stjórn SHS sem vinnu­veit­andi hefði tek­ið til­lög­una til efn­is­legr­ar af­greiðslu og ákvarð­að starfs­fólki sínu ein­hverja umbun. Starfs­fólk SHS hefði átt það sann­an­lega skil­ið.
          Stefán Ómar Jóns­son.

          ***

          Fund­ar­gerð 228 stjórn­ar­fund­ar Slökkvi­liðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

        • 13. Fund­ar­gerð 341. fund­ar Strætó bs202107020

          Fundargerð 341. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

          Bók­un M-lista
          Full­trúi Mið­flokks­ins, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, tel­ur afar mik­il­vægt, sbr. 2.dl. fund­ar Strætó bs nr. 341, að ætlun stjórn­ar Strætó sé að taka með festu á einelt­is og of­beld­is­mál­um inn­an vé­banda byggð­ar­sam­lags­ins.

          ***

          Fund­ar­gerð 341. fund­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

        • 14. Fund­ar­gerð 527. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­in­unu202107080

          Fundargerð 527. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

          Bók­un M-lista
          Full­trúi Mið­flokks­ins, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, tel­ur það mik­ið fagn­að­ar­efni að kaup eru að hefjast á nýj­um skíða­lyft­um fyr­ir skíða­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Jafn­framt er já­kvætt að leggja eigi fjár­muni í upp­bygg­ingu að­stöðu fyr­ir göngu­skíða­iðk­un.


          ***

          Fund­ar­gerð 527. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fund­ar bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

        • 15. Fund­ar­gerð 33. eig­enda­fund­ar Sorpu bs.202107081

          Fundargerð 33. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

          Bók­un M-lista
          Full­trúi Mið­flokks­ins, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, vill fagna því að hafin sé markviss vinna hjá SORPU, sbr. 1.dag­skrárlið þessa fund­ar, til að finna ábyrga lausn á úr­gangs­mál­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyr­ir 1. Janú­ar 2024 en þá ber að hætta urð­un í Álfs­nesi.


          ***

          Fund­ar­gerð 33. eig­enda­fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

        • 16. Fund­ar­gerð 62. fund­ar Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is202107113

          Fundargerð 62. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar.

          Bók­un M-lista
          Full­trúi Mið­flokks­ins, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, legg­ur ríka áherslu, sbr. 5. dag­skrárlið fund­ar­ins, á að loftræsti­kerfi, þ.e. kerfi sem mynd­ar und­ir­þrýst­ing, og al­mennu ástandi Brú­ar­lands sé kom­ið í við­un­andi ástand sem allra fyrst sé ætl­un­in er að nýta það sem skóla­hús­næði. Það er mjög mið­ur að þessu hafi ver­ið ábóta­vant.

          Bók­un V- og D-lista
          Sett­ur hef­ur ver­ið upp vökt­un­ar­bún­að­ur við tækn­i­rými á fyrstu hæð sem trygg­ir að loft­un­ar­kerfi í þak­rými sé ávallt í gangi.

          ***

          Fund­ar­gerð 62. fund­ar Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is lögð fram til kynn­ing­ar á 1497. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.