15. júlí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Bókun V- og D-lista
Bæjarfulltrúar V- og D-lista lýsa ánægju sinni með þá vinnu sem unnin hefur verið af rýnihópum Mosfellsbæjar og Landeyjar um forsögn að rammaskipulagi fyrir íbúabyggð á Blikastaðalandi. Við fögnum þeim áfanga sem náðst hefur hvað varðar skipulag og uppbyggingu landsins með þessari vinnu. Blikastaðaland er stærsta og eitt mikilvægasta byggingarland Mosfellsbæjar og mikilvægt að vel takist til um uppbyggingu þess bæði í skipulagslegu og efnahagslegu tilliti. Það mun taka ár og áratugi að byggja landið upp að fullu. Næstu skref eru að fela skipulagsnefnd frekari vinnu við gerð rammaskipulags fyrir landið.Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, áréttar að óraunhæft er að kalla eftir að flýta frumskoðun borgarlínu m.t.t. uppbyggingu á Blikastöðum, sbr. meðfylgjandi minnisblað um Blikastaðaland. Á meðan ekki liggur fyrir hvort og þá hvernig eigi að fjármagna, staðsetja og reka borgarlínuna, bæði að hluta til og heild, er ekki séð að Betri samgöngur ohf geti svarað þessu kalli frá Mosfellsbæ. Ekki liggur hér fyrir ítarleg greining á íbúðaþörf fyrir svæðið og þörf á ákveðnum stærðarflokkum bæði íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Mikilvægt er að meta þetta og kanna betur þörf fyrir skóla-, frístunda- og íþróttamannvirki. Þakkir eru færðar þeim aðilum sem sátu í rýnihóp tengdum þessu verkefni.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum niðurstöður rýnihópa sem fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðandi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalskipulags. Þetta er gert með þeim fyrirvara að samkomulag náist um uppbyggingu landsins.
Gestir
- Linda Udengard
2. Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa201903541
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði aðgerðum sem kynntar voru í bæjarráði við afgreiðslu ofangreinds máls sem lagt var fram í tillöguformi af hans hálfu árið 2019. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs veitti upplýsingar og svaraði spurningum um málið. Henni falið að taka saman stutt minnisblað með svörum og setja það sem gagn í málið.
Gestir
- Linda Udengard
3. Rafrænn aðgangur almennings að málaskrá Mosfellsbæjar202103572
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar veitti upplýsingar um stöðu málsins og svaraði spurningum.
4. Rafræn birting helstu daglegra verkefna bæjarstjóra202103573
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar veitti upplýsingar um stöðu málsins og svaraði spurningum.
5. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa hönnunarútboð vegna leikskólabyggingar í Helgafellslandi á Evrópska efnahagssvæðinu miðað við meðfylgjandi minnisblað, þarfagreiningu og frumkostnaðaráætlun.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, telur að þetta mál þurfi að skoðast betur þar sem fyrst var áformuð staðsetning skólans að Vefarastræti 2-6 (6.000 fm lóð og 1.700 fm skóla) en nú að Efstalandi 1 þar sem halli er mun minni. Lóð með miklum halla gæti hugsanlega ekki hentað vel fyrir staðsetningu leikskóla m.a. sé litið til halla í landi og lóðar. Í þarfagreiningu tilgreinir verkfræðistofan VSÓ að lóðin eigi að ,,taka mið að þörfum yngri barna til útivistar". Mikilvægt er einnig að í minnisblaði væri getið um það fjármagn sem áformað var í hönnun skólans á fjárhagsáætlun en ætlunin er, skv. VSÓ, að hönnunarkostnaður nemi um 89 milljónum króna.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að auglýsa hönnunarútboð á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
6. Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn202107097
Erindi SSH, frá 7. júlí 2021, þar sem samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. er lagður fram til kynningar.
Samningur um fjárhagsskipan Betri samgangna ohf. lagður fram til kynningar.
7. Áform um friðlýsingu Blikastaðakróar-Leirvogs202107116
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 9. júlí 2021, þar sem áform um friðlýsingu Blikastaðakróar-Leirvogs eru kynnt. Umsagnarfrestur er 10. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu umhverfisnefndar og að fela umhverfisstjóra að óska eftir lengri umsagnarfresti.
Fundargerð
8. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 546202106018F
Fundargerð 546. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1497. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði - framkvæmdaleyfi 202107008
Borist hefur umsókn frá Vegagerðinni, dags. 01.07.2021, vegna framkvæmdaleyfis á tvöföldun Hringvegar (1), Suðurlandsvegur frá Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.2. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi 202008039
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Bjarkarholt 4-5. Breytingin skiptist á tvo uppdrætti auk skýringaruppdráttar.
Athugasemdir voru kynntar á 545. fundi nefndarinnar. Lögð eru fram drög að svörum athugasemda.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.3. Leirvogstunguhverfi - umferðaröryggi 202006262
Skipulagsnefnd samþykkti á 542. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu í Leirvogstunguhverfi. Breytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 20.05.2021 til og með 23.06.2021.
Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir sem bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- FylgiskjalAthugasemd - Jóhanna H Guðmundsdóttir.pdfFylgiskjalAthugasemd - Björn Ómarsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Thelma Rós Sigurðardóttir.pdfFylgiskjalAthugasemd - Róbert Árni Sigþórsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Sigurður Sigurgeirsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Kristinn Karl Garðarsson.pdfFylgiskjalAthugasemd- Kristinn Guðjónsson og Katrín Inga MarteinsdóttirFylgiskjalVogatunga Laxatunga - deiliskipulagsbreyting - uppsett - A3.pdf
8.4. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir Leirutanga 10. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2021 til og með 14.06.2021.
Lagðar eru fram til kynningar athugasemdi sem bárust sameiginlega frá íbúum í Leirutanga 2, 4, 6, 8, 12, 14 og 16, dags. 01.06.2021. Meðfylgjandi eru einnig ábendingar lögfræðings málsaðila eftir auglýsingu, dags. 23.06.2021.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.5. Silungatjörn L125175 - breyting á deiliskipulagi 201811056
Lagt er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Silungatjörn L125175. Aðkoma hefur verið uppfærð frá kynntri tillögu.
Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu.
Athugasemdafrestur var frá 22.04.2021 til og með 15.06.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.6. Egilsmói 12 - deiliskipulagsbreyting 202103674
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Egilsmóa 12 í Mosfellsdal. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu.
Athugsasemdafrestur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.7. Heytjarnarheiði L125274 sumarhús - deiliskipulag 202104219
Lögð er fram til afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir staka frístundalóð á Heytjarnarheiði. Tillagan var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu.
Athugsasemdafrestur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.8. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun deiliskipulags 202106088
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Leirvogstunguhverfi þar sem endurskoðaðir hafa verið stígar, götur og lóðir. Meðfylgjandi er greinargerð með skilmálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.9. Hamraborg - deiliskipulag 201810282
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir íbúðir á svæðinu hjá Hamraborg við Langatanga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með tveimur atkvæðum. Fulltrúi L lista greiddi atkvæði á móti.
8.10. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag 201811024
Lögð eru fram til kynningar drög í vinnslu og hugmyndir af gatnakerfi og fyrirkomulagi 5. áfanga í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.11. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag 201811024
Borist hefur erindi frá Helga Þór Eiríkssyni, f.h. landeigenda í Helgafelli, dags. 07.06.2021, með ósk um þátttöku í skipulagsvinnu 5. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.12. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag 202101267
Lögð er fram til kynningar drög að forsögn að nýju deiliskipulagi norðan Ásahverfis í samræmi við afgreiðslu á 532. fundi skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.13. Tungumelar - umferðaröryggi og hraðaakstur 202106238
Borist hefur ábending frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13.06.2021, vegna hraðaaksturs á athafnarsvæði Tungumela. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að hraðatakmarkandi aðgerðum á Fossavegi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.14. Skammadalslækur - endurnýjun á safnæð DN-300 202106254
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags. 15.06.2021, vegna viðgerðar á safnæð sem þverar Skammadalslæk. Leiða þarf lækinn um rör á meðan framkvæmdum stendur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.15. Miðdalslína - framkvæmdaleyfi 202105275
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags 28.06.2021, fyrir plægingu Miðdalslínu og uppsetningu dreifistöðva í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.16. Miðdalur 2 L199723 - deiliskipulag 202105214
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.17. Hraðastaðaland - dreifistöð 202103176
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir dreifistöð Veitna ohf. vestan Jónstóttar við Hraðastaðaveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.18. Urðarsel úr landi Miðdals - deiliskipulagsbreyting frístundalóðar 202106308
Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur, f.h. landeiganda, dags. 23.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundalóðina Urðarsel L125359.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.19. Krókar við Varmá - deiliskipulagsbreyting 202106362
Erindi hefur borist frá Gunnlaugi Jónssyni, f.h. landeiganda, dags. 24.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Króka L123755 við Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.20. Óbyggð svæði L123687, L220919, L173273 - ósk um deiliskipulag frístundabyggðar 202106345
Borist hefur erindi með ósk um aðalskipulagsbreytingu óbyggðra svæða í frístundasvæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.21. Kæra til ÚUA vegna breytts deiliskipulags við Stórakrika 59 202106135
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.22. Teigsland við Reykjaveg - deiliskipulag 202006276
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.23. Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni 202105122
Lögð er fram til kynningar ákall Skógræktarinnar og Landgræðslunnar eftir þátttöku sveitarfélaga í Bonn-áskoruninni. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 220. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.24. Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli 202106169
Borist hefur erindi frá Landsneti hf, dags. 10.06.2021, með ósk um umsögn vegna nýrrar kerfisáætlunar 2021-2030.
Umsagnafrestur var til 30.06.2021.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.25. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040 202010203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.26. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur 201912217
Borist hefur tilkynning frá Kópavogsbæ, dags. 10.06.2021, um breytt aðalskipulag og deiliskipulag á Traðarreit-eystri í Kópavogi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.27. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 439 202106022F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.28. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 440 202106029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 441202107002F
Fundargerð 441. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Efstaland 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107015
Ingibjörg Kristín Valsdóttir Efstalandi 12 sækir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri sólskála á þakverönd raðhúss á lóðinni Efstaland nr. 12, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 16,7 m², 38,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 441. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs.
9.2. Umsókn um byggingarleyfi 202105336
Sölvi Sveinsson Kambsvegi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja við frístundahús á lóð B í Miðdalslandi, Skinþúfa L219986, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 32,8 m²,99,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 441. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs.
9.3. Laxatunga 121 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202008551
Sergey Kuznetsov Njarðargrund 3 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 121, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 188,6 m², bílgeymsla 45,2 m², 1.025,67 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 441. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs.
10. Fundargerð 449. fundar Sorpu bs202107005
Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 450. fundar Sorpu bs202107006
Fundargerð 450. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 450. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 228. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202107019
Fundargerð 228. stjórnarfundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Bókun varðandi 7. mál.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tillögu á aðalfundi SSH haustið 2020 sem laut að því að skoða hvort og þá með hvaða hætti umbuna mætti starfsfólki SHS með einhverjum hætti vegan sérstakrar aðkomu þeirra og framlínustarfa í baráttunni við COVID‐19. Tillagan var send Stjórn SHS í desember 2020. Bæjarfulltrúinn ítrekaði tillögu sína bréflega við Stjórn SHS í mars á þessu ári en þá hafði tillagan ekki verið tekin fyrir í Stjórn SHS. Loks núna eftir miðjan júní 2021 nærri níu mánuðum eftir að tillagan var flutt var hún tekin fyrir á 228. stjórnarfundi SHS. Afgreiðsla stjórnar SHS var svohljóðandi “ítrekun á fyrra erindi um álagsgreiðslur til sjúkraflutningafólks SHS verði send heilbrigðisráðherra". Þessi afgreiðsla er að mati bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar dapurleg. Slökkviliðsmenn í sjúkraflutningum hafa lagt á sig mikla vinnu og hafa mátt þola mikið álag vegna COVID-19 flutninga í um 15 mánuði og án efa hefur annað starfsfólk SHS með einum eða öðrum hætti þurft að bera álag af COVID-19. Nær hefði verið að stjórn SHS sem vinnuveitandi hefði tekið tillöguna til efnislegrar afgreiðslu og ákvarðað starfsfólki sínu einhverja umbun. Starfsfólk SHS hefði átt það sannanlega skilið.
Stefán Ómar Jónsson.***
Fundargerð 228 stjórnarfundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 341. fundar Strætó bs202107020
Fundargerð 341. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, telur afar mikilvægt, sbr. 2.dl. fundar Strætó bs nr. 341, að ætlun stjórnar Strætó sé að taka með festu á eineltis og ofbeldismálum innan vébanda byggðarsamlagsins.***
Fundargerð 341. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 527. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinunu202107080
Fundargerð 527. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, telur það mikið fagnaðarefni að kaup eru að hefjast á nýjum skíðalyftum fyrir skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt er jákvætt að leggja eigi fjármuni í uppbyggingu aðstöðu fyrir gönguskíðaiðkun.
***Fundargerð 527. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1497. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 33. eigendafundar Sorpu bs.202107081
Fundargerð 33. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, vill fagna því að hafin sé markviss vinna hjá SORPU, sbr. 1.dagskrárlið þessa fundar, til að finna ábyrga lausn á úrgangsmálum höfuðborgarsvæðisins fyrir 1. Janúar 2024 en þá ber að hætta urðun í Álfsnesi.
***Fundargerð 33. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 62. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis202107113
Fundargerð 62. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, leggur ríka áherslu, sbr. 5. dagskrárlið fundarins, á að loftræstikerfi, þ.e. kerfi sem myndar undirþrýsting, og almennu ástandi Brúarlands sé komið í viðunandi ástand sem allra fyrst sé ætlunin er að nýta það sem skólahúsnæði. Það er mjög miður að þessu hafi verið ábótavant.Bókun V- og D-lista
Settur hefur verið upp vöktunarbúnaður við tæknirými á fyrstu hæð sem tryggir að loftunarkerfi í þakrými sé ávallt í gangi.***
Fundargerð 62. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 1497. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.