Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

    Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að geng­ið verði samn­inga við lægst­bjóð­anda. Um­hverf­is­sviði er veitt heim­ild til und­ir­rit­un­ar samn­ing á grund­velli til­boðs lægst­bjóð­anda að því gefnu að öll skil­yrði út­boðs­gagna séu upp­fyllt.

    Í sam­ræmi við 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða tíu daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur skv. 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 2. Íþrótta­hús við Helga­fells­skóla202103584

    Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs lögð fram.

    Bók­un M-lista
    Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, tel­ur eðli­legt að hug­að sé sem fyrst að bygg­ingu íþrótta­húss við Helga­fells­skóla í sam­ræmi við skipu­lag og þær vænt­ing­ar sem íbú­um hafa ver­ið kynnt­ar varð­andi skipu­lag hverf­is­ins og með hönn­un skól­ans.

    Bók­un V- og D-lista
    Við hönn­un Helga­fells­skóla er gert ráð fyr­ir íþrótta­húsi á lóð­inni sem val­kvæð­um áfanga. Eins og fram kem­ur í fram­lagðri um­sögn fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs er ver­ið að kostn­að­ar­greina bygg­ingu íþrótta­húss. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir í tengsl­um gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2022.

    ***

    Um­sögn fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs um er­indi for­eldra­fé­lags Helga­fells­skóla kynnt og lögð fram. Bæj­ar­ráð fel­ur fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs að rita for­eldra­fé­lag­inu bréf á þeim grunni.

  • 3. SSH - starfs­regl­ur og sam­komulag202108633

    Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna Kol­brúnu G. Þor­steins­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa, sem varamann Áseirs Sveins­son­ar og Jón Pét­urs­son, nefnd­ar­mann í skipu­lags­nefnd, sem varamann Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar í Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

    • 4. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 2021202108991

      Rekstraryfirlit janúar til júní 2021 lagt fram.

      Yf­ir­lit yfir rekst­ur deilda janú­ar til júní 2021 lagt fram fram til kynn­ing­ar.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton
    • 5. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

      Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 kynnt.

      Fram­lögð dagskrá vegna vinnu við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022-2025 lögð fram og kynnt. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir dag­skránna með þrem­ur at­kvæð­um.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton
    • 6. Drög að breyt­ing­um á leið­bein­ing­um um rit­un fund­ar­gerða og notk­un fjar­fund­ar­bún­að­ar202109083

      Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi fyrirhugðar breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

    • 7. Ósk um nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda vegna bygg­ing­ar milli­lofts í hús­næð­inu Bugðufljóti 9202109105

      Erindi ÞJS ehf. þar sem óskað er niðurfellingar á gatnagerðargjöldum vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9, bili 201.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:46