9. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði samninga við lægstbjóðanda. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samning á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt.
Í samræmi við 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða tíu daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur skv. 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
2. Íþróttahús við Helgafellsskóla202103584
Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs lögð fram.
Bókun M-lista
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, telur eðlilegt að hugað sé sem fyrst að byggingu íþróttahúss við Helgafellsskóla í samræmi við skipulag og þær væntingar sem íbúum hafa verið kynntar varðandi skipulag hverfisins og með hönnun skólans.Bókun V- og D-lista
Við hönnun Helgafellsskóla er gert ráð fyrir íþróttahúsi á lóðinni sem valkvæðum áfanga. Eins og fram kemur í framlagðri umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs er verið að kostnaðargreina byggingu íþróttahúss. Málið verður tekið fyrir í tengslum gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.***
Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um erindi foreldrafélags Helgafellsskóla kynnt og lögð fram. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að rita foreldrafélaginu bréf á þeim grunni.
3. SSH - starfsreglur og samkomulag202108633
Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur, bæjarfulltrúa, sem varamann Áseirs Sveinssonar og Jón Pétursson, nefndarmann í skipulagsnefnd, sem varamann Sveins Óskars Sigurðssonar í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
4. Rekstur deilda janúar til júní 2021202108991
Rekstraryfirlit janúar til júní 2021 lagt fram.
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til júní 2021 lagt fram fram til kynningar.
Gestir
- Pétur J. Lockton
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 kynnt.
Framlögð dagskrá vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 lögð fram og kynnt. Bæjarráð samþykkir dagskránna með þremur atkvæðum.
Gestir
- Pétur J. Lockton
6. Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar202109083
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi fyrirhugðar breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.
7. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9202109105
Erindi ÞJS ehf. þar sem óskað er niðurfellingar á gatnagerðargjöldum vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9, bili 201.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.