25. janúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt - samkomulag um uppbyggingu202008039
Tilkynning Render Centium ehf. um riftun á uppbyggingarsamkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 1-5, frá 24. september 2021.
Upplýsingar um riftun samningsaðila á samkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt lagðar fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að hlutast til um að aðrir aðilar uppbyggingarsamkomulagsins verði upplýst um framkomna riftun. Jafnframt verði upplýst um þá afstöðu Mosfellsbæjar að með vísan til framkominnar riftunar sé litið svo á að samkomulagið sé fallið niður með vísan til brostinna forsendna. Bæjarráð samþykkir enn fremur með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirbúa næstu skref í vinnu við uppbyggingu á þeim lóðum sem um ræðir. Málinu er að lokum vísað til kynningar i skipulagsnefnd.
2. Upplýsingar varðandi innheimtu innviðagjalda202401380
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi innheimtu innviðagjalda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að svar við fyrirspurn ráðuneytisins verði undirbúið.
3. Tillaga D lista um heimgreiðslur til foreldra eða forráðamanna 12-30 mánaða barna202308749
Umsögn sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs varðandi heimgreiðslur til foreldra eða forráðamanna 12-30 mánaða barna lögð fram.
Umbeðin umsögn lögð fram og kynnt. Samþykkt að vísa umsögninni til kynningar og meðferðar í starfshópi um heildarendurskoðun á gjaldskrá í leikskólum Mosfellsbæjar.
Gestir
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
4. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Lagðar eru fram til kynningar fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir vegna uppbyggingar leikskólans í Helgafellshverfi.
Hagræðingaraðgerðir vegna uppbyggingar leikskólans lagðar fram og kynntar.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda