Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. janúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bjark­ar­holt - sam­komulag um upp­bygg­ingu202008039

  Tilkynning Render Centium ehf. um riftun á uppbyggingarsamkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 1-5, frá 24. september 2021.

  Upp­lýs­ing­ar um rift­un samn­ings­að­ila á sam­komu­lagi um upp­bygg­ingu við Bjark­ar­holt lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að hlutast til um að að­r­ir að­il­ar upp­bygg­ing­ar­sam­komu­lags­ins verði upp­lýst um fram­komna rift­un. Jafn­framt verði upp­lýst um þá af­stöðu Mos­fells­bæj­ar að með vís­an til fram­kom­inn­ar rift­un­ar sé lit­ið svo á að sam­komu­lag­ið sé fall­ið nið­ur með vís­an til brost­inna for­sendna. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir enn frem­ur með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­búa næstu skref í vinnu við upp­bygg­ingu á þeim lóð­um sem um ræð­ir. Mál­inu er að lok­um vísað til kynn­ing­ar i skipu­lags­nefnd.

  • 2. Upp­lýs­ing­ar varð­andi inn­heimtu inn­viða­gjalda202401380

   Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi innheimtu innviðagjalda.

   Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að hlutast til um að svar við fyr­ir­spurn ráðu­neyt­is­ins verði und­ir­bú­ið.

  • 3. Til­laga D lista um heim­greiðsl­ur til for­eldra eða for­ráða­manna 12-30 mán­aða barna202308749

   Umsögn sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs varðandi heimgreiðslur til foreldra eða forráðamanna 12-30 mánaða barna lögð fram.

   Um­beð­in um­sögn lögð fram og kynnt. Sam­þykkt að vísa um­sögn­inni til kynn­ing­ar og með­ferð­ar í starfs­hópi um heild­ar­end­ur­skoð­un á gjaldskrá í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar.

   Gestir
   • Gunnhildur María Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
   • 4. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

    Lagðar eru fram til kynningar fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir vegna uppbyggingar leikskólans í Helgafellshverfi.

    Hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir vegna upp­bygg­ing­ar leik­skól­ans lagð­ar fram og kynnt­ar.

    Gestir
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:57