Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
 • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ra­fræn birt­ing helstu dag­legra verk­efna bæj­ar­stjóra202103573

  Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

  Til­laga bæj­ar­full­trúa L-lista
  Bæj­ar­ráðs­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar legg­ur til við bæj­ar­ráð að sam­þykkja að beina því til bæj­ar­stjóra að hann birti með ra­f­ræn­um hætti dag­bók yfir helstu dag­legu embættis­verk sín fyr­ir viku í senn líkt og ráð­herr­ar gera. Dag­bók yrði birt eft­ir á t.d. þann­ig að í byrj­un mán­að­ar yrðu birt­ar fyrstu tvær vik­ur fyrri mán­að­ar þann­ig koll af kolli.

  Birt­ing nái yfir alla fundi bæj­ar­stjóra með íbú­um, fé­lög­um og öðr­um hags­muna­að­il­um inn­an Mos­fells­bæj­ar svo og yfir ytri fundi í stjórn­um, ráð­um sem Mos­fells­bær á að­ild að og vegna ann­arra funda í embættiser­ind­um s.s. með ráðu­neyt­um, rík­is­stofn­un­um og
  fleir­um.

  Til­lag­an felld með tveim at­kvæð­um D-lista. Full­trúi L-lista sam­þykkti til­lög­una.

  ***

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með tveim at­kvæð­um að Mos­fells­bær fari þá leið sem Ak­ur­eyr­ar­bær hef­ur val­ið til að miðla til íbúa reglu­lega op­in­ber­um verk­efn­um bæj­ar­stjóra. Tek­inn verði sam­an og birt­ur mán­að­ar­lega pist­ill á vef bæj­ar­ins þar sem bæj­ar­stjóri seg­ir frá op­in­ber­um fund­um og verk­efn­um eins og reglu­leg­um fund­um með sam­starfs­að­il­um. Einn­ig verði greint frá form­leg­um fund­um með ráðu­neyt­um, rík­is­stofn­un­um og sam­starfs­að­il­um hvers kon­ar. Bæj­ar­full­trúi L-lista sat hjá.

  Bók­un full­trúa L-lista
  Til­laga bæj­ar­ráðs­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar um að bæj­ar­ráð beini því til bæj­ar­stjóra að hann birti í dag­bók öll helstu embættis­verk sín, inn­an sem utan Mos­fells­bæj­ar, með lík­um hætti og ráð­herr­ar gera hef­ur ver­ið felld og þyk­ir und­ir­rit­uð­um það leitt.
  Að bæj­ar­stjóri birti öll helstu embættis­verk sín í sér­stakri dag­bók hefði ver­ið frá­bært fram­tak í anda Lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur það að leið­ar­ljósi að upp­lýsa íbúa bæj­ar­ins sem mest og best og þann­ig auka traust á stjórn­sýslu hans.

  ***

  Bók­un V- og D-lista
  Til­laga bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar er efn­is­lega sama til­lag­an og hann lagði fram 30. mars og ligg­ur um­sögn fyr­ir í mál­inu.

  Í um­sögn­inni er lagt til að af­greiðsla máls­ins verði sú sem bæj­ar­ráð hef­ur nú sam­þykkt. Í henni er ver­ið að sam­þykkja að verk­efni bæj­ar­stjóra verði lögð fram með skýr­um hætti sem gagn­ast íbú­um sem best og er í al­gjör­lega í anda lýð­ræð­is­stefnu bæj­ar­ins.

 • 2. SSH - starfs­regl­ur og sam­komulag202108633

  Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Erindinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi starfs­regl­ur Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar og nýtt sam­komulag sveita­fé­lag­anna um svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

  Til­nefn­ing tveggja vara­manna frestað til næsta fund­ar.

  ***

  Bók­un L-lista
  Í 4 grein draga að starfs­regl­um fyr­ir Svæð­is­skipu­lags­nefnd seg­ir að óski nefnd­ar­mað­ur eft­ir því að fá mál tek­ið fyr­ir á fundi nefnd­ar­inn­ar skuli hann senda það formanni sem met­ur hvort mál­ið verði sett á dagskrá eða ekki.

  Und­ir­rit­að­ur tel­ur rétt­ara að um þetta at­riði sé lit­ið til 27. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga sem fjall­ar um rétt­inn til að bera upp mál, sam­an­ber einn­ig 94. gr. sömu­laga um byggða­sam­lög þar sem seg­ir að byggða­sam­lög lúti ákvæð­um lag­anna um með­ferð mála, skyld­ur og réttndi (rétt­inn til að fá mál tek­ið fyr­ir) o.fl.

  Það er að mati und­ir­rit­aðs óð­eli­legt að einn mað­ur, sem er hluti fjöl­skip­aðs stjórn­valds, hafi það vald að sam­þykkja eða synja ósk frá lýð­ræð­is­lega kjörn­um full­trúa í nefnd­inni um mál á dagskrá.

  Eðli­legra er að Svæð­is­skipu­lags­nefnd­in sjálf, í upp­hafi fund­ar, leggi mat á það hvort um­beð­ið mál á dagskrá heyri und­ir valdsvið og hlut­verk nefnd­ar­inn­ar eða ekki.

 • 3. Skóla­stjórn­un Leik­skól­inn Hlíð og Hlað­hamr­ar202108818

  Kynning á tímabundnu stjórnskipulagi í leikskólunum Hlíð og Hlaðhömrum.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um tíma­bund­ið þró­un­ar­verk­efni tengt stjórn­skipu­lagi leik­skól­anna Hlíð­ar og Hlað­hamra.

 • 4. Um­sókn um styrk vegna bíla­stæð­is við Mos­fell202108678

  Erindi Lágafellssóknar, dags. 18. ágúst 2021, þar sem þess er óskað að Mosfellsbær taki þátt í kostnaði við bílastæði við Mosfellskirkju.

  Bæj­ar­ráðs sam­þykk­ir með tveim­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  Stefán Ómar Jóns­son vék af fundi vegna van­hæf­is í mál­inu.

 • 5. Skála­hlið - nýt­ing á lóð201909150

  Tillaga að samkomulagi við málshefjanda.

  Sam­þykkt með tveim at­kvæð­um að geng­ið verði til sam­komu­lags við máls­hefj­anda í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að sam­komu­lagi þar sem við­kom­andi af­sali til Mos­fells­bæj­ar 1.735,7 m2 lands gegn greiðslu kr. 2.749.349. Sam­hliða af­sali við­kom­andi án bóta því landi sem nú er und­ir veg­stæði Skála­líð­ar.

  Lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að ljúka vinnu við gerð samn­komu­lags mið­að við fyr­ir­liggj­andi gögn og for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar fal­ið að rita und­ir þann samn­ing fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

  Full­trúi L-lista greiddi at­kvæði gegn til­lög­unni.

  ***

  Bók­un full­trúa L-lista
  Bæj­ar­ráðs­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar tel­ur óljóst eins og mál­ið er lagt fram að Stein­unn Marteins­dótt­ir sé í raun um­ráð­andi um­ræddr­ar lóð­ar, eng­in gögn liggja fyr­ir fund­in­um þar að lút­andi. Einn­ig er minnt á að á 1412. fundi bæj­ar­ráðs var lög­manni Mos­fells­bæj­ar fal­ið að gefa um­sögn sem m.a. var ætlað að varpa ljósi á t.d. hvort Stein­unn hafi greitt leigu fyr­ir um­rædda spildu frá því Huldu­hóland­inu var skipt upp á sín­um tíma.

  Bæj­ar­ráðs­full­trú­inn vill minna á að á sín­um tíma var öðr­um lóð­ar­leigu­höf­um á um­ræddu svæði, sem nær frá Skála­túni að Olís við Langa­tanga, gert að af­henda all­ar spild­ur til Mos­fells­bæj­ar sem væru utan þeirra fer­metra sem fóru und­ir lóð­ir þeg­ar lönd­um Mos­fells­bæj­ar var skipt upp, gegn því að greidd væru gatna­gerð­ar- og bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld til Mos­fells­bæj­ar. Í stað­inn fengju lóð­ar­leigu­haf­ar ráð­stöf­un­ar­rétt á þeim lóð­um sem til yrðu við upp­skipt­ing­una. All­ir lóð­ar­haf­ar nema þá­ver­andi lóð­ar­hafi Huldu­hóla upp­fylltu þess­ar skyld­ur sín­ar.

  Í ljósi of­an­greinds greiði ég því at­kvæði gegn af­greiðslu máls­ins og ít­reka að fram verði lögð gögn sem fært geti sönn­ur á að of­an­greind Stein­unn sé í raun um­ráð­andi þeirr­ar lóð­ar sem mál þetta snýst um.

  ***

  Bók­un V- og D-lista
  Bók­un bæj­ar­full­trúa vina Mos­fells­bæj­ar er byggð á mis­skiln­ingi og var hann upp­lýst­ur ít­rekað á fund­in­um um að lóða­hafi held­ur á lóða­samn­ing­um á um­ræddu landi og hef­ur greitt af þeim öll gjöld.

  ***

  Har­ald­ur Sverris­son vék af fundi vegna van­hæf­is í mál­inu.

 • 6. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

  Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 7. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 2021202108991

  Rekstraryfirlit janúar til júní 2021 lagt fram.

  Frestað vegna tíma­skorts.

  • 8. Íþrótta­hús við Helga­fells­skóla202103584

   Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs lögð fram.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 9. Stefna. Trún­að­ar­mál202108989

   Stefna. Trúnaðarmál

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:23