2. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rafræn birting helstu daglegra verkefna bæjarstjóra202103573
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Tillaga bæjarfulltrúa L-lista
Bæjarráðsfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til við bæjarráð að samþykkja að beina því til bæjarstjóra að hann birti með rafrænum hætti dagbók yfir helstu daglegu embættisverk sín fyrir viku í senn líkt og ráðherrar gera. Dagbók yrði birt eftir á t.d. þannig að í byrjun mánaðar yrðu birtar fyrstu tvær vikur fyrri mánaðar þannig koll af kolli.Birting nái yfir alla fundi bæjarstjóra með íbúum, félögum og öðrum hagsmunaaðilum innan Mosfellsbæjar svo og yfir ytri fundi í stjórnum, ráðum sem Mosfellsbær á aðild að og vegna annarra funda í embættiserindum s.s. með ráðuneytum, ríkisstofnunum og
fleirum.Tillagan felld með tveim atkvæðum D-lista. Fulltrúi L-lista samþykkti tillöguna.
***
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum að Mosfellsbær fari þá leið sem Akureyrarbær hefur valið til að miðla til íbúa reglulega opinberum verkefnum bæjarstjóra. Tekinn verði saman og birtur mánaðarlega pistill á vef bæjarins þar sem bæjarstjóri segir frá opinberum fundum og verkefnum eins og reglulegum fundum með samstarfsaðilum. Einnig verði greint frá formlegum fundum með ráðuneytum, ríkisstofnunum og samstarfsaðilum hvers konar. Bæjarfulltrúi L-lista sat hjá.
Bókun fulltrúa L-lista
Tillaga bæjarráðsfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um að bæjarráð beini því til bæjarstjóra að hann birti í dagbók öll helstu embættisverk sín, innan sem utan Mosfellsbæjar, með líkum hætti og ráðherrar gera hefur verið felld og þykir undirrituðum það leitt.
Að bæjarstjóri birti öll helstu embættisverk sín í sérstakri dagbók hefði verið frábært framtak í anda Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar sem hefur það að leiðarljósi að upplýsa íbúa bæjarins sem mest og best og þannig auka traust á stjórnsýslu hans.***
Bókun V- og D-lista
Tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar er efnislega sama tillagan og hann lagði fram 30. mars og liggur umsögn fyrir í málinu.Í umsögninni er lagt til að afgreiðsla málsins verði sú sem bæjarráð hefur nú samþykkt. Í henni er verið að samþykkja að verkefni bæjarstjóra verði lögð fram með skýrum hætti sem gagnast íbúum sem best og er í algjörlega í anda lýðræðisstefnu bæjarins.
2. SSH - starfsreglur og samkomulag202108633
Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Erindinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitafélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Tilnefning tveggja varamanna frestað til næsta fundar.
***
Bókun L-lista
Í 4 grein draga að starfsreglum fyrir Svæðisskipulagsnefnd segir að óski nefndarmaður eftir því að fá mál tekið fyrir á fundi nefndarinnar skuli hann senda það formanni sem metur hvort málið verði sett á dagskrá eða ekki.Undirritaður telur réttara að um þetta atriði sé litið til 27. gr. sveitarstjórnarlaga sem fjallar um réttinn til að bera upp mál, samanber einnig 94. gr. sömulaga um byggðasamlög þar sem segir að byggðasamlög lúti ákvæðum laganna um meðferð mála, skyldur og réttndi (réttinn til að fá mál tekið fyrir) o.fl.
Það er að mati undirritaðs óðelilegt að einn maður, sem er hluti fjölskipaðs stjórnvalds, hafi það vald að samþykkja eða synja ósk frá lýðræðislega kjörnum fulltrúa í nefndinni um mál á dagskrá.
Eðlilegra er að Svæðisskipulagsnefndin sjálf, í upphafi fundar, leggi mat á það hvort umbeðið mál á dagskrá heyri undir valdsvið og hlutverk nefndarinnar eða ekki.
3. Skólastjórnun Leikskólinn Hlíð og Hlaðhamrar202108818
Kynning á tímabundnu stjórnskipulagi í leikskólunum Hlíð og Hlaðhömrum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tímabundið þróunarverkefni tengt stjórnskipulagi leikskólanna Hlíðar og Hlaðhamra.
4. Umsókn um styrk vegna bílastæðis við Mosfell202108678
Erindi Lágafellssóknar, dags. 18. ágúst 2021, þar sem þess er óskað að Mosfellsbær taki þátt í kostnaði við bílastæði við Mosfellskirkju.
Bæjarráðs samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Stefán Ómar Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis í málinu.
5. Skálahlið - nýting á lóð201909150
Tillaga að samkomulagi við málshefjanda.
Samþykkt með tveim atkvæðum að gengið verði til samkomulags við málshefjanda í samræmi við fyrirliggjandi drög að samkomulagi þar sem viðkomandi afsali til Mosfellsbæjar 1.735,7 m2 lands gegn greiðslu kr. 2.749.349. Samhliða afsali viðkomandi án bóta því landi sem nú er undir vegstæði Skálalíðar.
Lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að ljúka vinnu við gerð samnkomulags miðað við fyrirliggjandi gögn og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar falið að rita undir þann samning fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Fulltrúi L-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.
***
Bókun fulltrúa L-lista
Bæjarráðsfulltrúi Vina Mosfellsbæjar telur óljóst eins og málið er lagt fram að Steinunn Marteinsdóttir sé í raun umráðandi umræddrar lóðar, engin gögn liggja fyrir fundinum þar að lútandi. Einnig er minnt á að á 1412. fundi bæjarráðs var lögmanni Mosfellsbæjar falið að gefa umsögn sem m.a. var ætlað að varpa ljósi á t.d. hvort Steinunn hafi greitt leigu fyrir umrædda spildu frá því Hulduhólandinu var skipt upp á sínum tíma.Bæjarráðsfulltrúinn vill minna á að á sínum tíma var öðrum lóðarleiguhöfum á umræddu svæði, sem nær frá Skálatúni að Olís við Langatanga, gert að afhenda allar spildur til Mosfellsbæjar sem væru utan þeirra fermetra sem fóru undir lóðir þegar löndum Mosfellsbæjar var skipt upp, gegn því að greidd væru gatnagerðar- og byggingarréttargjöld til Mosfellsbæjar. Í staðinn fengju lóðarleiguhafar ráðstöfunarrétt á þeim lóðum sem til yrðu við uppskiptinguna. Allir lóðarhafar nema þáverandi lóðarhafi Hulduhóla uppfylltu þessar skyldur sínar.
Í ljósi ofangreinds greiði ég því atkvæði gegn afgreiðslu málsins og ítreka að fram verði lögð gögn sem fært geti sönnur á að ofangreind Steinunn sé í raun umráðandi þeirrar lóðar sem mál þetta snýst um.
***
Bókun V- og D-lista
Bókun bæjarfulltrúa vina Mosfellsbæjar er byggð á misskilningi og var hann upplýstur ítrekað á fundinum um að lóðahafi heldur á lóðasamningum á umræddu landi og hefur greitt af þeim öll gjöld.***
Haraldur Sverrisson vék af fundi vegna vanhæfis í málinu.
6. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Frestað vegna tímaskorts.
7. Rekstur deilda janúar til júní 2021202108991
Rekstraryfirlit janúar til júní 2021 lagt fram.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Íþróttahús við Helgafellsskóla202103584
Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs lögð fram.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Stefna. Trúnaðarmál202108989
Stefna. Trúnaðarmál
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.