15. mars 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1570202302039F
Fundargerð 1570. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd 202101461
Lagt er til að bæjarráð samþykki að fela umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu og innréttingu leikskóla í Helgafellslandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga L lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til að unnið verði eftir upphaflegri hönnun og teikningu að nýjum leikskóla í Helgafellslandi.Tillagan var felld með sex atkvæðum B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar D-lista hafa komið með tillögur um lækkun byggingakostnaðar á byggingu leikskóla í Helgafellslandi frá upphafi þessa kjörtímabils. Það hefur ekki verið farið í að skoða þær tillögur og þær ekki samþykktar. Þær tillögur sem liggja nú fyrir varðandi sparnað á byggingakostnaði t.d. minnkun á rými starfsmanna- og barna eru ekki góðar að okkar mati m.t.t. starfsaðstæðna til langs tíma. Við styðjum því tillögu bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um að halda sig við upphaflega hönnun og teikningar en að jafnframt verði unnið að lækkun byggingakostnaðar á byggingatíma á öðrum sviðum eins og gert hefur verið áður í Mosfellsbæ t.d. við byggingu Helgafellsskóla.Bókun B, C og S lista:
Meirihluti B, S og C lista styður ekki tillögu L lista vegna þess að við teljum að aðbúnaður starfsfólks og barna verði með því besta sem gerist og í takt við nútímakröfur í leikskólastarfi.Rétt er að benda á aðferðarfræðin sem beitt var við hönnun skólans og tekur mið af þörfum barna og starfsfólks heldur sér þrátt fyrir framlagðar breytingarnar á hönnuninni.
D listinn hefur ekki á kjörtímabilinu lagt fram neinar beinar tillögur um lækkun byggingarkostnaðar. Tillögurnar sem hafa verið lagðar fram snéru að aðferðarfræði við að leita leiða til lækkunar byggingarkostnaðar.
Í öllum málflutningi B, S og C lista hefur ítrekað komið fram að á framkvæmdatímanum verði unnið að því jöfnum höndum að lækka kostnaðinn eins og gert var t.d. í Helgafellsskóla. Við tökum því undir með D lista að sú aðferðarfræði verði höfð að leiðarljósi á framkvæmdartímanum.
Við framkvæmdir eins og þessar næst hins vegar mestur árangur af hagræðingu á hönnunarstigi.
***
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks 202208758
Lagt er til að gengið verði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Vinna við þróun skipulags og uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi 202004164
Kynning á stöðu vinnu við uppbyggingu og skipulag íbúðabyggðar í Blikastaðalandi.
Fulltrúar Blikastaðalands ehf. koma á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu 202302556
Opið bréf Röskvu til sveitarfélaga um akstur Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Tillaga varðandi rekstur tjaldstæðis í Mosfellsbæ 202303037
Tillaga D lista um að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1571202303003F
Fundargerð 1571. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks 202208758
Tillaga framkvæmdastjóra velferðarsviðs um að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu 202302556
Opið bréf Röskvu til sveitarfélaga um akstur næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Tillaga varðandi rekstur tjaldstæðis í Mosfellsbæ 202303037
Tillaga D lista um að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Skólastjóri Krikaskóla 202303023
Lagt er til að bæjarráð heimili að staða skólastjóra Krikaskóla verði auglýst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
***
Þrúði Hjelm, skólastjóra, voru þökkuð farsæl og vel unnin störf á sviði skólamála í Mosfellsbæ og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.2.5. Varmárvellir endurnýjun gervigrass neðri vallar - nýframkvæmdir 202212211
Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboða þeirra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Oak House, Hamrabrekkum 1 umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis. 202302167
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar Oak House um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili, að Hamrabrekkum 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna synjunar á efnistöku í Hrossadal 202302647
Kærð er annars vegar synjun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á efnistöku í Hrossadal og hins vegar ákvörðun um að í frumdrögum nýs aðalskipulags verði ekki efnis- og námuvinnslusvæði í Hrossadal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Fjölgun NPA samninga á árinu 2023 202303153
Bréf félagsmálaráðuneytis vegna væntanlegrar fjölgunar NPA samninga lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf 202303009
Frá nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf. Umsóknarfrestur er til 14. mars nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1571. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 236202302043F
Fundargerð 236. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4. Menningar- og lýðræðisnefnd - 4202302032F
Fundargerð 4. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Umsóknir um styrki til lista og menningarmála 2023 202302545
Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 teknar til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 4. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup 202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 4. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn 202301450
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála um áætlaðan kostnað við fjárfestingar og rekstur Hlégarðs á árinu 2023 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 4. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 418202303005F
Fundargerð 418. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli 201906059
Stöðumat á umbótaráætlun Varmárskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Ytra mat á Krikaskóla, 2020 202005221
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Leikskólar - fyrikomulag haustið 2023 202303054
Yfirlit yfir stöðu leikskólaplássa
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Skóladagatöl 2023-2024 202301097
Skóladagtöl leik- grunn og Listaskóla lögð fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalMinnisblað til fræðslunefndar MosfellsbæjarFylgiskjalReykjakot 2023 - 2024.pdfFylgiskjalHlaðhamrar 2023 - 2024.pdfFylgiskjalHlíð 2023 - 2024.pdfFylgiskjalLeirvogstunguskóli 2023-2024.pdfFylgiskjalHulduberg 2023 - 2024.pdfFylgiskjalHöfðaberg 2023 - 2024.pdfFylgiskjalKrikaskóli 2023 - 2024 leikskólahluti.pdfFylgiskjalKrikaskóli 2023 - 2024 190 dagar.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli 2023 - 2024 - leikskolahluti.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli 2023 - 2024 - 190 dagar.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli 2023 - 2024 -180 daga.pdfFylgiskjalLágafellsskóli 2023 - 2024.pdfFylgiskjalVarmárskóli 2023 - 2024.pdfFylgiskjalKvíslarskóli 2023 - 2024.pdfFylgiskjalListaskóli Mosfellsbæjar 2023-2024.pdfFylgiskjalSkólahljómsveit Mosfellsbæjar 2023-2024.pdf
5.5. Endurskoðun á reglum Fræðslu- og frístundasvið 2023 202301099
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 418. fundar fræðslunefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 265202303009F
Fundargerð 265. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup 202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 265. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Ársyfirlit félagsmiðstöðva 2022 202303128
Ársyfirlit félagmiðstöðva lagt fram og starfsemi félagsmiðstöðva kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 265. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Sumar 2022 Vinnuskóli og frístundir 202303129
sumarið 2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 265. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Vetrarfrí 2023 - dagskrá 202301318
Vetrarfrí 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 265. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna 2023 202302248
Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna sumarið 2023.
Í ár bárust 20 umsóknir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 265. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 586202303008F
Fundargerð 586. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Hamrabrekkur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202210491
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús að Hamrabrekkum 8 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send á aðliggjandi landeigendur og hagaðila. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 27.02.2023, fyrirliggjandi var umsögn Vegagerðarinnar vegna aðkomu, dags. 10.01.2023. Athugasemdafrestur var frá 01.02.2023 til og með 03.03.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalÚtsend grenndarkynningargögn.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunnar.pdfFylgiskjalHamrabrekkur 8, uppfærð greinagerð.pdfFylgiskjalHamrabrekkur 8, uppfærður uppdráttur.pdfFylgiskjalUmsókn vegna aðgengi að lóð Hamrabrekkna 8, við Nesjavallaleið, Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar_2023.pdf
7.2. L125340 Í Miðdalsl - Sólbakki - ósk um gerð deiliskipulags 202208818
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi sumarhúsalóða innan frístundabyggðar F-521. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 571. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340 en ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Hjálögð er því einnig skipulagsbreyting fyrir frístundasvæði Heiðarhvamms vegna aðkomu nýrra lóða, auk undirritaðs samþykkis landeiganda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Lögð er fram til kynningar afgreiðsla af 1569. fundi bæjarráðs vegna mögulegarar uppbyggingar Hulduhólasvæðis, í samræmi við erindi málsaðila. Málið var tekið fyrir og vísað áfram á 576. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er afrit af minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.4. Skarhólabraut 30 - deiliskipulagsbreyting - hliðrun lóðar 202303034
Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 07.03.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og hliðrun á fyrirhugaðri lóð Skógræktarfélagsins að Skarhólabraut 30.
Hjálögð er tillaga að hliðrun lóðar og gildandi deiliskipulag.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.5. Hitaveita Langavatns - framkvæmdaleyfi 202302550
Borist hefur erindi frá Þránni Þórarinssyni, f.h. félags Hitaveitu Langavatns, dags. 22.02.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu að frístundahúsum norðan Langavatns, í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.6. Fyrirhuguð niðurfelling hluta Helgadalsvegar 202302615
Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, dags. 27.02.2023, þar sem tilkynnt er fyrirhuguð niðurfelling hluta Helgadalsvegar (4345-01) af skrá Þjóðvega. Um ræðir 0,33 km veghluta syðst í Helgadal L123636.
Athugasemdafrestur ákvörðunar er til og með 26.03.2023.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.7. Dalsgarður - fyrirspurn um skipulag og gatnagerðargjöld 202301320
Borist hefur bréf frá Gísla Jóhannessyni, eiganda Dalsgarðs ehf., dags. 17.01.2023, með ábendingum um aðalskipulagsákvæði og gjaldtöku landbúnaðarlands innan þéttbýlis suðurhluta Mosfellsdals.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.8. Kæra til ÚUA vegna synjunar á efnistöku í Hrossadal 202302647
Lögð er fram til kynningar kæra Miðdals ehf., landeiganda að Hrossadal L224003, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2023, þar sem kærð er afgreiðsla á 580. fundi nefndarinnar, er varðar aðalskipulag landsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.9. Samráð Mosfellsbæjar og Strætó um nýtt leiðarnet 202211218
Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu tillögur Stærtó bs. að nýju leiðarneti og legu Borgarlínuleiðar E auk innanbæjarleiða S og T.
Erindið frestaðist á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 493 202303006F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 32202302035F
Fundargerð 32. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs 202110122
Öldungaráð heimsækir Eirhamra og félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 32. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
9. Notendaráð fatlaðs fólks - 17202302045F
Fundargerð 17. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup 202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Þjónusta til fatlaðs fólks í Mosfellsbæ - umræður notendaráðs fatlaðs fólks 202211462
Meðlimir notendaráðs fara yfir fyrirkomulag funda í notendaráði m.t.t. starfsáætlunar 2023. Einnig verður rætt um þær upplýsingar sem fram koma á heimasíðu um ráðið og hvort tækifæri sé til að efla upplýsingar um ráðið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 493202303006F
Fundargerð 493. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Arnartangi 47 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202302162
Þeba Björt Karlsdóttir sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss á lóðinni Arnatangi nr. 47, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 493. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Bugðufljót 4 - Umsókn um byggingarleyfi 202302636
Karína ehf. Breiðahvarfi 5 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum með 14 eignarhlutum á lóðinni Bugðufljót nr. 4, í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 1. hæð 1.243,9 m², 2. hæð 1.159,9 m², 15.587,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 493. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Í landi Helgadals 125467 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202210454
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja við borholuhús stækkun úr timbri á lóðinni Í Landi Helgadals L125467 í samræmi við framlögð gögn.Stækkun: 8,5 m², 24,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 493. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Í landi Helgadals 125471 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202210453
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja við borholuhús stækkun úr timbri á lóðinni Í Landi Helgadals L125471 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 8,5 m², 24,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 493. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
10.5. Í Æsustaðalandi 125465 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202210455
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja við borholuhús stækkun úr timbri á lóðinni Í Æsustaðalandi L125465 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 8,5 m², 24,7 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 493. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 476. fundar stjórnar Sorpu bs.202303050
Fundargerð 476. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 476. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 477. fundar stjórnar Sorpu bs.202303051
Fundargerð 477. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 477. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 366. fundar Strætó bs.202303093
Fundargerð 366. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 366. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 411. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna202303018
Fundargerð 411. fundar samstarfsnefndar skvíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 411. fundar samstarfsnefndar skvíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202303096
Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 553. fundar stjórnar SSH202303310
Fundargerð 553. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.
Fundargerð 553. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
17. Fundargerð 11. fundar Heilbrigðisnefndar HEF202303200
Fundargerð 11. fundar heilbrigðisnefndar HEF lögð fram til kynningar.
Fundargerð 11. fundar heilbrigðisnefndar HEF lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.