20. júlí 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptasviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ráðning skrifstofustjóra umbóta og þróunar202305768
Tillaga um ráðningu skrifstofustjóra umbóta og þróunar.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fulltrúa B, C og S-lista að Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir verði ráðin skrifstofustjóri umbóta og þróunar. Tveir fulltrúar D-lista sátu hjá.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem þeir hafa ekki haft aðkomu að ráðningarferlinu.Bæjarráð býður Ólafíu Dögg velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
2. Ráðning sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs202305765
Tillaga um ráðningu sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fulltrúa B, C og S-lista að Kristján Þór Magnússon verði ráðinn sviðstjóri mannauðs- og starfsumhverfis. Tveir fulltrúar D-lista sitja hjá.
Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem þeir hafa ekki haft aðkomu að ráðningarferlinu.Bæjarráð býður Kristján Þór velkominn til starfa hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
3. Upplýsingar um ráðningar í stjórnendastöður202210483
Kynning á ráðningum í fimm stjórnendastöður innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri, og Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, kynntu ráðningar fimm nýrra stjórnenda innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Bæjarráð býður nýja stjórnendur velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkv.stj. fræðslu- og frístundasviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
4. Ráðning leikskólastjóra Hlíð202105146
Tillaga að ráðningu leikskólastjóra í Hlíð.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að ráða Steinunni Báru Ægisdóttur í starf leikskólastjóra leikskólans Hlíðar.
Bæjarráð býður Steinunni Báru velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkv.stj. fræðslu- og frístundasviðs
5. Endurnýjun skólalóða202211340
Upplýsingar um áætlaðar framkvæmdir á stofnanalóðum 2023.
Óskar Gísli Sveinsson, deildastjóri nýframkvæmda, kynnti áætlaðar framkvæmdir á stofnanalóðum 2023.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastj. fræðslu- og frístundasviðs
6. Endurbætur leikskólalóða - Hlaðhamrar202305228
Lagt er til að umhverfissviði verði heimilað að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, SS Jarðvinna-vélaleiga ehf, í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Gestir
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
7. Endurbætur skólalóða - Varmárskóli - Nýframkvæmd202306281
Óskað er eftir að heimild bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmd og uppsetningu battavallar við Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmd og uppsetningu á battavelli við Varmárskóla. Kostnaði við framkvæmdina er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
Gestir
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
8. Leikskóli Helgafellslandi - stofnun verkefnahóps202101461
Lagt er til að stofnaður verði verkefnahópur sem hefur það að markmiði að ná fram hagkvæmari lausnum í byggingu leikskólans í Helgafellshverfi.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila stofnun verkefnahóps í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
9. Malbikun - Yfirlagnir, viðgerðir gatna202306667
Yfirlit yfir malbiksframkvæmdir 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram.
Gestir
- Óskar Gísi Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
11. Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu202307129
Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna umsóknar ÍSBAND um rekstur ökutækjaleigu að Þverholti 6.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstur ökutækjaleigu að Þverholti 6, m.a. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
12. Betri samgöngur samgöngusáttmáli202301315
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
13. Lausaganga, ágangur búfjár202307134
Bréf frá Bændasamtökum Íslands þar sem farið er yfir helstu sjónarmið er varða lausagöng og ágang búfjár.
Í bréfinu er komið á framfæri við sveitarfélög sjónarmiðum Bændasamtakanna er varðar lausagöngu og ágang búfjár. Bréfið er lagt fram.
Fundargerð
14. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 239202306015F
Fundargerð 239. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1587. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Fundargerðin staðfest með 5 atkvæðum.
14.1. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun 202101312
Kynning á stöðu innleiðingar nýja samræmda flokkunarkerfisins og dreifingu á nýjum tunnum til íbúa
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
14.2. Djúpgámar - framlag vegna nýja úrgangsflokkunarkerfisins 202306458
Tillaga að framlagi til húsfélaga vegna breytinga á fjölda og stærð djúpgáma lögð fyrir umhverfisnefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
14.3. Umhverfisviðurkenningar 2023 202306273
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga að fyrirkomulagi og auglýsingu umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
14.4. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - umhverfissvið 202306274
Lögð fyrir umhverfisnefnd kynning vegna undirbúnings fjárhags- og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
14.5. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar 200811187
Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri mætir á fund umhverfisnefndar og kynnir nýjar nafngiftir stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
15. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 10202306026F
Fundargerð 10. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1587. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Fundargerðin er staðfest með 5 atkvæðum.
15.1. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd 202305590
Farið yfir fjárhagsáætlun 2024 á vinnufundi velferðarnefndar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 10. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
16. Menningar- og lýðræðisnefnd - 7202306029F
Fundargerð 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1587. fundi bæjarráðs eins og eins og erindi bera með sér. Fundargerðin er staðfest með 5 atkvæðum.
16.1. Drög að dagskrá Í túninu heima 2023 202306608
Verkefnisstjóri Hlégarðs kynnir drög að dagskrá Í túninu heima 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
16.2. Starfsemi Listasalar Mosfellsbæjar 202306609
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir starfsemi Listasalar Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
16.3. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt 202210483
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
16.4. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd 202306607
Upphaf vinnu við fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
17. Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202306663
Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs.
18. Fundargerð 560. fundar stjórnar SSH202307130
Fundargerð 560. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 560. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs.
19. Fundargerð 42. eigendafundar Strætó bs.202307132
Fundargerð 42. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 42. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs.
20. Fundargerð 15. fundar heilbrigðisnefndar202307042
Fundargerð 15. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 15.fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Í lok fundar var það samþykkt með 5 atkvæðum að næsti fundur Bæjarráðs verði haldinn þann 10. ágúst nk. og samþykkti Bæjarráð jafnframt að til fundarins yrði boðað þann 8. ágúst nk. vegna frídags verslunarmanna þann 7. ágúst.