Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. júní 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Um­sókn um stöðu­leyfi fyr­ir pylsu­vagn við Há­holt 18 við Hlín Blóma­hús202105082

  Umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Háholt 18. Umbeðin umsögn umhverfissviðs.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila tíma­bundna notk­un hluta lóð­ar­inn­ar við Há­holt 18 und­ir pylsu­vagn, í sam­ræmi við um­sókn, til allt að 12 mán­aða að upp­fyllt­um þeim skil­yrð­um sem fram koma í fyr­ir­liggj­andi um­sögn um­hverf­is­sviðs.

 • 2. Reykja­mel­ur 10-14 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103042

  Erindi vegna innheimtu gjalda vegna fjölgunar á íbúðum.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að máls- og fram­kvæmda­að­ili skuli greiða gjald vegna fjölg­un­ar íbúða­ein­inga inn­an lóða að upp­hæð kr. 1.250.000 fyr­ir hvora íbúð­arein­ingu eða alls kr. 2.500.000 auk greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda og ann­arra gjalda skv. gjald­skrám sveit­ar­fé­lags­ins.

  • 3. Sam­þykki á kvöð vegna lagn­ing­ar Skála­fells­línu202101482

   Erindi Direkta lögfræðiþjónustu þar sem óskað er heimildar Mosfellsbæjar til að setja niður og reka smádreifistöðvar á landinu Minna Mosfell, sem er í eigu Mosfellsbæjar, og grafa þar niður jarðstrengi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila Veit­um ohf. að setja nið­ur og reka smá­dreif­istöð á land­inu Minna Mos­fell landnr. L192503 og grafa þar nið­ur jarð­strengi í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi sam­komulag og fram­kvæmd­ir verði í sam­ræmi við regl­ur Mos­fells­bæj­ar um fram­kvæmd­ir á við­kvæm­um svæð­um. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­komu­lag­ið fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

  • 4. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

   Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að forauglýsa fyrirhugað hönnunarútboð á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við meðfylgjandi minnisblað umhverfissviðs.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að foraug­lýsa fyr­ir­hug­að hönn­unar­út­boð á nýj­um leik­skóla í Helga­fells­hverfi inn­an Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 07:54