3. júní 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Háholt 18 við Hlín Blómahús202105082
Umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Háholt 18. Umbeðin umsögn umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila tímabundna notkun hluta lóðarinnar við Háholt 18 undir pylsuvagn, í samræmi við umsókn, til allt að 12 mánaða að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í fyrirliggjandi umsögn umhverfissviðs.
2. Reykjamelur 10-14 - deiliskipulagsbreyting202103042
Erindi vegna innheimtu gjalda vegna fjölgunar á íbúðum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að máls- og framkvæmdaaðili skuli greiða gjald vegna fjölgunar íbúðaeininga innan lóða að upphæð kr. 1.250.000 fyrir hvora íbúðareiningu eða alls kr. 2.500.000 auk greiðslu gatnagerðargjalda og annarra gjalda skv. gjaldskrám sveitarfélagsins.
3. Samþykki á kvöð vegna lagningar Skálafellslínu202101482
Erindi Direkta lögfræðiþjónustu þar sem óskað er heimildar Mosfellsbæjar til að setja niður og reka smádreifistöðvar á landinu Minna Mosfell, sem er í eigu Mosfellsbæjar, og grafa þar niður jarðstrengi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila Veitum ohf. að setja niður og reka smádreifistöð á landinu Minna Mosfell landnr. L192503 og grafa þar niður jarðstrengi í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag og framkvæmdir verði í samræmi við reglur Mosfellsbæjar um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum. Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Mosfellsbæjar.
4. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að forauglýsa fyrirhugað hönnunarútboð á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við meðfylgjandi minnisblað umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að forauglýsa fyrirhugað hönnunarútboð á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.