7. febrúar 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1610202401027F
Fundargerð 1610. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 844. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Bjarkarholt - samkomulag um uppbyggingu 202008039
Tilkynning Render Centium ehf. um riftun á uppbyggingarsamkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 1-5, frá 24. september 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1610. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
1.2. Upplýsingar varðandi innheimtu innviðagjalda 202401380
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi innheimtu innviðagjalda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1610. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
1.3. Tillaga D lista um heimgreiðslur til foreldra eða forráðamanna 12-30 mánaða barna 202308749
Umsögn sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs varðandi heimgreiðslur til foreldra eða forráðamanna 12-30 mánaða barna lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1610. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
1.4. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd 202101461
Lagðar eru fram til kynningar fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir vegna uppbyggingar leikskólans í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1610. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1611202401033F
Fundargerð 1611. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 844. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Heimild til rannsókna á Fossvallaklifum 202401527
MosVeitur óska eftir samþykki bæjarráðs til þess að hefjast handa við rannsóknarboranir við Fossvallaklif til að kanna möguleika á framtíðarnýtingu þessa svæðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1611. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Betri samgöngur samgöngusáttmáli 202301315
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1611. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Tillaga um reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar 202312275
Reglur um styrki til íþróttafólks vegna ferðakostnaðar lagðar fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1611. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Ráðning íþrótta- og lýðheilsufulltrúa 202401099
Tillaga um ráðningu íþrótta- og lýðheilsufulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1611. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Kæra til úrskurðarnefndar vegna ákvörðunar um álagningu dagsekta 202401562
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um álagningu dagsekta vegna smáhýsa á lóðinni Hamrabrekku 11.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1611. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 605202401032F
Fundargerð 605. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 844. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag 201612203
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið að Flugumýri. Frumdragatillaga, uppdrættir og forsendur voru kynntar hagaðilum og eigendum fasteigna á samráðsfundi þann 25.01.2024. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða, mögulegar lóðastækkanir og fleira. Lóðastækkanir eru lagðar til sem möguleikar á lóðum að Flugumýri 6, 8, 18, 20, 30, 32, 34 og 36 og tekur stærð mið af landfræðilegum aðstæðum og öðrum takmörkunum. Innfærðir eru nýir stígar, gönguleiðir, gangstéttir og gönguþveranir. Heimilt byggingarmagn er aukið og er nýtingarhlutfall lóða 0,5 sem samræmist heimildum aðalskipulags Mosfellsbæjar. Deiliskipulagstillagan er framsett með uppdrætti í skalanum 1:1000, greinargerð, skýringarmyndum um snið og vegi, auk skýringaruppdráttar um lóðastækkanir.
Einnig er hjálögð til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag í Desjamýri þar sem skipulagsmörk eru færð til og skipulagssvæði minnkað til samræmis við nýtt deiliskipulag Flugumýrar. Breytingin er tæknilegs eðlis og varðar hvorki skilmála eða önnur ákvæði Flugu- eða Desjamýrar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Framkvæmdir við hjólastíg í Varmalandi 202401205
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis um hjólastíg í Varmalandi, í samræmi við afgreiðslu á 604. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Miðdalsland I R L226627 - ósk um uppskiptingu lands 202310743
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis landeigenda um stofnun lóðar og uppskiptingu lands L226627, í samræmi við afgreiðslu á 599. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Korputún 1-29 - deiliskipulagsbreyting 202401584
Borist hefur erindi frá Reitum fasteignafélagi með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsbreytingu lóða að Korputúni 1-29, reitir A, B, C, F og I í samþykktu deiliskipulagi verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi sunnan Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér sameiningu lóða og reita A-B og C-F, tilfærslu byggingarreita, nýjar innkeyrslur lóða og stækkun lóðamarka í átt að Vesturlandsvegi. Lögð eru fram til kynningar vinnslutillögur og drög að breytingum til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Bjarkarholt - uppbyggingarreitur E - uppbyggingarsamningur 202008039
Bréf barst Mosfellsbæ frá Render Centium ehf., dags. 19.01.2024, með tilkynningu um riftun á uppbyggingarsamkomulagi við Bjarkarholt 1-5 [nú Bjarkarholt 22-34], frá 24.09.2021. Bréfinu var á 1610. fundi bæjarráðs vísað til kynningar skipulagsnefndar. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að hlutast til um að aðrir aðilar uppbyggingarsamkomulagsins verði upplýst um framkomna riftun og þá afstöðu Mosfellsbæjar að með vísan til framkominnar riftunar sé litið svo á að samkomulagið sé fallið niður með vísan til brostinna forsendna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Bjarkarholt - uppbyggingarreitur E - breyting á deiliskipulagi 202008039
Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Breytingin fól í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins í samræmi við uppbyggingarsamninga lóðarhafa, sveitarfélagsins og Eirar öryggisíbúða, frá 21.09.2021. Breytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.7. Miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M - aðalskipulagsbreyting 202201368
Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir miðbæjarsvæði 116-M þar sem fjölga átti íbúðum í miðbænum til samræmis við deiliskipulagsbreytingu sem kynnt var samhliða. Deiliskipulagsbreytingin fjallaði um Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Aðal- og deiliskipulagsbreytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.8. Græni stígurinn - svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 202306129
Bréf barst frá svæðisskipulagsstjóra SSH, Jóni Kjartani Ágústssyni, dags. 14.12.2023, með vísan í afgreiðslu og bókun 122. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 08.12.2023. Lögð var fram til afgreiðslu frumdragaskýrsla um legu græna stígsins ásamt umsögnum og athugasemdum. Svæðisskipulagsnefnd hvetur aðildarsveitarfélög til þess að innleiða legu græna stígsins í áætlanir sínar. Lögð eru fram til kynningar skýrsla, umsagnir og minnisblað til upplýsinga og umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.9. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu 202401522
Erindi barst frá matvælaráðuneytinu, dags. 22.01.2024, með tilkynningu um samráð máls nr. 3/2024 - "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu", í samráðsgátt stjórnvalda. Í reglugerðinni eru settar fram meginreglur sjálfbærrar landnýtingar og viðmið fyrir þá landnýtingarflokka sem reglugerðin tekur til og tilgreindir eru í lögum um landgræðslu.
Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 511 202401025F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 20. fundar heilbrigðisnefndar202401603
Fundargerð 20. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 20. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 844. fundi bæjarstjórnar.
5. Fundargerð 572. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202401563
Fundargerð 572. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Sævar Birgisson mætti til fundar kl. 16:36.Fundargerð 572. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 844. fundi bæjarstjórnar.