7. desember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Anna Sigríður Guðnadóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og fór yfir dagskrá hans. Í upphafi fundar var samþykkt með 11 atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins, kosning í nefndir og ráð, sem verði 9. liður í dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 - síðari umræða.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hún yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2023 til 2026.
-------------------------------------------------------------
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 19.080 m.kr.
Gjöld: 16.744 m.kr.
Afskriftir: 598 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 1.337 m.kr.
Tekjuskattur: 28 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 374 m.kr.
Eignir í árslok: 29.742 m.kr.
Eigið fé í árslok: 6.932 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 2.326 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2023 eru eftirfarandi:Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,195% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,090% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,310% af fasteignamati lóðar
Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,090% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar
Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,520% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,065% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,090% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar
-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 2. mars.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2023.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ, framfærslugrunnur
Reglur um tekjuviðmið vegna viðbótarniðurgreiðslu leikskólagjalda
-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.01.2023 voru samþykktar:
Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá í frístundaselum grunnskólaGjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá mötuneytis í grunnskólum
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fráveitugjald
Gjaldskrá rotþróargjald
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrár vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit 2023
Gjaldskrá fyrir hundahald 2023Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.08.2023 voru samþykktar:
Gjaldskrá bleyjugjalds í leikskólum
Gjaldskrá Listaskóla - tónlistardeild
Gjaldskrá Listaskóla - skólahljómsveit
Gjaldskrá viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá frístundasels fyrir fötluð börn og ungmenna
***
Umræða fór fram um níu breytingartillögur D lista sem lagðar voru fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar auk þess sem ein ný tillaga var lögð fram á fundinum. Gengið var til atkvæða um breytingatillögurnar:
1. Tillaga um að útsvar verði óbreytt og ekki hækkað upp í löglegt hámark 14,52 %.Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2. Tillaga um að fasteignagjöld verði lækkuð svo þau hækki ekki umfram vísitölu.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fimm atkvæðum D og L lista.
3. Tillaga um að farið verði í framkvæmdir við þjónustubygginguna að Varmá strax í byrjun næsta árs í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
4. Tillaga um að hafnar verði strax framkvæmdir við leikskólann í Helgafellslandi í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir og leitað verði annarra leiða til að leysa vöntun á leikskólaplássum þangað til nýr leikskóli verður tilbúinn.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Tillaga að FabLab smiðja verði sett á stofn í Mosfellsbæ árið 2023 í samræmi við tillögur sem fulltrúar í D lista í bæjarráði lögðu fram og vísað var til nýrrar Nýsköpunar- og atvinnunefndar.
Málsmeðferðartillaga um að tillögunni verði vísað til atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt með 11 atkvæðum.
6. Tillaga um að fjármagni verði varið í breytingar á sviðinu í Hlégarði.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
7. Tillaga um að vegna mikils álags og anna við yfirstandandi og fyrirhugaða uppbyggingu í Mosfellsbæ verði bætt við stöðugildi á umhverfissviði Mosfellsbæjar til að hægt sé afgreiða þau verkefni sem sviðinu berast innan eðlilegs tímaramma.
Málsmeðferðartillaga um frávísun þar sem gert sé ráð fyrir fjölgun stöðugilda í fjárhagsáætlun við síðari umræðu samþykkt með 10 atkvæðum. Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D lista, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
8. Tillaga um að lagt verði raunsætt mat á tekjur vegna byggingarréttargjalda og lóðaúthlutunar í Mosfellsbæ á árinu 2023.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
9. Tillaga um að viðhaldskostnað í áætlun ársins 2023 verði endurskoðuð til lækkunar eins og til dæmis við Kvíslarskóla.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum B, C og S lista gegn fjórum atkvæðum D lista. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
10. Tillaga um að frístundaávísanir til barna og ungmenna og eldri borgara verði hækkaðar til samræmis við vísitölu og hækkandi gjaldskrár.
Málsmeðferðartillaga um að tillögunni verði vísað til afgreiðslu bæjarráðs til að unnt sé að leggja mat á kostnað við ákvörðunina var samþykkt með 11 atkvæðum.
***
Forseti þakkaði starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2023-2026 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun B, S og C lista:
Fjárhagsáætlun ársins 2023 er fyrsta fjárhagsáætlun nýs meirihluta í Mosfellsbæ. Í þessari áætlun er lögð áhersla á eflingu grunnþjónustu og áframhaldandi uppbyggingu innviða.Í núverandi efnahagsumhverfi sem einkennist af óvissu, háum vöxtum og mikilli verðbólgu er mikilvægt að sýna ábyrga fjármálastjórn og gæta aðhalds í rekstri bæjarfélagsins. Með þessar áherslur að leiðarljósi er ánægjulegt að í Mosfellsbæ verði engu að síður mögulegt að styrkja grunnþjónustu sveitarfélagsins svo sem skólaþjónustu og velferðarsvið en fjármagn til velferðarþjónustu hækkar um hálfan milljarð milli ára. Þá verður stöðugildum fjölgað á umhverfissviði til þess að gera því kleift að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er fyrirhuguð í sveitarfélaginu.
Lögð er fram mjög metnaðarfull fjárfestingaráætlun með skýra sýn um uppbyggingu til framtíðar. Má þar nefna framkvæmdir á fyrirhuguðu athafnasvæði á Blikastöðum, gatnagerð í Helgafellslandi og Hamraborginni, allt verkefni sem munu skila framtíðartekjum til bæjarfélagsins og skapa ný atvinnutækifæri í Mosfellsbæ. Þá gerir áætlunin ráð fyrir 1,5 milljarði í ný og endurbætt skólahúsnæði og skólalóðir auk þess sem hálfur milljarður er settur í langþráðar endurbætur á Varmárvöllum og uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 374 m.kr. afgangi á næsta ári. Þá verður veltufé frá rekstri jákvætt um 2.103 m.kr. eða 11% af heildartekjum. Skuldaviðmiðið mun lækka í 94% af tekjum í árslok sem er vel undir mörkum sveitarstjórnarlaga.
Gjaldskrár munu hækka hóflega eða í samræmi við verðlag en álagningarprósentur fasteignagjalda lækka bæði á atvinnu- og íbúðahúsnæði.Við þökkum bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessari fjárhagsáætlun. Nú sem endranær hafa kjörnir fulltrúar treyst á þekkingu og reynslu þeirra sem að vinnunni koma og við erum þakklát fyrir þeirra framlag.
***
Bókun D lista:
Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagsmálum og ljóst að nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur við góðu búi. Mjög margt af því sem tilgreint er í fjárhagsáætlun fyrir 2023 er áframhaldandi vinna á góðum verkum fyrri meirihluta fyrir utan boðaðar stórfelldar skattahækkanir sem eru alfarið í boði nýs meirihluta.Í Mosfellsbæ hefur verið rekin ábyrg og fagleg fjármálastjórn undanfarin mörg ár og bæjarfulltrúar D-lista styðja ávallt ábyrga fjármálastjórnun.
Megin áherslumunur okkar og meirihlutans varðandi þessa fjárhagsáætlun eru vanáætlaðar tekjur af byggingarétti og lóðaúthlutun. Þessi vanáætlun gerir það að verkum að skattar og álögur verða stórhækkaðar á íbúa á þessum tímum verðbólgu, auk mikilla hækkana á allri þjónustu sveitarfélagsins.
Einnig má nefna áherslumun varðandi framkvæmdir og erum við ósammála varðandi frestanir á mjög mikilvægum uppbyggingarverkefnum, svo sem byggingu leikskóla í Helgafellshverfi og nauðsynlegrar uppbyggingar á íþróttasvæðinu að Varmá. Þessar frestanir koma sér illa bæði fyrir fjölskyldur sem þurfa leikskólapláss og fyrir það mikilvæga starf íþrótta og lýðheilsu sem fram fer að Varmá. Auk þess má áætla að þessar frestanir hækki kostnað við framkvæmdir ef og þegar af þeim verður.
Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram tillögur við þessa fjárhagsáætlun um að halda áfram með þessi verkefni auk annarra tillagna en þær voru felldar af meirihlutanum. Af þessum ástæðum gátu fulltrúar D-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar ekki greitt atkvæði með þessari fjárhagsáætlun og sátu því hjá við afgreiðslu hennar.
Að lokum þakka bæjarfulltrúar D-lista öllu starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.
***
Bókun L lista:
Mosfellsbær er stækkandi sveitarfélag með mörg krefjandi verkefni á sinni könnu. Ráðdeild og skynsemi í fjármálum bæjarins skiptir höfuðmáli, sérstaklega í ljósi ytri aðstæðna.Í fjárhagsáætlun meirihlutans eru lagðar til margar skynsamar tillögur að fjárhag bæjarins á komandi ári. Þó þarf að gæta þess að auknar álögur verði ekki of þung byrði á herðum barnafólks og þeirra tekjulægri og af því höfum við í Vinum Mosfellsbæjar ákveðnar áhyggjur.
Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa ekki haft aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og því taldi fulltrúi Vina Mosfellsbæjar sér ekki fært að greiða atkvæði með fjárhagsáætlun komandi árs.Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar sat því hjá við atkvæðagreiðslu fjárhagsáætlun 2023.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1558202211026F
Fundargerð 1558. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Lagt er til að fjármagnsliðir fjárhagsáætlunar 2023-2026 verði reiknaðir upp miðað við nýja spá Hagstofu um þróun vísitölu neysluverðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Eldri hverfi - endurbætur 202211143
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að forgangsröðun framkvæmda við endurnýjun gangstétta og opinna svæða í eldri hverfum Mosfellsbæjar á árinu 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frekari uppbyggingu og breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Málinu var vísað til bæjarráðs eftir umræður og afgreiðslu á 576. fundi skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Leikskólalóð í Helgafellslandi, framkvæmdir á lóð 202101461
Ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd við stoðveggi á leikskólalóð í Helgafellslandi að Vefarastræti 2-6.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
2.5. Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ 202208649
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra lögð fram ásamt tillögu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Fundadagskrá 2023 202211082
Tillaga að fundadagskrá bæjarráðs ársins 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Erindi frá SSH þar sem tillaga að loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins er kynnt auk þess sem ábendinga er óskað.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Stefna vegna skólagöngu 202108989
Niðurstaða dóms héraðsdóms kynnt fyrir bæjarráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Tilboð til Mosfellsbæjar varðandi orkunýtingu á almennum úrgangi 202210578
Erindi Íslenska gámafélagsins varðandi kaupa á úrgangi til útflutnings til orkunýtingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.10. Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt 202211292
Erindi frá innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 5. desember 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1559202211037F
Fundargerð 1559. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2022 202201034
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 - gjaldskrár ársins 2023 202206736
Gjaldskrár ársins 2023 lagðar fram. Jafnframt er yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda og uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2023 202211428
Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2023 lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt 202210483
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við ráðgjafarfyrirtæki til að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Leiðrétting á ráðningarsamningi bæjarstjóra 202205548
Tillaga að leiðréttingu á ráðningarsamningi við bæjarstjóra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Sameiginlegur rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum 202211358
Erindi frá SSH þar sem lagt er til að samningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka, verði samþykktur. Jafnframt er lagt til að tilnefning ráðsmanna í umdæmisráð verði samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.7. Stýrihópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Varmársvæði 202210199
Umbeðin umsögn umhverfissviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.8. Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ 202208649
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.9. Æðarhöfði 36- umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis GGG veitingar. 202211360
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar GGG veitinga ehf. (Blik bistro) um leyfi til reksturs veitingahúss í fl. II, að Æðarhöfði 36.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.10. Tilboð til Mosfellsbæjar varðandi orkunýtingu á almennum úrgangi 202210578
Erindi Íslenska gámafélagsins varðandi kaupa á úrgangi til útflutnings til orkunýtingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.11. Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum- beiðni um umsögn 202211310
Frá nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 579202211034F
Fundargerð 579. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Fundadagskrá 2023 - Starfsáætlun skipulagsnefndar 202211082
Lögð eru fram til kynningar drög að starfsáætlun skipulagsnefndar og fundardagatal fyrir árið 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Háeyri 1-2 - breyting á skipulagi 202108920
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Álafossvegur 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208800
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Sigurði Hafsteinssyni, f.h. Jóhannesar Eðvarðssonar, dags. 30.08.2022, fyrir nýju þriggja hæða, tveggja íbúða, húsi að Álafossvegi 25 í Álafosskvos. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 485. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, á grundvelli 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, þar sem að heimildir deiliskipulags eru óljósar. Hjálagt er deiliskipulag Álafosskvosar.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Áherslur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu 2022-2026 202211002
Lagðar eru fram til kynningar áherslur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Erindinu var vísað til kynningar skipulagsnefndar af 1556. fundi bæjarráðs.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Skeljatangi 10 - deiliskipulagsbreyting 202209393
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skeljatanga 10 í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar. Breytingin byggir á að stækka byggingarreit og húsnæði, um 40 fermetra, til norðurs í átt að Skeljatanga 12.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Krikahverfi - deiliskipulagsbreyting fyrir brettavöll við Krikaskóla 202207104
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir nýjan hjólabrettavöll utan við lóð Krikaskóla í Krikahverfi.
Hjálagt er minnisblað starfsmanna vegna tillögu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.7. Blikastaðaland - Korpúlfsstaðavegur - Deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis 201908379
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk þar sem markmið er að innfæra gatnatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Annað í skipulagi er óbreytt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 62 202211030F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 232202211024F
Fundargerð 232. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 fyrir umhverfismál frá fyrri umræðu bæjarstjórnar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Græni stígurinn - ályktun samþykkt á aðalfundi 2022 202209405
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn. Á 1552. fundi bæjarráðs var málinu vísað til umfjöllunar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 232. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1202211038F
Fundargerð 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Samþykkt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd lögð fram. 202211062
Samþykkt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Atvinnu- og nýsköpunarstefna 202211413
Undirbúningur gagnaöflunar vegna vinnu við mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 9. nóvember lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 62202211047F
Fundargerð 62. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Kynning fyrir ungmennaráð 201911148
Kynning á starfsemi ungmennaráðs fyrir nefndarmenn ráðsins 2022-2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 62. fundar ungmennaráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.2. Kynning á verkefninu Barnvænt sveitarfélag 202211473
Kynning á verkefninu Barnvænt sveitarfélag
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 62. fundar ungmennaráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7.3. Ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga 202209531
Ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 62. fundar ungmennaráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 414202211041F
Fundargerð 414. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ. 202210231
Kynning á niðurstöðum starfshóps um tillögur og aðgerðaáætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samráði við bæjarráð og fræðslunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.2. Málefni leikskóla - nóvember 2022 202211420
Leikskólastjórar kynna fyrir fræðslunefnd helstu áskoranir og tækifæri sem leikskólinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.3. Skóladagatöl 2022-2023 202112253
Ósk um breytingu á skóladagatali Krikaskóla vegna námsferðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.4. Menntastefna Mosfellsbæjar 201902331
Innleiðingarteymi Menntastefnu Mosfellsbæjar 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
8.5. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ skólaárið 2022-2023. 202210473
Lagt fram til upplýsinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
9. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga D lista um breytingar á aðalmanni í íþrótta- og tómstundanefnd og breytingu aðal- og varamanna í svæðisskipulagsnefnd. Tillaga L lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd.
Tillaga er um eftirfarandi breytingar á íþrótta- og tómstundanefnd: Lagt er til að Hjörtur Örn Arnarson verði aðalmaður í stað Örnu Bjarkar Hagalínsdóttur. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Tillaga er um breytingar á skipan svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins: Lagt er til að Helga Jóhannesdóttir, sem er varamaður verði aðalmaður, og Ásgeir Sveinsson, sem er aðalmaður verði varamaður. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Tillaga er um breytingu á skipan skipulagsnefndar: Lagt er til að Haukur Örn Harðarson, sem er varaáheyrnarfulltrúi, verði áheyrnarfulltrúi í stað Stefáns Ómars Jónssonar, og Michele Rebora verði varaáheyrnarfulltrúi. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
10. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 31202211036F
Fundargerð 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Kynning á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 er varðar málefni aldraðra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála 202201442
Ráðið fjallar um niðurstöður rýnihópa Gallup vegna þjónustu við aldraða í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs 202110122
Farið yfir helstu þjónustuþætti sem veittir eru frá Eirhömrum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Starfsemi Hlégarðs 202209150
Öldungaráð ræðir afnot af Hlégarði fyrir félags- og menningarstarf eldri borgara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
10.5. Starfsáætlun öldungaráðs 2022-2026 202208714
Drög að tímasetningu funda öldungaráðs árið 2023 lögð fram og gerð áætlun um áherslupunkta úr stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 31. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 62202211030F
Fundargerð 62. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Hrafnshöfði 17 - breyting á deiliskipulagi 202202086
Skipulagsnefnd samþykkti á 572. fundi sínum að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir fyrir stækkun húss að Hrafnshöfða 17, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breytingu var aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi og gögnum sem send voru í aðliggjandi hús, Hrafnshöfða 15, 17, 19 og 29 sem og Blikahöfða 10 og 12. Athugasemdafrestur var frá 03.10.2022 til og með 03.11.2022.
Engar efnislegar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 62. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 486202212005F
Fundargerð 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Brúarfljót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta mhl. 02 og 04 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Bætt er við milliloftum.
Stækkun mhl. 02: Milliloft 650 m², rúmmál breytist ekki.
Stækkun mhl. 04: Milliloft 804,7 m², rúmmál breytist ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12.2. Desjamýri 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108131
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Bætt er við milliloftum.
Stækkun: Milliloft 825,1 m², rúmmál breytist ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12.3. Háholt 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209275
N1 ehf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta verslunar- og þjónustuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér stækkun kælis við austurhlið.
Stækkun 21,3 m², 57,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12.4. Háholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206028
Hengill ehf Háholti 14 sækir sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta mhl. 0106 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 14, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekkiNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12.5. Laxatunga 193/Umsókn um byggingarleyfi. 201701154
Daði Jóhannsson Laxatungu 193 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 193, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12.6. Reykjahvoll 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205507
Birkir Freyr Helgason Álfkonuhvarfi 33 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 36, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 186,0 m², bílgeymsla 51,9 m², 756,4 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12.7. Skuggabakki 10 - Umsókn um byggingarheimild 202208793
Durgur ehf. Laxatungu 41 sækir um leyfi stækkun turnbyggingar hesthúss á lóðinni Skuggabakki nr.10, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 16,8 m² , 37,9 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
12.8. Vogatunga 53-59, Umsókn um byggingarleyfi. 201806022
Upprisa ehf., Háholti 14, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúsa á lóðinni Vogatunga nr. 53-59, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 486. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 362. fundar Strætó bs.202211412
Fundargerð 362. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar
Fundargerð 362. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202210567
Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna 2022202212061
Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna 2022 lögð fram til kynningar.
Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna 2022 lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 46. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202212024
Fundargerð 46. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 46. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
17. Fundargerð 40. eigendafundar Sorpu bs.202212070
Fundargerð 40. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 40. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
18. Fundargerð 40. eigendafundar Strætó bs.202211410
Fundargerð 40. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 40. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
19. Fundargerð 407. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna202211386
Fundargerð 406. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 407. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
20. Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202211455
Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
21. Fundargerð 9. fundar heilbrigðisnefndar202211441
Fundargerð 9. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 9. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.