Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. desember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
 • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
 • Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður

Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir for­seti bæj­ar­stjórn­ar setti fund­inn og fór yfir dag­skrá hans. Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með 11 at­kvæð­um að taka nýtt mál á dag­skrá fund­ar­ins, kosn­ing í nefnd­ir og ráð, sem verði 9. lið­ur í dag­skrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Afbrigði

 • 1. Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

  Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 - síðari umræða.

  Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einnig til fund­ar­ins Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs, Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Pét­ur Jens Lockt­on fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

  For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hún yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana hans fyr­ir árin 2023 til 2026.
  -------------------------------------------------------------
  Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2023 A og B hluta eru eft­ir­far­andi:
  Tekj­ur: 19.080 m.kr.
  Gjöld: 16.744 m.kr.
  Af­skrift­ir: 598 m.kr.
  Fjár­magns­gjöld: 1.337 m.kr.
  Tekju­skatt­ur: 28 m.kr.
  Rekstr­arnið­ur­staða: 374 m.kr.
  Eign­ir í árs­lok: 29.742 m.kr.
  Eig­ið fé í árs­lok: 6.932 m.kr.
  Fjár­fest­ing­ar­hreyf­ing­ar: 2.326 m.kr.
  -------------------------------------------------------------
  Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2023 eru eft­ir­far­andi:

  Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur)
  Fast­eigna­skatt­ur A 0,195% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Vatns­gjald 0,065% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Frá­veitu­gjald 0,090% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Lóð­ar­leiga A 0,310% af fast­eigna­mati lóð­ar

  Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur)
  Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Vatns­gjald 0,065% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Frá­veitu­gjald 0,090% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

  Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur)
  Fast­eigna­skatt­ur C 1,520% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Vatns­gjald 0,065% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Frá­veitu­gjald 0,090% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar
  -------------------------------------------------------------
  Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mán­að­ar frá 1. fe­brú­ar til og með 1. nóv­em­ber. Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef van­skil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 1. fe­brú­ar með eindaga 2. mars.
  -------------------------------------------------------------
  Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breyt­ing­um og gilda frá 1.1.2023.
  Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.
  Regl­ur um fjár­hags­að­stoð í Mos­fells­bæ, fram­færslu­grunn­ur
  Regl­ur um tekju­við­mið vegna viðbótarnið­ur­greiðslu leik­skóla­gjalda
  -------------------------------------------------------------
  Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 01.01.2023 voru sam­þykkt­ar:
  Gjald­skrá leik­skóla, dag­for­eldra og sjálf­stætt starf­andi leik­skóla
  Gjald­skrá íþróttamið­stöðva og sund­lauga
  Gjald­skrá í frí­stunda­sel­um grunn­skóla

  Gjald­skrá ávaxta­bita í grunn­skól­um
  Gjald­skrá mötu­neyt­is í grunn­skól­um
  Gjald­skrá Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar
  Gjald­skrá skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála
  Gjald­skrá sorp­hirðu
  Gjald­skrá frá­veitugjald
  Gjald­skrá rot­þró­ar­gjald
  Gjald­skrá Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar
  Gjald­skrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar
  Gjald­skrár vegna þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna við fötl­uð börn
  Gjald­skrá fyr­ir mat­væla-, heil­brigð­is- og meng­un­ar­eft­ir­lit 2023
  Gjald­skrá fyr­ir hunda­hald 2023

  Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 01.08.2023 voru sam­þykkt­ar:
  Gjald­skrá bleyju­gjalds í leik­skól­um
  Gjald­skrá Lista­skóla - tón­list­ar­deild
  Gjald­skrá Lista­skóla - skóla­hljóm­sveit
  Gjald­skrá við­bót­ar­vist­un í frí­stunda­seli
  Gjald­skrá frí­stunda­sels fyr­ir fötl­uð börn og ung­menna


  ***
  Um­ræða fór fram um níu breyt­ing­ar­til­lög­ur D lista sem lagð­ar voru fram við fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar auk þess sem ein ný til­laga var lögð fram á fund­in­um. Geng­ið var til at­kvæða um breyt­inga­til­lög­urn­ar:
  1. Til­laga um að út­svar verði óbreytt og ekki hækk­að upp í lög­legt há­mark 14,52 %.

  Til­lög­unni var synj­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista gegn fjór­um at­kvæð­um D lista. Bæj­ar­full­trúi L lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  2. Til­laga um að fast­eigna­gjöld verði lækk­uð svo þau hækki ekki um­fram vísi­tölu.

  Til­lög­unni var synj­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista gegn fimm at­kvæð­um D og L lista.

  3. Til­laga um að far­ið verði í fram­kvæmd­ir við þjón­ustu­bygg­ing­una að Varmá strax í byrj­un næsta árs í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi áætlan­ir.

  Til­lög­unni var synj­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista gegn fjór­um at­kvæð­um D lista. Bæj­ar­full­trúi L lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  4. Til­laga um að hafn­ar verði strax fram­kvæmd­ir við leik­skól­ann í Helga­fellslandi í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi áætlan­ir og leit­að verði annarra leiða til að leysa vönt­un á leik­skóla­pláss­um þang­að til nýr leik­skóli verð­ur til­bú­inn.

  Til­lög­unni var synj­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista gegn fjór­um at­kvæð­um D lista. Bæj­ar­full­trúi L lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  5. Til­laga að FabLab smiðja verði sett á stofn í Mos­fells­bæ árið 2023 í sam­ræmi við til­lög­ur sem full­trú­ar í D lista í bæj­ar­ráði lögðu fram og vís­að var til nýrr­ar Ný­sköp­un­ar- og at­vinnu­nefnd­ar.

  Máls­með­ferð­ar­til­laga um að til­lög­unni verði vís­að til at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt með 11 at­kvæð­um.

  6. Til­laga um að fjár­magni verði var­ið í breyt­ing­ar á svið­inu í Hlé­garði.

  Til­lög­unni var synj­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista gegn fjór­um at­kvæð­um D lista. Bæj­ar­full­trúi L lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  7. Til­laga um að vegna mik­ils álags og anna við yf­ir­stand­andi og fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ verði bætt við stöðu­gildi á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar til að hægt sé af­greiða þau verk­efni sem svið­inu ber­ast inn­an eðli­legs tím­aramma.

  Máls­með­ferð­ar­til­laga um frá­vís­un þar sem gert sé ráð fyr­ir fjölg­un stöðu­gilda í fjár­hags­áætl­un við síð­ari um­ræðu sam­þykkt með 10 at­kvæð­um. Rún­ar Bragi Guð­laugs­son, bæj­ar­full­trúi D lista, sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  8. Til­laga um að lagt verði raun­sætt mat á tekj­ur vegna bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalda og lóða­út­hlut­un­ar í Mos­fells­bæ á ár­inu 2023.

  Til­lög­unni var synj­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista gegn fjór­um at­kvæð­um D lista. Bæj­ar­full­trúi L lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  9. Til­laga um að við­haldskostn­að í áætl­un árs­ins 2023 verði end­ur­skoð­uð til lækk­un­ar eins og til dæm­is við Kvísl­ar­skóla.

  Til­lög­unni var synj­að með sex at­kvæð­um B, C og S lista gegn fjór­um at­kvæð­um D lista. Bæj­ar­full­trúi L lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  10. Til­laga um að frí­stunda­á­vís­an­ir til barna og ung­menna og eldri borg­ara verði hækk­að­ar til sam­ræm­is við vísi­tölu og hækk­andi gjald­skrár.

  Máls­með­ferð­ar­til­laga um að til­lög­unni verði vís­að til af­greiðslu bæj­ar­ráðs til að unnt sé að leggja mat á kostn­að við ákvörð­un­ina var sam­þykkt með 11 at­kvæð­um.

  ***
  For­seti þakk­aði starfs­fólki bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð fjárhagsáætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

  For­seti bar til­lögu að fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árin 2023-2026 upp í heild sinni. Fjár­hags­áætl­un­in var sam­þykkt með sex at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa B, C og S lista. Bæj­ar­full­trú­ar D og L lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  ***
  Bók­un B, S og C lista:
  Fjár­hags­áætl­un árs­ins 2023 er fyrsta fjár­hags­áætl­un nýs meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Í þess­ari áætl­un er lögð áhersla á efl­ingu grunn­þjón­ustu og áfram­hald­andi upp­bygg­ingu inn­viða.

  Í nú­ver­andi efna­hags­um­hverfi sem ein­kenn­ist af óvissu, háum vöxt­um og mik­illi verð­bólgu er mik­il­vægt að sýna ábyrga fjár­mála­stjórn og gæta að­halds í rekstri bæj­ar­fé­lags­ins. Með þess­ar áhersl­ur að leið­ar­ljósi er ánægju­legt að í Mos­fells­bæ verði engu að síð­ur mögu­legt að styrkja grunn­þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins svo sem skóla­þjón­ustu og vel­ferð­ar­svið en fjár­magn til vel­ferð­ar­þjón­ustu hækk­ar um hálf­an millj­arð milli ára. Þá verð­ur stöðu­gild­um fjölg­að á um­hverf­is­sviði til þess að gera því kleift að tak­ast á við þá miklu upp­bygg­ingu sem er fyr­ir­hug­uð í sveit­ar­fé­lag­inu.

  Lögð er fram mjög metn­að­ar­full fjár­fest­ingaráætl­un með skýra sýn um upp­bygg­ingu til fram­tíð­ar. Má þar nefna fram­kvæmd­ir á fyr­ir­hug­uðu at­hafna­svæði á Blika­stöð­um, gatna­gerð í Helga­fellslandi og Hamra­borg­inni, allt verk­efni sem munu skila fram­tíð­ar­tekj­um til bæj­ar­fé­lags­ins og skapa ný at­vinnu­tæki­færi í Mos­fells­bæ. Þá ger­ir áætl­un­in ráð fyr­ir 1,5 millj­arði í ný og end­ur­bætt skóla­hús­næði og skóla­lóð­ir auk þess sem hálf­ur millj­arð­ur er sett­ur í lang­þráð­ar end­ur­bæt­ur á Varmár­völl­um og upp­bygg­ing­ar íþrótta­mann­virkja.
  Fjár­hags­áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir 374 m.kr. af­gangi á næsta ári. Þá verð­ur veltu­fé frá rekstri já­kvætt um 2.103 m.kr. eða 11% af heild­ar­tekj­um. Skulda­við­mið­ið mun lækka í 94% af tekj­um í árs­lok sem er vel und­ir mörk­um sveit­ar­stjórn­ar­laga.

  Gjald­skrár munu hækka hóf­lega eða í sam­ræmi við verð­lag en álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda lækka bæði á at­vinnu- og íbúða­hús­næði.

  Við þökk­um bæj­ar­stjóra og starfs­fólki bæj­ar­ins fyr­ir þá miklu vinnu sem ligg­ur að baki þess­ari fjár­hags­áætl­un. Nú sem endra­nær hafa kjörn­ir full­trú­ar treyst á þekk­ingu og reynslu þeirra sem að vinn­unni koma og við erum þakk­lát fyr­ir þeirra fram­lag.

  ***
  Bók­un D lista:
  Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er góð þrátt fyr­ir tíma­bundna erf­ið­leika í efna­hags­mál­um og ljóst að nýr meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar í Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar tek­ur við góðu búi. Mjög margt af því sem til­greint er í fjár­hags­áætl­un fyr­ir 2023 er áfram­hald­andi vinna á góð­um verk­um fyrri meiri­hluta fyr­ir utan boð­að­ar stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir sem eru al­far­ið í boði nýs meiri­hluta.

  Í Mos­fells­bæ hef­ur ver­ið rek­in ábyrg og fag­leg fjár­mála­stjórn und­an­far­in mörg ár og bæj­ar­full­trú­ar D-lista styðja ávallt ábyrga fjár­mála­stjórn­un.

  Meg­in áherslumun­ur okk­ar og meiri­hlut­ans varð­andi þessa fjár­hags­áætl­un eru vanáætl­að­ar tekj­ur af bygg­inga­rétti og lóða­út­hlut­un. Þessi vanáætl­un ger­ir það að verk­um að skatt­ar og álög­ur verða stór­hækk­að­ar á íbúa á þess­um tím­um verð­bólgu, auk mik­illa hækk­ana á allri þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins.

  Einnig má nefna áherslumun varð­andi fram­kvæmd­ir og erum við ósam­mála varð­andi frest­an­ir á mjög mik­il­væg­um upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um, svo sem bygg­ingu leik­skóla í Helga­fells­hverfi og nauð­syn­legr­ar upp­bygg­ing­ar á íþrótta­svæð­inu að Varmá. Þess­ar frest­an­ir koma sér illa bæði fyr­ir fjöl­skyld­ur sem þurfa leik­skóla­pláss og fyr­ir það mik­il­væga starf íþrótta og lýð­heilsu sem fram fer að Varmá. Auk þess má áætla að þess­ar frest­an­ir hækki kostn­að við fram­kvæmd­ir ef og þeg­ar af þeim verð­ur.

  Bæj­ar­full­trú­ar D-lista lögðu fram til­lög­ur við þessa fjár­hags­áætl­un um að halda áfram með þessi verk­efni auk annarra til­lagna en þær voru felld­ar af meiri­hlut­an­um. Af þess­um ástæð­um gátu full­trú­ar D-lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar ekki greitt at­kvæði með þess­ari fjár­hags­áætl­un og sátu því hjá við af­greiðslu henn­ar.

  Að lok­um þakka bæj­ar­full­trú­ar D-lista öllu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir vel unn­in störf við gerð þess­ar­ar fjár­hags­áætl­un­ar.

  ***
  Bók­un L lista:
  Mos­fells­bær er stækk­andi sveit­ar­fé­lag með mörg krefj­andi verk­efni á sinni könnu. Ráð­deild og skyn­semi í fjár­mál­um bæj­ar­ins skipt­ir höf­uð­máli, sér­stak­lega í ljósi ytri að­stæðna.

  Í fjár­hags­áætl­un meiri­hlut­ans eru lagð­ar til marg­ar skyn­sam­ar til­lög­ur að fjár­hag bæj­ar­ins á kom­andi ári. Þó þarf að gæta þess að aukn­ar álög­ur verði ekki of þung byrði á herð­um barna­fólks og þeirra tekju­lægri og af því höf­um við í Vin­um Mos­fells­bæj­ar ákveðn­ar áhyggj­ur.
  Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans hafa ekki haft að­komu að gerð fjár­hags­áætl­un­ar og því taldi full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar sér ekki fært að greiða at­kvæði með fjár­hags­áætl­un kom­andi árs.

  Full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar sat því hjá við at­kvæða­greiðslu fjár­hags­áætl­un 2023.

Fundargerð

 • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1558202211026F

  Fund­ar­gerð 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

  • 2.1. Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026 202206736

   Lagt er til að fjár­magnslið­ir fjár­hags­áætl­un­ar 2023-2026 verði reikn­að­ir upp mið­að við nýja spá Hag­stofu um þró­un vísi­tölu neyslu­verðs.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.2. Eldri hverfi - end­ur­bæt­ur 202211143

   Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til­laga að for­gangs­röð­un fram­kvæmda við end­ur­nýj­un gang­stétta og op­inna svæða í eldri hverf­um Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2023.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.3. Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing 202209298

   Er­indi frá arki­tekta­stof­unni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frek­ari upp­bygg­ingu og breyt­ingu á deili­skipu­lagi Huldu­hóla­svæð­is við Bröttu­hlíð. Mál­inu var vís­að til bæj­ar­ráðs eft­ir um­ræð­ur og af­greiðslu á 576. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.4. Leik­skóla­lóð í Helga­fellslandi, fram­kvæmd­ir á lóð 202101461

   Ósk um heim­ild til þess að bjóða út fram­kvæmd við stoð­veggi á leik­skóla­lóð í Helga­fellslandi að Vefara­stræti 2-6.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar D og L lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  • 2.5. Nýir körfu­bolta­vell­ir í Mos­fells­bæ 202208649

   Um­beð­in um­sögn for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og um­hverf­is­stjóra lögð fram ásamt til­lögu.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.6. Funda­dag­skrá 2023 202211082

   Til­laga að funda­dag­skrá bæj­ar­ráðs árs­ins 2023.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.7. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið 202106232

   Er­indi frá SSH þar sem til­laga að lofts­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er kynnt auk þess sem ábend­inga er ósk­að.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.8. Stefna vegna skóla­göngu 202108989

   Nið­ur­staða dóms hér­aðs­dóms kynnt fyr­ir bæj­ar­ráði.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.9. Til­boð til Mos­fells­bæj­ar varð­andi ork­u­nýt­ingu á al­menn­um úr­gangi 202210578

   Er­indi Ís­lenska gáma­fé­lags­ins varð­andi kaupa á úr­gangi til út­flutn­ings til ork­u­nýt­ing­ar.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 2.10. Drög að reglu­gerð um íbúa­kosn­ing­ar sveit­ar­fé­laga í sam­ráðs­gátt 202211292

   Er­indi frá inn­viða­ráðu­neyti þar sem vak­in er at­hygli á að drög að reglu­gerð um íbúa­kosn­ing­ar sveit­ar­fé­laga hafi ver­ið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Um­sagn­ar­frest­ur er til 5. des­em­ber 2022.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1558. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1559202211037F

   Fund­ar­gerð 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 3.1. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætl­un 2022 202201034

    Til­laga um lán­töku hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.2. Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023-2026 - gjald­skrár árs­ins 2023 202206736

    Gjald­skrár árs­ins 2023 lagð­ar fram. Jafn­framt er yf­ir­lit yfir álagn­ing­ar­for­send­ur fast­eigna­gjalda og upp­færð­ar regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til tekju­lágra elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega lagð­ar fram.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.3. Gjald­skrá Slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2023 202211428

    Gjald­skrá Slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2023 lögð fram til sam­þykkt­ar.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.4. Stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt 202210483

    Til­laga um að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að hefja við­ræð­ur við ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki til að fram­kvæma stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt á starf­semi Mos­fells­bæj­ar.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.5. Leið­rétt­ing á ráðn­ing­ar­samn­ingi bæj­ar­stjóra 202205548

    Til­laga að leið­rétt­ingu á ráðn­ing­ar­samn­ingi við bæj­ar­stjóra.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.6. Sam­eig­in­leg­ur rekst­ur um­dæm­is­ráðs barna­vernd­ar í Krag­an­um 202211358

    Er­indi frá SSH þar sem lagt er til að samn­ing­ur sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, utan Reykja­vík­ur, um rekst­ur um­dæm­is­ráðs barna­vernd­ar í Krag­an­um, ásamt við­auka, verði sam­þykkt­ur. Jafn­framt er lagt til að til­nefn­ing ráðs­manna í um­dæm­is­ráð verði sam­þykkt.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.7. Stýri­hóp­ur um upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja á Varmár­svæði 202210199

    Um­beð­in um­sögn um­hverf­is­sviðs lögð fram.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.8. Nýir körfu­bolta­vell­ir í Mos­fells­bæ 202208649

    Um­beð­in um­sögn for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og um­hverf­is­stjóra lögð fram.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.9. Æð­ar­höfði 36- um­sagn­ar­beiðni vegna rekst­ar­leyf­is GGG veit­ing­ar. 202211360

    Frá sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, beiðni um um­sögn vegna um­sókn­ar GGG veit­inga ehf. (Blik bistro) um leyfi til rekst­urs veit­inga­húss í fl. II, að Æð­ar­höfði 36.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.10. Til­boð til Mos­fells­bæj­ar varð­andi ork­u­nýt­ingu á al­menn­um úr­gangi 202210578

    Er­indi Ís­lenska gáma­fé­lags­ins varð­andi kaupa á úr­gangi til út­flutn­ings til ork­u­nýt­ing­ar.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 3.11. Til­laga til þings­álykt­un­ar um ör­uggt farsíma­sam­band á þjóð­veg­um- beiðni um um­sögn 202211310

    Frá nefnd­ar­sviði Al­þing­is um­sagn­ar­beiðni um til­lögu til þings­álykt­un­ar um ör­uggt farsíma­sam­band á þjóð­veg­um. Um­sagn­ar­frest­ur er til 2. des­em­ber nk.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1559. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

   • 4. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 579202211034F

    Fund­ar­gerð 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 4.1. Funda­dag­skrá 2023 - Starfs­áætl­un skipu­lags­nefnd­ar 202211082

     Lögð eru fram til kynn­ing­ar drög að starfs­áætl­un skipu­lags­nefnd­ar og fund­ar­da­ga­tal fyr­ir árið 2023.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4.2. Há­eyri 1-2 - breyt­ing á skipu­lagi 202108920

     Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu ný til­laga að aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir íbúð­ar­svæði 330-Íb, Há­eyri 1-2, þar sem breyta á tveim­ur ein­býl­is­húsa­lóð­um í tvær par­húsa­lóð­ir, fjór­ar íbúð­ir, með einni sam­eig­in­legri að­komu frá Reykjalund­ar­vegi.
     Mál­inu var frest­að vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4.3. Ála­foss­veg­ur 25 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208800

     Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, frá Sig­urði Haf­steins­syni, f.h. Jó­hann­es­ar Eð­varðs­son­ar, dags. 30.08.2022, fyr­ir nýju þriggja hæða, tveggja íbúða, húsi að Ála­foss­vegi 25 í Ála­fosskvos. Um­sókn­inni var vís­að til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar af 485. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa, á grund­velli 2.4.2. gr. bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar nr. 112/2012, þar sem að heim­ild­ir deili­skipu­lags eru óljós­ar. Hjálagt er deili­skipu­lag Ála­fosskvos­ar.
     Mál­inu var frest­að vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4.4. Áhersl­ur svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á kjör­tíma­bil­inu 2022-2026 202211002

     Lagð­ar eru fram til kynn­ing­ar áhersl­ur Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyr­ir kjör­tíma­bil­ið 2022-2026. Er­ind­inu var vís­að til kynn­ing­ar skipu­lags­nefnd­ar af 1556. fundi bæj­ar­ráðs.
     Mál­inu var frest­að vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4.5. Skelja­tangi 10 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202209393

     Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Skelja­tanga 10 í sam­ræmi við af­greiðslu á 573. fundi nefnd­ar­inn­ar. Breyt­ing­in bygg­ir á að stækka bygg­ing­ar­reit og hús­næði, um 40 fer­metra, til norð­urs í átt að Skelja­tanga 12.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4.6. Krika­hverfi - deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir bretta­völl við Krika­skóla 202207104

     Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir nýj­an hjóla­bretta­völl utan við lóð Krika­skóla í Krika­hverfi.
     Hjálagt er minn­is­blað starfs­manna vegna til­lögu.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4.7. Blikastaða­land - Kor­p­úlfs­staða­veg­ur - Deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is 201908379

     Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu Kor­p­úlfs­staða­veg­ar. Breyt­ing­in fel­ur í sér breytt skipu­lags­mörk þar sem markmið er að inn­færa gatna­teng­ing­ar við ný­lega kynnta til­lögu deili­skipu­lags versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is að Blika­stöð­um við Kor­p­úlfs­staða­veg. Teng­ing­arn­ar eru þrjár; gatna­mót, hring­torg og þver­un Borg­ar­línu. Ann­að í skipu­lagi er óbreytt.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 4.8. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 62 202211030F

     Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 579. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 5. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 232202211024F

     Fund­ar­gerð 232. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 6. At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd - 1202211038F

      Fund­ar­gerð 1. fund­ar at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 6.1. Sam­þykkt fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd lögð fram. 202211062

       Sam­þykkt fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd lögð fram.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 1. fund­ar at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 6.2. At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefna 202211413

       Und­ir­bún­ing­ur gagna­öfl­un­ar vegna vinnu við mót­un at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­stefnu.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 1. fund­ar at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 6.3. Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026 202206736

       Drög að fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023-2026 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 9. nóv­em­ber lögð fram.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 1. fund­ar at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 7. Ung­menna­ráð Mos­fells­bæj­ar - 62202211047F

       Fund­ar­gerð 62. fund­ar ung­menna­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

       • 7.1. Kynn­ing fyr­ir ung­menna­ráð 201911148

        Kynn­ing á starf­semi ung­menna­ráðs fyr­ir nefnd­ar­menn ráðs­ins 2022-2023

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 62. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

       • 7.2. Kynn­ing á verk­efn­inu Barn­vænt sveit­ar­fé­lag 202211473

        Kynn­ing á verk­efn­inu Barn­vænt sveit­ar­fé­lag

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 62. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

       • 7.3. Ung­menna­ráð og þátt­taka barna í starfi sveit­ar­fé­laga 202209531

        Ung­menna­ráð og þátt­taka barna í starfi sveit­ar­fé­laga

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 62. fund­ar ung­menna­ráðs sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

       • 8. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 414202211041F

        Fund­ar­gerð 414. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 8.1. Starfs­hóp­ur um upp­bygg­ingu leik­skóla í Mos­fells­bæ. 202210231

         Kynn­ing á nið­ur­stöð­um starfs­hóps um til­lög­ur og að­gerða­áætl­un til næstu fimm ára um upp­bygg­ingu leik­skóla í Mos­fells­bæ í sam­ráði við bæj­ar­ráð og fræðslu­nefnd.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 414. fund­ar fræðslu­nefnd sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 8.2. Mál­efni leik­skóla - nóv­em­ber 2022 202211420

         Leik­skóla­stjór­ar kynna fyr­ir fræðslu­nefnd helstu áskor­an­ir og tæki­færi sem leik­skól­inn stend­ur frammi fyr­ir um þess­ar mund­ir.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 414. fund­ar fræðslu­nefnd sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 8.3. Skóla­daga­töl 2022-2023 202112253

         Ósk um breyt­ingu á skóla­da­ga­tali Krika­skóla vegna náms­ferð­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 414. fund­ar fræðslu­nefnd sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 8.4. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar 201902331

         Inn­leið­ing­ar­t­eymi Mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar 2023.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 414. fund­ar fræðslu­nefnd sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 8.5. Skóla­skylda grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ skóla­ár­ið 2022-2023. 202210473

         Lagt fram til upp­lýs­inga.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 414. fund­ar fræðslu­nefnd sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        Almenn erindi

        • 9. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð202205456

         Tillaga D lista um breytingar á aðalmanni í íþrótta- og tómstundanefnd og breytingu aðal- og varamanna í svæðisskipulagsnefnd. Tillaga L lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd.

         Til­laga er um eft­ir­far­andi breyt­ing­ar á íþrótta- og tóm­stunda­nefnd: Lagt er til að Hjört­ur Örn Arn­ar­son verði aðal­mað­ur í stað Örnu Bjark­ar Hagalíns­dótt­ur. Ekki koma fram aðr­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

         Til­laga er um breyt­ing­ar á skip­an svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins: Lagt er til að Helga Jó­hann­es­dótt­ir, sem er vara­mað­ur verði aðal­mað­ur, og Ás­geir Sveins­son, sem er aðal­mað­ur verði vara­mað­ur. Ekki koma fram aðr­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

         Til­laga er um breyt­ingu á skip­an skipu­lags­nefnd­ar: Lagt er til að Hauk­ur Örn Harð­ar­son, sem er vara­áheyrn­ar­full­trúi, verði áheyrn­ar­full­trúi í stað Stef­áns Óm­ars Jóns­son­ar, og Michele Re­bora verði vara­áheyrn­ar­full­trúi. Ekki koma fram aðr­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

         Fundargerðir til kynningar

         • 10. Öld­unga­ráð Mos­fells­bæj­ar - 31202211036F

          Fund­ar­gerð 31. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 10.1. Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026 202206736

           Kynn­ing á fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar 2023 er varð­ar mál­efni aldr­aðra.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 31. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.2. Rýni­hóp­ar Gallup vegna þjón­ustu við aldr­aða, fatl­aða og á sviði skipu­lags­mála 202201442

           Ráð­ið fjall­ar um nið­ur­stöð­ur rýni­hópa Gallup vegna þjón­ustu við aldr­aða í Mos­fells­bæ.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 31. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.3. Þjón­usta til aldr­aðra íbúa Mos­fells­bæj­ar - um­ræð­ur öld­unga­ráðs 202110122

           Far­ið yfir helstu þjón­ustu­þætti sem veitt­ir eru frá Eir­hömr­um.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 31. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.4. Starf­semi Hlé­garðs 202209150

           Öld­unga­ráð ræð­ir af­not af Hlé­garði fyr­ir fé­lags- og menn­ing­ar­starf eldri borg­ara.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 31. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 10.5. Starfs­áætl­un öld­unga­ráðs 2022-2026 202208714

           Drög að tíma­setn­ingu funda öld­unga­ráðs árið 2023 lögð fram og gerð áætl­un um áherslupunkta úr stefnu Mos­fells­bæj­ar í mál­efn­um eldri borg­ara.

           Niðurstaða þessa fundar:

           Af­greiðsla 31. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 11. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 62202211030F

           Fund­ar­gerð 62. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

           • 11.1. Hrafns­höfði 17 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 202202086

            Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 572. fundi sín­um að kynna og aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir fyr­ir stækk­un húss að Hrafns­höfða 17, skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­laga að breyt­ingu var að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru í aðliggj­andi hús, Hrafns­höfða 15, 17, 19 og 29 sem og Blika­höfða 10 og 12. At­huga­semda­frest­ur var frá 03.10.2022 til og með 03.11.2022.
            Eng­ar efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 62. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

           • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 486202212005F

            Fund­ar­gerð 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 12.1. Brú­arfljót 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011137

             E18, Loga­fold 32, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta mhl. 02 og 04 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­loft­um.
             Stækk­un mhl. 02: Milli­loft 650 m², rúm­mál breyt­ist ekki.
             Stækk­un mhl. 04: Milli­loft 804,7 m², rúm­mál breyt­ist ekki.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12.2. Desja­mýri 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108131

             HDE ehf. Þórð­ar­sveig 20 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­loft­um.
             Stækk­un: Milli­loft 825,1 m², rúm­mál breyt­ist ekki.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12.3. Há­holt 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202209275

             N1 ehf. Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næð­is á lóð­inni Há­holt nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér stækk­un kæl­is við aust­ur­hlið.
             Stækk­un 21,3 m², 57,6 m³.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12.4. Há­holt 14 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202206028

             Heng­ill ehf Há­holti 14 sæk­ir sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta mhl. 0106 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Há­holt nr. 14, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
             Stærð­ir breyt­ast ekki

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12.5. Laxa­tunga 193/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201701154

             Daði Jó­hanns­son Laxa­tungu 193 sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Laxa­tunga nr. 193, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12.6. Reykja­hvoll 36 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205507

             Birk­ir Freyr Helga­son Álf­konu­hvarfi 33 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 36, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
             Stærð­ir: Íbúð 186,0 m², bíl­geymsla 51,9 m², 756,4 m³.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12.7. Skugga­bakki 10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202208793

             Durg­ur ehf. Laxa­tungu 41 sæk­ir um leyfi stækk­un turn­bygg­ing­ar hest­húss á lóð­inni Skugga­bakki nr.10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
             Stækk­un: 16,8 m² , 37,9 m³.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 12.8. Voga­tunga 53-59, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806022

             Upprisa ehf., Há­holti 14, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húsa á lóð­inni Voga­tunga nr. 53-59, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

             Niðurstaða þessa fundar:

             Af­greiðsla 486. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 13. Fund­ar­gerð 362. fund­ar Strætó bs.202211412

             Fundargerð 362. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar

             Fund­ar­gerð 362. fund­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 14. Fund­ar­gerð 243. fund­ar stjórn­ar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202210567

             Fundargerð 243. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð 243. fund­ar stjórn­ar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 15. Fund­ar­gerð árs­fund­ar byggð­ar­sam­lag­anna 2022202212061

             Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna 2022 lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð árs­fund­ar byggð­ar­sam­lag­anna 2022 lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 16. Fund­ar­gerð 46. að­al­fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202212024

             Fundargerð 46. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð 46. að­al­fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 17. Fund­ar­gerð 40. eig­enda­fund­ar Sorpu bs.202212070

             Fundargerð 40. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð 40. eig­enda­fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 18. Fund­ar­gerð 40. eig­enda­fund­ar Strætó bs.202211410

             Fundargerð 40. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð 40. eig­enda­fund­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 19. Fund­ar­gerð 407. fund­ar sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna202211386

             Fundargerð 406. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð 407. fund­ar sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 20. Fund­ar­gerð 915. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202211455

             Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð 915. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            • 21. Fund­ar­gerð 9. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar202211441

             Fundargerð 9. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

             Fund­ar­gerð 9. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar lögð fram til kynn­ing­ar á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:34