Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. mars 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­bóta­verk­efni Mos­fells­bæj­ar202403512

    Yfirferð yfir stöðu umbótaverkefna úr stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Strategíu.

    Bæj­ar­stjóri ásamt skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar fór yfir og kynnti stöðu um­bóta­verk­efna árs­ins 2024.

    Gestir
    • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
  • 2. Starfs­lýs­ing bæj­ar­stjóra202502604

    Tillaga að starfslýsingu fyrir bæjarstjóra lögð fram til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa fyr­ir­liggj­andi starfs­lýs­ingu bæj­ar­stjóra til sam­þykkt­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    • 3. Skemmd­ir af völd­um vatna­vaxta202502252

      Lögð fyrir bæjarráð tillaga um viðgerðir vegna vatnavaxta ásamt tillögu um tilfærslu í fjárfestingaráætlun til að mæta þeim kostnaði.

      Frestað vegna tíma­skorts.

      • 4. Varmár­skóli heim­il­is­fræði­stofa - hönn­un202004121

        Lagt er til að sett verði af stað útboðshönnun á neðstu hæð vesturálmu Varmárskóla, þar sem staðsett verður heimilisfræðistofa.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fara af stað í út­boðs­hönn­un á nýrri heim­il­is­fræði­stofu og end­ur­bót­um á jarð­hæð vesturálmu Varmár­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • 5. Leik­skóli Helga­fells­hverfi - upp­lýs­inga­gjöf202101461

          Stöðuyfirlit fyrir leikskólann í Helgafellshverfi vegna leka á hitaveituvatni í tæknirými skólans.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 6. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2025202501539

            Ás­geir Sveins­son vék af fundi kl.8:44.

            Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 850.000.000, með loka­gjald­daga þann

            20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2503_09.

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

            Er lán­ið tek­ið til að end­ur­fjármagna af­borg­an­ir á eldri lán­um sveit­ar­fé­lags­ins hjá Lána­sjóðn­um sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

            Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

          • 7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 - kjara­samn­ing­ar202401260

            Upplýsingar um áhrif nýs kjarasamnings Kennarasambands Íslands við samninganefndir sveitarfélaga og ríkis.

            Lagt fram og kynnt.

            • 8. Rekst­ur íþrótta­mann­virkja að Varmá202502548

              Erindi frá Aftureldingu þar sem þess er óskað að hafnar verði viðræður um frekara samstarf um rekstur íþróttamannvirkja að Varmá.

              Bæj­ar­ráð þakk­ar fram­kom­ið er­indi og fel­ur sviðs­stjóra menn­ing­ar- íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs að hefja við­ræð­ur við Aft­ur­eld­ingu í tengsl­um við er­ind­ið.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:54