6. mars 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umbótaverkefni Mosfellsbæjar202403512
Yfirferð yfir stöðu umbótaverkefna úr stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Strategíu.
Bæjarstjóri ásamt skrifstofustjóra umbóta og þróunar fór yfir og kynnti stöðu umbótaverkefna ársins 2024.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
2. Starfslýsing bæjarstjóra202502604
Tillaga að starfslýsingu fyrir bæjarstjóra lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa fyrirliggjandi starfslýsingu bæjarstjóra til samþykktar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
4. Varmárskóli heimilisfræðistofa - hönnun202004121
Lagt er til að sett verði af stað útboðshönnun á neðstu hæð vesturálmu Varmárskóla, þar sem staðsett verður heimilisfræðistofa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fara af stað í útboðshönnun á nýrri heimilisfræðistofu og endurbótum á jarðhæð vesturálmu Varmárskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Leikskóli Helgafellshverfi - upplýsingagjöf202101461
Stöðuyfirlit fyrir leikskólann í Helgafellshverfi vegna leka á hitaveituvatni í tæknirými skólans.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2025202501539
Ásgeir Sveinsson vék af fundi kl.8:44.Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fjórum atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 850.000.000, með lokagjalddaga þann
20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2503_09.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fjórum atkvæðum að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á eldri lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - kjarasamningar202401260
Upplýsingar um áhrif nýs kjarasamnings Kennarasambands Íslands við samninganefndir sveitarfélaga og ríkis.
Lagt fram og kynnt.
8. Rekstur íþróttamannvirkja að Varmá202502548
Erindi frá Aftureldingu þar sem þess er óskað að hafnar verði viðræður um frekara samstarf um rekstur íþróttamannvirkja að Varmá.
Bæjarráð þakkar framkomið erindi og felur sviðsstjóra menningar- íþrótta- og lýðheilsusviðs að hefja viðræður við Aftureldingu í tengslum við erindið.