24. nóvember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Lagt er til að fjármagnsliðir fjárhagsáætlunar 2023-2026 verði reiknaðir upp miðað við nýja spá Hagstofu um þróun vísitölu neysluverðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um uppreikning fjármagnsliða fjárhagsáætlunar miðað við nýja spá Hagstofu um þróun vísitölu neysluverðs.
2. Eldri hverfi - endurbætur202211143
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að forgangsröðun framkvæmda við endurnýjun gangstétta og opinna svæða í eldri hverfum Mosfellsbæjar á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um framkvæmdir við endurnýjun gangstétta og opinna svæða í eldri hverfum á árinu 2023.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frekari uppbyggingu og breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Málinu var vísað til bæjarráðs eftir umræður og afgreiðslu á 576. fundi skipulagsnefndar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og nánari skoðunar bæjarstjóra.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Leikskólalóð í Helgafellslandi, framkvæmdir á lóð202101461
Ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd við stoðveggi á leikskólalóð í Helgafellslandi að Vefarastræti 2-6.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og heimilar umhverfissviði að bjóða út framkvæmd við stoðveggi á leikskólalóð við Vefarastræti 2-6. Bæjarráðsfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Nýr meirihluti samþykkti í byrjun sumars að klára jarðvinnu á lóð vegna leikskóla í Helgafellslandi.Frá því að sú ákvörðun var tekin hefur byggingu leikskólans verið frestað og verður hann hugsanlega boðinn út í byrjun árs 2024 samkvæmt nýjustu ákvörðunum meirihlutans.
Nú liggur fyrir bæjarráði að bjóða eigi sérstaklega út og byggja strax steypta stoðveggi á öllum hliðum lóðarinnar sem er hluti af hönnun leikskólans með tilheyrandi kostnaði, án þess að það sé ákveðið hvort leikskólinn verði byggður eða ekki.
Bæjarfulltrúar D-lista í bæjarráði ítreka enn og aftur tillögu sína um að bygging leikskóla og stoðveggja verði boðin strax út í einu útboði og að framkvæmdir verði hafnar sem fyrst eins og var gert ráð fyrir í áætlunum.
Fulltrúar D-lista í bæjarráði sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, en taka undir að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi vegfarenda og íbúa í kringum lóðina þar til ákvörðun verði tekin um hvað og þá hvenær verði byggt á lóðinni.
Bókun B, S og C lista:
Þegar ákvörðun var tekin í sumar um að hefja jarðvegsframkvæmdir lá ekki fyrir í gögnum málsins að byggingarkostnaður hefði aukist jafn mikið og raun ber vitni. Til þess að tryggja öryggi vegfarenda og aðliggjandi mannvirkja er fyrirliggjandi tillaga að byggingu stoðveggja nauðsynleg.Til áréttingar varðandi niðurstöðu starfshóps um byggingu leikskólans þá kemur fram að endurskoðun á teikningum skuli liggja fyrir á árinu 2022 eða innan 5 vikna. Eins kemur skýrt fram að leikskólinn, ef haldið verið áfram með verkefnið, skuli boðinn út í síðasta lagi í janúar 2024 en ekki í fyrsta lagi.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
5. Nýir körfuboltavellir í Mosfellsbæ202208649
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra lögð fram ásamt tillögu.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri
6. Fundadagskrá 2023202211082
Tillaga að fundadagskrá bæjarráðs ársins 2023.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fundadagskrá bæjarráðs ársins 2023.
7. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Erindi frá SSH þar sem tillaga að loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins er kynnt auk þess sem ábendinga er óskað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
8. Stefna vegna skólagöngu202108989
Niðurstaða dóms héraðsdóms kynnt fyrir bæjarráði.
Niðurstaða héraðsdóms kynnt.
9. Tilboð til Mosfellsbæjar varðandi orkunýtingu á almennum úrgangi202210578
Erindi Íslenska gámafélagsins varðandi kaupa á úrgangi til útflutnings til orkunýtingar.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt202211292
Erindi frá innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 5. desember 2022.
Lagt fram.