Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. nóvember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

    Lagt er til að fjármagnsliðir fjárhagsáætlunar 2023-2026 verði reiknaðir upp miðað við nýja spá Hagstofu um þróun vísitölu neysluverðs.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um upp­reikn­ing fjár­magnsliða fjár­hags­áætl­un­ar mið­að við nýja spá Hag­stofu um þró­un vísi­tölu neyslu­verðs.

  • 2. Eldri hverfi - end­ur­bæt­ur202211143

    Lögð fyrir bæjarráð tillaga að forgangsröðun framkvæmda við endurnýjun gangstétta og opinna svæða í eldri hverfum Mosfellsbæjar á árinu 2023.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um fram­kvæmd­ir við end­ur­nýj­un gang­stétta og op­inna svæða í eldri hverf­um á ár­inu 2023.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 3. Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

    Erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frekari uppbyggingu og breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Málinu var vísað til bæjarráðs eftir umræður og afgreiðslu á 576. fundi skipulagsnefndar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og nán­ari skoð­un­ar bæj­ar­stjóra.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 4. Leik­skóla­lóð í Helga­fellslandi, fram­kvæmd­ir á lóð202101461

    Ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd við stoðveggi á leikskólalóð í Helgafellslandi að Vefarastræti 2-6.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu og heim­il­ar um­hverf­is­sviði að bjóða út fram­kvæmd við stoð­veggi á leik­skóla­lóð við Vefara­stræti 2-6. Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    ***
    Bók­un D lista:
    Nýr meiri­hluti sam­þykkti í byrj­un sum­ars að klára jarð­vinnu á lóð vegna leik­skóla í Helga­fellslandi.

    Frá því að sú ákvörð­un var tekin hef­ur bygg­ingu leik­skól­ans ver­ið frestað og verð­ur hann hugs­an­lega boð­inn út í byrj­un árs 2024 sam­kvæmt nýj­ustu ákvörð­un­um meiri­hlut­ans.

    Nú ligg­ur fyr­ir bæj­ar­ráði að bjóða eigi sér­stak­lega út og byggja strax steypta stoð­veggi á öll­um hlið­um lóð­ar­inn­ar sem er hluti af hönn­un leik­skól­ans með til­heyr­andi kostn­aði, án þess að það sé ákveð­ið hvort leik­skól­inn verði byggð­ur eða ekki.

    Bæj­ar­full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði ít­reka enn og aft­ur til­lögu sína um að bygg­ing leik­skóla og stoð­veggja verði boð­in strax út í einu út­boði og að fram­kvæmd­ir verði hafn­ar sem fyrst eins og var gert ráð fyr­ir í áætl­un­um.
    Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði sitja hjá við af­greiðslu þessa máls, en taka und­ir að nauð­syn­legt sé að tryggja ör­yggi veg­far­enda og íbúa í kring­um lóð­ina þar til ákvörð­un verði tekin um hvað og þá hvenær verði byggt á lóð­inni.


    Bók­un B, S og C lista:
    Þeg­ar ákvörð­un var tekin í sum­ar um að hefja jarð­vegs­fram­kvæmd­ir lá ekki fyr­ir í gögn­um máls­ins að bygg­ing­ar­kostn­að­ur hefði auk­ist jafn mik­ið og raun ber vitni. Til þess að tryggja ör­yggi veg­far­enda og aðliggj­andi mann­virkja er fyr­ir­liggj­andi til­laga að bygg­ingu stoð­veggja nauð­syn­leg.

    Til árétt­ing­ar varð­andi nið­ur­stöðu starfs­hóps um bygg­ingu leik­skól­ans þá kem­ur fram að end­ur­skoð­un á teikn­ing­um skuli liggja fyr­ir á ár­inu 2022 eða inn­an 5 vikna. Eins kem­ur skýrt fram að leik­skól­inn, ef hald­ið ver­ið áfram með verk­efn­ið, skuli boð­inn út í síð­asta lagi í janú­ar 2024 en ekki í fyrsta lagi.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 5. Nýir körfu­bolta­vell­ir í Mos­fells­bæ202208649

      Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og umhverfisstjóra lögð fram ásamt tillögu.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
      • Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri
      • 6. Funda­dagskrá 2023202211082

        Tillaga að fundadagskrá bæjarráðs ársins 2023.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um funda­dagskrá bæj­ar­ráðs árs­ins 2023.

      • 7. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

        Erindi frá SSH þar sem tillaga að loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins er kynnt auk þess sem ábendinga er óskað.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar.

      • 8. Stefna vegna skóla­göngu202108989

        Niðurstaða dóms héraðsdóms kynnt fyrir bæjarráði.

        Nið­ur­staða hér­aðs­dóms kynnt.

        • 9. Til­boð til Mos­fells­bæj­ar varð­andi ork­u­nýt­ingu á al­menn­um úr­gangi202210578

          Erindi Íslenska gámafélagsins varðandi kaupa á úrgangi til útflutnings til orkunýtingar.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 10. Drög að reglu­gerð um íbúa­kosn­ing­ar sveit­ar­fé­laga í sam­ráðs­gátt202211292

            Erindi frá innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 5. desember 2022.

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:17