Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. mars 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka á dagskrá fund­ar­ins nýtt mál sem verð­ur nr. 5 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

    Lagt er til að bæjarráð samþykki að fela umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu og innréttingu leikskóla í Helgafellslandi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út fram­kvæmd­ir við upp­bygg­ingu og inn­rétt­ingu leik­skóla í Helga­fellslandi í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu bæj­ar­stjóra. Jafn­framt er sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að út­búa við­auka við fjár­hags­áætlun vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar.

    ***
    Bók­un B, C og S lista:
    Bæj­ar­full­trú­ar B, S og C lista lýsa ánægju með þann ár­ang­ur sem hef­ur náðst með starfi starfs­hóps um upp­bygg­ingu leik­skóla.

    Í fram­haldi af nið­ur­stöðu starfs­hóps­ins hef­ur tek­ist að lækka áætl­að­an bygg­ing­ar­kostn­að um 15%. Þar að auki var safn­að sam­an mik­ið af gagn­leg­um upp­lýs­ing­um sem munu nýt­ast við stefnu­mót­un í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu leik­skóla í Mos­fells­bæ.

    Þeg­ar upp­færð kostn­að­ar­áætlun lá fyr­ir í sept­em­ber 2022 tók meiri­hlut­inn ákvörð­un um stofn­un starfs­hóps­ins til að bregð­ast við þeirri gríð­ar­legu hækk­un sem varð á kostn­að­ar­mati frá vori 2021 til sept­em­ber 2022.

    Lóð­ar­val og hönn­un leik­skól­ans lá fyr­ir þeg­ar nýr meiri­hluti tók við í júní 2022 og er ljóst að ef verk­efn­ið hefði ekki ver­ið kom­ið svona langt á þeim tíma þá hefði þessi stað­setn­ing ekki ver­ið valin vegna þess gríð­ar­lega kostn­að­ar sem fylg­ir upp­bygg­ingu á þess­ari lóð.

    Bók­un D lista:
    Full­trú­ar D-lista lýsa yfir ánægju með að loks­ins hef­ur ver­ið tekin ákvörð­un af meiri­hlut­an­um um að bjóða út bygg­ingu leik­skóla í Helga­fells­hverfi en það út­boð var á döf­inni síð­ast­lið­ið sum­ar.

    Full­trú­ar D-lista hafa ít­rekað ýtt á að ákvörð­un um að bygg­ing leik­skóla hefj­ist sem fyrst því sú töf sem hef­ur orð­ið á fram­kvæmd­um er mjög slæm. Opn­un leik­skól­ans mun drag­ast um allt að eitt ár með til­heyr­andi vand­ræð­um með dag­vist­un í Mos­fells­bæ auk þess sem kostn­að­ur við bygg­ing­una verð­ur mun hærri vegna þess­ara tafa sem hafa orð­ið á mál­inu.

    Sú hækk­un er til­komin vegna hækk­un­ar bygg­ing­ar­vístölu, verð­bólgu, hækk­un bygg­inga­kostn­að­ar, launa­hækk­ana, og hærri fjár­magns­kostn­að­ar verk­efn­is­ins vegna hærri vaxta. Full­trú­ar D-lista lögðu til í byrj­un kjör­tíma­bils að sú vinna við mögu­lega lækk­un á bygg­ing­ar­kostn­aði sem nú er búið að fram­kvæma yrði gerð strax síð­ast­lið­ið sum­ar á sama tíma og verk­ið hefði ver­ið boð­ið út og hefði það sparað skatt­greið­end­um í Mos­fells­bæ háar fjár­hæð­ir.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 2. Sam­komulag um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks202208758

    Lagt er til að gengið verði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks.

    Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

    Gestir
    • Una Dögg Euvdóttir, verkefnastjóri - félagsleg húsnæðismál
    • Kristbjörg Hjaltadóttir, stjórnandi félagsþjónustu
    • 3. Vinna við þró­un skipu­lags og upp­bygg­ingu byggð­ar í Blikastaðalandi202004164

      Kynning á stöðu vinnu við uppbyggingu og skipulag íbúðabyggðar í Blikastaðalandi. Fulltrúar Blikastaðalands ehf. koma á fundinn.

      Þor­gerð­ur Arna Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­eyj­ar, kynnti þró­un skipu­lags og upp­bygg­ingu byggð­ar í Blikastaðalandi.

      Gestir
      • Þorgerður Arna Einarsdóttir, Landey
      • Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltúi
      • 4. Næt­ur­strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202302556

        Opið bréf Röskvu til sveitarfélaga um akstur Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu.

        Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

        • 5. Til­laga varð­andi rekst­ur tjald­stæð­is í Mos­fells­bæ202303037

          Tillaga D lista um að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Mosfellsbæ.

          Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:27