7. júní 2023 kl. 16:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Í upphafi fundar var samþykkt með 11 atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins, kosning í nefndir og ráð, sem verður mál nr. 6 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1581202305026F
Fundarhlé hófst kl. 16:44. Fundur hófst aftur kl. 16:54.
Fundargerð 1581. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 830. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Framtíðarskipulag Skálatúns 202206678
Viðræður um framtíðarskipulag Skálatúns.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundarhlé hófst kl. 16:44. Fundur hófst aftur kl. 16:54.
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs var samþykkt einróma á 829. fundi bæjarstjórnar þann 25. maí 2023 með eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn samþykkir einróma tillögu um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns eins og hún var samþykkt á 1581. fundi bæjarráðs. Bæjarstjórn fagnar því að niðurstaða sé komin um framtíðarskipan rekstrar Skálatúns og þakkar bæjarstjóra og öðru starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við lausn málsins. Í þeim samningum sem hér liggja fyrir er sérstaklega gætt að hagsmunum íbúa Skálatúns og tryggt að þeir njóti þeirrar þjónustu og aðbúnaðar sem þeir eiga rétt á. Öllu starfsfólki Skálatúns verður boðið áframhaldandi starf og er það boðið velkomið í starfsmannahóp Mosfellsbæjar. Þá vill bæjarstjórn einnig þakka IOGT, sem rekið hefur Skálatún í áraraðir, innviðaráðuneyti, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti fyrir þeirra framlag til farsællar lausnar á rekstrarvanda Skálatúns. Sú framtíðaruppbygging sem ráðgerð er á svæðinu með farsæld barna að leiðarljósi mun opna mikla möguleika fyrir framtíðarþróun og nýsköpun í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra- FylgiskjalTillaga - þjónusta við íbúa Skálatúns til framtíðar og samningar um nýtingu lands að Skálatúni - uppfærtFylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs um yfirtöku Mosfellsbæjar á þjónustu við íbúa Skálatúns - undirritað eintak.FylgiskjalSamkomulag milli Skálatúns-ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, Mosfellsbæjar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - undirritað eintakFylgiskjalViljayfirlýsing um uppbyggingu í málefnum barna - undirritað eintakFylgiskjalSamkomulag ses í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna og Skálatúns
1.2. Verkfall starfsmannafélags Mosfellsbæjar 2023 202305236
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lagður fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2023 202305270
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Lýsing á reiðleið um Tungubakka 202304291
Umbeðin umsögn umhverfissviðs um lýsingu reiðleiðar um Tungubakka lögð fyrir bæjarráð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ 202305240
Umsókn Hopp Reykjavík ehf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Borgartangi 3, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis 202305091
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur Gististaðir í flokki II-C Minna gistiheimili, að Borgartanga 3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna 202305115
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.9. Tillaga D lista um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja 202305723
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.10. Frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum (lækkkun kosningaaldurs) 202305709
Frá stjórnskipunar- og nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á kosningarlögum. Umsagnarfrestur er til 26. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1582202305035F
Fundargerð 1582. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 830. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd 202101461
Upplýsingar um opnun tilboða vegna leikskóla í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Ósk um breytingu á samkomulagi um uppbyggingu IV. áfanga Helgafellshverfis 202304518
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Tillaga D lista um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja 202305723
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarfulltrúi C-lista lagði fram eftirfarandi málsmeðferðartillögu: Leggjum til að tillaga D-lista verði send til umsagnar og mats fræðslusviðs. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Borgartangi 3, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis 202305091
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili, að Borgartanga 3. Frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Rekstur deilda janúar til mars 2023 202305872
Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til mars 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna 202305115
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram. Frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Betra Ísland og grænna 202305791
Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands um betra Ísland og grænna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum (lækkkun kosningaaldurs) 202305709
Frá stjórnskipunar- og nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á kosningarlögum. Umsagnarfrestur var til 26. maí nk. Frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Staða kjaraviðræðna við starfsmannafélag Mosfellsbæjar 202305236
Upplýsingar veittar um stöðu kjaraviðræðna við starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 8202305020F
Fundargerð 8. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 830. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 202302464
Uppfærð jafnréttisáætlun lögð fyrir velferðarnefnd að nýju ásamt tillögu að jafnréttisdegi 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt 202210483
Bæjarstjóri kynnir niðurstöður stjórnsýslu- og rekstrarúttektar fyrir velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd 202305590
Undirbúningur vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun ársins 2024 lagður fyrir velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks 202209282
Drög að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks lögð fyrir til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Sóltún heilbrigðisþjónusta - uppbyggingar- og þróunaráform 202303449
Umræður í velferðarnefnd í kjölfar kynningar Sóltúns á síðasta fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 202203436
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 591202305030F
Fundargerð 591. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 830. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Dalland L123625 - nýtt deiliskipulag 202303972
Lagt er fram til umfjöllunar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 589. fundi skipulagsnefndar.
Hjálagt er erindi landeigenda um deiliskipulag.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. L125340 Í Miðdalsl - Sólbakki - ósk um gerð deiliskipulags 202208818
Skipulagsnefnd samþykkti á 586. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulagi fyrir Sólbakka L125340 og deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðarhvamm, skv. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340. Ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir.
Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Athugasemdafrestur var frá 05.04.2023 til og með 21.05.2023. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 16.02.2023 og Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 19.05.2023. Engar efnislegar athugasemdir bárust. Deiliskipulagstillaga og deiliskipulagsbreyting lögð fram til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalDeiliskipulag Sólbakka Afstöðumynd A1 (1).pdfFylgiskjalDeiliskipulag Heiðarhvamm Afstöðumynd A1 (1).pdfFylgiskjalUmsögn HEF.pdfFylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 586 (10.3.2023) - L125340 Í Miðdalsl - Sólbakki - ósk um gerð deiliskipulags.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 11 maí 2023 - Sólbakki L125340 og Heiðarhvammur L125323.pdfFylgiskjalÍ vinnslu_Minnisblað athugasemda og umsagnir.pdf
4.3. Lágafellsland - ósk um uppbyggingu á landi 202304013
Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni, f.h. Lágafellsbygginga ehf., dags. 30.03.2023, með ósk um gerð rammaskipulags fyrir Lágafellsland innan íbúðarsvæðis 407-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Sólvallaland - ósk um uppbyggingu á landi 202304055
Borist hefur erindi frá Sigurjóni Ásbjörnssyni, f.h. Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F-fasteignafélags ehf., dags. 05.04.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 3-4 ha svæðis í landi Akra og Sólvalla innan íbúðarsvæðis 315-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalSólvellir landþróunarfélag ehf - Bréf til skipulagsnefndar og bæjarráðs Mosfellsbæjar dags 05.04.2023.pdfFylgiskjalFrumdrög að skipulagslýsingu fyrir Reykjaveg með_skýringaruppdráttum_04.04.2023.pdfFylgiskjalF-fasteignafélag ehf - Umboð vegna umsóknar um gerð deiliskipulags við Reykjaveg 28-12-2022.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1579 (11.5.2023) - Sólvallaland - ósk um uppbyggingu á landi.pdfFylgiskjalMinnisblað til skipulagsnefndar
4.5. Í Suður-Reykjalandi L125425 - ósk um deiliskipulag 202305102
Borist hefur erindi frá Birni Stefáni Hallssyni og Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, dags. 04.05.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 2 ha svæðis í landi Suður-Reykja innan íbúðarsvæðis 317-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Sveinsstaðir - deiliskipulagsbreyting 202305873
Borist hefur erindi frá Vali Þór Sigurðssyni, f.h. Birgis Björnssonar, dags. 30.05.2023, með ósk um deiliskipulag fyrir Sveinsstaði við Reykjalundarveg vegna áforma um uppbyggingu á stakstæðum bílskúr innan lóðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.7. Hamratún 6 - ósk um stækkun lóðar og yfirtöku lands 202305257
Borist hefur erindi frá Halldóri Þórarinssyni, dags. 10.05.2023, með ósk um stækkun lóðar að Hamratúni 6.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 498 202305017F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 65202305028F
Fundargerð 65. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 830. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn 202301457
Undirbúningur fyrir fund með Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 65. fundar ungmennaráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
6. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga L- lista um breytingar á vara áheyrnarfulltrúum í umhverfisnefnd, atvinnu og nýsköpunarnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Tillaga L- lista um breytingar á vara áheyrnarfulltrúum í umhverfisnefnd, atvinnu- og nýsköpunarnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Í umhverfisnefnd er lagt til að vara áheyrnarfulltrúi verði Haukur Örn Harðarson í stað Lárusar Arnar Sölvasonar.
Í atvinnu- og nýsköpunarnefnd er lagt til að vara áheyrnarfulltrúi verði Guðmundur Hreinsson í stað Kristjáns Erlings Jónssonar.
Í íþrótta- og tómstundanefnd er lagt til að vara áheyrnarfulltrúi verði Dagný Kristinsdóttir í stað Lárusar Arnar Sölvasonar.
Ekki komu fram frekari tillögur og teljast þau því rétt kjörin sem vara áheyrnarfulltrúar í umhverfisnefnd, atvinnu- og nýsköpunarnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Fundargerðir til kynningar
7. Notendaráð fatlaðs fólks - 18202305033F
Fundargerð 18. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála 202201442
Niðurstöður könnunar vegna þjónustu við fatlað fólk, gerð 2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks 202209282
Drög að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks kynnt meðlimum Notendaráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Framtíðarskipulag Skálatúns 202206678
Kynning á framtíðarskipulagi Skálatúns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 499202306002F
Fundargerð 499. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Háholt 11A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202304452
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum spennistöð á lóðinni Háholt nr. 11A í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 17,3 m², 52,9 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 499. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Reykjahvoll 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208836
Klakkur verktakar ehf. Gerplustræti 18 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 499. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Reykjahvoll 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111059
Skjaldargjá ehf. Rauðarárstíg 42 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 29, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 1.3 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 499. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 480. fundar stjórnar Sorpu bs.202305782
Fundargerð 480. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 480. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202305783
Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 558. fundar stjórnar SSH202305826
Fundargerð 558.fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.
Fundargerð 558.fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 370. fundar Strætó bs.202305794
Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202305914
Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 830. fundi bæjarstjórnar.