Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. júní 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins sem verði mál nr. 9.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

  Upplýsingar um opnun tilboða vegna leikskóla í Helgafellshverfi.

  Upp­lýs­ing­ar veitt­ar um til­boð sem bár­ust í upp­bygg­ingu leik­skóla í Helga­fells­hverf­is.

  Gestir
  • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
 • 2. Ósk um breyt­ingu á sam­komu­lagi um upp­bygg­ingu IV. áfanga Helga­fells­hverf­is202304518

  Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns lögð fram.

  Um­sögn skipu­lags­full­trúa og bæj­ar­lög­manns lögð fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa þeim hluta er­ind­is er varð­ar deili­skipu­lag til skipu­lags­nefnd­ar. Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir því að gera breyt­ing­ar á kvöð um til­tek­inn fjölda íbúða fyr­ir 55 ára og eldri. Með þess­ari breyt­ingu er Mos­fells­bær að auka mögu­leika fyrstu kaup­enda og efnam­inni, sem upp­fylla skil­yrði HMS til hlut­deild­ar­lána, til að kom­ast inn á fast­eigna­markað. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­búa við­auka við upp­bygg­ing­ar­sam­komulag IV. áfanga Helga­fells­hverf­is þar að lút­andi á grund­velli þeirr­ar for­sendu að byggð­ar verði íbúð­ir sem upp­fylli skil­yrði HMS um hlut­deild­ar­lán.

  • 3. Til­laga D lista um garðslátt fyr­ir eldri borg­ara og ör­yrkja202305723

   Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.

   Til­lög­unni synjað með þrem­ur at­kvæð­um B, C og S lista. Full­trú­ar D lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

   Bók­un B, C og S lista:
   Því mið­ur er fyr­ir­liggj­andi til­laga of seint fram komin til þess að hægt sé fjölga þeim skipt­um sem standa eldri borg­ur­um og ör­yrkj­um til boða sum­ar­ið 2023. Vinnu­skól­inn hef­ur hvorki af­kasta­getu né tækja­kost til auka við þjón­ust­una. Til þess að hægt sé að fjölga skipt­um þarf að bæta tækja­kost með til­heyr­andi kostn­aði sem aft­ur vek­ur spurn­ing­ar um hvort sveit­ar­fé­lag­ið sé þar með að færa sig inn á sam­keppn­ismarkað. Svo virð­ist sem önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu séu ekki leng­ur að veita þessa þjón­ustu með þess­um hætti held­ur nið­ur­greiða þjón­ustu einka­að­ila. Þrátt fyr­ir góð­an ásetn­ing um sam­fé­lags­leg­an ávinn­ing af mögu­legri sam­veru eldri borg­ara og ung­linga þá verð­ur að skoða vel kosti og galla að­komu sveit­ar­fé­lags­ins að þess­ari þjón­ustu.

  • 4. Borg­ar­tangi 3, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202305091

   Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili, að Borgartanga 3. Frestað frá síðasta fundi.

   Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir sjón­ar­mið bygg­ing­ar­full­trú­ar og leggst gegn því að veitt verði rekstr­ar­leyfi fyr­ir rekst­ur gisti­stað­ar í flokki II-C að Borg­ar­tanga 3.

  • 5. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2023202305872

   Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til mars 2023.

   Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, fór yfir rekst­ur A og B hluta janú­ar til mars 2023.

  • 6. Skipu­lag skóg­rækt­ar - ábyrgð sveit­ar­stjórna202305115

   Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram. Frestað frá síðasta fundi.

   Lagt fram.

  • 7. Betra Ís­land og grænna202305791

   Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands um betra Ísland og grænna.

   Lagt fram.

  • 8. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um (lækkk­un kosn­inga­ald­urs)202305709

   Frá stjórnskipunar- og nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á kosningarlögum. Umsagnarfrestur var til 26. maí nk. Frestað frá síðasta fundi.

   Lagt fram.

  • 9. Staða kjara­við­ræðna við starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar202305236

   Upplýsingar veittar um stöðu kjaraviðræðna við starfsmannafélag Mosfellsbæjar.

   Bæj­ar­stjóri ger­ir grein fyr­ir áhrif­um verk­falls­að­gerða á starf­semi Mos­fells­bæj­ar. Mánu­dag­inn 5. júní nk. tek­ur gildi vinnu­stöðvun fé­lags­fólks í Starfs­manna­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar sem starfa á leik­skól­um og á bæj­ar­skrif­stof­um og gild­ir til 5. júlí nk. Ótíma­bund­in vinnu­stöðvun tek­ur gildi 5. júní nk. í íþrótta­mann­virkj­um og sund­laug­um Mos­fells­bæj­ar auk þess sem vinnu­stöðvun fé­lags­fólks sem starf­ar í þjón­ustu­stöð tek­ur gildi 5. júní og gild­ir til og með 17. júní nk.

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir mikl­um áhyggj­um af því að enn hafi ekki tek­ist samn­ing­ar milli BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fer með samn­ings­um­boð sveit­ar­fé­lag­anna. Bæj­ar­ráð hvet­ur samn­ings­að­ila til að gera sitt ýtr­asta til að samn­ing­ar ná­ist sem allra fyrst. Verk­fall­ið sem nú stend­ur yfir hef­ur nú þeg­ar haft ómæld áhrif á starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins og fjöl­skyld­ur í bæn­um og brýnt að samn­ings­að­il­ar finni lausn áður en alls­herj­ar­verk­fall skell­ur á í næstu viku.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:08