1. júní 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verði mál nr. 9.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Upplýsingar um opnun tilboða vegna leikskóla í Helgafellshverfi.
Upplýsingar veittar um tilboð sem bárust í uppbyggingu leikskóla í Helgafellshverfis.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
2. Ósk um breytingu á samkomulagi um uppbyggingu IV. áfanga Helgafellshverfis202304518
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og lögmanns lögð fram.
Umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa þeim hluta erindis er varðar deiliskipulag til skipulagsnefndar. Bæjarráð er jákvætt fyrir því að gera breytingar á kvöð um tiltekinn fjölda íbúða fyrir 55 ára og eldri. Með þessari breytingu er Mosfellsbær að auka möguleika fyrstu kaupenda og efnaminni, sem uppfylla skilyrði HMS til hlutdeildarlána, til að komast inn á fasteignamarkað. Bæjarstjóra er falið að undirbúa viðauka við uppbyggingarsamkomulag IV. áfanga Helgafellshverfis þar að lútandi á grundvelli þeirrar forsendu að byggðar verði íbúðir sem uppfylli skilyrði HMS um hlutdeildarlán.
3. Tillaga D lista um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja202305723
Tillaga D lista varðandi garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Mosfellsbæ.
Tillögunni synjað með þremur atkvæðum B, C og S lista. Fulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni.
Bókun B, C og S lista:
Því miður er fyrirliggjandi tillaga of seint fram komin til þess að hægt sé fjölga þeim skiptum sem standa eldri borgurum og öryrkjum til boða sumarið 2023. Vinnuskólinn hefur hvorki afkastagetu né tækjakost til auka við þjónustuna. Til þess að hægt sé að fjölga skiptum þarf að bæta tækjakost með tilheyrandi kostnaði sem aftur vekur spurningar um hvort sveitarfélagið sé þar með að færa sig inn á samkeppnismarkað. Svo virðist sem önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu séu ekki lengur að veita þessa þjónustu með þessum hætti heldur niðurgreiða þjónustu einkaaðila. Þrátt fyrir góðan ásetning um samfélagslegan ávinning af mögulegri samveru eldri borgara og unglinga þá verður að skoða vel kosti og galla aðkomu sveitarfélagsins að þessari þjónustu.4. Borgartangi 3, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202305091
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili, að Borgartanga 3. Frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið byggingarfulltrúar og leggst gegn því að veitt verði rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C að Borgartanga 3.
5. Rekstur deilda janúar til mars 2023202305872
Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til mars 2023.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir rekstur A og B hluta janúar til mars 2023.
6. Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna202305115
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram. Frestað frá síðasta fundi.
Lagt fram.
7. Betra Ísland og grænna202305791
Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands um betra Ísland og grænna.
Lagt fram.
8. Frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum (lækkkun kosningaaldurs)202305709
Frá stjórnskipunar- og nefndarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á kosningarlögum. Umsagnarfrestur var til 26. maí nk. Frestað frá síðasta fundi.
Lagt fram.
9. Staða kjaraviðræðna við starfsmannafélag Mosfellsbæjar202305236
Upplýsingar veittar um stöðu kjaraviðræðna við starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir áhrifum verkfallsaðgerða á starfsemi Mosfellsbæjar. Mánudaginn 5. júní nk. tekur gildi vinnustöðvun félagsfólks í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar sem starfa á leikskólum og á bæjarskrifstofum og gildir til 5. júlí nk. Ótímabundin vinnustöðvun tekur gildi 5. júní nk. í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar auk þess sem vinnustöðvun félagsfólks sem starfar í þjónustustöð tekur gildi 5. júní og gildir til og með 17. júní nk.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir miklum áhyggjum af því að enn hafi ekki tekist samningar milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaganna. Bæjarráð hvetur samningsaðila til að gera sitt ýtrasta til að samningar náist sem allra fyrst. Verkfallið sem nú stendur yfir hefur nú þegar haft ómæld áhrif á starfsemi sveitarfélagsins og fjölskyldur í bænum og brýnt að samningsaðilar finni lausn áður en allsherjarverkfall skellur á í næstu viku.