15. september 2021 kl. 16:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) bæjarfulltrúi
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Í upphafi fundar lagði forseti til að málinu kosning í nefndir og ráð yrði bætt við dagskrá fundarins. Samþykkt með níu atkvæðum.
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1501202108031F
Fundargerð 1501. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 789. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Rafræn birting helstu daglegra verkefna bæjarstjóra 202103573
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Fulltrúar L-lista og M-lista sitja hjá.
1.2. SSH - starfsreglur og samkomulag 202108633
Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Erindinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Skólastjórnun Leikskólinn Hlíð og Hlaðhamrar 202108818
Kynning á tímabundnu stjórnskipulagi í leikskólunum Hlíð og Hlaðhömrum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Umsókn um styrk vegna bílastæðis við Mosfell 202108678
Erindi Lágafellssóknar, dags. 18. ágúst 2021, þar sem þess er óskað að Mosfellsbær taki þátt í kostnaði við bílastæði við Mosfellskirkju.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
1.5. Skálahlið - nýting á lóð 201909150
Tillaga að samkomulagi við málshefjanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Haraldur Sverrisson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
***
Tillaga Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar
Tillaga að afgreiðslu þessa máls. Þar sem Mosfellsbær hefur ábyrgst það að afhenda Vegagerðinni veðbandalaust 287 m2 lóðaræmu sem fer undir veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar samþykkir bæjarstjórn að bjóða Steinunni Marteinsdóttur að greiða henni fyrir ofannefnda 287 m2 á því einingarverði sem stjórnsýsla Mosfellsbær leggur til í fyrirliggjandi gögnum málsins þ.e. 1.584 kr. pr. m2.Tillagan felld með 6 atkvæðum. Fulltrúar L-lista og M-lista samþykktu tillöguna.
***
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með fjórum atkvæðum. Fulltrúar C-lista og S-lista sitja hjá. Fulltrúar L-lista og M-lista greiða atkvæði gegn afgreiðslunni
1.6. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd 202101461
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Rekstur deilda janúar til júní 2021 202108991
Rekstraryfirlit janúar til júní 2021 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Íþróttahús við Helgafellsskóla 202103584
Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. Stefna. Trúnaðarmál 202108989
Stefna. Trúnaðarmál
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1502202109005F
Fundargerð 1502. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 789. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd 202101461
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda að loknu hönnunarútboði á leikskóla í Helgafellshverfi og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Íþróttahús við Helgafellsskóla 202103584
Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. SSH - starfsreglur og samkomulag 202108633
Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Rekstur deilda janúar til júní 2021 202108991
Rekstraryfirlit janúar til júní 2021 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025 kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar 202109083
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi fyrirhugðar breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9 202109105
Erindi ÞJS ehf. þar sem óskað er niðurfellingar á gatnagerðargjöldum vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9, bili 201.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1502. fundar bæjarráðs samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 394202109003F
Fundargerð 394. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 789. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Skólaþjónusta 2020-2021 202109076
Lögð fram skýrsla um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla skólaárið 2020-21
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar fræðslunefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. UT mál grunnskóla 2020-2021 202012068
Kynning á kennsluefni í upplýsinga- og tæknimálum í grunnskólum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar fræðslunefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Úthlutun úr Endumenntunarsjóði grunnskóla 2021 2021041676
Styrkur vegna endurmenntunar grunnskólakennara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar fræðslunefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Fræðsludagur leik- og grunnskóla 2021 202109080
Kynning á fyrirhuguðum fræðsludegi leik- og grunnskóla 24. september
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar fræðslunefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Skóladagatöl 2021-2022 202102094
Lagt fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar fræðslunefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Innra mat á leikskólastarfi - þróunarverkefni 2021-22 202109090
Kynning á nýju samstarfs- og þróunarverkefni leikskóla Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Hafnafjarðar og Menntavísindasviðs HÍ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 394. fundar fræðslunefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 21202109004F
Fundargerð 21. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 789. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2021 202105255
Skipulagning jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2021 202109054
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 21. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 549202109007F
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur einhuga undir bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar og kröfur nefndarinnar um að Iceland Resources skili umbeðnum gögnum. Samþykkt með níu atkvæðum.
Fundargerð 549. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 789. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum athugasemda vegna grenndarkynnts byggingarleyfis fyrir Leirutanga 10. Athugasemdir voru teknar fyrir á 546. fundi nefndarinnar.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Hjálagðar eru innsendar athugasemdir grenndarkynningar og teikningar af breytingu húss.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúar M-lista, S-lista og L-lista sitja hjá.
5.2. Uglugata 40-46 - ósk um deiliskipulagsbreytingu 202108851
Borist hefur erindi frá TAG teiknistofu, f.h. lóðarhafa, dags. 19.08.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Uglugötu 40-46 vegna fjölgunar á íbúðum.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Frístundalóð L125598 - ósk um deiliskipulag 202108607
Borist hefur erindi frá Sigríði Þóru Valsdóttur, dags. 17.08.2021, með ósk um gerð deiliskipulags fyrir L125598 við Hafravatn.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Háeyri 1-2 - breyting á deiliskipulagi 202108920
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. lóðareiganda, dags. 25.08.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1 og 2 úr einbýlishúsum í parhús. Hjálögð er tillaga að breytingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá.
5.5. Krókatjörn L125149 og L125150 frístundabyggð - deiliskipulagsbreyting 202105199
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir frístundalóðir við Krókatjörn í samræmi við samþykkt á 544. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Akurholt 5 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202108388
Borist hefur erindi frá Kristni Þór Runólfssyni, dags. 12.08.2021, með ósk um heimild fyrir viðbyggingu húss.
Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 444. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Búrfellsland í Þormóðsdal - rannsóknarborun eftir gulli 202108139
Lögð eru fram til kynningar samskipti Mosfellsbæjar og Iceland Resources ehf. vegna rannsóknarborana fyrirtækisins í Þormóðsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjal10.06.2021 - Tilkynning Iceland Resources til heilbrigðisnefndar KjósarsvæðisFylgiskjal04.08.2021 - Starfsleyfi útgefið í Þormóðsdal.pdfFylgiskjal09.08.2021 - Ósk um beiðni um gögn - Bréf MosfellsbæjarFylgiskjal13.08.2021 - Svar Iceland Resources vegna óskar um frekari gögn vegna rannsóknarborana í Þormóðsdal - Tölvupóstur.pdfFylgiskjal13.08.2021 - Yfirlitsmynd borhola.pdfFylgiskjal13.08.2021 - Svar Iceland Resources vegna óskar um frekari gögn vegna rannsóknarborana í Þormóðsdal - Undirritað bréfFylgiskjal19.08.2021 - Ósk um frekari upplýsingar vegna framkvæmdar - Bréf Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjal26.08.2021 - Rannsóknarboranir við Þormóðsdal dags - Bréf Iceland ResourcesFylgiskjal30.08.2021 - Gámar í Þormóðsdal - Landeignarnúmer L123813.pdf
5.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 446 202108026F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 447 202108030F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 549. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 789. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
6. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk M-lista um breytingu á skipan heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fram kemur tillaga um að Sara Hafbergsdóttir verði aðalmaður M-lista í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis í stað Valborgar Önnu Ólafsdóttur. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 447202108030F
Fundargerð 447. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Brúarfljót 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106073
Bull Hill Capital hf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og samlokueiningum geymsluhúsnæði í sex einnar hæðar byggingum með samtals 206 geymslum á lóðinni Brúarfljót nr. 6, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir matshluti 01 - 34 geymslur: 874,5 m², 3.377,4 m³
Stærðir matshluti 02 - 34 geymslur: 870,9 m², 3.363,3 m³
Stærðir matshluti 03 - 38 geymslur: 977,7 m², 3.3759,4 m³
Stærðir matshluti 04 - 32 geymslur: 771,8 m², 2.989,1 m³
Stærðir matshluti 05 - 42 geymslur: 1.075,1 m², 4.151,2 m³
Stærðir matshluti 06 - 26 geymslur: 694,8 m², 2.571,2 m³Samtals matshlutar 1-6: 5.264,8 m², 20.211,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Reykjavegur 61 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007239
Sævar Guðmundsson Reykjavegi 61 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri opna bílgeymslu á lóðinni Reykjavegur nr. 61, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Bílgeymsla 47,8 m², 117,11 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202109005
Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9. Fundargerð 452. fundar Sorpu bs202109272
Fundargerð 452.fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 452.fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10. Fundargerð 453. fundar Sorpu bs202109275
Fundargerð 453.fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 453.fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 343. fundar Strætó bs.202109079
Fundargerð 343. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 343. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 344. fundar Strætó bs.202109098
Fundargerð 344. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnarfundar nr. 344 lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 32. eigendafundar Strætó bs.202109317
Fundargerð 32. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 32. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 34. eigendafundar Sorpu bs.202109316
Fundargerð 34. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 34. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 528. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202109315
Fundargerð 528. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 528. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.