Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. október 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) vara áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir ráðgjafi
  • Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
  • Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir ráðgjafi á fræðslu- og frístundarsviði Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Klöru­sjóð­ur 2023202301225

    Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023

    Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir mjög áhuga­verð­ar og upp­lýs­andi kynn­ing­ar á verk­efn­um sem hlutu styrk úr Klöru­sjóði vor­ið 2023. Kynnt voru verkefni frá Kvíslarskóla. Verk­efn­in voru unn­in á síð­asta skóla­ári í skól­un­um en hafa nú ver­ið inn­leidd í skóla­starf­ið. Markmið Klöru­sjóðs er að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Davíð Ólafsson og Örn Ólafsson kennarar í Kvíslarskóla
    • 2. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar leik- og grunn­skóla haust 2024202409504

      Tölulegar upplýsingar um upphaf starfsárs leik- og grunnskóla haustið 2024 lagðar fram til kynningar

      Lagð­ar fram upp­lýs­ing­ar um leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ í upp­hafi skóla­árs 2024-2025.

      Gestir
      • Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á fræðslu og frístundasviði
    • 3. Dag­for­eldr­ar í Mos­fells­bæ 2024202405119

      Lagt fram til upplýsinga.

      Lagð­ar fram upp­lýs­ing­ar um fjölda dag­for­eldra og starf­semi í Mos­fells­bæ.

    • 4. Upp­haf skóla­árs 2024-2025 Leik­skól­ar og frístund202409583

      Upphaf skólaárs í leikskólum og frístund lagt fram til upplýsinga

      Það er stöðug áskor­un að manna stöð­ur í leik­skól­um og á frí­stunda­heim­il­um. Verk­efn­ið hef­ur geng­ið mun bet­ur þetta haust en á fyrra ári. Fræðslu­nefnd bind­ur von­ir við að áfram verði fjölg­un fag­fólks í leik­skól­um bæj­ar­ins og að end­ur­mennt­un­ar­áhersl­ur sem sam­þykkt­ar voru í vor stuðli að því. Búið er að taka á móti öll­um nýj­um leik­skóla­börn­um og að­lög­un þeirra lok­ið. Búið er að koma til móts við um­sókn­ir um pláss á frí­stunda­heim­il­um bæj­ar­ins.

    • 5. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

      Lagt fram til upplýsinga

      Áætlað er að nýr leik­skóli í Helga­fellslandi taki til starfa á ár­inu 2025. Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir fram­komna til­lögu Fræðslu- og frí­stunda­sviðs um að fara í nafna­sam­keppni fyr­ir skól­ann og fel­ur svið­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs að setja mál­ið í far­veg.

    • 6. For­eldra­sam­st­arf og for­varn­ir202409588

      Til upplýsinga

      Það er til eft­ir­breytni að for­eldr­ar og for­ráða­menn mæti á fundi eins og þann sem var hald­inn í Hlé­garði í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Það er sam­eig­in­legt verk­efni alls sam­fé­lags­ins að tryggja ör­uggt um­hverfi fyr­ir börn og ung­menni og það er verk­efni sem þarf að veita meiri at­hygli. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar mun leggja sitt af mörk­um til að hvetja til for­eldra­sam­starfs og áherslu á að efla for­varn­ir í sveit­ar­fé­lag­inu til að koma til móts við þá þró­un sem ver­ið hef­ur í aukn­ingu of­beld­is og neyslu ví­m­efna barna og ung­menna.

      Elín María Jóns­dótt­ir yf­ir­gaf fund­inn eft­ir þenn­an fund­arlið.
    • 7. Starfs­áætlun fræðslu­nefnd­ar 2022 - 2026202208560

      Starfsáætlun fræðslunefndar 2024-2025

      Starfs­áætlun fræðslu­nefnd­ar fyr­ir starfs­ár­ið 2024-205 er sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55