2. október 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) vara áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóna Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Jónsdóttir aðalmaður
- Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir ráðgjafi
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir ráðgjafi á fræðslu- og frístundarsviði Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Klörusjóður 2023202301225
Kynning á tveimur verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2023
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2023. Kynnt voru verkefni frá Kvíslarskóla. Verkefnin voru unnin á síðasta skólaári í skólunum en hafa nú verið innleidd í skólastarfið. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Gestir
- Davíð Ólafsson og Örn Ólafsson kennarar í Kvíslarskóla
2. Tölulegar upplýsingar leik- og grunnskóla haust 2024202409504
Tölulegar upplýsingar um upphaf starfsárs leik- og grunnskóla haustið 2024 lagðar fram til kynningar
Lagðar fram upplýsingar um leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ í upphafi skólaárs 2024-2025.
Gestir
- Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á fræðslu og frístundasviði
3. Dagforeldrar í Mosfellsbæ 2024202405119
Lagt fram til upplýsinga.
Lagðar fram upplýsingar um fjölda dagforeldra og starfsemi í Mosfellsbæ.
4. Upphaf skólaárs 2024-2025 Leikskólar og frístund202409583
Upphaf skólaárs í leikskólum og frístund lagt fram til upplýsinga
Það er stöðug áskorun að manna stöður í leikskólum og á frístundaheimilum. Verkefnið hefur gengið mun betur þetta haust en á fyrra ári. Fræðslunefnd bindur vonir við að áfram verði fjölgun fagfólks í leikskólum bæjarins og að endurmenntunaráherslur sem samþykktar voru í vor stuðli að því. Búið er að taka á móti öllum nýjum leikskólabörnum og aðlögun þeirra lokið. Búið er að koma til móts við umsóknir um pláss á frístundaheimilum bæjarins.
5. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Lagt fram til upplýsinga
Áætlað er að nýr leikskóli í Helgafellslandi taki til starfa á árinu 2025. Fræðslunefnd samþykkir framkomna tillögu Fræðslu- og frístundasviðs um að fara í nafnasamkeppni fyrir skólann og felur sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs að setja málið í farveg.
6. Foreldrasamstarf og forvarnir202409588
Til upplýsinga
Elín María Jónsdóttir yfirgaf fundinn eftir þennan fundarlið.Það er til eftirbreytni að foreldrar og forráðamenn mæti á fundi eins og þann sem var haldinn í Hlégarði í september síðastliðnum. Það er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins að tryggja öruggt umhverfi fyrir börn og ungmenni og það er verkefni sem þarf að veita meiri athygli. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar mun leggja sitt af mörkum til að hvetja til foreldrasamstarfs og áherslu á að efla forvarnir í sveitarfélaginu til að koma til móts við þá þróun sem verið hefur í aukningu ofbeldis og neyslu vímefna barna og ungmenna.
7. Starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2026202208560
Starfsáætlun fræðslunefndar 2024-2025
Starfsáætlun fræðslunefndar fyrir starfsárið 2024-205 er samþykkt með fjórum atkvæðum.