16. júní 2022 kl. 07:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hraðastaðavegur Mosfellsbær202206047
Erindi Guðmundar Hreinssonar varðandi Hraðastaðaveg, dags. 01.06.2022. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Áform um breytingu á kosningalögum202205641
Erindi Landskjörstjórnar þar sem vakin er athyli á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru til kynningar áform um breytingar á kosningalögum. Frestur til að senda ábendingar og athugasemdir er til 1. júlí nk.
Lagt fram.
3. Tillaga bæjarfulltrúa D-lista varðandi álagningu fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði fyrir árið 2023202206083
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023.
Bókun B, S og C lista:
Meirihluti B, S og C lista bendir á að í málefnasamningi flokkanna er kveðið á um að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats og hefur þegar verið samþykkt að taka skuli tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar.
Bókun D lista
Tillaga frá bæjarráðfulltrúum D lista var lögð fram áður en málefnasamningur nýs meirihluta í Mosfellsbæ var kynntur og því ekki vitað um áform þar um lækkun fasteignagjalda.Tillagan frá D lista gengur út á að lækka fasteignagjöld til móts við miklar hækkanir á fasteignamati á íbúðar og atvinnuhúsnæði þannig að hækkun fasteignagjalda fyrir árið 2023 verði ekki hærri en sem nemur vísitölu.
Það kemur ekki fram í málefnasamningi meirihlutans hversu mikið eða með hvaða hætti fasteignagjöld verða lækkuð og munu Bæjarfulltrúar D lista fylgja eftir tillögu sinni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og þrýsta á um að tillagan um lækkun fasteignagjalda nái fram að ganga.
4. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út jarðvinnuhluta verksins, eftirlit og byggingarstjórnun í samræmi við áætlun sem tilgreind er í meðfylgjandi minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að jarðvegshluti, eftirlit og byggingarstjórnun byggingar leikskóla í Helgafellslandi verði boðin út.
5. Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum202206254
Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
6. Kæra til ÚUA vegna útgáfu byggingarleyfis við Stórakrika 59-61 - mál nr. 174_2021202112053
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025202105196
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022 um byggðasamlög lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka 4 um byggðasamlög, sbr. reglugerð nr. 230/2021. Viðaukinn felur í sér að rekstrarniðurstaða eykst um 9,5 kr., eignir aukast um 845 m.k.r., skuldir og eigið fé aukast um 845 m.kr., þar af eykst eigið fé um 442 m.kr., veltufé frá rekstri eykst um 57 m.kr., fjárfestingar aukast um 104 m.kr. og skammtímaskuldir og handbært fé hækka um 20 m.kr.
Gestir
- Pétur Lockton