Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. júní 2022 kl. 07:34,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hraðastaða­veg­ur Mos­fells­bær202206047

    Erindi Guðmundar Hreinssonar varðandi Hraðastaðaveg, dags. 01.06.2022. Máli frestað frá síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 2. Áform um breyt­ingu á kosn­inga­lög­um202205641

    Erindi Landskjörstjórnar þar sem vakin er athyli á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru til kynningar áform um breytingar á kosningalögum. Frestur til að senda ábendingar og athugasemdir er til 1. júlí nk.

    Lagt fram.

  • 3. Til­laga bæj­ar­full­trúa D-lista varð­andi álagn­ingu fast­eigna­gjalda á íbúð­ar- og at­vinnu­hús­næði fyr­ir árið 2023202206083

    Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til vinnu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar árs­ins 2023.

    Bók­un B, S og C lista:
    Meiri­hluti B, S og C lista bend­ir á að í mál­efna­samn­ingi flokk­anna er kveð­ið á um að álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda skuli lækk­að­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats og hef­ur þeg­ar ver­ið sam­þykkt að taka skuli til­lit til þess við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

    Bók­un D lista
    Til­laga frá bæj­ar­ráð­full­trú­um D lista var lögð fram áður en mál­efna­samn­ing­ur nýs meiri­hluta í Mos­fells­bæ var kynnt­ur og því ekki vitað um áform þar um lækk­un fast­eigna­gjalda.

    Til­lag­an frá D lista geng­ur út á að lækka fast­eigna­gjöld til móts við mikl­ar hækk­an­ir á fast­eigna­mati á íbúð­ar og at­vinnu­hús­næði þann­ig að hækk­un fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2023 verði ekki hærri en sem nem­ur vísi­tölu.

    Það kem­ur ekki fram í mál­efna­samn­ingi meiri­hlut­ans hversu mik­ið eða með hvaða hætti fast­eigna­gjöld verða lækk­uð og munu Bæj­ar­full­trú­ar D lista fylgja eft­ir til­lögu sinni við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2023 og þrýsta á um að til­lag­an um lækk­un fast­eigna­gjalda nái fram að ganga.

  • 4. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út jarðvinnuhluta verksins, eftirlit og byggingarstjórnun í samræmi við áætlun sem tilgreind er í meðfylgjandi minnisblaði.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að jarð­vegs­hluti, eft­ir­lit og bygg­ing­ar­stjórn­un bygg­ing­ar leik­skóla í Helga­fellslandi verði boð­in út.

    • 5. Al­menn eig­enda­stefna Reykja­vík­ur­borg­ar gagn­vart B-hluta­fé­lög­um202206254

      Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

      • 6. Kæra til ÚUA vegna út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is við Stórakrika 59-61 - mál nr. 174_2021202112053

        Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.

        Lagt fram.

        • 7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

          Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2022 um byggðasamlög lagður fram til samþykktar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um við­auka 4 um byggða­sam­lög, sbr. reglu­gerð nr. 230/2021. Við­auk­inn fel­ur í sér að rekstr­arnið­ur­staða eykst um 9,5 kr., eign­ir aukast um 845 m.k.r., skuld­ir og eig­ið fé aukast um 845 m.kr., þar af eykst eig­ið fé um 442 m.kr., veltufé frá rekstri eykst um 57 m.kr., fjár­fest­ing­ar aukast um 104 m.kr. og skamm­tíma­skuld­ir og hand­bært fé hækka um 20 m.kr.

          Gestir
          • Pétur Lockton
        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:28