Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. janúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hús­næð­is­mál bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar202301136

  Samningur um leigu á húsnæði á 2. hæði að Þverholti 2 undir starfsemi bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar lagður fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi samn­ing um leigu á 2. hæð að Þver­holti 2.

  • 2. Dag­set­ur fyr­ir heim­il­is­lausa og jað­ar­setta202212271

   Beiðni frá Hjálpræðishernum um viðræður vegna þátttöku á rekstri dagseturs fyrir heimilislausa.

   Bæj­ar­ráð tek­ur já­kvætt í er­ind­ið og sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa beiðni Hjálp­ræð­is­hers­ins til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra vel­ferð­ar­sviðs.

  • 3. Hús­bygg­inga­sjóð­ur Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar202002120

   Erindi Þroskahjálpar varðandi lóð fyrir íbúðarkjarna í Mosfellsbæ.

   Er­ind­ið er lagt fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir er­ind­inu.

   Gestir
   • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
   • 4. Hringrás­argarð­ur á Álfs­nesi - ósk um til­nefn­ingu áheyrn­ar­full­trúa og kynn­ing á verk­efn­inu202301247

    Ósk um að Mosfellsbær tilnefni áheyrnarfulltrúa í starfshóp um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson, formaður hópsins, kemur og kynnir verkefnið ásamt Jóni Kjartani Ágústssyni, svæðisskipulagsstjóra og Óla Erni Eiríkssyni, teymisstjóra atvinnu- og borgarþróunar Reykjavíkurborgar.

    Full­trú­ar úr starfs­hópi um þró­un hringrás­argarðs á Álfs­nesi kynntu verk­efn­ið. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að til­nefna áheyrn­ar­full­trúa í starfs­hóp­inn fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

    Gestir
    • Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunar Reykjavíkurborgar, verkefnastjóri starfshóps.
    • Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu og formaður starfshóps
    • Jóni Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri
    • Örvar Jóhannsson, bæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar
   • 5. Varmár­vell­ir - ný­fram­kvæmd­ir202209235

    Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út heild­ar­end­ur­nýj­un gervi­grasvall­ar að Varmá í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 6. Leik­skóli Helga­fellslandi, stoð­vegg­ir202101461

     Óskað heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Nýbyggð ehf. í kjölfar útboðs að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.

     Bók­un D lista:
     Nýr meiri­hluti sam­þykkti í byrj­un nýs kjör­tíma­bils að klára jarð­vinnu á lóð vegna leik­skóla í Helga­fellslandi.

     Frá því að sú ákvörð­un var tekin hef­ur bygg­ingu leik­skól­ans ver­ið frestað og verð­ur hann hugs­an­lega boð­inn út í byrj­un árs 2024. Nú ligg­ur fyr­ir bæj­ar­ráði að gera samn­ing í kjöl­far út­boðs um steypta stoð­veggi á öll­um hlið­um lóð­ar­inn­ar sem er hluti af hönn­un leik­skól­ans með til­heyr­andi kostn­aði, án þess að það sé ákveð­ið hvort leik­skól­inn verði byggð­ur eða ekki.

     Bæj­ar­full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði ít­reka til­lögu sína um að bygg­ing leik­skóla og stoð­veggja verði boð­in strax út í einu út­boði og að fram­kvæmd­ir verði hafn­ar sem fyrst eins og var gert ráð fyr­ir í áætl­un­um.
     Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði sitja hjá við af­greiðslu þessa máls, en taka und­ir að nauð­syn­legt sé að tryggja ör­yggi veg­far­enda og íbúa í kring­um lóð­ina þar til ákvörð­un verði tekin um hvað og þá hvenær verði byggt á lóð­inni.

     Bók­un B, C og S lista:
     Þeg­ar sam­þykkt var að fara í jarð­vinnu í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins var áætl­að­ur kostn­að­ur við bygg­ingu leik­skól­ans mun lægri en hann er núna. Vegna ut­an­að­kom­andi áhrifa sem all­ir þekkja lá ljóst fyr­ir í haust að kostn­að­ur­inn við bygg­ing­una yrði mun hærri en áætlað var og því mat meiri­hlut­inn það svo að óá­byrgt væri að halda áfram með verk­efn­ið að óbreyttu.

     Eins og bæj­ar­full­trú­ar D lista vita þá stend­ur nú yfir vinna við að lækka kostn­að við verk­efn­ið og þeg­ar nið­ur­staða í því ligg­ur fyr­ir verð­ur tekin ákvörð­un um fram­hald­ið.

     Stoð­vegg­irn­ir eru hluti af verk­efn­inu og til þess að tryggja ör­yggi veg­far­enda og verð­mæti lóð­ar­inn­ar er nauð­syn­legt að þessi hluti verk­efn­is­ins haldi áfram.

     ***

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga­við­ræðna við Ný­byggð ehf. af því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

     Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

     • 7. Er­indi vegna upp­bygg­ing­ar við Bjark­ar­holt 4-5202211248

      Erindi vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 4-5.

      Af­greiðslu máls­ins er frestað.

      • 8. Hlíð­ar­tún 9 - ósk um stækk­un lóð­ar og yfir­öku lands202210523

       Erindi frá húseigendum við Hlíðartún 9 um stækkun lóðar.

       Mál­inu frestað.

       • 9. Langi­tangi 11-35 við Hamra­borg - út­hlut­un lóða202212321

        Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Langatanga.

        Mál­inu frestað.

        • 10. Fossa­tunga 28 og 33 - út­hlut­un lóða202212322

         Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Fossatungu.

         Mál­inu frestað.

         Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:23