19. janúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Húsnæðismál bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar202301136
Samningur um leigu á húsnæði á 2. hæði að Þverholti 2 undir starfsemi bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samning um leigu á 2. hæð að Þverholti 2.
2. Dagsetur fyrir heimilislausa og jaðarsetta202212271
Beiðni frá Hjálpræðishernum um viðræður vegna þátttöku á rekstri dagseturs fyrir heimilislausa.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fimm atkvæðum að vísa beiðni Hjálpræðishersins til umsagnar framkvæmdastjóra velferðarsviðs.
3. Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar202002120
Erindi Þroskahjálpar varðandi lóð fyrir íbúðarkjarna í Mosfellsbæ.
Erindið er lagt fram til kynningar. Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
4. Hringrásargarður á Álfsnesi - ósk um tilnefningu áheyrnarfulltrúa og kynning á verkefninu202301247
Ósk um að Mosfellsbær tilnefni áheyrnarfulltrúa í starfshóp um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson, formaður hópsins, kemur og kynnir verkefnið ásamt Jóni Kjartani Ágústssyni, svæðisskipulagsstjóra og Óla Erni Eiríkssyni, teymisstjóra atvinnu- og borgarþróunar Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar úr starfshópi um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi kynntu verkefnið. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að tilnefna áheyrnarfulltrúa í starfshópinn fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Gestir
- Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu- og borgarþróunar Reykjavíkurborgar, verkefnastjóri starfshóps.
- Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu og formaður starfshóps
- Jóni Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri
- Örvar Jóhannsson, bæjarfulltrúi og formaður umhverfisnefndar
5. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
6. Leikskóli Helgafellslandi, stoðveggir202101461
Óskað heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Nýbyggð ehf. í kjölfar útboðs að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Bókun D lista:
Nýr meirihluti samþykkti í byrjun nýs kjörtímabils að klára jarðvinnu á lóð vegna leikskóla í Helgafellslandi.Frá því að sú ákvörðun var tekin hefur byggingu leikskólans verið frestað og verður hann hugsanlega boðinn út í byrjun árs 2024. Nú liggur fyrir bæjarráði að gera samning í kjölfar útboðs um steypta stoðveggi á öllum hliðum lóðarinnar sem er hluti af hönnun leikskólans með tilheyrandi kostnaði, án þess að það sé ákveðið hvort leikskólinn verði byggður eða ekki.
Bæjarfulltrúar D-lista í bæjarráði ítreka tillögu sína um að bygging leikskóla og stoðveggja verði boðin strax út í einu útboði og að framkvæmdir verði hafnar sem fyrst eins og var gert ráð fyrir í áætlunum.
Fulltrúar D-lista í bæjarráði sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, en taka undir að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi vegfarenda og íbúa í kringum lóðina þar til ákvörðun verði tekin um hvað og þá hvenær verði byggt á lóðinni.Bókun B, C og S lista:
Þegar samþykkt var að fara í jarðvinnu í upphafi kjörtímabilsins var áætlaður kostnaður við byggingu leikskólans mun lægri en hann er núna. Vegna utanaðkomandi áhrifa sem allir þekkja lá ljóst fyrir í haust að kostnaðurinn við bygginguna yrði mun hærri en áætlað var og því mat meirihlutinn það svo að óábyrgt væri að halda áfram með verkefnið að óbreyttu.Eins og bæjarfulltrúar D lista vita þá stendur nú yfir vinna við að lækka kostnað við verkefnið og þegar niðurstaða í því liggur fyrir verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Stoðveggirnir eru hluti af verkefninu og til þess að tryggja öryggi vegfarenda og verðmæti lóðarinnar er nauðsynlegt að þessi hluti verkefnisins haldi áfram.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við Nýbyggð ehf. af því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
7. Erindi vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 4-5202211248
Erindi vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 4-5.
Afgreiðslu málsins er frestað.
8. Hlíðartún 9 - ósk um stækkun lóðar og yfiröku lands202210523
Erindi frá húseigendum við Hlíðartún 9 um stækkun lóðar.
Málinu frestað.
9. Langitangi 11-35 við Hamraborg - úthlutun lóða202212321
Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Langatanga.
Málinu frestað.
10. Fossatunga 28 og 33 - úthlutun lóða202212322
Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta við Fossatungu.
Málinu frestað.