24. ágúst 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs fór yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla. Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri Kvíslarskóli sagði frá áætlunum sem varða skólahald og aðbúnað í skólanum á næstu dögum og vikum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Kvíslarskóla muni standa fram á næsta ár skv. áætlun sem nú liggur fyrir. Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og leggur áfram áherslu á góða upplýsingagjöf og samstarf allra sem að verkefninu koma.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Jóhanna Magnúsdóttir, vekefnastjóri grunnskólamála á fræðslusviði
2. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Kynning á hönnun og framkvæmd við nýjan leikskóla í Helgafellslandi.
Farið yfir teikningar að nýjum leikskóla sem fyrirhugað er að byggja í Helgafellslandi. Leikskólinn mun rúma 150 börn og áætlað er að hann verði tekinn í notkun 2024.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Starfsáætlun fræðslunenfdar 2022 - 2026202208560
Drög að starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2023.
Lögð fram drög að starfsáætlun sem byggir á málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar og hlutverki fræðslunefndar.
Í samræmi við umræður á fundinum er formanni fræðslunefndar falið að fullvinna drögin og leggja fram til staðfestingar á næsta fundi.4. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026202208563
Kynnisferð fræðslunefndar í Helgafellsskóla, Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri kynnir skólann og skólastarfsemina.
Fræðslunefnd heimsótti Helgafellsskóla og kynnti sér áherslumál skólans og skoðaði húsnæðið. Fræðslunefnd þakkar góðar móttökur.
Gestir
- Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla