Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. júní 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested
  • Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Næt­ur­strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202302556

    Mat Strætó bs. á kostnaði við að halda úti næturstrætó í Mosfellsbæ lagt fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga til samn­inga við Strætó bs. og Reykja­vík­ur­borg um næt­ur­strætó í Mos­fells­bæ á grund­velli kostn­að­ar­mats Strætó bs.

  • 2. Leyfi fyr­ir rekstri á stöðvalausri deili­leigu fyr­ir raf­skút­ur í Mos­fells­bæ202305240

    Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn umhverfissviðs um rafhjólaleigu Hopp Reykjavík.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga til samn­inga við Hopp Reykja­vík í sam­ræmi for­send­ur sem fram koma í fyr­ir­liggj­andi um­sögn.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 3. Bif­reið­ar og tæki Þjón­ustu­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar- end­ur­bæt­ur202202041

    Kynning á áætluðum tækjakaupum Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar

    Jó­hanna B. Han­sen kynnti áætluð tækja­kaup Þjón­ustu­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 4. Leik­skóli Helga­fellslandi - ný­fram­kvæmd202101461

      Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans og heimili umhverfissviði jafnframt að leita leiða til að lækka byggingarkostnað verksins í samráði við verktaka og í samræmi við ákvæði útboðsgagna og staðalsins ÍST30.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Al­efli ehf., í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu, að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

      Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

      ***
      Fund­ar­hlé hófst kl. 08:12. Fund­ur hófst aft­ur kl. 08:26.

      Fund­ar­hlé hófst kl. 08:28. Fund­ur hófst aft­ur kl. 08:48.

      ***
      Bók­un D lista:
      Bæj­ar­ráðs­menn D lista lýsa yfir ánægju sinni með að kom­ið sé að fram­kvæmd við leik­skól­ann í Helga­felli. Full­trú­ar D lista hafa lagt áherslu á og ít­rekað mik­il­vægi þess að fara strax í út­boð á leik­skól­an­um frá því síð­ast­lið­ið sum­ar vegna fyr­ir­sjá­an­legra hækk­ana á kostn­aði sem myndi fylgja frest­un.

      Nú ligg­ur það fyr­ir að taf­ir á út­boði og fram­kvæmd­um við bygg­ingu leik­skól­ans hafa skilað sér með 30% hækk­un á kostn­aði um­fram upp­færða kostn­að­ar­áætlun.

      Bók­un B, C og S lista:
      Eins og bæj­ar­ráðs­menn D lista vita, og hef­ur ver­ið margoft rætt á fund­um, þá var kostn­að­ar­mat­ið sem lá fyr­ir síð­ast­lið­ið sum­ar ófull­nægj­andi enda hækk­aði áætl­að­ur kostn­að­ur frá júní 2022 til sept­em­ber 2022 um 50%.

      Ef ekki hefði ver­ið far­ið í end­ur­skoð­un á bygg­ing­unni þá vær­um við með mun hærri kostn­að við hana.

      Það er að okk­ar mati vill­andi að halda því fram að sú vinna sem far­ið hef­ur fram síð­ustu mán­uði til þess að lækka kostn­að við verk­efn­ið sé þess vald­andi að heild­ar­kostn­að­ur­inn hafi hækkað um 30%. Þær ut­an­að­kom­andi að­stæð­ur sem valda hækk­un­um, þ.e. verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur, voru einn­ig til stað­ar síð­ast­lið­ið haust.

      Fram hjá því verð­ur ekki lit­ið að stærsta or­sök kostn­að­ar­ins við bygg­ingu leik­skól­ans er til­komin vegna lóð­ar­vals­ins og þeirr­ar hönn­un­ar sem valin var.

      Gestir
      • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 5. Helga­fell­skóli íþrótta­hús - ný­bygg­ing202201418

        Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans um endurbætur lóðar fyrri áfanga og lagfæringar á öryggismálum innan lóðar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Garð­menn ehf., í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu, að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

        Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

        Gestir
        • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
        • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:57