22. júní 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
- Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu202302556
Mat Strætó bs. á kostnaði við að halda úti næturstrætó í Mosfellsbæ lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Strætó bs. og Reykjavíkurborg um næturstrætó í Mosfellsbæ á grundvelli kostnaðarmats Strætó bs.
2. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ202305240
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn umhverfissviðs um rafhjólaleigu Hopp Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Hopp Reykjavík í samræmi forsendur sem fram koma í fyrirliggjandi umsögn.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Bifreiðar og tæki Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar- endurbætur202202041
Kynning á áætluðum tækjakaupum Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar
Jóhanna B. Hansen kynnti áætluð tækjakaup Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Leikskóli Helgafellslandi - nýframkvæmd202101461
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans og heimili umhverfissviði jafnframt að leita leiða til að lækka byggingarkostnað verksins í samráði við verktaka og í samræmi við ákvæði útboðsgagna og staðalsins ÍST30.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Alefli ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
***
Fundarhlé hófst kl. 08:12. Fundur hófst aftur kl. 08:26.Fundarhlé hófst kl. 08:28. Fundur hófst aftur kl. 08:48.
***
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn D lista lýsa yfir ánægju sinni með að komið sé að framkvæmd við leikskólann í Helgafelli. Fulltrúar D lista hafa lagt áherslu á og ítrekað mikilvægi þess að fara strax í útboð á leikskólanum frá því síðastliðið sumar vegna fyrirsjáanlegra hækkana á kostnaði sem myndi fylgja frestun.Nú liggur það fyrir að tafir á útboði og framkvæmdum við byggingu leikskólans hafa skilað sér með 30% hækkun á kostnaði umfram uppfærða kostnaðaráætlun.
Bókun B, C og S lista:
Eins og bæjarráðsmenn D lista vita, og hefur verið margoft rætt á fundum, þá var kostnaðarmatið sem lá fyrir síðastliðið sumar ófullnægjandi enda hækkaði áætlaður kostnaður frá júní 2022 til september 2022 um 50%.Ef ekki hefði verið farið í endurskoðun á byggingunni þá værum við með mun hærri kostnað við hana.
Það er að okkar mati villandi að halda því fram að sú vinna sem farið hefur fram síðustu mánuði til þess að lækka kostnað við verkefnið sé þess valdandi að heildarkostnaðurinn hafi hækkað um 30%. Þær utanaðkomandi aðstæður sem valda hækkunum, þ.e. verðbólga og vaxtakostnaður, voru einnig til staðar síðastliðið haust.
Fram hjá því verður ekki litið að stærsta orsök kostnaðarins við byggingu leikskólans er tilkomin vegna lóðarvalsins og þeirrar hönnunar sem valin var.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
5. Helgafellskóli íþróttahús - nýbygging202201418
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans um endurbætur lóðar fyrri áfanga og lagfæringar á öryggismálum innan lóðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Garðmenn ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs