5. september 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppfærsla Samgöngusáttmála 2024202301315
Eftirtalin gögn sem tengjast uppfærslu Samgöngusáttmálans eru lögð fram til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu: 1) Viðauki við Samgöngusáttmála ásamt fylgiskjölum 2) Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald 3) Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- FylgiskjalFylgibréf Uppfærsla Samgöngusáttmála mos.pdfFylgiskjal1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdfFylgiskjal2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdfFylgiskjal3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdfFylgiskjal4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdfFylgiskjalGreinargerð viðræðuhóps_agust2024.pdfFylgiskjalSamgongusattmali_undirritadur.pdf
2. Leikskóli Helgafellslandi - nýframkvæmd202101461
Framvinduskýrsla 2 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi deildarstjóri eignasjóðs kynnti framvinduskýrslu nr. 2 vegna leikskólans í Helgafellshverfi.
3. Áfangastaðurinn Álafosskvos - þróunarverkefni í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgasvæðisins 2024202402041
Kynning á þróunarverkefninu áfangastaðurinn Álafosskvos sem unnið er í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri kynntu þróunarverkefnið áfangastaðurinn Álafosskvos.
Bæjarráð þakkar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir ítarlega og metnaðarfulla greiningu á áfangastaðnum Álafosskvos í bæjarráði. Kynning á vekefninu hefur farið fram í atvinnu- og nýsköpunarnefnd en niðurstaða nefndarinnar var að fela stjórnsýslunni að boða til opins fundar með hagaðilum og íbúum þar sem niðurstöður verða kynntar.
Gestir
- María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri
- Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins