Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. janúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá sem verð­ur mál nr. 6 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Upp­bygg­ing að Varmá202311403

    Tilnefningar í stýrihóp um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagðar fram til afgreiðslu auk lítilsháttar breytinga á erindisbréfi hópsins.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi er­ind­is­bréf stýri­hóps­ins og sam­þykk­ir enn frem­ur að skipa eft­ir­talda að­ila í stýri­hóp­inn á grund­velli fyr­ir­liggj­andi til­nefn­inga:

    Full­trú­ar meiri­hluta: Halla Karen Kristjáns­dótt­ir og Valdi­mar Birg­is­son auk Erlu Ed­vards­dótt­ur til vara.
    Full­trúi minni­hluta: Ás­geir Sveins­son og Jana Katrín Knúts­dótt­ir til vara.
    Full­trúi Aft­ur­eld­ing­ar: Birna Kristín Jóns­dótt­ir og Grét­ar Eggerts­son til vara.

  • 2. Betri sam­göng­ur - sam­göngusátt­mál­inn202107097

    Bréf Betri samgangna ohf. varðandi framlög ársins 2024.

    Upp­lýs­ing­ar um fram­lög Mos­fells­bæj­ar til Betri Sam­gangna vegna Sam­göngusátta­mál­ans á ár­inu 2024 lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 - fram­lög Jöfn­un­ar­sjóðs 2024202303627

    Áætlun um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fatlaðs fólks á árinu 2024 lögð fram til kynningar.

    Sviðs­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs gerði grein fyr­ir 2. áætlun Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga um ár­leg fram­lög vegna fatl­aðs fólks fyr­ir árið 2024. Áætl­un­in end­ur­spegl­ar hækk­uð fram­lög í sam­ræmi við ný­legt sam­komulag um fjár­mögn­un mála­flokks fatl­aðs fólks um 5,8 millj­arða króna.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 4. XXX­IX. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2024202401216

    Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXIX. Landsþing sambandsins árið 2024 sem fram fer 14. mars nk.

    Boð­un á XXX­IX Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fram fer 14. mars nk. lögð fram.

  • 5. Leik­skóli Helga­fellslandi - fram­vindu­skýrsla202101461

    Framvinduskýrsla 1 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.

    Fram­vindu­skýrsla 1 vegna bygg­ing­ar leik­skóla í Helga­fells­hverfi lögð fram og kynnt. Bæj­ar­ráð sam­þykkti að vísa skýrsl­unni til kynn­ing­ar í fræðslu­nefnd.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
    • 6. Verk­falls­listi Mos­fells­bæj­ar201909226

      Skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á skránni að loknu samráði við stéttarfélög.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi skrá yfir þau störf sem und­an­þeg­in eru verk­falli, með fyr­ir­vara um breyt­ing­ar sem kunna að verða á henni að loknu sam­ráði við stétt­ar­fé­lög. Bæj­ar­lög­manni er fal­ið að aug­lýsa skrána í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda með þeim breyt­ing­um sem kunna að verða á list­an­um að loknu sam­ráði við stétt­ar­fé­lög.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35