18. janúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá sem verður mál nr. 6 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging að Varmá202311403
Tilnefningar í stýrihóp um endurskoðun á framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðið að Varmá lagðar fram til afgreiðslu auk lítilsháttar breytinga á erindisbréfi hópsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf stýrihópsins og samþykkir enn fremur að skipa eftirtalda aðila í stýrihópinn á grundvelli fyrirliggjandi tilnefninga:
Fulltrúar meirihluta: Halla Karen Kristjánsdóttir og Valdimar Birgisson auk Erlu Edvardsdóttur til vara.
Fulltrúi minnihluta: Ásgeir Sveinsson og Jana Katrín Knútsdóttir til vara.
Fulltrúi Aftureldingar: Birna Kristín Jónsdóttir og Grétar Eggertsson til vara.2. Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn202107097
Bréf Betri samgangna ohf. varðandi framlög ársins 2024.
Upplýsingar um framlög Mosfellsbæjar til Betri Samgangna vegna Samgöngusáttamálans á árinu 2024 lagðar fram til kynningar.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 - framlög Jöfnunarsjóðs 2024202303627
Áætlun um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fatlaðs fólks á árinu 2024 lögð fram til kynningar.
Sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs gerði grein fyrir 2. áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um árleg framlög vegna fatlaðs fólks fyrir árið 2024. Áætlunin endurspeglar hækkuð framlög í samræmi við nýlegt samkomulag um fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks um 5,8 milljarða króna.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
4. XXXIX. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024202401216
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXIX. Landsþing sambandsins árið 2024 sem fram fer 14. mars nk.
Boðun á XXXIX Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 14. mars nk. lögð fram.
5. Leikskóli Helgafellslandi - framvinduskýrsla202101461
Framvinduskýrsla 1 vegna leikskólans í Helgafellshverfi lögð fram til kynningar.
Framvinduskýrsla 1 vegna byggingar leikskóla í Helgafellshverfi lögð fram og kynnt. Bæjarráð samþykkti að vísa skýrslunni til kynningar í fræðslunefnd.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
6. Verkfallslisti Mosfellsbæjar201909226
Skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á skránni að loknu samráði við stéttarfélög.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfalli, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á henni að loknu samráði við stéttarfélög. Bæjarlögmanni er falið að auglýsa skrána í B-deild Stjórnartíðinda með þeim breytingum sem kunna að verða á listanum að loknu samráði við stéttarfélög.