7. júlí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillaga um framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022.202206764
Tillaga bæjarfulltrúum D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022. Máli frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð synjar tillögunni með þremur atkvæðum B, C og S lista gegn tveimur atkvæðum D lista.
***
Bókun B, S og C lista:Í fyrirliggjandi tillögu D lista er enginn áætlaður kostnaður og því er ljóst að bæjarráð getur ekki afgreitt tillöguna auk þess sem það væri fjárhagslega óábyrgt að samþykkja tillögu þar sem endanlegur kostnaður er ekki þekktur.
Forgangsröðun verkefna að Varmá hefur verið ákveðin á samráðsvettvangi Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Þegar það lá fyrir að ekki höfðu borist tilboð í þjónustubyggingu var tekin ákvörðun, í samráði við samráðsvettvanginn, að endurskoða áætlanir um bygginguna í samræmi við málefnasamning meirihlutans. Tillaga D lista hefur hinsvegar ekki verið rædd á samráðsvettvangnum.
Í samræmi við málefnasamning meirihlutans verður unnin framtíðarsýn fyrir Varmársvæðið í heild og er endurskoðun þjónustubyggingarinnar liður í þeirri vinnu. Eins og áður hefur komið fram þá er vinnan við endurskoðunina þegar hafin, í samráði við samráðsvettvanginn, og var þjónustubyggingu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2023.
2. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga um breytingu á skipan varamanns í stjórn SSH.
Fram kom tillaga um að Halla Karen Kristjánsdóttir verði varamaður í stjórn SSH í stað Aldísar Stefánsdóttur. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum.
3. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd202101461
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Óskatak ehf., og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Óskatak ehf. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samning á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt. Í samræmi við 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur skv. 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
4. Kæra til ÚUA vegna lóðarmarka við Bergrúnargötu 9202204392
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
Fundargerðir til kynningar
5. Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202207030
Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 1541. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
6. Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202207013
Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 1541. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
7. Fundargerð 5. fundar heilbrigðisnefndar HEF202207028
Fundargerð 5. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 5. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 1541. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.