Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. júlí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Til­laga um fram­kvæmd­ir við lagn­ingu gervi­grasvall­ar, end­ur­nýj­un hlaupa­braut­ar og upp­setn­ingu flóð­lýs­ing­ar á Varmár­velli á ár­inu 2022.202206764

    Tillaga bæjarfulltrúum D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022. Máli frestað frá síðasta fundi.

    Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með þrem­ur at­kvæð­um B, C og S lista gegn tveim­ur at­kvæð­um D lista.

    ***
    Bók­un B, S og C lista:

    Í fyr­ir­liggj­andi til­lögu D lista er eng­inn áætl­að­ur kostn­að­ur og því er ljóst að bæj­ar­ráð get­ur ekki af­greitt til­lög­una auk þess sem það væri fjár­hags­lega óá­byrgt að sam­þykkja til­lögu þar sem end­an­leg­ur kostn­að­ur er ekki þekkt­ur.

    For­gangs­röðun verk­efna að Varmá hef­ur ver­ið ákveð­in á sam­ráðsvett­vangi Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar. Þeg­ar það lá fyr­ir að ekki höfðu borist til­boð í þjón­ustu­bygg­ingu var tekin ákvörð­un, í sam­ráði við sam­ráðsvett­vang­inn, að end­ur­skoða áætlan­ir um bygg­ing­una í sam­ræmi við mál­efna­samn­ing meiri­hlut­ans. Til­laga D lista hef­ur hins­veg­ar ekki ver­ið rædd á sam­ráðsvett­vangn­um.

    Í sam­ræmi við mál­efna­samn­ing meiri­hlut­ans verð­ur unn­in fram­tíð­ar­sýn fyr­ir Varmár­svæð­ið í heild og er end­ur­skoð­un þjón­ustu­bygg­ing­ar­inn­ar lið­ur í þeirri vinnu. Eins og áður hef­ur kom­ið fram þá er vinn­an við end­ur­skoð­un­ina þeg­ar hafin, í sam­ráði við sam­ráðsvett­vang­inn, og var þjón­ustu­bygg­ingu vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar fyr­ir 2023.

  • 2. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð202205456

    Tillaga um breytingu á skipan varamanns í stjórn SSH.

    Fram kom til­laga um að Halla Karen Kristjáns­dótt­ir verði vara­mað­ur í stjórn SSH í stað Al­dís­ar Stef­áns­dótt­ur. Til­lag­an var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 3. Leik­skóli Helga­fellslandi, Ný­fram­kvæmd202101461

      Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Óskatak ehf., og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Óskatak ehf. Um­hverf­is­sviði er veitt heim­ild til und­ir­rit­un­ar samn­ing á grund­velli til­boðs lægst­bjóð­anda að því gefnu að öll skil­yrði út­boðs­gagna séu upp­fyllt. Í sam­ræmi við 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur skv. 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

      • 4. Kæra til ÚUA vegna lóð­ar­marka við Bergrún­ar­götu 9202204392

        Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram til kynningar.

        Lagt fram.

      Fundargerðir til kynningar

      • 5. Fund­ar­gerð 910. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202207030

        Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 910. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 1541. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      • 6. Fund­ar­gerð 911. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga202207013

        Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 911. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 1541. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      • 7. Fund­ar­gerð 5. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar HEF202207028

        Fundargerð 5. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð 5. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar lögð fram til kynn­ing­ar á 1541. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:18