Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. mars 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) varamaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
  • Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir Skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fell­skóli Íþrótta­hús, Ný­bygg­ing202201418

    Kynning á samþykkt um uppbyggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla.

    Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir kynn­ingu á nýju íþrótta­húsi við Helga­fells­skóla.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda á umhverfissviði
  • 2. Leik­skóli Helga­fellslandi, ný­fram­kvæmd202101461

    Kynning á hönnunardrögum á nýjum leikskóla í Helgafellslandi.

    Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu og fagn­ar því að áætlað er að nýr leik­skóli taki til starfa á næsta ári í ört stækk­andi bæj­ar­fé­lagi.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda á umhverfissviði
    • 3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2021202201510

      Kynntar niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2021.

      Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir kynn­ingu á skýrslu Gallup um þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.

      • 4. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

        Drög að Menntastefnu Mosfellsbæjar - vinnufundur.

        Verk­efna­stjóri kynnti stefnu­drög að nýrri mennta­stefnu ásamt því að fara yfir drög að hönn­un og næstu skref. Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu og mál­ið kem­ur aft­ur inn á fund nefnd­ar­inn­ar.

        Gestir
        • Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir verkefnastjóri
        • 5. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar leik- og grunn­skóla 2022202202428

          Lagt fram til upplýsinga

          Lagð­ar fram og kynnt­ar lyk­il­töl­ur á fræðslu-og frí­stunda­sviði Mos­fells­bæj­ar.

        • 6. Sveigj­an­leg­ur vist­un­ar­tími leik­skóla­barna202106086

          Til umræðu.

          Fræðslu­sviði fal­ið að skoða leið­ir til að bjóða for­eldr­um upp á sveigj­an­legri vist­un­ar­tíma í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar í sam­ráði við hag­að­ila.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10