Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. mars 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skemmd­ir af völd­um vatna­vaxta202502252

    Lögð fyrir bæjarráð tillaga um viðgerðir vegna vatnavaxta ásamt tillögu um tilfærslu í fjárfestingaráætlun til að mæta þeim kostnaði.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um við­gerð­ir vegna vatna­vaxta. Bæj­ar­ráð fel­ur jafn­framt sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs að meta hvort gera þurfti við­auka við fjár­hags­áætlun vegna til­lög­unn­ar vegna til­færslu á milli liða.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 2. Leik­skóli Helga­fellslandi - ný­fram­kvæmd202101461

      Stöðuyfirlit fyrir leikskólann í Helgafellshverfi vegna leka á hitaveituvatni í tæknirými skólans.

      Sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti stöðu­yf­ir­lit vegna leka á hita­veitu­vatni í tækn­i­rými leik­skól­ans í Helga­fells­hverfi.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • 3. Breyt­ing­ar á um­hverf­is­sviði202501595

        Lögð er fyrir bæjarráð tillaga að breytingu á stjórnskipulagi umhverfissviðs. *** Fundarhlé hófst kl. 8:04. Fundur hófst aftur kl. 8:08.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um skipu­lags­breyt­ing­ar á um­hverf­is­sviði í sam­ræmi við með­fylgj­andi til­lögu sem öðl­ist gildi eigi síð­ar en 1. ág­úst 2025.

        Gestir
        • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • 4. Rot­þrær í Mos­fells­bæ - fyr­ir­komulag á skrán­ingu og um­sjón202503098

          Erindi frá Heilbrigðiseftirlitinu þar sem þess er óskað að fyrirkomulag við tæmingu og umsjón með rotþróm í Mosfellsbæ verði endurskoðað.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að end­ur­skoða fyr­ir­komulag við tæm­ingu og um­sjón með rot­þróm hjá Mos­fells­bæ.

          Gestir
          • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • 5. Skipu­lag lóð­ar við Þjón­ustu­stöð202503150

          Tillaga að kaupum á geymslugámum á lóð Þjónustustöðvar við Völuteig 15.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um kaup á tveim­ur 20 feta gám­um fyr­ir Þjón­ustu­stöð í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

          Gestir
          • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • 6. Mæla­borð grunn- og leik­skóla­hús­næð­is202412331

          Róbert Ragnarsson og Dröfn Farestveit frá KPMG kynna nýtt mælaborð grunn- og leikskólahúsnæðis hjá Mosfellsbæ.

          Lagt fram og kynnt.

          Bæj­ar­ráð þakk­ar full­trú­um frá KPMG fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu. Nýtt mæla­borð mun fela í sér mik­il tæki­færi í rekstri hús­næð­is grunn- og leik­skóla sveit­ar­fé­lags­ins.

          Gestir
          • Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
          • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
          • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
          • 7. Um­sókn um fram­lag til rekstr­ar­grein­ing­ar202502432

            Tillaga um að leitað verði til Jöfnunarsjóðs um greiðslu fyrir rekstrargreiningu á málaflokki fatlaðs fólks.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að óskað verði eft­ir því að Jöfn­un­ar­sjóð­ur greiði fyr­ir rekstr­ar­grein­ingu á mála­flokki fatl­aðs fólks í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

            Gestir
            • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
            • 8. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

              Tillaga um að gjaldskrá dagdvalar verði felld úr gildi lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fella úr gildi gjaldskrá dagdval­ar sem sam­þykkt var á 615. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 20. nóv­em­ber 2013, með síð­ari breyt­ing­um.

              Gestir
              • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
            • 9. Að­al­fund­ur Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ohf.202503048

              Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem fram fer 20. mars nk. ásamt fyrirliggjandi tillögum lagt fram til kynningar.

              Lagt fram og kynnt.

            • 10. Úr­skurð­ur ÚUA vegna Óskots­veg­ar 42202412185

              Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) í máli nr. 174/2024 vegna Óskotsvegar 42 lagður fram til kynningar.

              Lagt fram og kynnt.

              Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir vék af fundi und­ir dag­skrárliðn­um.

            • 11. Til­laga til þings­álykt­un­ar um breyt­ingu á þings­álykt­un um áætlun um vernd og ork­u­nýt­ingu lands­svæða202503207

              Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Umsagnarfrestur er til 20. mars nk.

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:56