13. mars 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Leikskóli Helgafellslandi - nýframkvæmd202101461
Stöðuyfirlit fyrir leikskólann í Helgafellshverfi vegna leka á hitaveituvatni í tæknirými skólans.
Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti stöðuyfirlit vegna leka á hitaveituvatni í tæknirými leikskólans í Helgafellshverfi.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Breytingar á umhverfissviði202501595
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga að breytingu á stjórnskipulagi umhverfissviðs. *** Fundarhlé hófst kl. 8:04. Fundur hófst aftur kl. 8:08.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum skipulagsbreytingar á umhverfissviði í samræmi við meðfylgjandi tillögu sem öðlist gildi eigi síðar en 1. ágúst 2025.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Rotþrær í Mosfellsbæ - fyrirkomulag á skráningu og umsjón202503098
Erindi frá Heilbrigðiseftirlitinu þar sem þess er óskað að fyrirkomulag við tæmingu og umsjón með rotþróm í Mosfellsbæ verði endurskoðað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að endurskoða fyrirkomulag við tæmingu og umsjón með rotþróm hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Skipulag lóðar við Þjónustustöð202503150
Tillaga að kaupum á geymslugámum á lóð Þjónustustöðvar við Völuteig 15.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum kaup á tveimur 20 feta gámum fyrir Þjónustustöð í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
6. Mælaborð grunn- og leikskólahúsnæðis202412331
Róbert Ragnarsson og Dröfn Farestveit frá KPMG kynna nýtt mælaborð grunn- og leikskólahúsnæðis hjá Mosfellsbæ.
Lagt fram og kynnt.
Bæjarráð þakkar fulltrúum frá KPMG fyrir greinargóða kynningu. Nýtt mælaborð mun fela í sér mikil tækifæri í rekstri húsnæðis grunn- og leikskóla sveitarfélagsins.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
7. Umsókn um framlag til rekstrargreiningar202502432
Tillaga um að leitað verði til Jöfnunarsjóðs um greiðslu fyrir rekstrargreiningu á málaflokki fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að óskað verði eftir því að Jöfnunarsjóður greiði fyrir rekstrargreiningu á málaflokki fatlaðs fólks í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Tillaga um að gjaldskrá dagdvalar verði felld úr gildi lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fella úr gildi gjaldskrá dagdvalar sem samþykkt var á 615. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 20. nóvember 2013, með síðari breytingum.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
9. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.202503048
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem fram fer 20. mars nk. ásamt fyrirliggjandi tillögum lagt fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
10. Úrskurður ÚUA vegna Óskotsvegar 42202412185
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) í máli nr. 174/2024 vegna Óskotsvegar 42 lagður fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Anna Sigríður Guðnadóttir vék af fundi undir dagskrárliðnum.
11. Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða202503207
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Umsagnarfrestur er til 20. mars nk.
Lagt fram.