17. ágúst 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) Forseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varabæjarfulltrúi
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með 11 atkvæðum að taka tvær fundargerðir menningar- og nýsköpunarnefndar á dagskrá fundarins sem verða dagskrárliðir 5 og 6. Jafnframt var samþykkt að við dagskrárliðinn kosning í nefndir og ráð verði bætt kosningu um breytta skipan íþrótta- og tómastundanefndar.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 38202206040F
Fundargerð 38. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022 201809407
Samþykkt fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 38. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Vinabæjarsamstarf og vinabæjarráðstefna í Skien í september 2022. 202206745
Kynning á vinabæjarsamstarfi Mosfellsbæjar og vinabæjarráðstefnu í Skien 21. til 24. september.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 38. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022. 202206743
Reglur um val á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 38. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Í túninu heima 2022. 202206744
Kynning á dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 38. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 322202206036F
Fundargerð 322. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Barnaverndarmálafundur 2022-2026 - 978 202206034F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 322. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Barnaverndarmálafundur 2022-2026 - 980 202206042F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 322. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 229202208004F
Fundargerð 229. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 202206337
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 og farið í vettvangsferð til að skoða fallega garða sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 229. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Tré ársins í Mosfellsbæ 2022 202208117
Lagðar fram hugmyndir að vali á tré ársins í Mosfellsbæ 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 229. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 569202207006F
Fundargerð 569. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Suðurlandsvegur innan Mosfellsbæjar og Kópavogs - sameiginlegt deiliskipulag 202205199
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt sameiginlegt deiliskipulag Kópavogs og Mosfellsbæjar vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Geitháls við Hólmsá að Lögbergsbrekku við Lækjarhlíð. Skipulagssvæðið er 73,6 ha að stærð og 5,7 km að lengd, það skarar sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar á tveimur stöðum. Markmið breytingar og breikkunar Suðurlandsvegar er að bæta samgöngur við megin umferðaræð og að þjónustustig samgangna verði í samræmi við kröfur og staðla og bætt umferðaröryggi.
Gögnin eru unnin af Eflu verkfræðistofu, dags. 22.06.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Kennslustofur við Varmár- og Kvíslarskóla - deiliskipulagsbreyting 202207113
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að breyttu deiliskipulagi Varmárskólasvæðis við Varmárhól, skólalóð Kvíslarskóla. Við bætast byggingarreitir fyrir færanlegar og tímabundnar einna hæðar kennslustofur innan lóðar sem tengjast núverandi innviðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - aðalskipulagsbreyting 202203513
Skipulagsnefnd samþykkti á 563. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar fyrir miðsvæði 401-M. Breytingin felur í sér að innfæra heimildir um íbúðauppbyggingu í bland við verslun og þjónustu á svæðinu. Um er að ræða töflubreytingu þar sem gefin er heimild fyrir 33 íbúðum í turnbyggingum deiliskipulagsins. Samhliða var auglýst samhljóða deiliskipulagsbreyting fyrir lóðirnar Sunnukrika 3, 5 og 7.
Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og í anddyri Skipulagsstofnunar. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022.
Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022.
Umsagnir við aðal og deiliskipulagsbreytinguna bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 19.05.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 21.05.2022, Veitum, dags. 03.06.2022, Skipulagsstofnun, dags. 23.06.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 14.06.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæðaFylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingarFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-MFylgiskjalUmsögn HEF - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-MFylgiskjalUmsögn Veitna - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalUmsögn Slökkviliðsins - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalÁbending Skipulagsstofnunar - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalAðalskipulagsbreytingar miðsvæðis 401.pdf
4.4. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - deiliskipulagsbreyting 202203513
Skipulagsnefnd samþykkti á 563. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis. Breytingin felur í sér að innfæra heimildir fyrir íbúðir í turnbyggingum Sunnukrika 3, 5 og 7. Einnig voru gerðar breytingar á skilmálum byggingarreita fyrir bílakjallara og niðurkeyrslur. Samhliða var auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi miðsvæðis 401-M þar sem íbúðarheimildir voru innfærðar.
Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu og í Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022.
Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022.
Umsagnir við aðal og deiliskipulagsbreytinguna bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 19.05.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 21.05.2022, Veitum, dags. 03.06.2022, Skipulagsstofnun, dags. 23.06.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 14.06.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæðaFylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingarFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Slökkviliðsins - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdf.pdfFylgiskjalÁbending Skipulagsstofnunar - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsbreyting Sunnukrika miðsvæði 401 - A1.pdf
4.5. Miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M - aðalskipulagsbreyting 202201368
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar fyrir miðbæjarreitinn 116-M. Breytingin felur í sér að leiðrétta töflu aðalskipulags og fjölga heimildir fyrir áætlaða uppbyggingu íbúða í miðbænum. Breyting samræmist þróun miðbæjarins og skilgreinir nú betur uppbyggingu við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagsbreytingu svæðis sem auglýst var samhliða.
Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og í anddyri Skipulagsstofnunar. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022.
Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæðaFylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingarFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - 116M aðalskipulagsbreytingFylgiskjalUmsögn Landsnets - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalMiðsvæði 116-M Aðalskipulagsbreyting A1.pdf
4.6. Bjarkarholt - uppbyggingarreitur E - breyting á deiliskipulagi 202008039
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir í Bjarkarholti innan miðbæjarins. Breytingin felur í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum sem í dag heita Bjarkarholt 1, 2 og 3. Á skipulaginu verða 150 íbúðir ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins, auk 5.400 fermetra miðbæjargarðs með verslunar- og þjónustubyggingu eða skála. Heimilt verður að byggja 18.530 fermetra á lóðunum þar af 400 fermetra skála í garði. Bílakjallari er undir húsum og samtengdur uppbyggingu Bjarkarholts 4-5. Aðkoma kjallara er frá Langatanga og Hlaðhömrum. Samhliða var auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi miðsvæðis 116-M þar sem innfærð var fjölgun íbúða.
Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu og í Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022.
Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022.
Athugasemdir bárust frá Húsfélagi Bjarkarholts 8-20, Sigmundur Sigmundsson, formaður, dags. 10.06.2022, Erlendi Á. Bender og Rós Bender Bjarkarholti 27, dags 12.06.2022, íbúum Bjarkarholts 20, Magnús Jónsson, bréfritari, Bjarni Ómar Haraldsson og Alda Guðmundsdóttir, íbúð 103, Einar Sólonsson, íbúð 101, Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir og Guðbjörn Baldvinsson, íbúð 102, Ingólfur G. Garðarsson, íbúð 201, Ólöf Þráinsdóttir, íbúð 202, Ingibjörg Ásmundsdóttir og Jóhann O. Pétursson, íbúð 203, Bryndís Guðnadóttir og Þorsteinn Marinósson, íbúð 303, Laufey Torfadóttir og Axel Ketilsson, íbúð 402, dags. 20.06.2022, Klara Sigurðardóttir og Þröstur Lýðsson, Bjarkarholt 20, íbúð 401, dags. 22.06.2022, Guðný Jónsdóttir og Knútur Óskarsson, Bjarkarholti 18, íbúð 501, dags. 22.06.2022, Axel Ketilson, Bjarkarholti 20, íbúð 402, dags. 24.06.2022, Stjórn húsfélags Bjarkarholts 25-29, f.h. stjórnar Ásdís Guðný Pétursdóttir, formaður, dags. 25.06.2022.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingarFylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæðaFylgiskjalInnsendar athugasemdir við Bjarkarholt 1-3 skipulag - samsettFylgiskjalBjarkarholt 1-3 - deiliskipulagsuppdrátturFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Miðsvæði við BjarkarholtFylgiskjalUmsögn Veitna - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn Landsnets - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Miðsvæði við Bjarkarholt
4.7. Miðdalur L226500 - deiliskipulag frístundabyggðar 202203441
Borist hefur erindi frá Óla Garðari Kárasyni, dags. 14.03.2022, gögn bárust 07.07.2022, með ósk um gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggð á 5,5 ha landi L226500 innan reitar 543-F í samræmi við meðfylgjandi drög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Miðdalur II L199723 - ósk um deiliskipulag og uppskiptingu lands 202208067
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 02.08.2022, með undirritaði heimild landeigenda, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu lands L199723 í Miðdal. Óskað er eftir að gera 8-10 íbúðarhúsalóðir með minniháttar rækturnar möguleikum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.9. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205642
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Þór Ingólfssyni til að innrétta aukaíbúð í innbyggðri bílgeymslu einbýlishúss að Arkarholti 4. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 477. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.10. Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 202207148
Borist hefur bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 12.07.2022 vegna nýs rammasamnings milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum. Áætlað er að byggja þurfi á landsvísu 4.000-3.500 íbúðir árlega. Samningur var undirritaður af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Innviðaráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þann 12.07.2022. Rammasamningur lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.11. Bréf Vegagerðarinnar um gott samráð 202207131
Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, dags. 12.07.2022, til skipulagsfulltrúa og nýs nefndarfólks í tilefni yfirstaðinna kosninga. Markmið er að minna á mikilvægi góðs samráðs um samgöngur í allri skipulagsgerð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 477 202207017F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerð
5. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 39202208016F
Fundargerð 39. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Vinabæjarráðstefna í Skien í september 2022. 202206745
Boð á vinabæjarráðstefnu í Skien 21.til 23. september 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Í túninu heima 2022 202206744
Kynning á dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2022 202206743
Tilnefningar til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 20222.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 40202208022F
Fundargerð 40. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Almenn erindi
7. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga D lista um breytingu á skipan aðalmanna í umhverfisnefnd og breytingu á skipan aðal- og varamanna í lýðræðis- og mannréttindanefnd. Tillaga S lista um breytingu á skipan áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd.
Umhverfisnefnd: Tillaga er um að Ásgeir Sveinsson verði aðalmaður í stað Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ekki komu fram aðrar tillögur og telst viðkomandi því rétt kjörinn í umhverfisnefnd.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd: Tillaga er um að Davíð Örn Guðnason verði aðalmaður í stað Gunnars Péturs Haraldssonar. Jafnframt að Helga Jóhannesdóttir verði varamaður í stað Davíðs Arnar Guðnasonar. Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi því rétt kjörnir í lýðræðis- og mannréttindanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd: Tillaga er um að Margrét Gróa Björnsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í stað Sunnu Arnardóttur og jafnframt að Gerður Pálsdóttir verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Margrétar Gróu Björnsdóttur. Ekki komu fram aðrar tillögur og telst viðkomandi því rétt kjörin í íþrótta- og tómstundanefnd.
Fundargerðir til kynningar
8. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1540202206033F
Fundargerð 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Framtíðarskipulag Skálatúns 202206678
Tillögur að næstu skrefum vegna rekstrarstöðu Skálatúns lagðar fyrir til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Kvíslarskóli - kynninga á stöðu framkvæmda 2022 og ósk um heimild til útboðs á lausum stofum. 202203832
Lögð fyrir bæjarráð kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla og óskað heimildar bæjarráðs til útboðs á lausum stofum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Íþróttamiðstöð að Varmá - Þjónustubygging, Nýframkvæmd 202201171
Meðfylgjandi er minnisblað umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna opnunarfundar á þjónustubyggingu við íþróttahúsið að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Umsókn um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 202206706
Ósk Vagneigna ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.5. Upplýsingapóstur frá innviðaráðuneytinu vegna stefnumótunar 202206664
Upplýsingapóstur innviðaráðuneytis til fulltrúa í sveitarstjórnum vegna stefnumótunar í þremur flokkum lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.6. Ósk um að leigu eða kaup á landi 202206752
Ósk Find Yourself in Iceland ehf. um leigu eða kaupa á landi undir starfsemi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 202206736
Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2023 til 2026.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.8. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021 202206758
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
8.9. Tillaga um framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022. 202206764
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
9. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1541202207001F
Fundargerð 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Tillaga um framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022. 202206764
Tillaga bæjarfulltrúum D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Kosning í nefndir og ráð 202205456
Tillaga um breytingu á skipan varamanns í stjórn SSH.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd 202101461
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Óskatak ehf., og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Kæra til ÚUA vegna lóðarmarka við Bergrúnargötu 9 202204392
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 202207030
Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
9.6. Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 202207013
Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
9.7. Fundargerð 5. fundar heilbrigðisnefndar HEF 202207028
Fundargerð 5. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1541. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1542202207005F
Fundargerð 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi eins og einstök erindi bera með sér
10.1. Ráðning bæjarstjóra 202205548
Tillaga um ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2022-2026 í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarsamning, sbr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga og 47. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Framkvæmdir 2022 202207008
Lögð fyrir bæjarráð samantekt vegna framkvæmda árið 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 202203832
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað vegna framkvæmda á 2. hæð í Kvíslarskóla og staða framkvæmda á 1. hæð kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Nýjar rannsóknarborholur í Bláfjöllum 202207100
Bókun 541. fundar stjórnar SSH varðandi útboð vegna nýrra rannsóknarborhola í Bláfjöllum lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10.5. Framtíðarsýn Álafosskvosar 202207098
Erindi Birtu Fróðadóttur varðandi framtíðarsýn Álafosskvosar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10.6. Breyting á reglum Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning 202207074
Tillaga um hækkun samanlagðrar hámarksfjárhæðar húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í 2. mgr. 4. gr. reglna Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning vegna hækkunar almennra húsnæðisbóta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10.7. Erindi Lágafellsbygginga vegna skipulagsmála Blikastaða o.fl. 202207105
Erindi JÁS lögmanna fh. Lágafellsbygginga ehf. varðandi skipulagsmál Blikastaða o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
10.8. Fundargerð 541. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 202207123
Fundargerð 541. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
11. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1543202207013F
Fundargerð 1543. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
11.1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 202203832
Ósk um heimild til að ganga að tilboði Terra ehf um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1543. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
11.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1543. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
11.3. Hugur og Heilsa, lýðheilsuverkefni fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. 202207290
Tillaga bæjarfulltrúa D-listans í Mosfellsbæ um að tilraunaverkefnið Hugur og Heilsa, lýðheilsunámskeið fyrir 60 ára og eldri íbúa í Mosfellsbæ verði framlengt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1543. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
12. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1544202208005F
Fundargerð 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Umsagnar óskað um staðsetningu ökutækjaleigu að Dalatanga 16 202207202
Erindi Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar um staðsetningu ökutækjaleigu að Dalatanga 16.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
12.2. Ferðaþjónustuklasi í Skammadal 202208143
Erindi Ólafs Sigurðssonar varðandi skoðun á skipulagningu ferðaþjónustuklasa í Skammadal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
12.3. Skarhólabraut 3 - vegna úthlutunar á lóð 202208169
Ósk Pálsson & Co ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
12.4. Brúarland - framtíðarnotkun, Nýframkvæmd 202204069
Kynning á stöðu framkvæmda við Brúarland.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
12.5. Skóladagatöl 2022-2023 202112253
Lögð er til breyting á skóladagatali Kvíslarskóla vegna framkvæmda við skólann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
12.6. Úr Skeggjastaðalandi 271 Mosfellsbær umsagnarbeiðni-rekstrarleyfi 202208128
Erindi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tin ehf. leyfi til rekstrar gististaðar í flokki II að Skeggjastöðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1544. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 477202207017F
Fundargerð 477. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205642
Arnar Þór Ingólfsson Arkarholti 4 sækir um leyfi til að innrétta auka íbúð í innbyggðri bílgeymslu einbýlishúss á lóðinni Arkarholt nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 477. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
13.2. Bræðratunga , Umsókn um byggingarleyfi 202206755
Eva Sveinbjörnsdóttir og Torfi Magnússon Bræðratungu sækja um leyfi til breytinga innra skipulags tveggja smáhýsa á lóðinni Bræðratunga, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 477. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
13.3. Háholt 13-15 13R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206686
Reitir - verslun ehf. Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga innra skipulags rýmis nr. 0111 verslunarhúsnæðis við Háholt 13-15. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 477. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 478202208014F
Fundargerð 478. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
14.1. Bugðufljót 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202207081
Karína ehf. Breiðahvarfi 5 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 478. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
14.2. Fossatunga 20-22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106228
Dunamis ehf. Heiðargerði 27 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Fossatunga nr. 20-22 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 478. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
14.3. Gerplustræti 21-23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206177
Húsfélag Gerplustrætis 21-23 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 21-23, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 478. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
14.4. Háholt 13-15 13R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206687
Reitir - verslun ehf. Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga innra skipulags rýmis nr. 0104 verslunarhúsnæðis við Háholt 13-15. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 478. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
14.5. Háholt 13-15 13R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208357
Reitir - verslun ehf. Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga innra skipulags rýmis nr. 0106 verslunarhúsnæðis við Háholt 13-15. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 478. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.