Mál númer 201301573
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Kynnt er þarfagreining fyrir nýjan skóla í Helgafellslandi
Afgreiðsla 312. fundar fræðslunefndar samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #312
Kynnt er þarfagreining fyrir nýjan skóla í Helgafellslandi
Lögð fram drög að þarfagreiningu fyrir nýjan skóla í Helgafellslandi.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að kynna þessa þarfagreiningu og leita til kennara, stjórnenda, foreldra og annarra íbúa eftir athugasemdum við greininguna. Þær athugasemdir verði síðan kynntar kjörnum fulltrúum í fræðslunefnd og að því loknu verður þarfagreiningin lögð fram í fræðslunefnd að nýju.
Í framhaldinu er Skólaskrifstofu falið að upplýsa fræðslunefnd með reglulegu millibili um framgang verksins.
- 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Yfirlit yfir framkvæmdir sumarið 2015
Afgreiðsla 308. fundar fræðslunefndar samþykkt á 651. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #308
Yfirlit yfir framkvæmdir sumarið 2015
Kynntar áætlaðar framkvæmdir Eignarsjóðs við grunnskóla, skólalóðir og nýframkvæmdir, sumarið 2015.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Fagleg skoðun á miðskóla við Sunnukrika.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd þess efnis að það sé langt því frá að eining ríki um afgreiðslu D- og V-lista á tillögum foreldrasamfélagsins og kjörinna fulltrúa í minnihluta í tengslum við uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Íbúahreyfingin telur að ágreiningurinn sé ekki gott veganesti inn í framtíðina og hvetur D- og V-lista til að hlusta á raddir íbúa sem hafa verulegar áhyggjur af stöðunni,$line$Fulltrúar D- og V-lista hafa enn ekki gert grein fyrir því hvert allt að 200 nemendur á austursvæði eiga að sækja skóla 2018. Þar er búist við mikilli fjölgun en fækkun á vestursvæði en samt á að reisa þar skóla í útjaðri byggðar sem ekki er á aðalskipulagi. Um það snúast áhyggjur foreldrasamfélagsins og samantekt fræðsluskrifstofu veitir ekki svar við því. $line$Íbúahreyfingin óskar svars við spurningunni hvar eru tölulegar upplýsingar og áætlanir um hvert umframfjöldi nemenda í Varmárskóla á að fara?$line$$line$Afgreiðsla 305. fundar fræðslunefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M- lista.$line$$line$Bókun S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að þau gögn sem hafa verið unnin og lögð fram í skoðun á faglegri, fjárhagslegri og skipulagslegri hagkvæmni hugmyndar foreldra um skóla miðsvæðis, sem ákveðin var á 621. fundi bæjarstjórnar, hafi ekki verið fullnægjandi. Þau gögn eru auðsjáanlega unnin með þeirri forskrift meirihlutans að endurskoða ekki málið í heild sinni án tillits til fyrri ákvarðana og er þar ekki við embættismenn eða ráðgjafa að sakast heldur þá pólitísku stefnumörkun sem liggur til grundvallar þeirri vinnu.$line$Þegar þróun umræðu og ákvarðana um uppbyggingu skólamannvirkja er skoðuð sést að sáralitlar breytingar hafa orðið á stefnumörkun varðandi uppbyggingu skólamannvirkja frá fyrstu hugmyndum meirihlutans í ársbyrjun 2013. Það sýnir að samráðið sem meirihlutinn stærir sig af í þessu máli var ófullnægjandi. $line$Lengi hefur stefnt í óefni í aðstöðu grunnskólanna í Mosfellsbæ fyrir starf sitt. Fulltrúar Samfylkingar hafa um árabil varað við í hvað stefndi og bent á mikilvægi þess að hefja stefnumótun til framtíðar varðandi uppbyggingu skólamannvirkja til að mæta vaxandi þörf skólanna fyrir fullnægjandi aðstöðu. Ekki hefur meirihlutinn svarað því kalli og hefur hann skort skilning og framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki og beitt bráðabirgðareddingum frá ári til árs. Sú niðurstaða sem nú blasir við er engin breyting frá þeirri stefnu. Það er því ljóst að ekki er í sjónmáli varanleg lausn á aðstöðu grunnskólanna á næstu árum. Bráðabirgðalausnir með þeim auka kostnaði sem þeim fylgja er stefnumörkun meirihlutans. $line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$Fyrir fundi fræðslunefndar varðandi ákvörðun um uppbyggingu skólamannvirkja lágu fyrir ítarleg gögn til stuðnings ákvörðun nenfdarinnar. Bæjarfulltrúar D- og V-lista vísa því á bug að þau gögn séu unnin samkvæmt forskrift meirihlutans. Með því er vegið að faglegri mati þeirra sérfræðinga og embættismanna sem að málinu hafa komið. Fyrir liggur að staðfelsta tillögu fræðslunefndar um uppbyggingu skólamannvirkja og það er er að bera í bakkafullan lækinn að segja að uppbygging nýrra skólamannvirkja sé ekki lausnir til framtíðar annað eru útsnúningar sem ekki eru málefnalegi og í raun ekki svara verðirr. bæjarfulltrúar D- og V-lista lýsa einnig undrun sinni á að bæjarfulltrúi íbúhreyfingarinnar hafi ekki enn skilið hvernig skólafyrkomulagi á austursvæði verður háttað til framtíðar og hvaða lausnir bygging skóla í Helgafellshverfi hefur í för með sér.
- 17. mars 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #305
Fagleg skoðun á miðskóla við Sunnukrika.
Lögð fram samantekt á faglegri og fjárhagslegri skoðun á byggingu miðskóla við Sunnukrika. Skoðunin samanstendur af faglegri ráðgjöf skólaráðgjafa og minnisblaði framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Tillaga meirihluta D og V lista er þessi: Fræðslunefnd hefur yfirfarið tillögur um uppbyggingu miðbæjarskóla og fengið álit skipulagsnefndar og aflað álits frá ráðgjafa um skólamál.
Nefndin telur ekki ástæðu til að gera breytingar á fyrirliggjandi ákvörðun um uppbyggingu skólamannvirkja.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, eitt mótatkvæði.Íbúahreyfingin hvetur til þess að áfram verði kannað hvernig uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja Mosfellsbæjar verði best háttað. Þær framkvæmdir sem nú fara fram við skólabyggingu við Æðarhöfða vegna framtíðarbyggðar í Blikastaðalandi eru algjörlega ótímabærar, og ekki fyrirsjánleg fjölgun skólabarna í því nærumhverfi, líkt og fram kemur í stefnumótunarskýrslu um uppbyggingu skólahverfa og bygging nýrra skóla í Mosfellsbæ, 2013. Fyrir liggur að bærinn er skuldbundinn til að reisa skóla í Helgafellslandi og í Leirvogstungu, þegar að uppbygging þeirra hverfa er komin lengra. Íbúahreyfingin telur rök FGMOS fyrir miðbæjarskóla áhugaverð og að það beri að virða vilja þess stóra meirihluta foreldra sem bak við þau samtök standa til að kanna betur hvernig skattfé íbúa bæjarins til skólamála verði best varið.
Bókun S-lista.
Í þeim gögnum sem liggja fyrir fræðslunefndarfundi og eiga að leggja mat á faglega þætti hugmyndar um skóla miðsvæðis eru ekki færð nægjanlega sannfærandi rök fyrir þeim vandamálum sem sagt er að breytt upptökusvæði skóla hafi í för með sér. Þá eru innri mótsagnir annars vegar varðandi það skipulag sem er nú þegar í gangi varðandi skipti milli skólahverfa, sbr. nemendur í Krikaskóla sem fara í annan skóla eftir 4. bekk, og hins vegar áherslu á skólahverfið með heildstæðan skóla sem miðpunkt félagslegrar heildar. Þá liggja ekki nægilega skýr rök fyrir þeirri ályktun að uppbygging skóla miðsvæðis gæti haft neikvæð áhrif á fjölbreytni og breidd skólastarfs og lærdómssamfélag hvers skóla fyrir sig. Sú faglega úttekt sem hér liggur fyrir er ekki nægilega umfangsmikil til að niðurstöður hennar sýni með óyggjandi hætti að hugmyndin um skóla miðsvæðis sé faglega óskynsamleg framkvæmd.
Af ofangreindum orsökum greiðir fulltrúi Samfylkingar atkvæði gegn ákvörðun fræðslunefndar.
Anna Sigríður GuðnadóttirBókun fulltrúa D- og V-lista á 305. fræðslunefndarfundi
Fyrir liggur umsögn skipulagsnefndar þar sem ekki er mælt með því að aðalskipulagi verði breytt vegna hugmynda um skóla við Sunnukrika. Málið hefur einnig verið skoðað frá faglegu og fjárhagslegu sjónarhorni. Fékk Skólaskrifstofa til liðs við sig ráðgjafa sem unnið hefur í þessum málefnum fyrir Skólaskrifstofuna. Í samantekt hans kemur fram að það sé niðurstaðan að ekki sé mælt með byggingu skóla við Sunnukrika. Helstu rökin eru þau að upptökusvæðið er ekki nægilegt til að skapa eina skólaheild. Til að stækka upptökusvæðið þyrfti að minnka skólasvæði Varmárskóla og Lágafellsskóla umfram þær ákvarðanir sem búið er að taka og varða fyrirhugaðar skólabyggingar, þ.e. byggingu skóla við Æðarhöfða og í Helgafellslandi. Það myndi leiða af sér minni nýtingu allra skóla í Mosfellsbæ sem gæti haft neikvæð áhrif á fjölbreytni og breidd skólastarfs og á það sérstaklega við um eldri nemendur grunnskólans og lærdómssamfélag hvers skóla. Fram kom í samantekt ráðgjafa að bygging skóla við Sunnukrika væri verulegur viðbótarkostnaður við áður samþykktar áætlanir. Undir þessi sjónarmið tekur framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Fulltrúi V listans vék af fundi þegar hér var komið.Fulltrúi M lista bókar: Ljóst er að það er langt frá því að það sé eining um þessa niðurstöðu, hvorki hjá foreldrasamfélaginu eða hjá pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins og er það ekki gott veganesti inn í framtíðina.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi, og minnisblað Gylfa Guðjónssonar arkitekts um skólamál í aðalskipulagi. Frestað á 385. fundi.
Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að áfram verði kannað hvernig uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja í Mosfellsbæ verði best háttað á næstu árum. Húsnæðisvandi Varmárskóla sem er einn stærsti skóli landsins og jafnframt elsti skóli sveitarfélagsins er óleystur. Skólinn er alltof stór og stefnir í 932 nemendur 2018. Þeirri spurningu er ósvarað hvernig D- og V-listi hyggjast leysa það mál og því með öllu ótímabært að slá vel ígrundaðar tillögur foreldrasamfélagsins í Mosfellsbæ út af borðinu á þeim afar hæpnu forsendum að (1) ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi fyrir miðbæjarskóla og að (2) hefja skuli byggingu Helgafellsskóla. Skóli við Æðarhöfða er ekki á aðalskipulagi og Helgafellsskóli leysir ekki vanda Varmárskóla.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum fulltrúa D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista. $line$$line$Bókun fulltrúa S-lista:$line$Bæjarfulltrúar S lista taka undir bókun fulltrúa Samfylkingar í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd fól embættismönnum að yfirfara kynningu FGMos m.t.t. þess hvort tölulegar upplýsingar stæðust og ef svo væri ekki, hvaða áhrif það hefði á hugmyndina. Jafnframt átti að skoða hvort það væru aðrar tölulegar upplýsingar eða önnur atriði sem vantaði sem hefðu áhrif á framkomna hugmynd. Ekki er hægt að sjá með skýrum hætti á framlögðum gögnum að slík skoðun hafi farið fram og er bókun meirihluta nefndarinnar í raun á skjön við það verkefni sem nefndin sjálf bókaði um að farið yrði í. $line$Að þessu sögðu greiða fulltrúar Samfylkingarinnar atkvæði gegn afgreiðslu málsins eins og hún liggur fyrir skv. bókun skipulagsnefndar.$line$$line$Bókun fulltrúa D- og V-lista vegna bókunar S-lista:$line$Frá því í maí 2014 hefur skipulagsnefnd haft það verkefni að skoða skipulagslegar forsendur miðbæjarskóla við Sunnukrika. Nefndin hefur því haft málið til umfjöllunar í 10 mánuði og hefur það verið á dagskrá alls átta sinnum. Fundað hefur verið með fulltrúm foreldra sem talað hafa fyrir byggingu skóla miðsvæðis í Mosfellsbæ, mannfjöldaspár hafa verið rýndar, aðalskipulagið hefur verið rýnt, hljóðkorta hafa verið aflað, skipulgasfulltrúa hefur í tvígang verið falið að yfirfara kynningar og gögn frá fulltrúum foreldra, aðalskipulagshöfundur hefur tekið saman gildi skóla í hverfum bæjarins og mikilvægi þess að aðalskipulagi sé fylgt.$line$Ljóst er að ítarleg gögn liggja fyrir hægt sé að taka afstöðu til þess hvort skynsamlegt sé að byggja miðsvæðis. Niðurstaðan er að við teljum ekki ástæðu til að breyta frá nýsamþykktu aðalskipulag með uppbyggingu skóla miðsvæðis.$line$$line$Bókun D- og V- lista vegna bókunar M-lista:$line$Ítrekað er að verkefni skipulagsnefndar sem hér er bókað undir var að fjalla um skipulagslegar forsendur miðbæjarskóla en ekki að fjalla almennt um uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja í Mosfellsbæ. $line$Misskilnings virðist gæta í bókun fulltrúa M-lista. Varmárskóli stefnir ekki í að verða 932 barna skóli, börnum á austursvæði mun fjölga vegna uppbyggingar í Helgafellshverfi og Leirvogstungu. Helgafellsskóli mun því létta á þörf fyrir skólahúsnæði á austursvæði. Meirihlutinn leggur áherslu á möguleika á valfrelsi fyrir foreldra þegar kemur að því að velja skóla fyrir börnin sín. $line$Fyrir nærliggjandi hverfi er Helgafellsskóli raunhæfur valkostur.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna bókunar D- og V-lista: $line$Fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þykir nokkuð sérkennilegt að fulltrúar D- og V-lista haldi því fram að Varmárskóli stefni ekki í að verða 932 barna skóli 2018 þar sem þessar upplýsingar eru fengnar úr skýrslu Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar um stefnumótun um uppbyggingu skólahverfa o.s.frv. 2013.$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar mælir með að fulltrúar D- og V-lista lesi skýrsluna.$line$$line$Bókun D- og V-lista vegna bókunar M-lista:$line$Umrædd skýrsla sýnir fram á fjölgun barna á austursvæði. Skýrslan leggur áherslu á mikilvægi þess að hugað sé að skóla í Helgafellshverfi samhliða fjölgun íbúa á austursvæði. $line$ $line$Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V-lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa M-lista og S-lista.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi.
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #386
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi, og minnisblað Gylfa Guðjónssonar arkitekts um skólamál í aðalskipulagi. Frestað á 385. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir með 4 atkvæðum eftirfarandi bókun:
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið tillögur um uppbyggingu miðbæjarskóla og aflað álits frá aðalskipulagshöfundi og skipulagsfulltrúa. Nefndin telur ekki ástæðu til að gera breytingu á gildandi aðalskipulagi þannig að byggður verði skóli í Sunnukrika en leggur áherslu á að hugað verði að uppbyggingu skóla í Helgafellshverfi eins og aðalskipulagið gerir ráð fyrir.
Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:
Gögn sem lögð hafa verið fram varðandi skoðun á tillögum foreldra í FGMos um skóla miðsvæðis, hnekkja ekki þeim rökum sem hugmyndin er grundvölluð á. Samkvæmt bókun skipulagsnefndar átti að skoða hvort tölulegar upplýsingar í tillögum stæðust en það kemur ekki skýrt fram í framlögðum gögnum. Einnig átti að skoða hvort aðrar tölulegar upplýsingar eða önnur atriði vantaði sem hefðu áhrif á framkomna hugmynd foreldra. Sú skoðun hefur enn ekki farið fram.
Bókun áheyrnarfulltrúa íbúahreyfingarinnar:
Íbúahreyfingin hvetur til þess að áfram verði kannað hvernig uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja Mosfellsbæjar verði best háttað. Þær framkvæmdir sem nú fara fram við skólabyggingu við Æðarhöfða vegna framtíðarbyggðar í Blikastaðalandi eru algerlega ótímabærar og ekki fyrirsjáanleg fjölgun skólabarna í nærumhverfi.
Fyrir liggur að bærinn er skuldbundinn til að reisa skóla í Helgafellslandi og í Leirvogstungu, þegar uppbygging þeirra hverfa er komin lengra. Íbúahreyfingin telur rök FGMos fyrir miðbæjarskóla áhugaverð og að það beri að virða vilja þess stóra meirihluta foreldra sem bak við þau samtök standa til að kanna betur hvernig skattfé íbúa bæjarins til skólamála verði best varið. - 3. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #385
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi.
Fram kom ósk um að fresta afgreiðslu málsins.
Nefndin samþykkir að halda aukafund fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 16:00. - 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Lögð fram kynning Foreldraráðs Grunnskóla Mosfellsbæjar frá fundi með kjörnum fulltrúum 4 febrúar s.l. Einnig lagt fram minnisblað um mannfjöldaspár.
Afgreiðsla 384. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #384
Lögð fram kynning Foreldraráðs Grunnskóla Mosfellsbæjar frá fundi með kjörnum fulltrúum 4 febrúar s.l. Einnig lagt fram minnisblað um mannfjöldaspár.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að yfirfara kynningu FGMos með tilliti til þess hvort tölulegar upplýsingar standist og ef svo er ekki hvaða áhrif það hafi á hugmyndina. Jafnframt verði skoðað hvort það séu aðrar tölulegar upplýsingar eða önnur atriði sem vanti sem hafi áhrif á framkomna hugmynd.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Framhald umræðna á 371. fundi.
Afgreiðsla 374. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Framhald umræðna á 371. fundi.
Afgreiðsla 373. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 30. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #374
Framhald umræðna á 371. fundi.
Umræður.
- 16. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #373
Framhald umræðna á 371. fundi.
Frestað.
- 27. ágúst 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #633
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um glærukynningu á hugmynd um Miðbæjarskóla sem lögð var fram á 370. fundi.
Afgreiðsla 371. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 633. fundi bæjarstjórnar.
- 19. ágúst 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #371
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um glærukynningu á hugmynd um Miðbæjarskóla sem lögð var fram á 370. fundi.
Umræður, afgreiðslu frestað.
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Lögð fram gögn um mannfjölda eftir hverfum og hljóðstig við Vesturlandsveg/Sunnukrika ásamt glærukynningu frá fulltrúum íbúa, sem fjallar um hugmyndina um miðlægan grunnskóla.
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #370
Lögð fram gögn um mannfjölda eftir hverfum og hljóðstig við Vesturlandsveg/Sunnukrika ásamt glærukynningu frá fulltrúum íbúa, sem fjallar um hugmyndina um miðlægan grunnskóla.
Formaður kynnti framlögð gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að yfirfara gögnin. - 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 7.5.2014, þar sem óskað er eftir því að skoðaðar verði skipulagslegar forsendur fyrir miðskóla við Sunnukrika.
Afgreiðsla 368. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 627. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Tillaga S- lista Samfylkingar.$line$Geri þá tillögu að jafnframt því sem skoðað sé að skóli rísi við Sunnukrika verði fleiri staðir á miðsvæði bæjarins skoðaðir með sama hætti og samanburður gerður milli þeirra hvað kosti og galla varðar.$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með sjö atkvæðum.
- 13. maí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #368
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 7.5.2014, þar sem óskað er eftir því að skoðaðar verði skipulagslegar forsendur fyrir miðskóla við Sunnukrika.
Nefndin óskar eftir að umhverfissvið taki saman gögn um mannfjöldaspár, hljóðstigsathuganir og svifryksmælingar.
- 26. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #621
Fyrir fundinum liggur samantekt um uppbyggingu skólamannvirkja, aðdragandi og forsendur.
Afgreiðsla 291. fundar fræðslunefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar sem lætur bóka að það sé hans mat að tillaga fræðslunefndar sé ótæk til atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn þar sem samstarfsferli er ábótavant skv. 20. grein grunnskólalaga, og bæjarfulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar sinnar hér að neðan og sérstaklega hvað varðar að samráðsferlinu sé ekki lokið.$line$$line$$line$Bókun D- og V lista$line$Samráðsferli um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í mars 2013 voru fundir haldnir með foreldrum á vestursvæði þar sem ýmsar leiðir voru ræddir og í framhaldi gerð könnun meðal foreldra. Í maí var vel sótt skólaþing sem bar yfirskriftina "Stefnumót við framtíðina". Í framhaldinu var unnin skýrsla af sérfræðingum um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum. Þessi skýrsla var rædd í fræðslunefnd og síðan birt á heimasíðu bæjarins og óskað eftir ábendingum frá bæjarbúum. Að þessu loknu var haldið annað skólaþing þar sem þessi skýrsla var rædd og hún krufin. Í janúar á þessu ári voru lagðar fram tillögur í fræðslunefnd sem kynntar voru meðal allra foreldrafélaga, foreldraráða og skólaráða bæjarins. Í þessu ferli tóku þessar tillögur breytingum í samræmi við óskir foreldra og skólasamfélagsins.$line$Til að skýra enn frekar það sem lagt er til er rétt að taka fram eftirfarandi:$line$-Foreldrafélag og foreldraráð Huldubergs ásamt skólaráði Lágafellsskóla hafa lýst yfir stuðningi með fram komnar tillögur á vestursvæði eftir miklar umræður um að stofna útibú frá Lágafellsskóla fyrir 5, 6 og 7 ára börn við Æðarhöfða og byggja þar nýtt skólahús. $line$-Hægt var að fara að óskum margra á austursvæði þar sem fallið hefur verið frá framkomnum hugmyndum um nýtingu Brúarlands.$line$-Ákveðið hefur verið að fara vel og faglega yfir sviðsmynd um skóla á miðbæjarsvæði eða við Sunnukrika.$line$-Skóli í Helgafellslandi verður ekki byggður fyrr en að aflokinni skoðun um miðbæjarskóla. Farið hefur verið að ósk foreldra um að þar flýti menn sér hægt.$line$$line$Hér er um tímamóta samráðsferli að ræða sem á margan hátt hefur tekist vel þó í ljós hafi komið hnökrar sem draga má lærdóm af. Niðurstaða ferlisins er sú að fengist hefur lausn sem er bæði faglega góð og farsæl fyrir skólasamfélagið í Mosfellsbæ ásamt því að komið hefur verið til móts við sjónarmið fólks.$line$$line$$line$Bókun S- lista Samfylkingar vegna uppbyggingu skólamannvirkja.$line$Ég tek undir bókun Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd. $line$Það er ljóst að ráðaleysi meirihlutans í húsnæðismálum grunn- og leikskóla bæjarins er algjört og er samþykkt fræðslunefndar enn eitt merkið um það. Samþykktin er það opin og það í báða enda, að í raun felur hún ekki í sér neina stefnumörkun til framtíðar heldur fyrst og fremst færslur á færanlegum kennslustofum fram og til baka með því rótleysi sem það hefur í för með sér fyrir börnin. $line$Sú kynning sem fram hefur farið til skólasamfélagsins og kölluð hefur verið samráð er ágæt svo langt sem hún nær. Að tekið hafi verið tillit til athugasemda, ábendinga og tillagna skólasamfélagsins hefur hins vegar verið af skornum skammti sem og samræður þessara aðila við þá sem síðan taka ákvarðanirnar þ.e. kjörna fulltrúa. Þó má sjá af bókun fræðslunefndar að fallið er frá að sinni að nota Brúarland undir skólastarf Varmárskóla í kjölfar mikillar andstöðu við þá ráðstöfun hvað svo sem seinna verður. $line$ Af þeim gögnum sem fram hafa komið frá skólasamfélaginu má sjá, að kallað er eftir raunverulegu samráði og samstarfi þessara aðila við bæjaryfirvöld og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Sumir aðilar kvarta einnig yfir því að við þá hafi ekki verið talað. Þeirri kröfu, sem fram hefur komið í sameiginlegri ályktun fulltrúafundar foreldrafélaga leik- og grunnskólabarna, að af alvöru sé skoðaður sá kostur að byggja nýjan skóla á miðsvæðis í bænum sem fyrsta skref í að leysa húsnæðisvanda skólanna með varnlegum hætti, og þar með að fresta byggingu skóla í Helgafellshverfi þar til slík framkvæmd er tímabær, hefur ekki verið svarað af neinni alvöru. Bara að það skuli skoða málið.$line$ Fyrirætlanir um byggingu á ?nýjum skóla? við Æðarhöfða og fyrirkomulag starfseminnar þar er heldur ekki lausn til frambúðar hvað varðar staðsetningu m.a. út frá skipulagslegum forsendum íbúðabyggðar . Þar er um enn eina skammtímaráðstöfunina að ræða.$line$ Það er einnig ámælisvert hvernig kjörnum fulltrúum hefur verið haldið utan við þá fundi sem haldnir hafa verið af skólaskrifstofu með fulltrúum skólasamfélagsins sem, að því sem heyrst hefur, hafa haft þann tilgang, af hálfu meirihlutans, að freista þess að samfæra viðkomandi aðila um ágæti þeirra ráðstafana sem meirihlutinn lagði upp með í byrjun árs 2013. Ég hvet því til þess að bæjaryfirvöld hefji alvöru samstarf og samráð við skólasamfélagið um framtíðarlausnir og varanlegar lausnir í uppbyggingu skólamannvirkja leik- og grunnskóla. $line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Á síðasta bæjarstjórnarfundi urðu mér á þau mistök að nefna Lágafellsskóla í stað Leirvogstunguskóla þar sem mótmælt var að skólastjórnendur hafi ekki leyft kennurum að skrifa sig á undirskriftarlista.$line$Ég bið stjórnendur Lágafellsskóla og bæjarstjórn afsökunar á þessum mistökum.$line$Jón Jósef Bjarnason.
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Fyrir fundinum liggja niðurstöður síðasta fundar þar sem fulltrúar foreldrafélaga, skólaráða og stjórnenda leik- og grunnskóla mættu á fundinn með ábendingar við drög að tillögum um uppbyggingu skólamannvirkja.
Tillaga S-lista Samfylkingar.$line$Geri það að tillögu minni að bæjarstjórn boði fulltrúa foreldrafélaga leik- og grunnskóla og fræðslunefnd á fund bæjarstjórnar þegar tillaga fræðslunefndar um skólamannvirki verður tekin fyrir. $line$Það verði gert með það í huga að þessir fulltrúar geti kynnt afstöðu sína til tillagnanna og átt samtal við bæjarstjórn um málið áður en bókun fræðslunefndar verður afgreidd.$line$$line$Jónas Sigurðssson.$line$$line$$line$Tillaga fulltrúa D- og V lista.$line$Boðað verði til sérstaks fundar með fulltrúum foreldrafélaga, skólaráða, skólastjórnendum og fræðslunefnd miðvikudaginn 19. febrúar nk. kl. 16:30.$line$$line$Í ljósi framkominnar tillögu meirihlutans dregur bæjarfulltrúi Samfylkingar ofangreinda tillögu sína til baka.$line$$line$Tillaga fulltrúa D- og V lista borin upp og hún samþykkt með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun frá bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Í 20. gr. laga um grunnskóla er kveðið á um að að sveitarfélög skuli hafa samráð við skólasamfélagið við undirbúning skólamannvirkja, það ferli sem meirihlutinn hefur undanfarið verið að hrósa sér af og sagt vera einstakt jafnvel á heimsvísu er lögbundin skylda sveitarfélagsins og með öllu óskiljanlegt að þeir skuli blása samráðið af eins og fram kom á síðasta bæjarstjórnarfundi undir mótmælum minnihlutans.$line$Íbúahreyfingin lítur ekki svo á að rökstudd gagnrýni foreldrafélaganna sé misskilnigur líkt og kom fram hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðast bæjarstjórnarfundi og harmar að bæjarstjóri skuli lýsa því yfir í tvígang á sama fundi að enginn ágreiningur væri um málið á milli foreldrafélags Leirvogstungu og bæjaryfirvalda sem er og var ósatt.$line$Íbúahreyfingin mótmælir harðlega að skólayfirvöld í Lágafellsskóla og Reykjakoti beiti valdi sínu gegn eðlilegum skoðanaskiptum um málefni skólanna s.s. Með því að banna foreldrafélagi Reykjakots að henga upp undirskriftalista á tilkynningatöflu forledrafélagsins og að banna kennurum að skrifa undir undirskriftalista er varðar skólann á vinnutíma. $line$Íbúahreyfingin krefst þess að íbúar fái að koma aftur að málinu til þess að forða bænum frá þeim skaða sem vanhæfni meirihlutans hefur komið því í.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason.$line$$line$$line$Bókun. $line$Meirihluti V- og D lista vísar fullyrðingum Íbúahreyfingarinnar alfarið á bug.$line$$line$$line$Afgreiðsla 290. fundar fræðslunefndar að öðru leyti lögð fram á 620. fundi bæjarstjórnar.
- 11. febrúar 2014
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #291
Fyrir fundinum liggur samantekt um uppbyggingu skólamannvirkja, aðdragandi og forsendur.
Lögð fram gögn frá foreldrafélagi Lágafellsskóla, fulltrúafundi foreldrafélaga allra leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ og fulltrúaráði Huldu- og Höfðabergs, auk samantektar um uppbyggingar skólamannvirkja í Mosfellsbæ.
Eftirfarandi greinargerð og bókun var lögð fram:
Lögð er fram samantekt um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ á næstu árum. Samantektin fjallar um það samráðsferli sem farið hefur fram á vegum fræðslunefndar frá því fræðslunefnd samþykkti þann 12. febrúar 2013 að hefja byggingu skóla á vestursvæði og í Helgafellslandi. Samantektin er aðgengileg á heimasíðu bæjarins.
Fræðslunefnd hefur frá þeim tíma staðið fyrir tveimur skólaþingum, samantekt er í smíðum þar sem tekin hafa verið saman sjónarmið nemenda á aldrinum 2ja til 18 ára hvað varðar einkenni góðs skóla. Öll þessi gögn munu gagnast við þarfagreiningu vegna byggingar skólabygginga sem í vændum eru í Mosfellsbæ á næstu árum. Undanfarið misseri hefur sjónum verið beint að staðsetningu skóla og úrlausn varðandi skólahúsnæði Lágafellsskóla og Varmárskóla sem kemur til af fjölgun nemenda nú þegar og í framtíðinni. Allar þær samræður, samráð og samtal sem átt hefur sér stað í þessu ferli við skólasamfélagið á þingum og fundum skipta miklu fyrir ákvarðanatöku sveitarfélagsins og leiða að vonum til betri ákvarðana sem ríkir meiri sátt um.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með þetta ferli og vonast til að áframhaldandi samráð leiði til enn frekari ávinnings fyrir börn og nemendur í Mosfellsbæ í formi betri og þróaðri skólabygginga.
Niðurstöður sem nú liggja fyrir beinast að ákvarðanatöku um skólahúsnæði til lengri og skemmri tíma.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að byggðar verði tvær nýjar færanlegar kennslustofur og þær settar upp á skólalóð Varmárskóla til að koma til móts við fjölgun nemenda í skólanum á næstu tveimur árum. Í fyrri áætlunum hefur komið fram að hugsanlega þyrfti að fjölga stofum á árinu 2015 og er þessari viðbót þá flýtt um ár.
Fræðslunefnd leggur til að kannaðir verði möguleikar á að stækka Krikaskóla. Í því ferli verði jafnframt könnuð áhrif þess á tímasetningar á byggingu Helgafellsskóla.
Fræðslunefnd leggur til að hafin verði bygging nýs skólahúsnæðis við Æðarhöfða á svæði því sem stendur nærri Höfðabergi í samræmi við samantekt sem lögð var fram á fundinum. Skólanum er ætlað að vera skólahúsnæði fyrir grunnskólanemendur en geti nýst sem leikskóli í framtíðinni. Stefnt er að því að skólahúsnæði þetta nýtist fyrir leikskóladeild fyrir 5 ára börn og 1. og 2. bekk grunnskóla næstu árin.
Loks er lagt til að í samræmi við framlagða samantekt verði fimm færanlegar skólastofur á skólalóð Lágafellsskóla færðar og settar við hlið stofanna sem nú mynda Höfðaberg og verða nýttar fyrir hina nýju skóladeild þar til haustið 2016.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Mosfellsbæjar að hafinn verði undirbúningur að nýjum skóla sem rísa á í Helgafellslandi í samræmi við samantekt sem lögð var fram á fundinum. Undirbúningurinn skuli taka mið af uppbyggingu og fjölgun íbúa í Helgafellslandi næstu misserin. Jafnframt verði skoðaður enn frekar sá möguleiki að miðskóli rísi við Sunnukrika og taki skoðunin mið af skipulagslegum, fjárhagslegum og faglegum forsendum.Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Bókun fulltrúa S-lista og M-lista:
Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu tillagna meirihluta fræðslunefndar um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum. Þær bráðabirgðalausnir sem meirihlutinn hyggst grípa til ætti að vinna í nánara samráði við foreldrasamfélagið en eins og fram hefur komið í máli ýmissa umsagnaraðila og birtist glöggt í ályktun fulltrúafundar foreldrafélaga allra leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ sem lögð var fram á fundi fræðslunefndar í dag, þá hefur verulega skort á samráð og samtal í þessu ferli sem einnig fór allt of seint af stað og er of skammt á veg komið.
Framtíðarsýn á uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ er hvorki fugl né fiskur og leggur fulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi Íbúahreyfingar áherslu á að sú lausn að reisa varanlegt skólahúsnæði miðsvæðis í bænum verði skoðuð mjög ítarlega og í góðu samráði við foreldrafélögin sem fyrsta skref til framtíðarlausnar. Skólabygging á því svæði gæti tappað að yfirfullum skólum í bænum og síðan þróast til framtíðar í takti við þarfir bæjarins m.a. þar til tímabært verður að byggja varanlegt skólahúsnæði í nýbyggingahverfum bæjarins.
Bókun meirihluta fræðslunefndar:
Meirihluti fræðslunefndar ítrekar eins og fram kemur í samþykkt meirihlutans á fræðslunefndarfundinum, þá hefur átt sér stað víðtækt samráð við foreldrafélög, skólaráð, skólastjórnendur og starfsmenn í heilt ár. Eins og fram kemur í fyrri bókun voru haldin tvö skólaþing þar sem allir bæjarbúar gátu haft aðkomu. Auk þess var ábendingakerfi komið upp á heimasíðu bæjarins þar sem allir bæjarbúar gátu sagt skoðanir sínar varðandi þessa stefnumótun og komið athugasemdum sínum á framfæri. Meirihluta fræðslunefndar er það til efs að nokkurt sveitarfélag hafi viðhaft slíkt samráð í málum sem þessum.
Tillögur meirihlutans byggjast á því að finna framtíðarlausnir fyrir skólastarf í bæjarfélaginu. Það geta seint talist bráðabirgðalausnir að hefja hönnun og byggingu á nýju skólahúsnæði.
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Á fundinn koma fulltrúar foreldrafélaga, skólaráða og stjórnenda leik- og grunnskóla sem óska eftir að koma ábendingum á framfæri um drög að tillögum sem lagðar voru fram á síðasta fræðslunefndarfundi.
Afgreiðsla 289. fundar fræðslunefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
- 28. janúar 2014
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #290
Fyrir fundinum liggja niðurstöður síðasta fundar þar sem fulltrúar foreldrafélaga, skólaráða og stjórnenda leik- og grunnskóla mættu á fundinn með ábendingar við drög að tillögum um uppbyggingu skólamannvirkja.
Farið var yfir ábendingar sem fram komu á síðasta fundi.
Fræðslunefnd leggur til að Skólaskrifstofu verði falið að ræða við foreldrafélög Lágafellsskóla, Krikaskóla, Varmárskóla, Leirvogstunguskóla og nýtt foreldraráð allra foreldra í Mosfellsbæ fyrir næsta fund.
- 21. janúar 2014
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #289
Á fundinn koma fulltrúar foreldrafélaga, skólaráða og stjórnenda leik- og grunnskóla sem óska eftir að koma ábendingum á framfæri um drög að tillögum sem lagðar voru fram á síðasta fræðslunefndarfundi.
Eftirfarandi fulltrúar mættu til fundar við fræðslunefndinni.
Frá Huldubergi mætti Arna B Hagalín og Davíð Ingi Jónsson fulltrúar í foreldraráði Huldubergs.
Frá Leikskólanum Hlíð mætti Hulda Margrét Rútsdóttir fulltrúi foreldra.
Frá skólaráði Lágafellsskóla mætti Elísabet Jónsdóttir.
Frá foreldrafélagi Lágafellsskóla mætti Óskar Kristjánsson.
Frá stjórnendum Lágafellsskóla mætti Jóhanna Magnúsdóttir.
Frá foreldrafélagi Hlaðhamra mætti Kristín Ásta Ólafsdóttir.Frá Krikaskóla mætti Róbert Ásgeirsson, Ásgerður Inga Stefánsdóttir, (og jafnvel Björn Örvar Björnsson).
Frá Leirvogstungu mætti Ingibjörg Marta og Eybjörg fulltrúar foreldra Leirvogstunguskóla.Frá foreldrafélagi Varmárskóla mætti Sólveig Franklínsdóttir.
Frá skólaráði Varmárskóla mætti Bergljót Ingvadóttir.
Frá stjórnendum Varmárskóla mætti Þórhildur Elvarsdóttir. - 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Til umfjöllunar niðurstaða skólaþings og drög að tillögum um næstu skref og uppbyggingu skólamannvirkja á austur og vestursvæði. Eftirfarandi gögn lögð fram á fundinum: 1. Drög að tillögum um framhald málsins. 2. Skýrsla KPMG um Skólaþing, en fyrirtækið stýrði fundinum. 3. Innsendar athugasemdir bæjarbúa og annarra vegna skýrslu um uppbyggingu skólamannvirkja og skólahverfa, en þær lágu fyrir Skólaþingi þann 26. nóvember 2013.
Afgreiðsla 288. fundar fræðslunefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Eftirfarandi tillaga kom fram frá fulltrúa S-lista:$line$$line$Tillaga S-lista Samfylkingar vegna kynningar á drögum um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ:$line$$line$Geri það að tillögu minni að haldinn verði opinn fundur til almennrar kynningar á drögum að uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ sem nú liggja fyrir fræðslunefnd.$line$$line$Á skólaþinginu/íbúafundinum þar sem fjallað var um valkosti við uppbyggingu skólamannvirkja var gefinn ádráttur um að íbúum verði kynntar niðurstöður áður en að þær verði afgreiddar. Það sama kemur fram í skýrslu og samantekt KPMG frá þinginu. Ljóst er að fleiri sátu skólaþingið en þeir aðilar eða fulltrúar sem tilgreindar eru í samþykkt fræðslunefndar um að skuli fá kynningu á þessum drögum og tækifæri til ábendinga. Mál þetta snertir alla íbúa í Mosfellsbæ og er það réttur hvers og eins þeirra að fá að hafa áhrif á niðurstöður þessa máls.$line$$line$Tillagan felld með 5 atkvæðum.$line$$line$Eftirfarandi bókun kom fram frá D og V lista:$line$$line$Stefnumótun um þróun og uppbyggingu skólasamfélagsins hefur verið til umfjöllunar í u.þ.b. ár og á sama tíma í víðtæku samráði við skólasamfélagið og bæjarbúa alla. Haldin hafa verið tvö íbúaþing, hugmyndir hafa verið birtar á heimasíðu bæjarins og opið hefur verið fyrir athugasemdir íbúa sem hafa nýtt sér þessa nýbreytni. Fræðslunefnd hefur ákveðið að halda þessu samráði áfram eins og rætt var á íbúaþinginu í nóvember með því að efna til funda með skólasamfélaginu og bjóða fulltrúum þess upp á að koma á fund nefndarinnar með athugsemdir og ábendingar. Tillögurnar eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu bæjarins. Meirihluta D-og V-lista þykir þetta skilvirk og góð leið til halda málinu áfram og því hvorki skynsamlegt né rétt að grípa inn í þetta ferli sem ákveðið hefur verið af fræðslunefnd.
- 7. janúar 2014
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #288
Til umfjöllunar niðurstaða skólaþings og drög að tillögum um næstu skref og uppbyggingu skólamannvirkja á austur og vestursvæði. Eftirfarandi gögn lögð fram á fundinum: 1. Drög að tillögum um framhald málsins. 2. Skýrsla KPMG um Skólaþing, en fyrirtækið stýrði fundinum. 3. Innsendar athugasemdir bæjarbúa og annarra vegna skýrslu um uppbyggingu skólamannvirkja og skólahverfa, en þær lágu fyrir Skólaþingi þann 26. nóvember 2013.
Fram hafa verið lagðar tillögur um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar upp úr skýrslu sem unnin var á vegum Skólaskrifstofu ásamt ábendingum sem fram komu við skýrsluna frá aðilum skólasamfélagsins. Þau gögn voru lögð til grundvallar á opnu skólaþingi sem haldið var 26. nóvember síðastliðinn. Niðurstöður skólaþingsins voru einnig hafðar til hliðsjónar um ákvörðun um tillögur og næstu skref í uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ.
Fræðslunefnd leggur til að tillögurnar verði kynntir fyrir aðilum skólasamfélagsins og þeim aðilum eða fulltrúum þeirra boðið að koma á fund nefndarinnar 21. og 23. janúar næstkomandi ef þeir óska eftir að koma á framfæri frekari ábendingum eða athugasemdum um framkomnar tillögur. Þeir aðilar sem hér um ræðir eru fulltrúar foreldrafélaga og foreldraráða leikskóla, fulltrúar skólaráða og foreldrafélaga grunnskóla og fulltrúar stjórnenda leik- og grunnskóla.
Jafnframt er Skólaskrifstofu falið að leita til umhverfissviðs um að finna málinu farveg vegna skipulagsmála og vegna væntanlegs samstarfs við Eignasjóð.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Lögð fram skýrsla um skólahverfi í Mosfellsbæ og uppbyggingu skólamannvirkja
Afgreiðsla 286. fundar fræðslunefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 29. október 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #286
Lögð fram skýrsla um skólahverfi í Mosfellsbæ og uppbyggingu skólamannvirkja
Á fundinn mætti Helgi Grímsson skólaráðgjafi og einn höfundur framlagðrar skýrslu.
Skýrslan kynnt.
Fræðslunefnd leggur til að skýrsla þessi verði nú kynnt í skólasamfélaginu í samræmi við áætlanir um samráð við skóla og foreldra. Skýrslan verði send hverri skólastofnun og foreldraráðum og óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni. Ábendingar þurfa að liggja fyrir áður en til skólaþings kemur.
Jafnframt verði Skólaskrifstofu falið að fara nánar yfir framlagðar hugmyndir og skila frekari samantekt á kostnaði við hverja tillögu, kostum og göllum. Samantektin verði lögð fram með skýrslunni.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Staða mála kynnt.
Afgreiðsla 280. fundar fræðslunefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
- 23. apríl 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #280
Staða mála kynnt.
Kynning sem lögð var fram fyrir 603. fund bæjarstjórnar lögð fram. Rætt var um framtíðarskipan skólamála og skólauppbyggingu og lögð áhersla á að mikilvægt sé að leita hugmynda frá sem flestum um leiðir.
- 17. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #603
Staða mála kynnt. Niðurstöður könnunar meðal foreldra á barna sem fædd eru 2008 og er á leikskólanum Huldubergi á valkostum um fyrirkomulag 5 ára deilda við leik- og grunnskóla á Vestursvæði skólaárið 2013-14. Hugmyndir og tillögur um framhald kynntar á fundinum.
Bókun S-lista Samfylkingar.$line$"Það er dapurlegt að starfsfólk bæjarins sé sett í þá aðstöðu að þurfa að prjóna saman þvílíkt kraðak skammtímalausna, sem björgunaraðgerðir vegna húsnæðisvanda sem skólar bæjarins standa frami fyrir. Enn og aftur skal bent á vanrækslu meirihluta sjálfstæðismanna og VG á að móta stefnu fyrir sveitarfélagið um uppbyggingu skólamannvirkja leik- og grunnskóla þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir bæjarfulltrúa Samfylkingar þar um. Sífellt eykst hættan á, að því góða starfi sem starfsfólk fræðslusviðs og skólastofnana bæjarins innir af hendi sé stefnt í voða vegan aðstöðuleysis. $line$$line$Vegna orðalags í bókun fræðslunefndar skal á það bent að ekki er hægt að tala um uppbyggingu í þessu sambandi heldur er um kosnaðarsamar bráðabirgðalausnir að ræða. Jafnframt vekur það spurningar hvers vegna hafi eingöngu verið gerð könnun og fundað með foreldrum í einum árgang leikskólans á vestursvæði þar sem fleiri árgöngum munu mæta sömu aðstæður á næstu árum.$line$$line$Einnig ætti það að vera áhyggjuefni hvaða áhrif þessar tilfæringar hafa á verkefnið að brúa bilið milli leik- og grunnskóla."$line$$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun S-lista.$line$$line$Bókun D og V lista.$line$$line$"Fulltrúar V og D lista vísa alfarið á bug ásökunum fulltrúa minnihluta um vanrækslu í skólamálum. Enn og aftur skal það ítrekað að Mosfellsbær státar af góðum skólum og öflugri skólastefnu sem mótuð hefur verið í lýðræðislegu ferli í sátt við samfélagið. Uppbygging skólamannvirkja í Mosfellsbæ hefur verið metnaðarfull á undanförnum árum og má þar nefna Krikaskóla og Leirvogstunguskóla.$line$$line$Meirihlutinn aðhyllist lýðræðisleg vinnubrögð og leggur mikla áherslu á að vinna að uppbyggingu skólamála í Mosfellsbæ í fullu samráði við foreldra og skólasamfélagið allt. Á síðustu vikum hefur verið haldinn fjöldi funda með foreldrum og starfsfólki skóla í Mosfellsbæ. Fundað hefur verið með foreldrum í Leirvogstunguskóla og hugur þeirra kannaður. Fundað hefur verið með starfsmönnum Huldubergs og foreldra þar. Einnig hafa verið haldnir fundir með starfsmönnum Lágafellsskóla og opinn fundur fyrir foreldra um þessi mál. Skólamál er einn mikilvægasti málaflokkur sveitarfélagsins og því telur meirihlutinn nauðsynlegt að gefa samráðsferli við skólasamfélagið nægan tíma."$line$$line$Afgreiðsla 279. fundar fræðslunefndar samþykkt á 603. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. apríl 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #279
Staða mála kynnt. Niðurstöður könnunar meðal foreldra á barna sem fædd eru 2008 og er á leikskólanum Huldubergi á valkostum um fyrirkomulag 5 ára deilda við leik- og grunnskóla á Vestursvæði skólaárið 2013-14. Hugmyndir og tillögur um framhald kynntar á fundinum.
Stað mála kynnt og lögð fram kynning á niðurstöðu könnunar og lagðar fram tillögur um uppbyggingu frá og með haustinu 2013.
Tillögur ganga út á að foreldrum barna fædd 2008 í leikskólanum Huldubergi verði boðið að velja um hvort börnin verði áfram í leikskólanum Huldubergi skólaárið 2013-14 eða fari í Lágafellsdeild. Jafnframt verði stofnuð leikskóladeild á svæðinu við Þrastarhöfða, sem síðar myndi þróast upp í nýjan leikskóla.Fræðslunefnd leggur til að unnið verði áfram í samræmi við þær tillögur sem lagðar voru fram á fundinum.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Staða mála varðandi uppbyggingu skólamannvirkja.
Afgreiðsla 278. fundar fræðslunefndar lögð fram á 601. fundi bæjarstjórnar.
- 12. mars 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #278
Staða mála varðandi uppbyggingu skólamannvirkja.
Framvinda samvinnu við foreldra og skóla um úrlausnir vegna haustsins 2013 kynnt.
- 20. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #599
Lagt fram minnisblað um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ í kjölfar áætlunar um þróun barna- og nemendafjölda í Mosfellsbæ frá 2013 - 2018
Afgreiðsla 277. fundar fræðslunefndar samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun S-lista Samfylkingar vegna uppbyggingar skólamannvirkja.$line$$line$Minnisblað um uppbyggingu skólamannvirkja fram til 2018 sem hér er til afgreiðslu lýsir algjöru ráðaleysi meirihluta sjálfstæðismanna og VG í húsnæðismálum skóla bæjarins sem og skorti á sýn til framtíðar í þessum efnum. Þrátt fyrir sífelldar viðvaranir og ábendingar S-lista að undanförnu hefur að engri alvöru verið mörkuð stefna til að mæta þeirri fjölgun leik- og grunnskólabarna sem bæjarfélagið stendur frami fyrir nú og á næstu árum. Minnisblað þetta sýnir að enn skal haldið áfram á sömu braut skammtímalausna í húsnæðisaðstöðu skólanna og tilfærslna tilfærslna nemenda. Fjárhagsáætlun bæjarins til ársins 2016 staðfestir einnig þetta stefnuleysi.$line$$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Bókun D og V lista$line$$line$Í Mosfellsbæ skipta skólamál höfuðmáli enda er sveitarfélagið eitt vinsælasta sveitarfélag landsins á meðal barnafjölskyldna. Hér hefur átt sér stað metnaðarfull uppbygging skólamannvirkja á síðustu árum. Má sem dæmi nefna að á síðustu þremur árum hafa tveir nýjir skólar verið teknir í notkun Krikaskóli og Leirvogstunguskóli. $line$Þróun skólamála og stefnumörkun í þeim málum eru verkefni sem sífellt er unnið að í stöðugt stækkandi bæ.$line$$line$Sú vinna sem hér liggur til grundvallar tillögu fræðslunefndar er meðal annars ítarleg áætlun um þróun íbúafjölda en þar kemur fram að meginfjölgunin í bæjarfélaginu verður í austurhluta bæjarins.$line$$line$Í þessari vinnu eru jafnframt kynntar fjölmargar leiðir til áframhaldandi metnaðarfulls skólastarfs. En í tillögunum er lagt til að hafin verði undirbúningur að stofnun tveggja nýrra skóla. Nákvæmari útlistun á því verður að sjálfsögðu unnin í nánu samstarfi við foreldrasamfélagið og fagfólk í skólunum.
- 12. febrúar 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #277
Lagt fram minnisblað um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ í kjölfar áætlunar um þróun barna- og nemendafjölda í Mosfellsbæ frá 2013 - 2018
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu skóla á vestursvæði og í Helgafellslandi. Í samræmi við framlagt minnisblað er fræðslusviði falið í samvinnu við skóla bæjarins að leita lausna varðandi skólastofur bæði varðandi haustið 2013 og næstu skólaár. Horft verði m.a. til Brúarlands í þessu efni. Jafnframt er fræðslusviði falið að hefja undirbúning að áætlun um uppbyggingu nýrra skólamannvirkja. Fræðslunefnd leggur áherslu á það við fræðslusvið og skólastofnanir að í öllu þessu ferli sé tekið mið af Skólastefnu Mosfellsbæjar, hlustað sé á raddir barna og haft samráð við foreldrasamfélagið í Mosfellsbæ. Framvinda verði reglulega á dagsskrá fræðslunefndar.
- 6. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #598
Lögð fram gögn um þróun nemendafjölda í leik- og grunnskólum fram til ársins 2012 og áætun um þróunina fram til 2018, byggð á íbúaspá fjárhagsáætlunar 2013.
Afgreiðsla 276. fundar fræðslunefndar lögð fram á 598. fundi bæjarstjórnar.
- 29. janúar 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #276
Lögð fram gögn um þróun nemendafjölda í leik- og grunnskólum fram til ársins 2012 og áætun um þróunina fram til 2018, byggð á íbúaspá fjárhagsáætlunar 2013.
Gögnin lögð fram. Umræðu um fjölgun barna í Mosfellsbæ verður fram haldið á næsta fundi.