26. febrúar 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1154201402019F
Fundargerð 1154. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga 201210269
Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar. Afgreiðslu frestað á 1115. fundi bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs, um samþykkt á reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar, samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$Jafnframt samþykkt að senda reglurnar til allra nefnda bæjarins til kynningar og eftirbreytni.
1.2. Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu 201307085
Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu vegna svarbréfs bæjarráðs frá nóv. 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga 201401473
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing,kærunefnd, hælismál).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu að Þverholti 19 201401593
Umsögn um erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu við Þverholti 19.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð 201401629
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð þar sem m.a. er óskar eftir hita í battavöllin o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Erindi lögreglustjóra vegna umsagnarbeiðni varðandi rekstrarleyfi 201402109
Erindi lögreglustjóra vegna umsagnarbeiðni varðandi rekstrarleyfi gististaðar Hveramýri 1.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.7. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi 201402121
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir veitingahús Rizzo pizza að Urðarholti 2.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.8. Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils 201402170
Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils þar sem óskað er eftir aðstoð Mosfellsbæjar vegna tjóns á flugeldakerru.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.9. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf fyrir Nordjobb sumarið 2014 201402171
Erindi Norræna félagsins þar sem óskað er eftir því að ráðið verði í tvö Nordjobb störf á vegum Mosfellsbæjar sumarið 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.10. Heilsueflandi samfélag 201210195
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættar Ólöf Kristín Sívertsen (ÓS) stjórnarformaður Heilsuvinjar og Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1154. fundar bæjarráðs lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
2. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 214201402009F
Fundargerð 214. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Athugun á tilkynningum og málsmeðferð um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum 201309031
Tilkynning og málsmeðferð v. líkamlegs ofbeldis gagnvart börnum, fyrirhuguð athugun Barnaverndarstofu kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
2.2. Erindi Barnaverndarstofu varðandi tilraunaverkefni um innleiðingu ESTER matstækisins í störf barnaverndarnefnda 201401612
Boð um þátttöku á námskeiði um matstæki í stafri barnaverndarnefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
2.3. Erindi Saman-hópsins, varðandi styrk 201401506
Styrkbeiðni frá SAMAN hópnum vegna verkefnis meistaranema við HR.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Greinargerð Félags fósturforeldra varðandi fóstursamninga 201402021
Erindi Félags fósturforeldra til barnaverndarnefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
2.5. Niðurstöður rannsókna 2013 201401414
Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna árið 2013 kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Styrkur frá Velferðarsjóði íslenskra barna 2013 201307156
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
2.7. Þjónusta við fatlað fólk, kynning fyrir fjölskyldunefnd 201402040
Kynning á þjónustu við fatlað fólk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 291201402008F
Fundargerð 291. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ 201301573
Fyrir fundinum liggur samantekt um uppbyggingu skólamannvirkja, aðdragandi og forsendur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 291. fundar fræðslunefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar sem lætur bóka að það sé hans mat að tillaga fræðslunefndar sé ótæk til atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn þar sem samstarfsferli er ábótavant skv. 20. grein grunnskólalaga, og bæjarfulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar sinnar hér að neðan og sérstaklega hvað varðar að samráðsferlinu sé ekki lokið.$line$$line$$line$Bókun D- og V lista$line$Samráðsferli um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í mars 2013 voru fundir haldnir með foreldrum á vestursvæði þar sem ýmsar leiðir voru ræddir og í framhaldi gerð könnun meðal foreldra. Í maí var vel sótt skólaþing sem bar yfirskriftina "Stefnumót við framtíðina". Í framhaldinu var unnin skýrsla af sérfræðingum um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum. Þessi skýrsla var rædd í fræðslunefnd og síðan birt á heimasíðu bæjarins og óskað eftir ábendingum frá bæjarbúum. Að þessu loknu var haldið annað skólaþing þar sem þessi skýrsla var rædd og hún krufin. Í janúar á þessu ári voru lagðar fram tillögur í fræðslunefnd sem kynntar voru meðal allra foreldrafélaga, foreldraráða og skólaráða bæjarins. Í þessu ferli tóku þessar tillögur breytingum í samræmi við óskir foreldra og skólasamfélagsins.$line$Til að skýra enn frekar það sem lagt er til er rétt að taka fram eftirfarandi:$line$-Foreldrafélag og foreldraráð Huldubergs ásamt skólaráði Lágafellsskóla hafa lýst yfir stuðningi með fram komnar tillögur á vestursvæði eftir miklar umræður um að stofna útibú frá Lágafellsskóla fyrir 5, 6 og 7 ára börn við Æðarhöfða og byggja þar nýtt skólahús. $line$-Hægt var að fara að óskum margra á austursvæði þar sem fallið hefur verið frá framkomnum hugmyndum um nýtingu Brúarlands.$line$-Ákveðið hefur verið að fara vel og faglega yfir sviðsmynd um skóla á miðbæjarsvæði eða við Sunnukrika.$line$-Skóli í Helgafellslandi verður ekki byggður fyrr en að aflokinni skoðun um miðbæjarskóla. Farið hefur verið að ósk foreldra um að þar flýti menn sér hægt.$line$$line$Hér er um tímamóta samráðsferli að ræða sem á margan hátt hefur tekist vel þó í ljós hafi komið hnökrar sem draga má lærdóm af. Niðurstaða ferlisins er sú að fengist hefur lausn sem er bæði faglega góð og farsæl fyrir skólasamfélagið í Mosfellsbæ ásamt því að komið hefur verið til móts við sjónarmið fólks.$line$$line$$line$Bókun S- lista Samfylkingar vegna uppbyggingu skólamannvirkja.$line$Ég tek undir bókun Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd. $line$Það er ljóst að ráðaleysi meirihlutans í húsnæðismálum grunn- og leikskóla bæjarins er algjört og er samþykkt fræðslunefndar enn eitt merkið um það. Samþykktin er það opin og það í báða enda, að í raun felur hún ekki í sér neina stefnumörkun til framtíðar heldur fyrst og fremst færslur á færanlegum kennslustofum fram og til baka með því rótleysi sem það hefur í för með sér fyrir börnin. $line$Sú kynning sem fram hefur farið til skólasamfélagsins og kölluð hefur verið samráð er ágæt svo langt sem hún nær. Að tekið hafi verið tillit til athugasemda, ábendinga og tillagna skólasamfélagsins hefur hins vegar verið af skornum skammti sem og samræður þessara aðila við þá sem síðan taka ákvarðanirnar þ.e. kjörna fulltrúa. Þó má sjá af bókun fræðslunefndar að fallið er frá að sinni að nota Brúarland undir skólastarf Varmárskóla í kjölfar mikillar andstöðu við þá ráðstöfun hvað svo sem seinna verður. $line$ Af þeim gögnum sem fram hafa komið frá skólasamfélaginu má sjá, að kallað er eftir raunverulegu samráði og samstarfi þessara aðila við bæjaryfirvöld og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Sumir aðilar kvarta einnig yfir því að við þá hafi ekki verið talað. Þeirri kröfu, sem fram hefur komið í sameiginlegri ályktun fulltrúafundar foreldrafélaga leik- og grunnskólabarna, að af alvöru sé skoðaður sá kostur að byggja nýjan skóla á miðsvæðis í bænum sem fyrsta skref í að leysa húsnæðisvanda skólanna með varnlegum hætti, og þar með að fresta byggingu skóla í Helgafellshverfi þar til slík framkvæmd er tímabær, hefur ekki verið svarað af neinni alvöru. Bara að það skuli skoða málið.$line$ Fyrirætlanir um byggingu á ?nýjum skóla? við Æðarhöfða og fyrirkomulag starfseminnar þar er heldur ekki lausn til frambúðar hvað varðar staðsetningu m.a. út frá skipulagslegum forsendum íbúðabyggðar . Þar er um enn eina skammtímaráðstöfunina að ræða.$line$ Það er einnig ámælisvert hvernig kjörnum fulltrúum hefur verið haldið utan við þá fundi sem haldnir hafa verið af skólaskrifstofu með fulltrúum skólasamfélagsins sem, að því sem heyrst hefur, hafa haft þann tilgang, af hálfu meirihlutans, að freista þess að samfæra viðkomandi aðila um ágæti þeirra ráðstafana sem meirihlutinn lagði upp með í byrjun árs 2013. Ég hvet því til þess að bæjaryfirvöld hefji alvöru samstarf og samráð við skólasamfélagið um framtíðarlausnir og varanlegar lausnir í uppbyggingu skólamannvirkja leik- og grunnskóla. $line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Á síðasta bæjarstjórnarfundi urðu mér á þau mistök að nefna Lágafellsskóla í stað Leirvogstunguskóla þar sem mótmælt var að skólastjórnendur hafi ekki leyft kennurum að skrifa sig á undirskriftarlista.$line$Ég bið stjórnendur Lágafellsskóla og bæjarstjórn afsökunar á þessum mistökum.$line$Jón Jósef Bjarnason.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 292201402017F
Fundargerð 292. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Stækkun Leirvogstunguskóla 201401191
Farið yfir stækkun Leirvogstunguskóla og teikningar kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Skóladagatöl 2014-2015 201402023
Lagt fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Samræmd próf 2013 201402012
Kynnt niðurstaða samræmdra prófa 2013 almennt og sérstaklega grunnskóla í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
4.4. Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi 201402140
Framlögð skýrsla er unnin fyrir starfshóp á vegum SSH um Skóla til framtíðar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Samstarfssamningur Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Mosfellsbæjar 201312221
Fyrir fundinum liggur nýr samstarfssamningur við Myndlistarskólann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstarfssamning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Mosfellsbæjar með sjö atkvæðum.
4.6. Erindi Barnaheilla vegna þátttöku í tilraunaverkefninu Fri for Mobberi 201311275
Óskað er eftir samstarfi Mosfellsbæjar við Barnaheill við innleiðingu á verkefninu Fri for mobberi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.7. Alþjóðadagur móðurmálsins - Móðurmálsvikan 21.-28. febrúar 201402100
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
4.8. Námsmat við lok grunnskóla 201402065
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
4.9. Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í grunnskólum 2014 201312017
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
4.10. Málþing Kennarasambands Íslands 201402066
Lagt fram til upplýsingar um málþing KÍ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 292. fundar fræðslunefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 360201402010F
Fundargerð 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl. 201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Frestað á 359. fundi, nú lögð fram viðbótargögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs 201311089
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi. Frestað á 358. og 359. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Mælingar lögreglu á umferðarhraða í Mosfellsbæ 2008-2013. 201401020
Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað á 358. og 359. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir fisflug norðan Hafravatns 201401102
Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells. Frestað á 358. og 359. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu 201311251
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum. Frestað á 358. og 359. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
5.6. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201305195
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 23. desember 2013 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2014. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.7. Álafossvegur 23, umsókn um byggingarleyfi 201401574
Byggingarfulltrúi vísar umsókn um að byggja anddyri á austurhlið Álafossvegar 23 til umsagnar skipulagsnefndar, þar sem erindið felur í sér frávik frá deiliskipulagi. Frestað á 359. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
5.8. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu 201305136
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014. Frestað á 359. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.9. Dalsbú, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 201402071
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af plús-arkitektum fyrir Dalsbú ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 360. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 361201402016F
Fundargerð 361. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Dalsbú, umsókn um breytingu á deiliskipulagi 201402071
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af plús-arkitektum fyrir Dalsbú ehf. Frestað á 360. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.2. Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015 201401608
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.3. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl. 201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Framhald umfjöllunar á 360. fundi, lögð fram ný gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.4. Reiðgötur við hesthúsahverfi, umsókn um framkvæmdaleyfi 201402076
Fyrir hönd reiðveganefndar Harðar óskar Sæmundur Eiríksson 6. febrúar 2014 eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötum skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.5. Þátttaka í samráðsvettvangi um landsskipulagsstefnu 2015-2016 201401591
Með bréfi dags. 20. janúar 2014 býður Skipulagsstofnun til þáttöku í samráðsvettvangi um mótun landsskipulagsstefnu 2015-2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
6.6. Meðferð ofanvatns af húsþökum og lóðum í Helgafellshverfi. 201402133
Umræða um tillögur um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
6.7. Gatnamót Bergrúnargötu og Gerplustrætis, tillögur að útfærslum 201402132
Lagðar fram hugmyndir að útfærslum gatnamótanna, annars vegar sem hringtorgs í breyttri mynd og hinsvegar sem T-gatnamóta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 621. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.8. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2014 201402142
Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 361. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
7. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 23201402007F
Fundargerð 23. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Tillaga kom fram um að greiða fulltrúum í Ungmennaráði nefndarlaun.
Tillaga kom fram umn að vísa tillögunni til bæjarráðs og var hún samþykkt samhljóða.7.1. Ráðstefna UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði 2014 201312081
Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Ísafirði 9.-11. apríl 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar ungmennaráðs lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015 201401608
Erindi Strætó bs. varðandi leiðarkerfisbreytingu 2015. Óskað er eftir tillögum eða óskum frá Mosfellsbæ um úrbætur eða breytingar á leiðarkerfinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 23. fundar ungmennaráðs lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 241201402018F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Fundargerð 241. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 621. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Bjargslundur 2 og 2A, umsókn um byggingarleyfi 201401558
Sveinn Sveinsson Bjargi 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr 2 og 2A við Bjargslund samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stærðir: Hús nr. 2 íbúðarrými 123,1 m2. bílgeymsla 30,8 m2, samtals 595,1 m3.
Hús nr. 2A íbúðarrými 123,1 m2. bílgeymsla 30,8 m2, samtals 595,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 621. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi 201310136
Elsa S Jónsdóttir Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að að rífa núverandi sumarbústað úr timbri á lóðinni Lækjartanga nr. 125186 í Miðdalslandi.
Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja nýjan sumarbústað úr timbri á sama stað og núverandi bústaður stendur.
Grenndarkynning hefur farið fram en engin athugasemd barst.
Stærð bústaðs: 49,1 m2, milliloft 23,4 m2, samtals 225,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 621. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Reykjabyggð 55, umsókn um byggingarleyfi 201310068
Ólafur Haraldsson Reykjabyggð 55 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, innanhúss fyrirkomulagi og stækka smávægilega úr timbri húsið nr. 55 við Reykjabyggð samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss: 1,2 m2, 4,2 m3.
Stærð húss eftir breytingu: Íbúðarrými 140,6 m2, sólstofa 19,8 m2, bílgeymsla 33,9 m2, samtals 693,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 621. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Reykjahvoll 11, umsókn um byggingarleyfi 201307050
Vinnuafl Norðurtúni 7 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 11 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Íbúðarrými 1. hæð 102,3 m2, 2.hæð 133,5 m2, bílgeymsla 57,7 m2, samtals 837,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 621. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 42. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201402167
.
Fundargerð 42. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 14. febrúar 2014 lögð fram á 621. fundi bæjarstjórnar.