5. mars 2015 kl. 16:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi, og minnisblað Gylfa Guðjónssonar arkitekts um skólamál í aðalskipulagi. Frestað á 385. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir með 4 atkvæðum eftirfarandi bókun:
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið tillögur um uppbyggingu miðbæjarskóla og aflað álits frá aðalskipulagshöfundi og skipulagsfulltrúa. Nefndin telur ekki ástæðu til að gera breytingu á gildandi aðalskipulagi þannig að byggður verði skóli í Sunnukrika en leggur áherslu á að hugað verði að uppbyggingu skóla í Helgafellshverfi eins og aðalskipulagið gerir ráð fyrir.
Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:
Gögn sem lögð hafa verið fram varðandi skoðun á tillögum foreldra í FGMos um skóla miðsvæðis, hnekkja ekki þeim rökum sem hugmyndin er grundvölluð á. Samkvæmt bókun skipulagsnefndar átti að skoða hvort tölulegar upplýsingar í tillögum stæðust en það kemur ekki skýrt fram í framlögðum gögnum. Einnig átti að skoða hvort aðrar tölulegar upplýsingar eða önnur atriði vantaði sem hefðu áhrif á framkomna hugmynd foreldra. Sú skoðun hefur enn ekki farið fram.
Bókun áheyrnarfulltrúa íbúahreyfingarinnar:
Íbúahreyfingin hvetur til þess að áfram verði kannað hvernig uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja Mosfellsbæjar verði best háttað. Þær framkvæmdir sem nú fara fram við skólabyggingu við Æðarhöfða vegna framtíðarbyggðar í Blikastaðalandi eru algerlega ótímabærar og ekki fyrirsjáanleg fjölgun skólabarna í nærumhverfi.
Fyrir liggur að bærinn er skuldbundinn til að reisa skóla í Helgafellslandi og í Leirvogstungu, þegar uppbygging þeirra hverfa er komin lengra. Íbúahreyfingin telur rök FGMos fyrir miðbæjarskóla áhugaverð og að það beri að virða vilja þess stóra meirihluta foreldra sem bak við þau samtök standa til að kanna betur hvernig skattfé íbúa bæjarins til skólamála verði best varið.2. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2015201501800
Lögð fram tillaga að starfsáætlun, sbr. umræðu á 383. fundi. Frestað á 384. og 385. fundi.
Samþykkt.
3. Stórikriki 14, umsókn um byggingarleyfi201502146
Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland sækja um leyfi til að breyta bílgeymslu hússins þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 385. fundi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu.
4. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.
Afgreiðslu frestað og óskað frekari skýringargagna varðandi lóðina Vefarastræti 40-46.
5. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-26, erindi um breytingu á deiliskipulagi201502401
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Frestað á 385. fundi.
Umræður um málið. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að rýna málið á milli funda.
6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar. Frestað á 384. og 385. fundi.
Lagt fram.
7. Byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar201206011
Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og samþykkt byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar" (bls. 12 í greinargerð). Lögð fram til kynningar dæmi um samþykktar byggingarlistarstefnur og gögn um opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð. Frestað á 384. og 385. fundi.
Uræður um málið. Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að undirbúa vinnu í málinu.
8. Bakkasel/Elliðakotsland 125226, umsókn um byggingarleyfi201502379
Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina. Frestað á 385. fundi.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu vegna ófullnægjandi gagna.
9. Í Laxneslandi, Dalakofi, umsókn um byggingarleyfi201502380
Páll Ammendrup sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness samkvæmt meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar með vísan til ákvæða aðalskipulags um stök frístundahús utan svæða fyrir frístundabyggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð núverandi húss er 68,9 m2. Frestað á 385. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa með visan til ákvæða aðalskipulags að grenndarkynna erindið.
10. Suður-Reykir, lóð nr. 8 lnr. 218499, umsókn um byggingarleyfi201502384
Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðu svæði. Frestað á 385. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.
11. í Úlfarsfellslandi 125500, umsókn um byggingarleyfi201502296
Haraldur Valur Haraldsson sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka upp í 48 m2 núverandi bátaskýli á lóðinni sem er við Hafravatn. Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki innan deiliskipulags og með vísan í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Frestað á 385. fundi.
Nefndin er jákvæð fyrir endurbyggingu bátaskýlisins í óbreyttri stærð og staðsetningu.
12. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ.201502411
Lögð fram tillaga Samsons B Harðarsonar nefndarmanns um gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ. Frestað á 385. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfisviðs um tillöguna.
13. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu201501793
Lögð fram afstöðumynd og sneiðingar í framhaldi af fyrirspurn um viðbyggingu, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.
Gunnlaugur Johnson vék af fundi.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.14. Lóð fyrir færanlegar kennslustofur við Æðarhöfða, breyting á deiliskipulagi 2015201503051
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Teiknistofu arkitekta. Breytingar eru þær að byggingarreitur stækkar til vesturs og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,12 í 0,22.
Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.