Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. mars 2015 kl. 16:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

  Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi, og minnisblað Gylfa Guðjónssonar arkitekts um skólamál í aðalskipulagi. Frestað á 385. fundi.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um eft­ir­far­andi bók­un:
  Skipu­lags­nefnd hef­ur yf­ir­far­ið til­lög­ur um upp­bygg­ingu mið­bæj­ar­skóla og aflað álits frá að­al­skipu­lags­höf­undi og skipu­lags­full­trúa. Nefnd­in tel­ur ekki ástæðu til að gera breyt­ingu á gild­andi að­al­skipu­lagi þann­ig að byggð­ur verði skóli í Sunnukrika en legg­ur áherslu á að hug­að verði að upp­bygg­ingu skóla í Helga­fells­hverfi eins og að­al­skipu­lag­ið ger­ir ráð fyr­ir.
  Bók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar:
  Gögn sem lögð hafa ver­ið fram varð­andi skoð­un á til­lög­um for­eldra í FGMos um skóla mið­svæð­is, hnekkja ekki þeim rök­um sem hug­mynd­in er grund­völluð á. Sam­kvæmt bók­un skipu­lags­nefnd­ar átti að skoða hvort tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar í til­lög­um stæð­ust en það kem­ur ekki skýrt fram í fram­lögð­um gögn­um. Einn­ig átti að skoða hvort að­r­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar eða önn­ur at­riði vant­aði sem hefðu áhrif á fram­komna hug­mynd for­eldra. Sú skoð­un hef­ur enn ekki far­ið fram.
  Bók­un áheyrn­ar­full­trúa íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
  Íbúa­hreyf­ing­in hvet­ur til þess að áfram verði kann­að hvern­ig upp­bygg­ingu og for­gangs­röðun skóla­mann­virkja Mos­fells­bæj­ar verði best háttað. Þær fram­kvæmd­ir sem nú fara fram við skóla­bygg­ingu við Æð­ar­höfða vegna fram­tíð­ar­byggð­ar í Blikastaðalandi eru al­ger­lega ótíma­bær­ar og ekki fyr­ir­sjá­an­leg fjölg­un skóla­barna í nærum­hverfi.
  Fyr­ir ligg­ur að bær­inn er skuld­bund­inn til að reisa skóla í Helga­fellslandi og í Leir­vogstungu, þeg­ar upp­bygg­ing þeirra hverfa er komin lengra. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur rök FGMos fyr­ir mið­bæj­ar­skóla áhuga­verð og að það beri að virða vilja þess stóra meiri­hluta for­eldra sem bak við þau sam­tök standa til að kanna bet­ur hvern­ig skatt­fé íbúa bæj­ar­ins til skóla­mála verði best var­ið.

  • 2. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2015201501800

   Lögð fram tillaga að starfsáætlun, sbr. umræðu á 383. fundi. Frestað á 384. og 385. fundi.

   Sam­þykkt.

   • 3. Stórikriki 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502146

    Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland sækja um leyfi til að breyta bílgeymslu hússins þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 385. fundi.

    Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir er­ind­inu.

    • 4. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201410126

     Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.

     Af­greiðslu frestað og óskað frek­ari skýr­ing­ar­gagna varð­andi lóð­ina Vefara­stræti 40-46.

     • 5. Vefara­stræti 15-19, Gerplustræti 16-26, er­indi um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201502401

      Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Frestað á 385. fundi.

      Um­ræð­ur um mál­ið. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að rýna mál­ið á milli funda.

      • 6. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

       Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar. Frestað á 384. og 385. fundi.

       Lagt fram.

       • 7. Bygg­ing­ar­list­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar201206011

        Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og samþykkt byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar" (bls. 12 í greinargerð). Lögð fram til kynningar dæmi um samþykktar byggingarlistarstefnur og gögn um opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð. Frestað á 384. og 385. fundi.

        Uræð­ur um mál­ið. Nefnd­in fel­ur formanni og skipu­lags­full­trúa að und­ir­búa vinnu í mál­inu.

        • 8. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502379

         Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina. Frestað á 385. fundi.

         Skipu­lags­nefnd hafn­ar er­ind­inu vegna ófull­nægj­andi gagna.

         • 9. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502380

          Páll Ammendrup sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness samkvæmt meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar með vísan til ákvæða aðalskipulags um stök frístundahús utan svæða fyrir frístundabyggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð núverandi húss er 68,9 m2. Frestað á 385. fundi.

          Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa með vis­an til ákvæða að­al­skipu­lags að grennd­arkynna er­ind­ið.

          • 10. Suð­ur-Reyk­ir, lóð nr. 8 lnr. 218499, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502384

           Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðu svæði. Frestað á 385. fundi.

           Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

           • 11. í Úlfars­fellslandi 125500, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502296

            Haraldur Valur Haraldsson sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka upp í 48 m2 núverandi bátaskýli á lóðinni sem er við Hafravatn. Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki innan deiliskipulags og með vísan í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Frestað á 385. fundi.

            Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir end­ur­bygg­ingu báta­skýl­is­ins í óbreyttri stærð og stað­setn­ingu.

            • 12. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ.201502411

             Lögð fram tillaga Samsons B Harðarsonar nefndarmanns um gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ. Frestað á 385. fundi.

             Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverfis­viðs um til­lög­una.

             • 13. Bjarg v/Varmá, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu201501793

              Lögð fram afstöðumynd og sneiðingar í framhaldi af fyrirspurn um viðbyggingu, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.

              Gunn­laug­ur Johnson vék af fundi.
              Skipu­lags­nefnd heim­il­ar skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

              • 14. Lóð fyr­ir fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur við Æð­ar­höfða, breyt­ing á deili­skipu­lagi 2015201503051

               Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Teiknistofu arkitekta. Breytingar eru þær að byggingarreitur stækkar til vesturs og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,12 í 0,22.

               Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að aug­lýsa til­lög­una skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

               Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.