23. apríl 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún Jóhannsdóttir
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn í Varmárskóla - frístundasel201304325
Fundur í Frístundaseli Varmárskóla. Kynning á starfi selsins og kynning á starfsemi íþróttafjörs.
Skólastjórnendur Varmárskóla fóru yfir starfsemi frístundasels í Varmárskóla. Jafnframt mætti fulltrúi Aftureldingar, Vilberg Sverrisson sem annar umsjónarmanna íþróttafjörsins. Íþróttafjörið er hluti af daglegri dagsskrá frístundaseljanna í öllum grunnskólum Mosfellsbæjar. Börnum í frístundaseljum stendur til boða að kynnast flestum íþrótta- og tómstundagreinum sem í boði eru í Mosfellsbæ.
2. Úthlutun leikskólarýma vor 2013201304322
Upplýsingar um úthlutun leikskólarýma lagðar fram.
Lagt fram.
3. Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573
Staða mála kynnt.
Kynning sem lögð var fram fyrir 603. fund bæjarstjórnar lögð fram. Rætt var um framtíðarskipan skólamála og skólauppbyggingu og lögð áhersla á að mikilvægt sé að leita hugmynda frá sem flestum um leiðir.