9. apríl 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Snorri Gissurarson 2. varamaður
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Helga Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til fræðslunefndar til kynningar. Verkefnalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar. Fræðslunefnd hvetur stofnanir á fræðslusviði að skerpa á eftirfylgni með framlögðum verkefnalista.
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 lögð fram. Einnig var lögð fram bókun S-lista frá 599. fundi bæjarstjórnar um að nefndir bæjarins geri kannanir sem beinist að þjónustuþegum í viðkomandi málaflokkum.
Fræðslunefnd leggur til að þessi tillaga verði skoðuð í ljósi matsáætlana leik- og grunnskóla og staða þeirra kynnt í fræðslunefnd. Í kjölfar þess verði ákveðið hvort frekari kannana sé þörf. Þá er einnig áréttað að Mosfellsbær leiti leiða til að efla ábendingakerfi fyrir bæjarskrifstofur og stofnanir bæjarins.
3. Málefni dagforeldra vorið 2013201304062
Farið yfir málefni dagforeldra í Mosfellsbæ vorið 2013 og gert grein fyrir fjölda barna, fjölda dagforeldra og þeirri þjónustu og eftirliti sem Mosfellsbær veitir.
Fræðslunefnd áréttar að árlega eru gerðar kannanir á viðhorfi foreldra til þjónustu dagforeldra.
Málefni dagforeldra að öðru leyti kynnt.
4. Samstarf skólaskrifstofa á höfuðborgarsvæðinu um endurmenntun - Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2013201304061
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar hefur tekið þátt í samstarfsverkefni skólaskrifstofa sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu um endurmenntun grunnskólakennara á yfirstandandi skólaári. Verkefnið kynnt og kynnt úthlutun úr endurmenntunarsjóði til frekari verkefna á skólaárinu 2013-14.
Samstarf skólaskrifstofa á höfuðborgarsvæðinu um endurmenntun kynnt. Upplýsingar og fyrirlestra er að finna á slóðinni ssh.menntamidja.is Fræðslunefnd hvetur alla hlutaðeigandi að kynna sér þessa heimasíðu.
Þá var einnnig kynnt að þetta samstarfsverkefni hefur hlotið úthlutun úr endurmenntunarsjóði til frekari samstarfsverkefna á skólaárinu 2013-2014. Jafnframt hlutu Skólaskrifstofa og grunnskólar Mosfellsbæjar styrk úr sama sjóði.
5. Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573
Staða mála kynnt. Niðurstöður könnunar meðal foreldra á barna sem fædd eru 2008 og er á leikskólanum Huldubergi á valkostum um fyrirkomulag 5 ára deilda við leik- og grunnskóla á Vestursvæði skólaárið 2013-14. Hugmyndir og tillögur um framhald kynntar á fundinum.
Stað mála kynnt og lögð fram kynning á niðurstöðu könnunar og lagðar fram tillögur um uppbyggingu frá og með haustinu 2013.
Tillögur ganga út á að foreldrum barna fædd 2008 í leikskólanum Huldubergi verði boðið að velja um hvort börnin verði áfram í leikskólanum Huldubergi skólaárið 2013-14 eða fari í Lágafellsdeild. Jafnframt verði stofnuð leikskóladeild á svæðinu við Þrastarhöfða, sem síðar myndi þróast upp í nýjan leikskóla.Fræðslunefnd leggur til að unnið verði áfram í samræmi við þær tillögur sem lagðar voru fram á fundinum.