Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. apríl 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Snorri Gissurarson 2. varamaður
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Helga Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301560

    Verkefnalisti Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 sendur frá umhverfisnefnd til fræðslunefndar til kynningar. Verkefnalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 139. fundi umhverfisnefndar þann 21. mars 2013.

    Verk­efna­listi lagð­ur fram til kynn­ing­ar. Fræðslu­nefnd hvet­ur stofn­an­ir á fræðslu­sviði að skerpa á eft­ir­fylgni með fram­lögð­um verk­efna­lista.

    • 2. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012201302068

      Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.

      Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012 lögð fram. Einn­ig var lögð fram bók­un S-lista frá 599. fundi bæj­ar­stjórn­ar um að nefnd­ir bæj­ar­ins geri kann­an­ir sem bein­ist að þjón­ustu­þeg­um í við­kom­andi mála­flokk­um.

      Fræðslu­nefnd legg­ur til að þessi til­laga verði skoð­uð í ljósi matsáætl­ana leik- og grunn­skóla og staða þeirra kynnt í fræðslu­nefnd. Í kjöl­far þess verði ákveð­ið hvort frek­ari kann­ana sé þörf. Þá er einn­ig áréttað að Mos­fells­bær leiti leiða til að efla ábend­inga­kerfi fyr­ir bæj­ar­skrif­stof­ur og stofn­an­ir bæj­ar­ins.

      • 3. Mál­efni dag­for­eldra vor­ið 2013201304062

        Farið yfir málefni dagforeldra í Mosfellsbæ vorið 2013 og gert grein fyrir fjölda barna, fjölda dagforeldra og þeirri þjónustu og eftirliti sem Mosfellsbær veitir.

        Fræðslu­nefnd árétt­ar að ár­lega eru gerð­ar kann­an­ir á við­horfi for­eldra til þjón­ustu dag­for­eldra.

        Mál­efni dag­for­eldra að öðru leyti kynnt.

        • 4. Sam­st­arf skóla­skrif­stofa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um end­ur­mennt­un - Út­hlut­un úr End­ur­mennt­un­ar­sjóði grunn­skóla 2013201304061

          Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar hefur tekið þátt í samstarfsverkefni skólaskrifstofa sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu um endurmenntun grunnskólakennara á yfirstandandi skólaári. Verkefnið kynnt og kynnt úthlutun úr endurmenntunarsjóði til frekari verkefna á skólaárinu 2013-14.

          Sam­st­arf skóla­skrif­stofa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um end­ur­mennt­un kynnt. Upp­lýs­ing­ar og fyr­ir­lestra er að finna á slóð­inni ssh.menntami­dja.is Fræðslu­nefnd hvet­ur alla hlut­að­eig­andi að kynna sér þessa heima­síðu.

          Þá var einnn­ig kynnt að þetta sam­starfs­verk­efni hef­ur hlot­ið út­hlut­un úr end­ur­mennt­un­ar­sjóði til frek­ari sam­starfs­verk­efna á skóla­ár­inu 2013-2014. Jafn­framt hlutu Skóla­skrif­stofa og grunn­skól­ar Mos­fells­bæj­ar styrk úr sama sjóði.

          • 5. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og þró­un nem­enda­fjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573

            Staða mála kynnt. Niðurstöður könnunar meðal foreldra á barna sem fædd eru 2008 og er á leikskólanum Huldubergi á valkostum um fyrirkomulag 5 ára deilda við leik- og grunnskóla á Vestursvæði skólaárið 2013-14. Hugmyndir og tillögur um framhald kynntar á fundinum.

            Stað mála kynnt og lögð fram kynn­ing á nið­ur­stöðu könn­un­ar og lagð­ar fram til­lög­ur um upp­bygg­ingu frá og með haust­inu 2013.
            Til­lög­ur ganga út á að for­eldr­um barna fædd 2008 í leik­skól­an­um Huldu­bergi verði boð­ið að velja um hvort börn­in verði áfram í leik­skól­an­um Huldu­bergi skóla­ár­ið 2013-14 eða fari í Lága­fells­deild. Jafn­framt verði stofn­uð leik­skóla­deild á svæð­inu við Þrast­ar­höfða, sem síð­ar myndi þró­ast upp í nýj­an leik­skóla.

            Fræðslu­nefnd legg­ur til að unn­ið verði áfram í sam­ræmi við þær til­lög­ur sem lagð­ar voru fram á fund­in­um.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00