Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. febrúar 2015 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Færsla á enda­stöð Strætós í Reykja­hverfi201501801

    Kynntar hugmyndir um endastöð Strætós á lóð OR við Reykjaveg. Frestað á 382. og 383. fundi. Einar Kristjánsson mætti á fundinn undir þessum lið.

    Nefnd­in er já­kvæð fyr­ir færslu enda­stöðv­ar­inn­ar og tel­ur að ný stað­setn­ing skuli fá með­höndl­un sem breyt­ing á gild­andi deili­skipu­lagi.

    • 2. Strætó­leið­ir og bið­stöðv­ar í mið­bæ, at­hug­un.201412009

      Lögð fram athugun Batterísins arkitekta sem beinist að því að finna heppilega staðsetningu á aðalstöð strætós í Miðbænum. Áður rætt á 379. fundi.

      Um­ræð­ur um mál­ið.

      • 3. Er­indi Strætó bs - beiðni um kynn­ingu fyr­ir bæj­ar­ráð vegna skýrslu Mann­vits201411109

        Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til nefndarinnar til umsagnar. Einar Kristjánsson mætti á fundinn og kynnti skýrsluna. Frestað á 378. fundi.

        Um­ræð­ur um mál­ið.

        • 4. Strætó, far­þe­ga­taln­ing októ­ber 2014201502228

          Lögð fram tafla frá Strætó bs., sem sýnir talningu farþega í vagna og úr þeim eftir biðstöðvum.

          Lagt fram til kynn­ing­ar.

          • 5. Mið­bæj­ar­skipu­lag, breyt­ing við Þver­holt vegna leigu­íbúða.201501813

            Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir fyrir leiguíbúðir í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum. Frestað á 382. fundi. Lögð fram tillaga Batterísins að breytingum á deiliskipulagi miðbæjarins, dagsett 28.1.2015. Frestað á 382. og 383. fundi.

            Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una til aug­lýs­ing­ar skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

            • 6. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2015201501512

              Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkefnalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Óskað er eftir því að tillögur liggi fyrir eigi síðar en 19. febrúar 2015. Frestað á 383. fundi.

              Lagt fram til kynn­ing­ar.

              • 7. Bræðra­tunga, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201412082

                Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst, frá fjórum eigendum aðliggjandi landa og lóða. Einnig lagt fram afrit af afsali og uppdrætti af Bræðratungu frá 1945.

                Skipu­lags­nefnd frest­ar af­greiðslu máls­ins og fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að ræða við máls­að­ila.

                • 8. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi for­gangsakst­ur201501795

                  Erindi frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þar sem vakin er athygli á því að ýmsar ráðstafanir í skipulagi gatnakerfisins í því skyni að draga úr umferðarhraða, geta skapað óþægindi og jafnvel hættu í tengslum við forgangsakstur björgunar- og slökkviliðsbíla.

                  Lagt fram til kynn­ing­ar.

                  • 9. Um­ferðarör­yggi við Baugs­hlíð201406243

                    Lagður fram tillöguuppdráttur að gönguljósum, biðstöðvum Strætós og sleppistæðum við Baugshlíð. Um er að ræða breytta útfærslu miðað við áður kynnta tillögu á 370. fundi.

                    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­komna til­lögu.

                    • 10. Vefara­stræti 1-5 ósk um breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um201501589

                      Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi.

                      Frestað.

                      • 11. Til­laga Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur um fund með "Mið­bæj­ar­skóla­hópi"201409246

                        Fundur kjörinna fulltrúa með stjórn Foreldraráðs grunnskóla í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 4. febrúar 2015. Lögð fram kynning FGMos frá þeim fundi, sjá einnig næsta mál á dagskránni.

                        Vísað er til um­ræðu und­ir 12. máli á dag­skránni, máls­núm­er 201301573.

                        • 12. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

                          Lögð fram kynning Foreldraráðs Grunnskóla Mosfellsbæjar frá fundi með kjörnum fulltrúum 4 febrúar s.l. Einnig lagt fram minnisblað um mannfjöldaspár.

                          Skipu­lags­nefnd fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að yf­ir­fara kynn­ingu FGMos með til­liti til þess hvort tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar stand­ist og ef svo er ekki hvaða áhrif það hafi á hug­mynd­ina. Jafn­framt verði skoð­að hvort það séu að­r­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar eða önn­ur at­riði sem vanti sem hafi áhrif á fram­komna hug­mynd.

                          • 13. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

                            Lögð fram til kynningar þjónustukönnun sveitarfélaga 2014.

                            Frestað.

                            • 14. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2015201501800

                              Lögð verður fram tillaga að starfsáætlun, sbr. umræðu á 383. fundi.

                              Frestað.

                              • 15. Að­al­skipu­lag, ákvörð­un um end­ur­skoð­un á nýju kjör­tíma­bili.201502229

                                Skv. 35. gr. skipulagslaga skal sveitarstjórn meta í upphafi hvers kjörtímabils hvort þörf sé á endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, og skal ákvörðun liggja fyrir áður en 12 mánuðir hafa liðið frá sveitarstjórnarkosningum.

                                Frestað.

                                • 16. Er­indi um fjölg­un íbúða við Bratta­hlíð201502234

                                  Lögð fram fyrirspurn í formi tillöguteikningar að breytingum á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir að í stað 8 einbýlislóða og 5 íbúða á lóð Láguhlíðar samkvæmt gildandi skipulagi komi raðhús með samtals 16 íbúðum og fimm fjórbýlishús.

                                  Frestað.

                                  • 17. Lands­skipu­lags­stefna 2015-2026201502015

                                    Lagðar fram umsagnir Sambands íslenskra Sveitarfélaga og Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins til Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, en athugasemdafresti um tillöguna lauk 8. febrúar s.l. Tillagan liggur frammi á vef Skipulagsstofnunar: http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/frettir/nr/1077

                                    Frestað.

                                    • 18. Bygg­ing­ar­list­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar201206011

                                      Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og samþykkt byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar" (bls. 12 í greinargerð). Lögð fram til kynningar dæmi um samþykktar byggingarlistarstefnur og gögn um opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð.

                                      Frestað.

                                      • 19. Stórikriki 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502146

                                        Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu.

                                        Frestað.

                                        Fundargerðir til kynningar

                                        • 20. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 259201502009F

                                          Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar

                                          Frestað

                                          • 20.1. Laxa­tunga 97, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502112

                                            Ósk­ar Guð­munds­son Kvísl­artungu 96 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka, breyta út­liti og fyr­ir­komu­lagi áður sam­þykkts ein­býl­is­húss úr stein­steypu á lóð­inni nr. 97 við Kvísl­artungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                            Stækk­un húss: 18,6 m2, 101,7 m3.
                                            Stærð húss eft­ir breyt­ingu: Íbúð 200,4 m2, bíl­geymsla 38,2 m2, sam­tals 987,6 m3.

                                            Niðurstaða þessa fundar:

                                            Festað

                                          • 20.2. Stórikriki 14,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502146

                                            Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir og Ág­úst Sæ­land Stórakrika 14 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að breyta út­liti og notk­un bíl­geymslu húss­ins að Stórakrika 14 þann­ig að þar verði inn­réttað íbúð­ar­rými með eld­húsi.
                                            Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                                            Niðurstaða þessa fundar:

                                            Frestað

                                          • 20.3. Stórikriki 35, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201501713

                                            GSKG fast­eign­ir ehf Arn­ar­höfða 1 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að hækka hús í kóta, lækka sal­ar­hæð í íbúð­ar­rými og auka sal­ar­hæð í bíl­geymslu áður sam­þykkts ein­býl­is­húss úr stein­steypu að Stórakrika 35 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                            Stækk­un húss 6,9 m3.
                                            Stærð eft­ir breyt­ingu: Íbúð­ar­rými 165,4 m2, bíl­geymsla 34,3 m2, sam­tls 715,2 m3.

                                            Niðurstaða þessa fundar:

                                            Frestað

                                          • 20.4. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410308

                                            Guð­rún H Ragn­ars­dótt­ir Klaust­ur­hvammi 30 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri sum­ar­bú­stað á lóð nr. 125505 úr landi Úlfars­fells í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                            Um­sókn­in var grennd­arkynnt en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
                                            Stækk­un bú­staðs 16,4 m2, 97,7 m3.
                                            Stærð eft­ir breyt­ingu: 68,7 m2, 276,7 m3.

                                            Niðurstaða þessa fundar:

                                            Frestað.

                                          • 20.5. Vefara­stræti 21, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201501766

                                            Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja bíla­kjall­ara úr stein­steypu á lóð­inni nr. 21 við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                            Stærð bíla­kjall­ara 1290,0 m2, 3276,6 m3.

                                            Niðurstaða þessa fundar:

                                            Frestað

                                          • 20.6. Víði­teig­ur 32, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502128

                                            Knút­ur Birg­is­son Víði­teigi 32 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja sól­stofu úr timbri og gleri að Víði­teigi 32 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                            Stærð­ir húss: Íbúð­ar­rými 121,9 m2, sól­stofa 17,5 m2, bíl­geymsla 36,5 m2, 642,5 m3.

                                            Niðurstaða þessa fundar:

                                            Frestað

                                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.