10. júlí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl.201401436
Búið er að ganga frá skipulagsbreytingu fyrir Gerplustræti 13-23 og í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar er óskað eftir að bæjarráð heimili gerð samkomulags við lóðarhafa um þær breytingar sem gera þarf í samræmi við nýtt skipulag.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði gerð samkomulags við lóðarhafa Gerplustrætis 13-23 vegna kostnaðar sem hlýst af skipulagsbreytingum sem lóðarhafi hefur óskað eftir.
2. Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla201311298
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við lægstbjóðanda um endurgerð lóðar við Lágafellsskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Lóðaþjónustuna ehf., um verkið.
3. Endurgerð lóðar við Varmárskóla201405291
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja við lægstbjóðanda, Lóðarþjónustuna ehf., í kjölfar útboðs á lóð Varmárskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Lóðaþjónustuna ehf., um verkið.
4. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi lýsingu á reiðleið201405260
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp lýsingu á reiðleið við Leiruvog. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við hestamannafélagið Hörð vegna málsins.
5. Svæði í fóstur201406149
Lögð er fram tillaga til bæjarráðs um að heimilt verði að "taka lönd í fóstur" í Leirvogstunguhverfi í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar og drögum að reglum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að fara yfir málið og ræða útfærslu þess við íbúasamtök í Leirvogstungu.
6. Rekstraryfirlit Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201407033
Rekstraryfirlit Skíðasvæðanna fyrir janúar - apríl 2014
Rekstraryfirlitið lagt fram.
7. Skólaakstur 2014-15201407043
Tillaga um skólaakstur 2014-15.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fræðslusviði að undirbúa útboðslýsingu vegna skólaaksturs og að semja um framlengingu á núverandi aksturssamningi á meðan sá undirbúningur stendur yfir.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 370201406017F
Fundargerð 370. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 1172. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur 201405358
Reykjavíkurborg vísar Almenningssamgöngustefnu fyrir Reykjavík, stefnumörkum í almenningssamgöngum, til umsagnar hjá Mosfellsbæ. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.2. Gönguþverun yfir Skeiðholt 201405357
Lögð fram tillaga að nýrri gönguþverun yfir Skeiðholt, niður af leikskólanum Hlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.3. Umferðar- og skipulagsmál við Baugshlíð 201406243
Kynntar verða tillögur að útfærslu gangbrauta og gönguleiða yfir og meðfram Baugshlíð í nágrenni skóla og sundlaugar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.4. Skipulags- og umferðarmál við Skeiðholt 201406242
Kynntar verða hugmyndir um næstu framkvæmdaáfanga og hugsanlegar breytingar á skipulagi á Skeiðholti milli Þverholts og Skólabrautar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 1172. fundi bæjarráðs.
8.5. Úr Miðdalslandi nr. 125202, ósk um breytta landnotkun 201406022
Erindi Söndru Gunnarsdóttur og Péturs Hallgrímssonar, sem óska eftir að landnotkun skikans verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.6. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014 201403446
Skipulagsstofnun óskar 10.6.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 4. júlí 2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.7. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ 201301573
Lögð fram gögn um mannfjölda eftir hverfum og hljóðstig við Vesturlandsveg/Sunnukrika ásamt glærukynningu frá fulltrúum íbúa, sem fjallar um hugmyndina um miðlægan grunnskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.8. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Tekin fyrir að nýju verkefnislýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir alifuglabú. Einnig lögð fram umsögn umhverfisnefndar, sbr. bókun á 368. fundi. (Ath: setja umsögnina inn sem fylgiskjal).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.9. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012 201210297
Kynntar verða fjórar tillögur að breyttri útfærslu hverfistorgstorgs, götu og bílastæða, sem fram hafa komið í tengslum við samráð við fulltrúa íbúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.10. Gerplustr. 7-11 og Vefarastr. 32-46, erindi um deiliskipulagsbreytingar 201405097
Tekið fyrir að nýju erindi Odds Víðissonar f.h. lóðarhafa um breytingar á deiliskipulagi, sem feli í sér tilslökun á kröfum um bílastæði og breytt fyrirkomulag bílastæða. Áður á dagskrá 368. fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 1172. fundi bæjarráðs.
8.11. Snæfríðargata 20, fyrirspurn um ákvæði deiliskipulags 201406297
Guðmundur Örn Kjærnested Flesjakór 1 Kópavogi spyr hvort heimilt sé að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gögnum en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að bygg verði tveggja hæða hús. Jafnframt spyr hann hvort leyft verði að húsið byggist smávægilega út fyrir byggingarreit í suð- austurhluta lóðarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
8.12. Elliðakotsland/Brú,endurbygging sumarbústaðs. 201406295
Sævar Geirsson Hamraborg 15 Kópavogi fh.Datca ehf spyr hvort leyft verði að endurbyggja sumarbústað í landi Elliðakots landnr. 125216 í samræmi við framlögð gögn.
Gamli sumarbústaðurinn brann fyrr á árinu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.