12. mars 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Helga Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Daði Þór Einarsson fræðslusvið
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ)
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlanir á fræðslusviði201301464
Starfsáætlun Listaskóla og Skólahljómsveitar skólaárið 2013-2014 ásamt skóladagatölum til umfjöllunar.
Starfsáætlanir og skóladagatöl Listaskóla og Skólahljómsveitar fyrir skólaárið 2013-2014 lögð fram.
2. Skóladagatöl 2013-2014201302239
Skóladagatöl leik- og grunnskóla skólaárið 2013-14.
Skóladagatöl leik- og grunnskóla lögð fram.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta skóladagatöl grunnskóla.
3. Forsendur skóladagatala201303073
Forsendur skóladagatala.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að gerð skóladagatala sé samvinnuverkefni skólasamfélagsins og grenndarsamfélagsins og mikilvægt að sátt náist um þau. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að skóladagtöl í Mosfellsbæ séu samræmd. Þá er mikilvægt að taka tillit til þarfa barna, óska foreldra og þarfa samfélagsins og vinnumarkaðarins. Jafnframt taki gerð skóladagatals mið af lengd skólaárs og lotuskiptum í skólaárinu.
Nefndin felur skólastjórum og Skólaskrifstofu að setja saman vinnureglur um forsendur skóladagatala.
4. Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573
Staða mála varðandi uppbyggingu skólamannvirkja.
Framvinda samvinnu við foreldra og skóla um úrlausnir vegna haustsins 2013 kynnt.