Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. apríl 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
  • Karl Tómasson 1. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Fundargerðir til staðfestingar

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2012201304042

    603. fundur bæjarstjórnar vísar ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 til annarrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Hlyn­ur Sig­urðs­son (HLS) end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs.

    For­seti gaf orð­ið laust og fóru fram stutt um­ræða um árs­reikn­ing­in eins og hann ligg­ur fyr­ir eft­ir fyrri um­ræðu.


    Bók­un Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
    Íbúa­hreyf­ing­in vek­ur at­hygli á að full­trúi henn­ar benti end­ur­skoð­anda á í kynn­ingu hans á árs­reikn­ingi að fulln­að­ar­af­greiðsla bæj­ar­ráðs á samn­ingi við Lands­banka Ís­lands vegna ólög­legr­ar sjálf­skuld­arábyrgð­ar Mos­fells­bæj­ar á skuld Helga­fells­bygg­inga ehf. hafi ver­ið brot á 35. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, en skv. 72. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga skulu end­ur­skoð­end­ur sveit­ar­fé­laga með­al ann­ars kanna hvort full­nægj­andi heim­ild­ir hafi ver­ið fyr­ir út­gjöld­um og hvort al­menn stjórn­sýsla sveit­ar­fé­lags­ins og ein­stak­ar ákvarð­an­ir af hálfu þess séu í sam­ræmi við regl­ur um fjár­mál sveit­ar­fé­laga, ábyrga fjár­mála­stjórn og upp­lýs­inga­skyldu sveit­ar­fé­laga.
    Skýrslu end­ur­skoð­anda hef­ur ekki ver­ið breytt með til­liti til þess­ar­ar at­huga­semd­ar.

    Íbúa­hreyf­ing­in ít­rek­ar fyrri bók­un vegna fram­setn­ing­ar á árs­reikn­ingi.
    "Mark­mið­ið með sam­an­burði á áætlun og nið­ur­stöðu árs­reikn­inga er að bera sam­an hvern­ig bæj­ar­fé­lag­ið stóðst fjár­hags­áætlun. Breyt­ing­ar sem gerð­ar eru á áætl­un­inni á tíma­bil­inu eru nefnd­ir við­auk­ar en það orð er oft notað yfir ít­ar­efni eða auka­efni í rit­um og bók­um og þá gef­ið út á sama tíma. Við­auk­ar fjár­hags­áætl­un­ar eru hins aldrei gefn­ir út á sama tíma, þeir verða til á öllu tíma­bil­inu og geta jafn­vel ver­ið gerð­ir í lok des­em­ber, en þá erum við að bera sam­an áætlun sem gerð var ein­hverj­um dög­um áður en árs­reikn­ing­ur­inn. Til­gangs­leysi þess að sýna og bera sam­an áætlun með breyt­ing­um ætti að vera nokk­uð aug­ljóst. Við­auk­ar eiga að vera neð­an­máls til þess að út­skýra hvers vegna breyta þurfti áætl­un­inni.
    Í 61. gr. Sveit­ar­stjórn­ar­laga seg­ir m.a. í árs­reikn­ingi skal koma fram sam­an­burð­ur við a) árs­reikn­ing und­an­far­ins árs, b) upp­haf­lega fjár­hags­áætlun árs­ins og c) fjár­hags­áætlun árs­ins ásamt við­auk­um."
    Íbúa­hreyf­ing­in lít­ur svo á að að árs­reikn­ing­ur­inn sé ekki í sam­ræmi við 61. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.


    Bók­un bæj­ar­full­trúa D og V-lista.
    Bæj­ar­full­trú­ar D og V-lista vísa því á bug að bæj­ar­ráð hafi ekki haft heim­ild til fulln­aða­af­greiðslu í um­ræddu máli. Bæj­ar­stjórn var á þess­um tíma í sum­ar­leyfi og fer bæj­ar­ráð á þeim tíma með hlut­verk og verk­efni bæj­ar­stjórn­ar eins og fram kem­ur í 35. gr. Sveit­ar­stjórn­ar­laga.

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar varp­ar skýru ljósi á fjár­hags­lega stöðu sveit­ar­fé­lags­ins. Árs­reikn­ing­ur sveit­ar­fé­lags­ins er í fullu sam­ræmi við sveit­ar­stjórn­ar­lög og hafa end­ur­skoð­end­ur áritað hann. Fram­setn­ing árs­reikn­ings­ins er í sam­ræmi við til­mæli inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um hvern­ig árs­reikn­ing­ar skulu lagð­ir fram enda er í árs­reikn­ing­um að finna sam­an­burð við upp­haf­lega fjár­hags­áætlun svo og fjár­hags­áætlun með við­auk­um.


    Bók­un D- og V-lista vegna af­greiðslu árs­reikn­ings.
    Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2012 og var nið­ur­stað­an í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði nam um 612 millj­ón­ir sem er um 10% af tekj­um. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða var af­gang­ur af rekstri bæj­ar­ins um 29 millj­ón­ir eða 0,4% af tekj­um. Kenni­töl­ur úr rekstri bera vott um trausta stöðu bæj­ar­sjóðs. Veltufé frá rekstri eru 676 millj­ón­ir sem eru 11% af rekstr­ar­tekj­um og fram­legð frá rekstri er 15%. Skulda­hlut­fall er 125% sem er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um.

    Um 767 millj­ón­um var var­ið Í fram­kvæmd­ir á ár­inu 2012 sem er nær tvö­föld­un frá fyrra ári. Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in er bygg­ing nýs 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­ils sem verð­ur tek­ið í notk­un inn­an tíð­ar. Til þeirr­ar fram­kvæmd­ar runnu um 276 millj­ón­ir á ár­inu en áætl­að­ur bygg­ing­ar­kostn­að­ur er um 811 millj­ón­ir.
    Í Mos­fells­bæ rís einn­ig um þess­ar mund­ir nýr fram­halds­skóli sem byggð­ur er í sam­starfi við rík­ið en í þá fram­kvæmd fór um 121 millj­ón á ár­inu 2012. Ný­lega var tekin í notk­un ný þjón­ustumið­stöð fyr­ir aldr­aða að Hlað­hömr­um. Einn­ig var tals­verðu fjár­magni var­ið í við­hald og end­ur­bæt­ur á skóla­hús­næði og íþrótta­að­stöðu í bæn­um. Þrátt fyr­ir þess­ar miklu fram­kvæmd­ir í sveit­ar­fé­lag­inu lækk­ar skulda­hlut­fall milli ára.

    Við vilj­um færa öllu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar sér­stak­ar þakk­ir fyr­ir að standa vel að rekstri bæj­ar­fé­lag­ins á ár­inu 2011 og fyr­ir þá miklu elju­semi og ábyrgð sem sýnd hef­ur ver­ið.


    For­seti ít­rek­aði þakk­ir til bæj­ar­stjóra, starfs­manna og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel gerð­an og vel fram­lagð­an árs­reikn­ing.
    For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur­inn stað­fest­ur með sjö at­kvæð­um,
    en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur úr sam­an­tekn­um reikn­ingi fyr­ir A og B hluta eru þess­ar í millj. kr. :
    Rekstr­ar­reikn­ing­ur 1. 1. - 31. 12. 2012
    Rekstr­ar­tekj­ur: 6.212,5 mkr.
    Rekstr­ar­gjöld: 5.600,7 mkr.
    Fjár­magnslið­ir: (-570,4) mkr.
    Tekju­skatt­ur: 12,1 mkr.
    Rekstr­arnið­ur­staða 29,3 mkr.

    • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1117201304018F

      Fund­ar­gerð 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 2.1. Er­indi Hita­veitu Sel­bæja ehf. varð­andi nýt­ingu bor­hola 201206165

        Um er að ræða er­indi er varð­ar hita­veitu­bor­hol­ur í Selja­brekku Mos­fells­dal.
        Áður á dagskrá 1079. fund­ar bæj­ar­ráðs og þar vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

      • 2.2. Er­indi Eir­ar, drög að skipu­lags­skrá til kynn­ing­ar 201303319

        Er­indi Eir­ar, drög að nýrri skipu­lags­skrá fyr­ir Eir hjúkr­un­ar­heim­ili til kynn­ing­ar.
        Áður á dagskrá 1115. fund­ar bæj­ar­ráðs og þar vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu- og fjöl­skyldu­sviða.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

      • 2.3. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi eig­enda­stefnu Sorpu bs. 201304215

        Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi eig­enda­stefnu Sorpu bs. þar sem óskað er eft­ir stað­fest­ingu Mos­fells­bæj­ar á stefn­unni.
        Páll Guð­jóns­son fram­kv.stj. SSH verð­ur gest­ur fund­ar­ins.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

      • 2.4. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi eig­enda­stefnu Strætó bs. 201304216

        Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi eig­enda­stefnu Strætó bs. þar sem óskað er eft­ir stað­fest­ingu Mos­fells­bæj­ar á stefn­unni.
        Páll Guð­jóns­son fram­kv.stj. SSH verð­ur gest­ur fund­ar­ins.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

      • 2.5. Er­indi SSH (verk­efna­hóp­ur 20) vegna sókn­aráætl­un­ar 201108261

        Er­indi SSH (verk­efna­hóp­ur 20) varð­andi sókn­aráætlun 2013, loka­skjal ásamt samn­ingi.
        Páll Guð­jóns­son fram­kv.stj. SSH verð­ur gest­ur fund­ar­ins.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 2.6. Er­indi UMSK þar sem bæj­ar­stjórn er þakkað sam­st­arf vegna Lands­móts UMFÍ 50 201304248

        Er­indi UMSK þar sem bæj­ar­stjórn er þakkað sam­st­arf vegna Lands­móts UMFÍ 50 sem hald­ið var í Mos­fells­bæ síð­ast lið­ið sum­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 2.7. Út­boð á tíma­gjaldi í iðn­grein­um 201212024

        Um er að ræða út­boð á tíma­vinnu verktaka í minni hátt­ar og til­fallandi við­halds­verk­efn­um á veg­um Eigna­sjóðs Mos­fells­bæj­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

      • 2.8. Út­boð á rekstri í Eir­hömr­um 201212100

        Rekst­ur fóta­að­gerð­ar­stofu og hár­greiðslu­stofu í þjón­ustumið­stöð Eir­hamra.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

      • 2.9. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar 201304271

        Dag­skrárlið­ur­inn er að ósk áheyrn­ar­full­trúa í bæj­ar­ráði Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar sem fylg­ir er­ind­inu úr hlaði á fund­in­um.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1117. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1118201304025F

        Fund­ar­gerð 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 3.1. Sam­starfs­samn­ing­ur um upp­bygg­ingu íbúð­ar­byggð­ar í Helga­fellslandi 200511164

          Drög að sam­komu­lagi við Lands­bank­ann vegna upp­bygg­ing­ar í Helga­felli, er drög­in eru trún­að­ar­mál á þessu stigi máls.

          Niðurstaða þessa fundar:

          For­seti bar upp til­lögu þess efn­is að um­ræða um þenn­an dag­skrárlið færi fram fyr­ir lukt­um dyr­um og var til­lag­an sam­þykkt með sex at­kvæð­um.$line$Í fram­hald­inu var slökkt á hljóðupp­töku fund­ar­ins og fund­ar­sal bæj­ar­stjórn­ar lokað. $line$$line$Drög­in voru lögð fram á 1118. fundi bæj­ar­ráðs og fylgja drög­in er­ind­inu í fund­ar­gerð­inni eins og hún ligg­ur fyr­ir þess­um fundi bæj­ar­stjórn­ar.$line$$line$Til­laga.$line$Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að of skamm­ur tími hafi gef­ist til þess að skoða mál­ið og máls­skjöl óað­gengi­leg. Íbúa­hreyf­ing­in og ósk­ar eft­ir að mál­inu verði frestað.$line$Til­laga um frest­un borin upp og felld með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.$line$$line$Bók­un bæj­ar­full­trúa D-, V- og S-lista.$line$Bæj­ar­full­trú­ar telja að skjöl hafi ver­ið að­gengi­leg og tími til að kynna sér mál­ið nægj­an­leg­ur.$line$$line$Sam­þykkt með sex at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi drög að samn­ingi við Lands­bank­ann. Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sat hjá við af­greiðslu máls­ins.

        • 3.2. Er­indi SSH (verk­efna­hóp­ur 20) vegna sókn­aráætl­un­ar 201108261

          Er­indi SSH (verk­efna­hóp­ur 20) varð­andi sókn­aráætlun 2013, loka­skjal ásamt samn­ingi.
          Frestað á 1117. fundi.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.3. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar 201304271

          Dag­skrárlið­ur­inn er að ósk áheyrn­ar­full­trúa í bæj­ar­ráði Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar sem fylg­ir er­ind­inu úr hlaði á fund­in­um.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.4. Gas­gerð­ar­stöð Sorpu bs. í Álfs­nesi - Til­kynn­ing til ákvörð­un­ar um mats­skyldu fram­kvæmd­ar 201211188

          Um er að ræða skoð­un á lykt­ar­dreif­ingu og kostn­að­ar­mati vegna stað­setn­ing­ar gas­gerð­ar­stöðv­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.5. Ósk um um­sögn að til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir Sorpu bs 201304249

          Um er að ræða er­indi frá Um­hverf­is­stofn­un þar sem óskað er um­sagn­ar um vænt­an­legt starfs­leyfi fyr­ir SORPU bs. í Álfs­nesi. Frest­ur til þess að skila um­sögn er gef­inn til 2. maí 2013.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

        • 3.6. Er­indi Gunn­var­ar Björns­dótt­ur og Arn­bjarg­ar Ís­leifs­dótt­ur varð­andi sölu Fells­hlíð­ar o.fl. 201303128

          Er­indi Gunn­var­ar Björns­dótt­ur og Arn­bjarg­ar Ís­leifs­dótt­ur varð­andi sölu Fells­hlíð­ar og ósk um skipt­ingu lóð­ar­inn­ar í því sam­bandi.
          Um­beð­in um­sögn hjá­lögð.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.7. Er­indi Rétt­sýn­ar ehf. varð­andi bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld o.fl. 201303171

          Er­indi Rétt­sýn­ar ehf. þar sem far­ið er fram á það að bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækk­uð frá því sem nú er.
          Hjá­lögð er um­beð­in um­sögn.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.8. Teng­ing á sum­ar­húsa­byggð­um við Nesja­valla­æð 201304276

          Um er að ræða beiðni sum­ar­húsa­eig­enda um að tengjast við Nesja­valla­æð til þess að fá heitt vatn í sum­ar­búsatað.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.9. Er­indi Andrés­ar Ólafs­son­ar vegna óska um nytja á tún­um í landi Reykja­hlíð­ar 201304298

          Er­indi Andrés­ar Ólafs­son­ar þar sem hann ósk­ar eft­ir að fá á leigu tún í eigu Mos­fells­bæj­ar úr landi Reykja­hlíð­ar­vegna.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.10. Gjaldskrá fyr­ir heil­brigð­is- og meng­un­ar­varn­ar­eft­ir­lit 201304305

          Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is ósk­ar stað­fest­ing­ar á gjaldskrá fyr­ir heil­brigð­is- og meng­un­ar­varn­ar­eft­ir­lit.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.11. Er­indi El­ín­ar Rún Þor­steins­dótt­ur varð­andi gönguljós 201304308

          Er­indi El­ín­ar Rún Þor­steins­dótt­ur varð­andi ósk um upp­setn­ingu á göngu­ljós­um með hljóð­merki við Baugs­hlíð.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 3.12. Er­indi Jörgens Bendt Peder­sen varð­andi Nor­rænt þjóð­dan­samót 2014 201304341

          Er­indi Jörgens Bendt Peder­sen varð­andi Nor­rænt þjóð­dan­samót 2014 sem fram fer á veg­um Þjóð­dansa­fé­lags­ins en fé­lag­ið leit­ar að sam­starfs­sveit­ar­fé­lagi vegna móts­ins.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 1118. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 4. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 204201304021F

          Fund­ar­gerð 204. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 4.1. Fram­kvæmda­áætlun jafn­rétt­is­mála 2013 201304310

            Um­fjöllun um jafn­rétt­is­mál skv. starfs­áætlun fjöl­skyldu­nefnd­ar 2013. Far­ið yfir fram­kvæmda­áætlun jafn­rétt­is­mála.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 204. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

          • 4.2. Þjón­ustu­hóp­ur aldr­aðra - 88 201304002F

            Fund­ar­gerð til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 204. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 4.3. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 772 201304014F

            Trún­að­ar­mála­fund­ur, af­greiðsla fund­ar

            Niðurstaða þessa fundar:

            Fund­ar­gerð­in lögð fram með fund­ar­gerð 204. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar, efn­is­at­riði færð í trún­að­ar­bók.

          • 5. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 280201304024F

            Fund­ar­gerð 280. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 5.1. Heim­sókn í Varmár­skóla - frí­stunda­sel 201304325

              Fund­ur í Frí­stunda­seli Varmár­skóla. Kynn­ing á starfi sels­ins og kynn­ing á starf­semi íþrótta­fjörs.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 280. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 5.2. Út­hlut­un leik­skóla­rýma vor 2013 201304322

              Upp­lýs­ing­ar um út­hlut­un leik­skóla­rýma lagð­ar fram.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 280. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 5.3. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og þró­un nem­enda­fjölda til 2012 og áætlun fram til 2018. 201301573

              Staða mála kynnt.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 280. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

            • 6. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 341201304022F

              Fund­ar­gerð 341. fund­ar Skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 6.1. Völu­teig­ur 23, fyr­ir­spurn um leyfi fyr­ir fjar­skipta­m­astri 201302070

                Lagt fram bréf frá Hirti Lín­dal f.h. Nova dags. 20.3.2013, þar sem óskað er eft­ir því að veitt verði tíma­bund­ið leyfi til þess að hafa stag­fest­ingu fyr­ir fjar­skipta­m­ast­ur utan lóð­ar­marka Völu­teigs 23. Leyf­ið verði með því skil­yrði að stag­fest­an skuli fjar­lægð ef og þeg­ar nauð­syn kref­ur, s.s. vegna stíga­gerð­ar um svæð­ið. Sjá einn­ig bók­un á 337. fundi. Frestað á 339. fundi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 341. fund­ar Skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

              • 6.2. Spóa­höfði 17, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi 201301426

                Bæj­ar­stjórn sam­þykkti 3.4.2013 að vísa af­greiðslu 336. fund­ar á mál­inu aft­ur til nefnd­ar­inn­ar til frek­ari skoð­un­ar. Lögð fram um­sögn fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs, sem nefnd­in ósk­aði eft­ir á 339. fundi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 341. fund­ar Skipu­lags­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 6.3. Reið­leið­ir við Reykja­hvol og Skamma­dal 201303263

                Reið­vega­nefnd Harð­ar og Reið­vega­nefnd Suð­vest­ur­svæð­is óska eft­ir að fund­in verði lausn á reið­leið­um við Reykja­hvol og teng­ing­um reið­leiða við Skamma­dal.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 341. fund­ar Skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

              • 6.4. Reykja­hlíð garð­yrkja, ósk um breyt­ingu nafns í Suð­urá. 201303340

                Þröst­ur Sig­urðs­son og Júlí­ana R Ein­ars­dótt­ir gróðr­ar­stöð­inni Reykja­hlíð landnr. 123758 sækja um leyfi til að breyta nafni býl­is síns úr "Reykja­hlíð garð­yrkja" í "Suð­urá". Fyr­ir ligg­ur já­kvæð um­sögn ör­nefna­nefnd­ar.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 341. fund­ar Skipu­lags­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 6.5. Hjól­reiða­stíg­ur í mið­bæ 201304311

                Kynnt­ar voru hug­mynd­ir um út­færslu hjól­reiða­stígs með­fram Há­holti/Bjark­ar­holti, unn­ar af Land­mót­un sf.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 341. fund­ar Skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

              • 6.6. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024 200611011

                Tekn­ar fyr­ir að nýju at­huga­semd­ir við til­lögu að að­al­skipu­lagi, fram­hald um­fjöll­un­ar á 339. og 340. fundi. Lögð fram sam­an­tekt at­huga­semda og drög að svör­um.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 341. fund­ar Skipu­lags­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 140201304016F

                Fund­ar­gerð 140. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 7.1. Álykt­un að­al­fund­ar Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands varð­andi rækt­un lúpínu 201212035

                  Álykt­un að­al­fund­ar Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands varð­andi rækt­un skóga í lúpínu­breið­um lögð fram til kynn­ing­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 1115. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 7.2. Eyð­ing ágengra plöntu­teg­unda 201206227

                  Garð­yrkju­stjóri kynn­ir mögu­leg­ar að­gerð­ir til að stemma stigu við út­breiðslu lúpínu og skóg­ar­kerfils í sveit­ar­fé­lag­inu.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 1115. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

                • 7.3. Skýrsla Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012 201304239

                  Skýrsla Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar um starf­semi fé­lags­ins í Mos­fells­bæ árið 2012 lögð fram til kynn­ing­ar

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 1115. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

                • 7.4. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2012 201302068

                  Þjón­ustu­könn­un Capacent fyr­ir árið 2012.
                  Máls­með­ferð­ar­til­lögu vegna til­lögu Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar á 599. fundi bæj­ar­stjórn­ar vísað til um­hverf­is­nefnd­ar til um­fjöll­un­ar.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 1115. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.

                Fundargerðir til kynningar

                • 8. Fund­ar­gerð 121. fund­ar stjórn­ar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201304355

                  .

                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar harm­ar þau vinnu­brögð sem við­höfð hafa ver­ið af rík­is­vald­inu um frá­g­ang samn­inga milli rík­is­ins og slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins vegna sjúkra­flutn­inga. Geng­ið var frá samn­ing­um að hald­ið var í byrj­un þessa árs eft­ir um eins árs samn­ingaþóf en enn ból­ar ekki á und­ir­skrift. Hef­ur þetta þau áhrif nú að ekki er hægt að ganga frá samn­ing­um nú við lægst­bjóð­anda í nýja slökkvistöð í Mos­fells­bæ sem jafn­framt á að hýsa sjúkra­bif­reið­ar eins og stóð til að gera á síð­asta stjórn­ar­fundi SHS. Það er ábyrgð­ar­hluti af rík­is­vald­inu að koma í veg fyr­ir af­greiðslu máls­ins eins og raun ber vitni og koma með því í veg fyr­ir nauð­syn­leg­ar fram­kvæmd­ir geti haf­ist í þágu ör­ygg­is íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar skor­ar á rík­is­vald­ið að ganga frá þessu sam­komu­lagi þeg­ar í stað.

                  Fund­ar­gerð 121. fund­ar stjórn­ar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 19. apríl 2013 lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                  • 9. Fund­ar­gerð 318. fund­ar Sorpu bs.201304356

                    .

                    Fund­ar­gerð 318. fund­ar Sorpu bs. frá 19. apríl 2013 lögð fram á 604. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30