30. apríl 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2012201304042
603. fundur bæjarstjórnar vísar ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 til annarrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Forseti gaf orðið laust og fóru fram stutt umræða um ársreikningin eins og hann liggur fyrir eftir fyrri umræðu.
Bókun Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin vekur athygli á að fulltrúi hennar benti endurskoðanda á í kynningu hans á ársreikningi að fullnaðarafgreiðsla bæjarráðs á samningi við Landsbanka Íslands vegna ólöglegrar sjálfskuldarábyrgðar Mosfellsbæjar á skuld Helgafellsbygginga ehf. hafi verið brot á 35. gr. sveitarstjórnarlaga, en skv. 72. gr. sveitarstjórnarlaga skulu endurskoðendur sveitarfélaga meðal annars kanna hvort fullnægjandi heimildir hafi verið fyrir útgjöldum og hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélagsins og einstakar ákvarðanir af hálfu þess séu í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélaga, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu sveitarfélaga.
Skýrslu endurskoðanda hefur ekki verið breytt með tilliti til þessarar athugasemdar.Íbúahreyfingin ítrekar fyrri bókun vegna framsetningar á ársreikningi.
"Markmiðið með samanburði á áætlun og niðurstöðu ársreikninga er að bera saman hvernig bæjarfélagið stóðst fjárhagsáætlun. Breytingar sem gerðar eru á áætluninni á tímabilinu eru nefndir viðaukar en það orð er oft notað yfir ítarefni eða aukaefni í ritum og bókum og þá gefið út á sama tíma. Viðaukar fjárhagsáætlunar eru hins aldrei gefnir út á sama tíma, þeir verða til á öllu tímabilinu og geta jafnvel verið gerðir í lok desember, en þá erum við að bera saman áætlun sem gerð var einhverjum dögum áður en ársreikningurinn. Tilgangsleysi þess að sýna og bera saman áætlun með breytingum ætti að vera nokkuð augljóst. Viðaukar eiga að vera neðanmáls til þess að útskýra hvers vegna breyta þurfti áætluninni.
Í 61. gr. Sveitarstjórnarlaga segir m.a. í ársreikningi skal koma fram samanburður við a) ársreikning undanfarins árs, b) upphaflega fjárhagsáætlun ársins og c) fjárhagsáætlun ársins ásamt viðaukum."
Íbúahreyfingin lítur svo á að að ársreikningurinn sé ekki í samræmi við 61. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.
Bæjarfulltrúar D og V-lista vísa því á bug að bæjarráð hafi ekki haft heimild til fullnaðaafgreiðslu í umræddu máli. Bæjarstjórn var á þessum tíma í sumarleyfi og fer bæjarráð á þeim tíma með hlutverk og verkefni bæjarstjórnar eins og fram kemur í 35. gr. Sveitarstjórnarlaga.Ársreikningur Mosfellsbæjar varpar skýru ljósi á fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Ársreikningur sveitarfélagsins er í fullu samræmi við sveitarstjórnarlög og hafa endurskoðendur áritað hann. Framsetning ársreikningsins er í samræmi við tilmæli innanríkisráðuneytisins um hvernig ársreikningar skulu lagðir fram enda er í ársreikningum að finna samanburð við upphaflega fjárhagsáætlun svo og fjárhagsáætlun með viðaukum.
Bókun D- og V-lista vegna afgreiðslu ársreiknings.
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2012 og var niðurstaðan í samræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði nam um 612 milljónir sem er um 10% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri bæjarins um 29 milljónir eða 0,4% af tekjum. Kennitölur úr rekstri bera vott um trausta stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri eru 676 milljónir sem eru 11% af rekstrartekjum og framlegð frá rekstri er 15%. Skuldahlutfall er 125% sem er vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum.Um 767 milljónum var varið Í framkvæmdir á árinu 2012 sem er nær tvöföldun frá fyrra ári. Stærsta einstaka framkvæmdin er bygging nýs 30 rýma hjúkrunarheimils sem verður tekið í notkun innan tíðar. Til þeirrar framkvæmdar runnu um 276 milljónir á árinu en áætlaður byggingarkostnaður er um 811 milljónir.
Í Mosfellsbæ rís einnig um þessar mundir nýr framhaldsskóli sem byggður er í samstarfi við ríkið en í þá framkvæmd fór um 121 milljón á árinu 2012. Nýlega var tekin í notkun ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða að Hlaðhömrum. Einnig var talsverðu fjármagni varið í viðhald og endurbætur á skólahúsnæði og íþróttaaðstöðu í bænum. Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir í sveitarfélaginu lækkar skuldahlutfall milli ára.Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2011 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.
Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum,
en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :
Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2012
Rekstrartekjur: 6.212,5 mkr.
Rekstrargjöld: 5.600,7 mkr.
Fjármagnsliðir: (-570,4) mkr.
Tekjuskattur: 12,1 mkr.
Rekstrarniðurstaða 29,3 mkr.2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1117201304018F
Fundargerð 1117. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 604. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Hitaveitu Selbæja ehf. varðandi nýtingu borhola 201206165
Um er að ræða erindi er varðar hitaveituborholur í Seljabrekku Mosfellsdal.
Áður á dagskrá 1079. fundar bæjarráðs og þar vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Erindi Eirar, drög að skipulagsskrá til kynningar 201303319
Erindi Eirar, drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Eir hjúkrunarheimili til kynningar.
Áður á dagskrá 1115. fundar bæjarráðs og þar vísað til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjölskyldusviða.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Sorpu bs. 201304215
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Sorpu bs. þar sem óskað er eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á stefnunni.
Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Strætó bs. 201304216
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi eigendastefnu Strætó bs. þar sem óskað er eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á stefnunni.
Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi SSH (verkefnahópur 20) vegna sóknaráætlunar 201108261
Erindi SSH (verkefnahópur 20) varðandi sóknaráætlun 2013, lokaskjal ásamt samningi.
Páll Guðjónsson framkv.stj. SSH verður gestur fundarins.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Erindi UMSK þar sem bæjarstjórn er þakkað samstarf vegna Landsmóts UMFÍ 50 201304248
Erindi UMSK þar sem bæjarstjórn er þakkað samstarf vegna Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið var í Mosfellsbæ síðast liðið sumar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
2.7. Útboð á tímagjaldi í iðngreinum 201212024
Um er að ræða útboð á tímavinnu verktaka í minni háttar og tilfallandi viðhaldsverkefnum á vegum Eignasjóðs Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.8. Útboð á rekstri í Eirhömrum 201212100
Rekstur fótaaðgerðarstofu og hárgreiðslustofu í þjónustumiðstöð Eirhamra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.9. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar 201304271
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1118201304025F
Fundargerð 1118. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 604. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Samstarfssamningur um uppbyggingu íbúðarbyggðar í Helgafellslandi 200511164
Drög að samkomulagi við Landsbankann vegna uppbyggingar í Helgafelli, er drögin eru trúnaðarmál á þessu stigi máls.
Niðurstaða þessa fundar:
Forseti bar upp tillögu þess efnis að umræða um þennan dagskrárlið færi fram fyrir luktum dyrum og var tillagan samþykkt með sex atkvæðum.$line$Í framhaldinu var slökkt á hljóðupptöku fundarins og fundarsal bæjarstjórnar lokað. $line$$line$Drögin voru lögð fram á 1118. fundi bæjarráðs og fylgja drögin erindinu í fundargerðinni eins og hún liggur fyrir þessum fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Tillaga.$line$Íbúahreyfingin telur að of skammur tími hafi gefist til þess að skoða málið og málsskjöl óaðgengileg. Íbúahreyfingin og óskar eftir að málinu verði frestað.$line$Tillaga um frestun borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa D-, V- og S-lista.$line$Bæjarfulltrúar telja að skjöl hafi verið aðgengileg og tími til að kynna sér málið nægjanlegur.$line$$line$Samþykkt með sex atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi drög að samningi við Landsbankann. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar sat hjá við afgreiðslu málsins.
3.2. Erindi SSH (verkefnahópur 20) vegna sóknaráætlunar 201108261
Erindi SSH (verkefnahópur 20) varðandi sóknaráætlun 2013, lokaskjal ásamt samningi.
Frestað á 1117. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.3. Erindi Jóns Jósefs Bjarnasonar 201304271
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.4. Gasgerðarstöð Sorpu bs. í Álfsnesi - Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar 201211188
Um er að ræða skoðun á lyktardreifingu og kostnaðarmati vegna staðsetningar gasgerðarstöðvar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.5. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs 201304249
Um er að ræða erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er umsagnar um væntanlegt starfsleyfi fyrir SORPU bs. í Álfsnesi. Frestur til þess að skila umsögn er gefinn til 2. maí 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.6. Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar o.fl. 201303128
Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi.
Umbeðin umsögn hjálögð.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.7. Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl. 201303171
Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er.
Hjálögð er umbeðin umsögn.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.8. Tenging á sumarhúsabyggðum við Nesjavallaæð 201304276
Um er að ræða beiðni sumarhúsaeigenda um að tengjast við Nesjavallaæð til þess að fá heitt vatn í sumarbúsatað.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.9. Erindi Andrésar Ólafssonar vegna óska um nytja á túnum í landi Reykjahlíðar 201304298
Erindi Andrésar Ólafssonar þar sem hann óskar eftir að fá á leigu tún í eigu Mosfellsbæjar úr landi Reykjahlíðarvegna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.10. Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit 201304305
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar staðfestingar á gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.11. Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós 201304308
Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi ósk um uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
3.12. Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014 201304341
Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014 sem fram fer á vegum Þjóðdansafélagsins en félagið leitar að samstarfssveitarfélagi vegna mótsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 204201304021F
Fundargerð 204. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 604. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2013 201304310
Umfjöllun um jafnréttismál skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar 2013. Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 204. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.2. Þjónustuhópur aldraðra - 88 201304002F
Fundargerð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 204. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Trúnaðarmálafundur - 772 201304014F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerðin lögð fram með fundargerð 204. fundar fjölskyldunefndar, efnisatriði færð í trúnaðarbók.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 280201304024F
Fundargerð 280. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 604. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Heimsókn í Varmárskóla - frístundasel 201304325
Fundur í Frístundaseli Varmárskóla. Kynning á starfi selsins og kynning á starfsemi íþróttafjörs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 280. fundar fræðslunefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Úthlutun leikskólarýma vor 2013 201304322
Upplýsingar um úthlutun leikskólarýma lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 280. fundar fræðslunefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018. 201301573
Staða mála kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 280. fundar fræðslunefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 341201304022F
Fundargerð 341. fundar Skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 604. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri 201302070
Lagt fram bréf frá Hirti Líndal f.h. Nova dags. 20.3.2013, þar sem óskað er eftir því að veitt verði tímabundið leyfi til þess að hafa stagfestingu fyrir fjarskiptamastur utan lóðarmarka Völuteigs 23. Leyfið verði með því skilyrði að stagfestan skuli fjarlægð ef og þegar nauðsyn krefur, s.s. vegna stígagerðar um svæðið. Sjá einnig bókun á 337. fundi. Frestað á 339. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.2. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi 201301426
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, sem nefndin óskaði eftir á 339. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Reiðleiðir við Reykjahvol og Skammadal 201303263
Reiðveganefnd Harðar og Reiðveganefnd Suðvestursvæðis óska eftir að fundin verði lausn á reiðleiðum við Reykjahvol og tengingum reiðleiða við Skammadal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.4. Reykjahlíð garðyrkja, ósk um breytingu nafns í Suðurá. 201303340
Þröstur Sigurðsson og Júlíana R Einarsdóttir gróðrarstöðinni Reykjahlíð landnr. 123758 sækja um leyfi til að breyta nafni býlis síns úr "Reykjahlíð garðyrkja" í "Suðurá". Fyrir liggur jákvæð umsögn örnefnanefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
6.5. Hjólreiðastígur í miðbæ 201304311
Kynntar voru hugmyndir um útfærslu hjólreiðastígs meðfram Háholti/Bjarkarholti, unnar af Landmótun sf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.6. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, framhald umfjöllunar á 339. og 340. fundi. Lögð fram samantekt athugasemda og drög að svörum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 341. fundar Skipulagsnefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 140201304016F
Fundargerð 140. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 604. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands varðandi ræktun lúpínu 201212035
Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands varðandi ræktun skóga í lúpínubreiðum lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Eyðing ágengra plöntutegunda 201206227
Garðyrkjustjóri kynnir mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils í sveitarfélaginu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.3. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 201304239
Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um starfsemi félagsins í Mosfellsbæ árið 2012 lögð fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2012 201302068
Þjónustukönnun Capacent fyrir árið 2012.
Málsmeðferðartillögu vegna tillögu Jónasar Sigurðssonar á 599. fundi bæjarstjórnar vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1115. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 121. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201304355
.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið af ríkisvaldinu um frágang samninga milli ríkisins og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna sjúkraflutninga. Gengið var frá samningum að haldið var í byrjun þessa árs eftir um eins árs samningaþóf en enn bólar ekki á undirskrift. Hefur þetta þau áhrif nú að ekki er hægt að ganga frá samningum nú við lægstbjóðanda í nýja slökkvistöð í Mosfellsbæ sem jafnframt á að hýsa sjúkrabifreiðar eins og stóð til að gera á síðasta stjórnarfundi SHS. Það er ábyrgðarhluti af ríkisvaldinu að koma í veg fyrir afgreiðslu málsins eins og raun ber vitni og koma með því í veg fyrir nauðsynlegar framkvæmdir geti hafist í þágu öryggis íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skorar á ríkisvaldið að ganga frá þessu samkomulagi þegar í stað.
Fundargerð 121. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19. apríl 2013 lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 318. fundar Sorpu bs.201304356
.
Fundargerð 318. fundar Sorpu bs. frá 19. apríl 2013 lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.