7. janúar 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bylgja Bára Bragadóttir 1. varamaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) vara áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Umsögnin lögð fram.
2. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Til umfjöllunar niðurstaða skólaþings og drög að tillögum um næstu skref og uppbyggingu skólamannvirkja á austur og vestursvæði. Eftirfarandi gögn lögð fram á fundinum: 1. Drög að tillögum um framhald málsins. 2. Skýrsla KPMG um Skólaþing, en fyrirtækið stýrði fundinum. 3. Innsendar athugasemdir bæjarbúa og annarra vegna skýrslu um uppbyggingu skólamannvirkja og skólahverfa, en þær lágu fyrir Skólaþingi þann 26. nóvember 2013.
Fram hafa verið lagðar tillögur um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar upp úr skýrslu sem unnin var á vegum Skólaskrifstofu ásamt ábendingum sem fram komu við skýrsluna frá aðilum skólasamfélagsins. Þau gögn voru lögð til grundvallar á opnu skólaþingi sem haldið var 26. nóvember síðastliðinn. Niðurstöður skólaþingsins voru einnig hafðar til hliðsjónar um ákvörðun um tillögur og næstu skref í uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ.
Fræðslunefnd leggur til að tillögurnar verði kynntir fyrir aðilum skólasamfélagsins og þeim aðilum eða fulltrúum þeirra boðið að koma á fund nefndarinnar 21. og 23. janúar næstkomandi ef þeir óska eftir að koma á framfæri frekari ábendingum eða athugasemdum um framkomnar tillögur. Þeir aðilar sem hér um ræðir eru fulltrúar foreldrafélaga og foreldraráða leikskóla, fulltrúar skólaráða og foreldrafélaga grunnskóla og fulltrúar stjórnenda leik- og grunnskóla.
Jafnframt er Skólaskrifstofu falið að leita til umhverfissviðs um að finna málinu farveg vegna skipulagsmála og vegna væntanlegs samstarfs við Eignasjóð.
3. Stefnumót við framtíð - Skólaþing201305149
Lagðar fram niðurstöður skólaþings.
Lagt fram.