29. janúar 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1150201401008F
Fundargerð 1150. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs 201312079
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Lögð fram umsögn umhverfissviðs sem óskað var eftir á 1148. fundi bæjarráðs þann 19.desember 2013.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1150. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
1.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs 201401082
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169 mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1150. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
1.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra 201401090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra til hreindýraráðs, mál 202.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1150. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
1.4. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði 201401160
Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi 200 þúsund króna styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1150. fundar bæjarráðs samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Stækkun Leirvogstunguskóla 201401191
Um er að ræða beiðni umhverfissviðs til þess að viðhafa verðkannanir vegna flutnings tveggja færanlegra kennslustofa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1150. fundar bæjarráðs samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Erindi skátahreyfingarinnar varðandi söfnunargáma Grænna Skáta í Mosfellsbæ 201401244
Erindi skátahreyfingarinnar varðandi söfnunargáma Grænna Skáta í Mosfellsbæ þar sem óskað er að bæjarráð endurskoði fyrri afstöðu sína í málinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1150. fundar bæjarráðs samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.7. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi 201311038
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal. Þorsteinn Narfason framkv.stj. eftirlitsins mætti á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1150. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1151201401015F
Fundargerð 1151. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá 201202172
Fyrir liggur niðurstaða útboðs í fimleikabúnað fyrir húsið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga 201310270
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem boðuð eru verklok á þjónustu vegna sjúkraflutninga þar sem samningar um endurgjald hafa ekki tekist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
2.3. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi 201311038
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Torfa Magnússonar varðandi gatnagerðargjöld 201311140
Erindi Torfa Magnússonar dags. 3. desember varðandi gatnagerðargjald af fyrirhugaðri byggingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
2.5. Reykjahvoll - gatnagerð 201312026
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað eftir opnun útboðs á gatnagerð Reykjahvols.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi gjaldskrárbreytingar veitumála 201401439
Erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi gjaldskrárbreytingar veitumála þar sem þeim tilmælum er beint til veitufyrirtækja að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga 201401473
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2002, um útlendinga,með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing,kærunefnd, hælismál).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1151. fundar bæjarráðs samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 213201401012F
Fundargerð 213. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá 201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 213. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013 201301222
Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013, samantekt um mat á framkvæmd verður lögð fram á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 213. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
3.3. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2014 201312015
Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2014, drög að dagskrá veður lögð fram á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 213. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. Þjónustusamningur vegna vistunar barna skv. 84.gr.bvl.nr.80/2002 201401101
Drög að þjónustusamnings Vinakots ehf. og Fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar vegna vistunar barna skv. 84. gr. bvl. nr.80/2002.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 213. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. Niðurstöður rannsókna 2013 201401414
Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna árið 2013 kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 213. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 289201401013F
Fundargerð 289. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ 201301573
Á fundinn koma fulltrúar foreldrafélaga, skólaráða og stjórnenda leik- og grunnskóla sem óska eftir að koma ábendingum á framfæri um drög að tillögum sem lagðar voru fram á síðasta fræðslunefndarfundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 289. fundar fræðslunefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 358201401003F
Fundargerð 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Ályktun um deiliskipulag í Helgafellshverfi 201212085
Nefndarmaður Jóhannes Eðvaldsson hefur óskað eftir umræðu um minnisblað fyrrv. formanns sem lagt var fram í desember 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5.2. 3 lóðir í Auga, ósk um breytingar á deiliskipulagi 201310334
Framhald umfjöllunar um endurskoðaða tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem lögð var fram á 357. fundi. Lagður fram nýr uppdráttur með nánari útfærslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
5.3. 1. - 3. áfangi Helgafellshverfis, tillögur Hamla 1 ehf. um breytingar á deiliskipulagi 201312044
Umræða um málið í framhaldi af kynningu á 356. fundi. Frestað á 357. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Uglugata 24-30, fyrirspurn um fjölgun íbúða 201401122
Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt spyrst 9.1.2014 f.h. AGH eigna ehf. fyrir um það hvort leyft yrði að fjölga íbúðum á lóðinni um tvær, sbr. meðfylgjandi teikningu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.5. Gerplustræti 7-11, fyrirspurn um fjölgun íbúða o.fl. 201310158
Lagðar fram teikningar frá Kollgátu arkitektastofu sem gera nánari grein fyrir fyrir áformuðum breytingum á húsgerð og fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 357. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.6. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl. 201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5.7. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs 201311089
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5.8. Mælingar lögreglu á umferðarhraða í Mosfellsbæ 2008-2013. 201401020
Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5.9. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir fisflug norðan Hafravatns 201401102
Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5.10. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu 201311251
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
5.11. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi 201310136
Umsókn um að rífa núverandi sumarbústað og byggja nýjan á sama stað var grenndarkynnt 19. desember 2013 með bréfi til eigenda þriggja aðliggjandi landa auk umsækjanda. Athugasemdafrestur var til 17. janúar 2014. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.12. Frístundalóð Innri Miðdal (125198), ósk um breytingu á deiliskipulagi 201312149
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 19. desember 2013 með bréfi til eigenda tveggja aðliggjandi lóða auk umsækjanda. Athugasemdafrestur var til 17. janúar 2014. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 358. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 147201401014F
Fundargerð 147. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Snjómokstur í Mosfellsbæ 2013-2014 201401435
Kynning á snjómokstri og hálkueyðingu í Mosfellsbæ 2013-2014. Þorsteinn Sigvaldason deildarstjóri tæknideildar mætir á fundinn og fer yfir fyrirkomulag snjómoksturs og hálkueyðingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.2. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010 201109113
Minnisblað Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um framvindu rannsókna á saurgerlamengun í Leiruvogi 2010-2013 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.3. Tillögur fulltrúa Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd um verkefni til vinnslu 201311270
Lögð fram umsögn umhverfissviðs um tillögu um verkefni til vinnslu á umhverfissviði sem fulltrúar Samfylkingar og Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn endurfluttu í umræðum um fjárhagsáætlun 2014-2017 á 615. fundi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn óskaði eftir umsögn umhverfissviðs og að hún yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.4. Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM 201301405
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar 26. nóvember 2013 er skýrsla fornleifafræðinga um rannsókn á ætluðum fornminjum á lóðum við Sunnukrika send umhverfisnefnd til upplýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.5. Starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir janúar til maí 2014 201401437
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar fyrir janúar til maí 2014, þar sem fram kemur áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins, lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.6. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 201401438
Samantekt um framgang verkefna á verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ árið 2013 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.7. Umhirðuáætlun opinna svæða, leikvalla og stofnanalóða 2013-2014 201312005
Umhirðuáætlun garðyrkjudeildar Mosfellsbæjar 2013-2014 lögð fram en þar kemur fram kostnaður og umfang umhirðu við opin svæði, leikvelli og stofnanalóðir í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
6.8. Niðurskurður fjárveitinga til friðlýsinga 201401539
Um er að ræða erindi Hildar Margrétardóttur til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna niðurskurðar á sviði friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 147. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7. Þróunar- og ferðamálanefnd - 39201312014F
Fundargerð 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Erindi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá 201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda, umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM 201301405
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar 26. nóvember 2013 er skýrsla fornleifafræðinga um rannsókn á ætluðum fornminjum á lóðum við Sunnukrika send þróunar- og ferðamálanefnd til upplýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Tjaldstæði Mosfellsbæjar 201203081
Kynning á uppgjöri sumarsins 2013, rekstraryfirlit lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013 201304391
Endurskoðun á reglum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.5. Merkingar við bæjarmörk 201312121
Umræður vegna mögulegrar aðkomu nefndarinnar við að láta merkja bæjarmörk Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.6. Verkefni og starfsáætlun þróunar- og ferðamálanefndar 201109430
Starfsáætlun fyrir árið 2014 og áætlun um tímasetningar á fundum árið 2014
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 177201401016F
Fundargerð 177. fundar íþótta-og tómstndarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 619. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja til íþrótta- og tómstundastarfs 2013081383
Á fundinn mætti Halldór Halldórsson.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 177. fundar íþótta-og tómstundarnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Miðlun gagna á vef - DataMarket 201312237
Kynning á vinnu Datamarket með upplýsingar um styrki og framlög nefndarinnar til félaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 177. fundar íþótta-og tómstundarnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Erindi um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá 201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 177. fundar íþótta-og tómstundarnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Erindi UMFÍ varðandi áskorun til íþrótta- og sveitarfélaga 201311176
Erindi UMFÍ þar sem skorað er á íþrótta- og sveitarfélög að hvetja iðkendur til þess að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 177. fundar íþótta-og tómstundarnefndar lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
9. Fundargerð 127. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201401472
.
Fundargerð 127. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17. janúar 2014 lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 41. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201401502
.
Fundargerð 41. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 13. desember 2013 lögð fram á 619. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
11. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Undirbúningur að byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra til bæjarstjórnar og eftirfarandi tillaga varðandi fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að skipaður verði starfshópur undir forystu bæjarstjóra til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Auk bæjarstjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og skulu þeir vera aðal- eða varabæjarfulltrúar. Ungmennafélagið Afturelding skal tilnefna einn fulltrúa.
Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að áður en bæjarráð skipar starfshópinn verði málið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd og var hún samþykkt.
12. Kosning í bæjarráð201206151
Kosning fulltrúa í bæjarráð.
Eftirfarandi tilnefning kom fram um Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur sem aðalmann í bæjarráð í stað Hafsteins Pálssonar.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast Kolbrún G. Þorsteinsdóttir þar með rétt kjörinn aðalmaður í bæjarráð.