12. febrúar 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr)
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm vara áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Dagsetning samræmdra könnunarprófa 2013201301168
Tilkynning frá ráðuneyti um dagsetningu samræmdra könnunarprófa árið 2013 lögð fram.
Lagt fram.
2. Samræmd próf 2012201211190
Heildarskýrsla um samræmd könnunarpróf 2012 lögð fram til upplýsingar.
Fram kom á fundinum að niðurstöður samræmdra prófa eru ávallt, með einum eða öðrum hætti, nýttar til umbóta.
Lagt fram.
3. Ytra mat leik- og grunnskóla flyst til Námsmatsstofnunar201301579
Tilkynning um breytingu á aðilum sem framkvæma ytra mat á leik- og grunnskólum lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
4. Starfsáætlanir á fræðslusviði201301464
Lagðar fram starfsáætlanir grunnskóla fyrir árið 2013-2014 án skóladagatals. Skóladagatal lagt fram síðar.
Lagðar fram starfsáætlanir Krikaskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlagðar starfsáætlanir.
5. Uppbygging skólamannvirkja og þróun nemendafjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573
Lagt fram minnisblað um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ í kjölfar áætlunar um þróun barna- og nemendafjölda í Mosfellsbæ frá 2013 - 2018
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu skóla á vestursvæði og í Helgafellslandi. Í samræmi við framlagt minnisblað er fræðslusviði falið í samvinnu við skóla bæjarins að leita lausna varðandi skólastofur bæði varðandi haustið 2013 og næstu skólaár. Horft verði m.a. til Brúarlands í þessu efni. Jafnframt er fræðslusviði falið að hefja undirbúning að áætlun um uppbyggingu nýrra skólamannvirkja. Fræðslunefnd leggur áherslu á það við fræðslusvið og skólastofnanir að í öllu þessu ferli sé tekið mið af Skólastefnu Mosfellsbæjar, hlustað sé á raddir barna og haft samráð við foreldrasamfélagið í Mosfellsbæ. Framvinda verði reglulega á dagsskrá fræðslunefndar.