Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. febrúar 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr)
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
  • Þrúður Hjelm vara áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Dag­setn­ing sam­ræmdra könn­un­ar­prófa 2013201301168

    Tilkynning frá ráðuneyti um dagsetningu samræmdra könnunarprófa árið 2013 lögð fram.

    Lagt fram.

    • 2. Sam­ræmd próf 2012201211190

      Heildarskýrsla um samræmd könnunarpróf 2012 lögð fram til upplýsingar.

      Fram kom á fund­in­um að nið­ur­stöð­ur sam­ræmdra prófa eru ávallt, með ein­um eða öðr­um hætti, nýtt­ar til um­bóta.

      Lagt fram.

      • 3. Ytra mat leik- og grunn­skóla flyst til Náms­mats­stofn­un­ar201301579

        Tilkynning um breytingu á aðilum sem framkvæma ytra mat á leik- og grunnskólum lögð fram til upplýsingar.

        Lagt fram.

        • 4. Starfs­áætlan­ir á fræðslu­sviði201301464

          Lagðar fram starfsáætlanir grunnskóla fyrir árið 2013-2014 án skóladagatals. Skóladagatal lagt fram síðar.

          Lagð­ar fram starfs­áætlan­ir Krika­skóla, Lága­fells­skóla og Varmár­skóla.

          Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að stað­festa fram­lagð­ar starfs­áætlan­ir.

          • 5. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og þró­un nem­enda­fjölda til 2012 og áætlun fram til 2018.201301573

            Lagt fram minnisblað um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ í kjölfar áætlunar um þróun barna- og nemendafjölda í Mosfellsbæ frá 2013 - 2018

            Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að haf­inn verði und­ir­bún­ing­ur að upp­bygg­ingu skóla á vest­ur­svæði og í Helga­fellslandi. Í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað er fræðslu­sviði fal­ið í sam­vinnu við skóla bæj­ar­ins að leita lausna varð­andi skóla­stof­ur bæði varð­andi haust­ið 2013 og næstu skóla­ár. Horft verði m.a. til Brú­ar­lands í þessu efni. Jafn­framt er fræðslu­sviði fal­ið að hefja und­ir­bún­ing að áætlun um upp­bygg­ingu nýrra skóla­mann­virkja. Fræðslu­nefnd legg­ur áherslu á það við fræðslu­svið og skóla­stofn­an­ir að í öllu þessu ferli sé tek­ið mið af Skóla­stefnu Mos­fells­bæj­ar, hlustað sé á radd­ir barna og haft sam­ráð við for­eldra­sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ. Fram­vinda verði reglu­lega á dags­skrá fræðslu­nefnd­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15