Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. september 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kvísl­artunga 27-29 og 47-49, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.2014082080

    Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja. Frestað á 372. fundi.

    Skipu­lags­nefnd er já­kvæð fyr­ir því að breyta hús­um nr. 47 og 49 í einn­ar hæð­ar hús, en ekki fyr­ir breyt­ing­um á nr. 27 og 29.

    • 2. Reykja­hvoll 20-30, breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi2014082083

      Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem lúta að færslu lóða og reiðleiðar til austurs. Frestað á 372. fundi.

      Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 3. Að Suð­ur Reykj­um, deili­skipu­lag fyr­ir stækk­un ali­fugla­bús201405114

        Lagður fram undirskriftalisti, sem barst eftir fund nr. 372 þar sem fjallað var um væntanlegt deiliskipulag, með mótmælum gegn áformaðri uppbyggingu að Suður Reykjum.

        Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram til kynn­ing­ar.
        Skipu­lags­nefnd stefn­ir að því að hald­inn verði kynn­ing­ar­fund­ur með íbú­um þeg­ar til­laga að deili­skipu­lagi ligg­ur fyr­ir.

        • 4. Uglugata 48-50, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201407038

          Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á 371. fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun. Frestað á 372. fundi.

          Skipu­lags­nefnd ít­rek­ar fyrri af­stöðu sína varð­andi bíl­geymsl­ur á lóð­inni.

          • 5. Er­indi Kópa­vogs­bæj­ar varð­andi nýja rétt fyr­ir Seltjarn­ar­nes­hrepp hinn forna201409105

            Birgir H Sigurðsson skipulagsstjóri óskar 3. september f.h. Kópavogsbæjar eftir umsögn Mosfellsbæjar um áform um að byggja nýja fjárrétt, Heiðarbrúnarrétt, norðan Suðurlandsvegar og um 180 m austan línuvegar, í stað Fossvallaréttar.

            Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd­ir við áform um nýja fjár­rétt norð­an Suð­ur­lands­veg­ar, en bend­ir á að tryggt þarf að vera að stað­setn­ing henn­ar stang­ist ekki á við fyr­ir­hug­að­ar raflín­ur á þess­um slóð­um, þ.e. Búr­fells­línu 3 og Sand­skeiðs­línu 1.

            • 6. Helga­fells­hverfi 1. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi við Vefara­stræti201401642

              Lögð fram ný og breytt tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.

              Nefnd­in sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an verði aug­lýst skv. 43. grein skipu­lagslaga.

              • 7. Fyr­ir­spurn um að­stöðu fyr­ir Reykjalund við Hafra­vatn201409208

                Helgi Kristjónsson fjármálastjóri óskar 12. september 2012 f.h. Reykjalundar eftir heimild til að bæta aðstöðu Reykjalundar við Hafravatn, m.a. með því að koma þar fyrir gámum til að geyma í báta og annan búnað sem tilheyrir starfseminni.

                Nefnd­in ósk­ar eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um frá um­sækj­anda.

                • 8. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

                  Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á ákvörðun um auglýsingu tillögu að nýju svæðisskipulagi 2015-2040. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.

                  Frestað.

                  • 9. Vefara­stræti 7-13, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201409209

                    Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi gögnum.

                    Frestað.

                    • 10. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ201301573

                      Framhald umræðna á 371. fundi.

                      Frestað.

                      • 11. Er­indi Lága­fells­bygg­inga varð­andi deili­skipu­lag Lága­fells201407125

                        Framhald umræðu á 371. fundi um erindi sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um lóðir á nýbyggingarsvæðum.

                        Frestað.

                        • 12. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi um­ferðarör­ygg­is­áætlun201001142

                          Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnir umferðaröryggisskýrslu frá sept. 2013 og áætlun um áframhaldandi aðgerðir.

                          Frestað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.