16. september 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 27-29 og 47-49, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi.2014082080
Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja. Frestað á 372. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir því að breyta húsum nr. 47 og 49 í einnar hæðar hús, en ekki fyrir breytingum á nr. 27 og 29.
2. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Lagðar fram til kynningar tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi, sem lúta að færslu lóða og reiðleiðar til austurs. Frestað á 372. fundi.
Umræður um málið, lagt fram til kynningar.
3. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús201405114
Lagður fram undirskriftalisti, sem barst eftir fund nr. 372 þar sem fjallað var um væntanlegt deiliskipulag, með mótmælum gegn áformaðri uppbyggingu að Suður Reykjum.
Umræður um málið, lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd stefnir að því að haldinn verði kynningarfundur með íbúum þegar tillaga að deiliskipulagi liggur fyrir.4. Uglugata 48-50, umsókn um byggingarleyfi201407038
Tekið fyrir að nýju erindi sem nefndin afgreiddi á 371. fundi varðandi túlkun á ákvæðum um bílgeymslur í skipulagsskilmálum, þar sem umsækjandi hefur óskað eftir því að nefndin taki málið upp aftur og endurskoði fyrri ákvörðun. Frestað á 372. fundi.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína varðandi bílgeymslur á lóðinni.
5. Erindi Kópavogsbæjar varðandi nýja rétt fyrir Seltjarnarneshrepp hinn forna201409105
Birgir H Sigurðsson skipulagsstjóri óskar 3. september f.h. Kópavogsbæjar eftir umsögn Mosfellsbæjar um áform um að byggja nýja fjárrétt, Heiðarbrúnarrétt, norðan Suðurlandsvegar og um 180 m austan línuvegar, í stað Fossvallaréttar.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við áform um nýja fjárrétt norðan Suðurlandsvegar, en bendir á að tryggt þarf að vera að staðsetning hennar stangist ekki á við fyrirhugaðar raflínur á þessum slóðum, þ.e. Búrfellslínu 3 og Sandskeiðslínu 1.
6. Helgafellshverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Vefarastræti201401642
Lögð fram ný og breytt tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 43. grein skipulagslaga.
7. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir Reykjalund við Hafravatn201409208
Helgi Kristjónsson fjármálastjóri óskar 12. september 2012 f.h. Reykjalundar eftir heimild til að bæta aðstöðu Reykjalundar við Hafravatn, m.a. með því að koma þar fyrir gámum til að geyma í báta og annan búnað sem tilheyrir starfseminni.
Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda.
8. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins óskar eftir staðfestingu Mosfellsbæjar á ákvörðun um auglýsingu tillögu að nýju svæðisskipulagi 2015-2040. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
9. Vefarastræti 7-13, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201409209
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi gögnum.
Frestað.
10. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ201301573
Framhald umræðna á 371. fundi.
Frestað.
11. Erindi Lágafellsbygginga varðandi deiliskipulag Lágafells201407125
Framhald umræðu á 371. fundi um erindi sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um lóðir á nýbyggingarsvæðum.
Frestað.
12. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnir umferðaröryggisskýrslu frá sept. 2013 og áætlun um áframhaldandi aðgerðir.
Frestað.